Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 34
V* 46 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. LAUGARÁ Salur A Bergmáls- garðurinn Tom Hulce. Allir virtu hanrr fyrir leik sinn i myndinni „Amadeus" nú er hann kominn aftur í þess- ari einstöku gamanmynd. Sýnd kl. 5. 7, 9 og 11. Aðalhlutverk: Tom Hulce, Susan Dey, Michael Bowen. Salur B Jörð í Afríku Sýnd kl. 5. og 9. Salur C Ronja ræningjadóttir Sýnd kÍ. 4.30. Það var þá, þetta er núna Sýnd kl. 7-9 og 11. ÞJÓÐLEIKHÚSIC HELGISPTÖLL 7. syn. miðvikud. 11. júní kl. 20. 8. sýn. föstud. 13. júní kl. 20. sunnudag 15. júní kl. 20. í DEIGLUNNI fimmtudag 12. júni kl. 20, laugardag 14. júní kl. 20. Síðasta sinn. Miðasala kl.13.15.-20.00. Simi 1-1200. Ath. Veitingar öll sýningar- kvöld i Leikhúskjallaranum. Tökum greiðslur með Euro og Visa i sima. Urval vid allra hæfi Hann var frægur og frjáls, en til- veran varð að martróð, er flugvél hans nauðlenfi í Sovétrikjunum. Þar var hann yfirlýstur glæpa- maður - flóttamaður. Glæný, bandarísk stórmynd, sem hlotið hefur frábærar viðtökur. Aðalhlutverkin leika Mikhail Bar- yshnikov, Gregory Hines, Jerzy Skolimowski, Helen Mirren, hinn nýbakaði óskarsverðlaunahafi Gearaldine Page og Isabella Rossellini. Frábær tónlist m.a. tit- illag myndarinnar, Say you, say me, samið og flutt af Lionel Ric- hie. Þetta lag fékk óskarsverð- launin hinn 24. mars sl. Lag Phil Collins, Separate lives var einnig tilnefnt til óskarsverðlauna. Leikstjóri er Taylor Hackford (Against All Odds, The Idolma- ker, An Officer and a Gentle- man). Sýnd í A-sal kl. 5. 7.30 og 10. Sýnd i B-sal kl. 11.10. Fruxnsýnum stórmyndma Agnes, bam guðs Sýnd I B-sal kl. 5 og 9 Dolby stereo. Hækkað verð. Eins og skepnan deyr Aðalhlutverk: Þröstur Leo Gunnarsson, Edda Heiðrún Backman, Jó- hann Sigurðarson. Sýnd í B-sal kl. 7. Bflaklandur Drepfyndin mynd með ýmsum uppákomum... Hjón eignast nýjan bíl sem ætti að verða þeim til ánægju, en frú- in kynnist sölumanninum og það dregur dilk á eftir sér... Leikstjóri: David Green Aðalhlutverk: Julie Walters lan Charfeson. Sýnd kl. 5. Bönnuð innan 14 ára. LISTAHÁTÍÐ kl. 20.30. Úrval vid allrahœfi -3 i.i:ikfí;ia(; REYKIAVÍKUR SÍM116620 Siðustu sýningar LAND MÍNS FÖÐUR föstudag 6. júní kl. 20.30, örfáir miðar eftir, laugardag 7. júní kl. 20.30, örfáir miðar eftir, sunnudag 8. júni kl. Ath breyttan sýningartima Miðasala i sima 16620. Miðasalan i Iðnó er opin kl. 14-20.30 sýningardaga en kl. 14-19 þá daga sem sýningar eru á eftir.Leikhúsið verður opnað aftur i lok ágúst. Salur 1 Evrópufrumsýning Flóttalestin 13 ár hefur forhertur glæpamaður verið í fangelsisklefa, sem log- soðinn er aftur. Honum tekst að flýja ásamt meðfanga sínum - þeir komast í flutningalest, sem rennur af stað á 150 km hraða, en lestin er stjórnlaus. Mynd sem vakið hefur mikla at- hygli. - Þykir með ólikindum spennandi og afburðavel leikin. Leikstjóri: Andrei Konchalovsky. Saga: Akira Kurosawa. Dolby stereo. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Salvador Glæný og ótrúlega spennandi amerísk stórmynd um harðsvír- aða blaðamenn I átökunum i Salvador. Myndin er byggð á sönnum at- burðum og hefur hlotið frábæra dóma gagnrýnenda. Aðalhlutverk: James Wood, Jim Belushi, John Savage. