Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 11
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. 11 • l Áfangakerfið í framhaldsskólum: Kennsla á fýrsta og öðru ári samræmd Áfangakerfið í framhaldsskólum verð- ur áfram í fullum blóma. Menntamála- ráðuneytið hefur nú gefið út nýjan námsvísi þar sem kemur fram sam- ræming námskerfa allra framhalds- skóla i áfongum sem eru að jafhaði kenndir á fyrstu 8-4 önnum skólanna. Þá hafa verið gefhar út aðrar áfangalýsingar sem skólar geta notað eða haft til Viðmiðunar. Nokkurt ó- samræmi hefur verið ríkjandi milli skóla hvað varðar uppbyggingu og skipan náms á einstökum námsbraut- um og réttindi nemenda í sumum tilvikum óljós. „Þetta verður engin bylting. Kennarar úr fjölmörgum framhaldsskólum hafa unnið við hinn nýja námsvísi. Sniðnir hafa verið af ýmsir agnúar, skipulagi breytt og námið kortlagt betur en verið hefur sagði Hörður Lárusson hjá mennta- málaráðuneytinu. Það voru kennarar úr fjölbrauta- og framhaldsskólum sem unnu að sam- ræmingunni. „Þetta þýðir ekki að skólar sem eru með bekkjakerfi verði að hætta við það. Aftur á móti verður kennsla á fyrsta og öðru ári í fram- haldsskólum samræmd í íslensku, stærðfræði og tungumálunum. Þetta er gert til að auðvelda nemendum úr litlu skólunum að færa sig á milli skóla. Nemendur í litlu skólunum hafa átt í erfiðleikum með að fá nám sitt metið. Með þessu fyrirkomulagi er sá vandi úr sögunni," sagði Hörður. Því hefur verið haldið fram að und- anfömu að áfangakerfið sé eina kerfið sem tryggi það að skólar úti á lands- byggðinni geti boðið nemendum sínum sömu möguleika og stóra skólamir. Það er áætlað að nemendur í 1. og 2. bekk framhaldsskóla verði að taka ákveðinn áfanga i fyrmefhdum náms- greinum i samfellu þannig að allir nemendur, í hvaða skóla sem þeir eru, standi jafnfætis. Það er búist við því að nokkrir skól- ar, sem era með bekkjakerfi, mótmæli því að þurfa að breyta skipulagi sínu og taka upp áfangakerfið. í nýju námsskráinni segir í kafla um áfangalýsingar: „Gert er ráð fyrir að áfangalýsingar verði með svipuðu sniði og er á núverandi námsvísum en að þær verði markvissari og nákvæm- ari og reynt verður að setja skýr markmið fyrir hvem áfanga. Sérstakt form verður notað í uppsetningu áfangalýsinganna til samræmis." Breytingar á einkunnagjöf Þá hefur verið ákveðið að breyta einkunnagjöf þannig að frá og með skólaárinu 1986/1987 skuli einkunnir framhaldsskóla gefiiar í heilum tölum frá 1 til 10. Bókstafaeinkunnagjöf verður þá ekki lengur notuð. „Jú, við reiknum með að sumir mót- mæli þessu. Við töldum það ekki rétt að vera með tvö einkunnakerfi. Það varð að velja um hvort kerfið yrði notað. Tölustafimir urðu ofan á,“ sagði Hörður Lárusson. Nú er verið að senda nýju náms- skrána framhaldsskólum á landinu. -sos Tilkynning frá Vatnsveitu Reykjavíkur um vatnsleysi Vegna gerðar ganga undir Miklubraut norðan nýja miðbæjarins (Kringl- unnar) þarf að breyta legu aðalæðar. Við þá framkvæmd verður vatns- laust í þeim hverfum sem liggja vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar, sjá þó nánar skyggðu svæðin á meðfylgjandi upp- drætti. Lokun hefst strax eftir miðnætti aðfaranótt næstkomandi laugar- dags þ. 7. júní. Ekki er vitað hve langan tíma verkið tekur, en gera verður ráð fyrir vatnsleysi í flestum fyrrgreindum hverftim fram eftir laugardeginum. Sú takmarkaða aðfærsla vatns sem fyrir hendi er eftir að aðalæðinni hefur verið lokað mun þó halda uppi einhverjum þrýstingi á vatninu í þeim hverfum sem lægst liggja í austustu hverfunum. Margra ára reynsla sannar gæði þakmálningunar frá Málningu hf. ÞOL er sérframleidd alkýðmálning, sem innlend reynsla hefur skipað í sérflokk vegna endingar og nýtni. ÞAKMÁLNING SEM ENDIST ÞOL er framleitt í fjölbreyttu litaúrvali. Handhægt litakort auðveldar valið á réttum lit. ÞOL tryggir þér fallegt útlit og góða endingu. málning't

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.