Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 33
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. 45 v Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Kristján Daviðsson listmálari veltir fyrir sér meistaraverkum Picassos. Myndir-PK Ævar Kjartansson og Bríet Héðinsdóttir leikkona. Vonað hið besta! Kjarnorkuslysið í Chernobyl vakti mikinn ugg í ríki Margrétar drottningar. Útsölubiðraðir myn- duðust fyrir framan apótek og eftirspurn eftir joðtöflum var ómettanleg. í kjölfar þessa beina Danir nú sjónum sínum til Barsebáck kjarnorkuversins í Sví- þjóð sem er aðeins í tuttugu km fjarlægð frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Ef hið versta af öllu ætti sér stað myndi þess verða vart innan hálftíma. Með hljóð- merkjum, sem fæstir þekkja, yrði fólki sagt að leita sér skjóls innan- dyra og vona hið besta. Öruggast er að leita skjóls í kjarnorkubyrgj- um en þau rúma aðeins lítinn hluta íbúanna. Allar líkur benda til þess að um ringulreið yrði að ræða. Ekki yrði hægt með nokkru móti að segja til um hve hættan væri mikil uns geislavirknin hefði borist fram hjá Kaupmannahöfn og til sérfræðinganna í Ros-kilde. Vegna þessa krefjast nú æ fleiri Danir að Barsebáck-verinu verði lokað fyrir fullt og allt. Svíar full- yrða að kjarnorkuverið sé örugg- ara en hið öruggasta og engin hætta sé á slysi - en það sögðu Rússar líka um Chernobyl uns skaðinn var skeður. Og þangað til eitthvað breytist hamstra Danir joðtöflur í gríð og erg. Ólyginn sagði... Boy George hefur ætíð þótt vera afskaplega undarlegur í háttum, svo ekki sé minnst á klaeðaburðinn. En upp á síðkastið hefur hann hagað sér undarlegar en nokkru sinni fyrr og er þá mikið sagt. Er nú svo komið að nánustu vinir poppar- ans eru farnir að hafa af honum áhyggjur hinar mestu. Svo dæmi sé tekið um skrýtilega hegðun hans má nefna þegar hann brá sér inn á gyðingarestaurant þar sem hann krafðist þess að fá svínakjöt að borða og ekkert ann- að. Jafnvel þótt hann viti fullvel að gyðingar borða ekki svínakjöt. Ómerkileg auglýsing, sem hann sá í dagblaði nokkru seinna, æsti hann svo upp að hann fór að góla og garga en síðan féll hann saman og grét. Stjarnan er búin að léttast um tvö kíló á einum mánuði. Segir hann að þyngdar- missirinn stafi af þunglyndi. Já, frægðin fer illa með suma. Liza Minnelli óskar sér nú einskis heitar en að eignast barn. Eftir að hún missti fóstur fyrir nokkrum árum hefur gengið heldur brösuglega að verða barnshafandi, hreinlega ekki gengið spor. Nú hefur hún gengist undir aðgerð sem á að koma hlutunum í lag, a.m.k. stór- auka líkurnar á því að hún geti eignast barn. Og nú er bara að biða og vona. Stephanie prinsessa af Mónakó er komin með nýjan kærasta upp á arminn. Sá heitir Christopher Lambert, franskur leikari sem leikið hefur Tarzan apabróður við góðan orðstír. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86010: Einfasa einangrunarspennar 315-500 (800) kVA. Opnunardagur: Föstudagurinn 11. júlí 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með föstudegi 6. júní 1986 og kostar hvert eintak kr. 300. Reykjavík 5. júní 1986. Rafmagnsveitur ríkisins. DALVlKURSKD Ll Kennarar - kennarar Að Dalvíkurskóla vantar kennara í eftirtaldar kennslu- greinar: íþróttir, tungumál, stærðfræði og almenna kennslu. Þá vill skólinn ráða sérkennara fyrir næsta skóla- ár. Dalvíkurskóli er grunnskóli og við skólann er starfrækt skipstjórnarbraut sem útskrifar nemendur með fyrsta stigs skipstjórnarpróf. i skólanum eru 300 nemendur. Kennur- um verður útvegað ódýrt leiguhúsnæði. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma (96)61380/(96)61491. Skólanefnd Dalvíkur. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: LAUSAR STÖÐUR Við Menntaskólann i Hamrahlíð eru lausar kennara- stöður í eðlisfræði, efnafræði, stærðfræði og tölvu- fræði. Til greina kemur ráðning í heila stöðu eða hlutastarf, einnig stundakennsla. Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki vantar kennara í dönsku, stærðfræði og eðlisfræði, félagsfræði og sögu. Umsóknarfrestur til 15. júní. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. j Menntamálaráðuneytið. ERTU KEIMIMARI? - VILTU BREYTA TIL? Hvernig væri þá að athuga alla möguleika á því að gerast kennari í Grundarfirði? Grunnskólinn í Grundarfirði er að stærstum hluta í nýlegu húsnæði. Hann er ágætlega búinn tækjum, með góðri vinnuaðstöðu kennara ásamt góðu skóla- safni. Bekkjardeildir eru af viðráðanlegri stærð (12-14 nem.) en heildarfjöldi nemenda er 150. Sértu að hugsa um að slá til þá vantar kennara í al- menna bekkjarkennslu og til kennslu í raungreinum, tungumálum og handmennt. Ennfremur til kennslu á skólasafni (hálft starf á móti hálfu starfi á almennings- safni). Grundarfjörður er í fögru umhverfi í um það bil 250 km fjarlægð frá Reykjavík. Þangað eru daglegar ferð- ir með áætlunarbílum og flug þrisvar í viku. Viljir þú kynna þér málið þá sláðu á þráðinn. Skólastjórinn, Gunnar Kristjánsson, gefur nánari upp- lýsingar, síminn er 93-8802 eða 93-8736. Skólanefnd. Nauðungaruppboð Opinbert uppboð fer fram á ýmsum lausafjármunum úr eigu þrotabús Víkur- bæjar, vörumarkaðs, föstudaginn 13. júní nk. kl. 14 að Hafnargötu 21-23, Keflavík. Meðal þess sem selt verður eru: skrifstofuáhöld, Mabunihillur, ýms- ar aðrar tegundir hillna, Ijós o.fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Munimir verða til sýnis frá kl. 13 á uppboðsdegi. _________________________Uppboðshaldarinn i Keflavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.