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. Salur 3 Maðurinn sem gat ekld dáið (Jeremiah Johnson) Ein besta kvikmynd Roberts Redford. Leikstjóri: Sydney Pollack. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Fréttaskot DV Síirunn. senvald^ Síminn er 68-78-58 TÓNABÍÓ Sími 31182 Lokað vegna sumarleyfa. Evrópufrumsýning Frumsýnir grínmynd- ina: Út og suður í Beverly Hills (Down and Out in Be- verly Hills) Hér kemur grinmyndin DOWN AND OUT IN BEVERLY HILLS sem aldeilis hefur slegið í gegn I Bandarikjunum og er langvinsælasta myndin þar á þessu ári. Það er fengur I þvi að fá svona vinsæla mynd til sýn- inga á Islandi fyrst allra Evrópu- landa. Aumingja Jerry Baskin er al- gjör ræfill og á engan að nema hundinn sinn. Hann kemst óvart i kynni við hina stórriku Whitemanfjöl- skyldu og setur allt á annan endann hjá henni. DOWN AND OUT IN BEVERLY HILLS er toppgrinmynd árs- ins 1986. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Richard Dreyfus Bette Midler, Little Richard Leikstjóri: Paul Mazursky Myndin er í dolby stereo og sýnd í starscope stereo. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Frumsýnir grínmyndina: Læknaskóliim Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Hækkað verð Einheijinn Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Bönnuð innan 16 ára. Rocky IV Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Hækkað verð. Nflar- gimsteinninn Myndin er í dolby stereo. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Hækkað verð. Frumsýnir: í hefndarhug Hörkuspennumynd, um vopnas- mygl og baráttu skæruliða í Suður- Ameríku, með Robert Ginty, Merete Van Kamp, Cameron Mitchell. Leikstjóri: David Winters Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Ljúfir draumar Spennandi og skemmtileg mynd um ævi „Country" söngkonunn- ar Patsy Cline. Blaðaummæli: Jessica Lange bætir enn einni rósinni í hnappagatið". Jessica Lange Ed Harris. Bönnuð innan 12 ára. Dolby Stereo. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. Með lífið í lúkimum Bráðfyndin og fjörug gaman- mynd, með Katharine Hepburn, Nick Nolte. Sýnd kl. 3.05, 5.05, 7.05, 9.05 og 11.05. Vordagar með Jacques Tati Hulot frændi Óviðjafnanleg gamanmynd um hrakfallabálkinn elskulega. Sýnd kl. 3, 5.30, 9 og 11.15 Mánudagsmyndir alla daga Bak við lokaðar dyr Átakamikil spennumynd um hat- ur, ótta og hamslausar ástríður. Leikstjóri: Liliana Cavani. Sýnd kl. 3, 5.30 og 11.15 Mánudagsmyndir alla daga Og skipið sighr Stórverk meistara Fellini. Blaðaummæli: „Ljúfasta - vinalegasta og fyndn- asta mynd Fellinis siðan Ámac- ord." „Þetta er hið „Ijúfa" lif alda- mótaáranna." „Fellini er sannarlega I essinu sinu.” „Sláandi frumlegheit sem aðskil- ur Fellini frá öllum öðrum leik- stjórum." Síðustu sýningar Sýnd kl. 9. Skammastu þín, listahátíðarstjórn Listahátíð í dag: Kristján Jóhannsson óperusöngvari með Sinfóníuhljómsveit íslands, stjómandi Jean-Pierre Jacquillat, kl. 20.30. Myndiistarsýningar: Picasso „Exposition inattendue“, Kjarvalsstaðir. „Reykjavík í myndlist“, Kjarvals- staðir. Karl Kvaran, yfirlitssýning, Lista- safh Islands. Klúbbur Listahátíðar: Hljómsveitin Danssporið kl. 22.30. Guðjón Guðmundsson spilar og syngur kl. 23.30. Ustahátiö í Reykjavik. Tónleikar Herbie Hancock i vettingahúsinu Brodway 5. júni. Tónleikar píanóleikarans Herbie Hancock á Listahátíð hófust einni klukkustund og átta mínútum eftir auglýstan tíma. Hvorki kom skýring né afsökunarbeiðni frá aðstandend- um Listahátíðar vegna þessarar tafar. Hið eina, sem stytta átti tón- leikagestum biðina, vom tilkynn- ingar þvoglumælts plötusnúðs um að brátt yrði farið að loka börum hússins þvi að listamaðurinn hæfi leik sinn eftirstundarfjórðung. Þetta var tilkynnt að minnsta kosti tvíveg- is - þá fyrst eftir að tónleikagestir höfðu beðið í hálftíma. Impressionistiskar inventionir Loks hóf Herbie Hancock leik sinn. Hann var eiginlega það eina sem í lagi var á þessari samkundu. Samkundu því vart er hægt að tala um svona uppákomu og dónaskap við tónleikagesti sem tónleika. Mér fannst hann að vísu spila fullloðið og ofnota pedal og hugsaði sem svo að þetta hefði synthesizerspilið gert honum. En til allrar mildi heyri ég, sem þetta er skrifað, að í útsendingu útvarpsins er það alls ekki svo, held- ur skrifast útkoman á reikning aulabárða í plötusnúðaklefa. Herbie Hancock var í impressionistiskum hugleiðingum þetta kvöldið. Hann skáldaði upp úr sér impressionisti- skum inventionum yfir hin og þessi þekkt sígræn jasslög af rólegra tag- inu. My Funny Valentine varð til dæmis að fjarrænni rómönsu í með- forum hans og athyglisverð var líka Herbie Hancock. Tónlist Eyjólfur Melsted túlkun hans á Round About Midn- ight. Já, leikur Hancocks var í góðu lagi - vantaði ekkert upp á það, loks- ins þegar hann hófet. Þáttur aulabárða Fyrr var minnst á piltana í plötu- snúðaklefanum. Þeir, fávitandi um helstu grundvallarreglur hljóm- mögnunar, ráku hljóðnemana ofan í strengi hljóðfærisins og keyrðu síð- an hljóðið í gegnum græjumar á mun meiri styrk en Hancock lék á svo að fyrst fékk maður hljóðið úr hátölurunum í eyrað og aðeins var fyrir þjálfað eyra að greina hvað Hancock sjálfúr spilaði. Ekki einu sinni það því óhjákvæmilega dæmdi maður spil hans loðið og samank- lesst vegna meðferðarinnar í græj- unum. Hvar væri annars staðar upp á það boðið? Verri var þó framkoma Listahátíð- arstjómar við tónleikagesti en aulabárðanna í plötusnúðaklefa. Henni kom ekki til hugar að gefa gestum sínum skýringu eða að biðja þá afeökunar á einnar klukkustund- ar og átta mínútna töf. Þar fengu gestir það rækilega á tilfinninguna að annar megintilgangur með tón- leikahaldinu, svokallaða, væri að selja þeim sem mest áfengi. Ég er talsmaður þess að fólk geti fengið sér vínglas í hléum á tónleikum en að upphaf tónleika miðist við lokun bars er einum of mikið af því góða. En þá er líka eftir aðalsakarefnið - að halda tónleikana yfirleitt í þessu húsi. Hvar annars staðar er tón- leikagestum boðið upp á að hafa gný frá uppþvottavélum, diska- og gla- saglamur frá eldhúsi, sturtuhljóð frá salemisvatnskössum og hvin frá rafknúnum handþurrkum fyrir bak- grunnshljóð. (Sleppum því þótt fólk þurfi að heykjast á hækjustólum, sem sumir kalla klappstóla, á tón- leikum Listahátíðar). Þama seldi Listahátíðarstjóm sig Ólafi Laufdal. En allir vita hvað þær stúlkur em kallaðar sem selja sig. Fyrir frammi- stóðu sína við umsjón þessara tónleika ber henni aðeins ein tegund kveðju - Skammastu þín, listahá- tíðarstjóm, fyrir að koma svona fram við unnendur góðs jassleiks. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.