Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. SVEITARSTJÓRI Staöa sveitarstjóra í Grundarfirði er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júní. Nánari upplýsingar gefur Sigríöur A. Þórðardóttir í síma 93-8640. LAUS STAÐA Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Til greina kemur að ráða í tvær hálfar stöður. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs- feril, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. júní næstkomandi. 4. júní 1986. Menntamálaráðuneytið. tJRARIK flTROn ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ^ | Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-86009: Þrífasa dreifispennar 800-1600 kVA. Opnunardagur: Fimmtudagur 10. júli 1986 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartima og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtu- degi 5. júní 1986 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík, 3. júní 1986. Rafmagnsveitur ríkisins. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Álftamýri 38, þingl. eign Erlendar O. Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Björgvins Þorsteinssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grundarstig 11, þingl. eign Árna Jenssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands, Veðdeildar Landsbankans og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 16.00. ____Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Nesvegi 46, þingl. eign Gísla Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Haraldar Blöndal hrl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 10.30. ___________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14., 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Hverf- isgötu 82, tal. eign Ólafar Birnu Waltersdóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Ingólfssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 10.45. _____Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 14 , 19. og 23. tbl. Lögbirtingablaðs 1986 á hluta í Hverf- isgötu 82, tal. eign Jóns Þ. Walterssonar, fer fram eftir kröfu Péturs Guðmundarsonar hrl. og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfrí mánu- dag 9. júní 1986 kl. 10.45. _____________Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Grettisgötu 94, þingl. eign Ástríðar Eyjólfsdóttur, fer fram eftir kröfu Gísla Gíslasonar hdl. og Sigurmars K. Albertssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 15.15; Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Háaleitisbraut 36, þingl. eign Ólafar K. Erlends- dóttur, fer tram eftir kröfu Róberts Á. Hreiðarssonar hdl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 14.45. _________________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta I Freyjugötu 10, þingl. eign Sigríðar Hallgríms- dóttur, fer fram eftir kröfu Jóns Þóroddssonar hdl., Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Skúla Bjarnasonar hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 10.30. _______________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Neytendur Neytendur Neytendur Utfjólublá Irfshætta - sólböð reynast mun hættulegri en áður var talið Það verður nú sífellt augljósara að afleiðingar sólbaða eru mun hættu- legri en áður hefur verið talið. Þetta á ekki einungis við um sólbekki og lampa, heldur einnig allt sólarljós. Staðreyndin er sú að á undanfómum árum hefur tiðni húðkrabba aukist með ógnvænlegum hætti og hefur það leitt til þess að húðsjúkdómafræðingar hafa beint athygli sinni að sólböðum, sem er sá þáttur sem er hvað áhrifa- mestur. Frá árinu 1930 hefur tíðni húð- krabbameins aukist frá því að einn af hveijum 1.500 fengu þessa tegund krabbameins upp í það að vera árið 1986 einn af hverjum 150 og hlutfallið verður að öllu óbreyttu einn af hveij- um 100 árið 2000. Helsta vandamálið sem læknar standa frammi fyrir er að allt sólarljós virðist vera mun skaðlegra en áður var ætlað, í öðru lagi líkar fólki vel að liggja í sólinni og síðast en ekki síst segir tískan fólki að það sé fallegt að vera sólbrúnn, fólleitur litarháttur bendir til heilsuleysis og þykir ekki eftirsóknarverður. Sólbrúnn litarhátt- ur komst fyrst verulega í tfsku snemma á þessari öld þegar hann stóð fyrir góð efni sem gátu leyft fólki að sækja klúbbinn sinn og stunda útiveru sem almúganum gafst ekki færi á. Nú á dögum stendur útitekin húð einnig fyrir æsku og heimsborgaralegan stíl sem þykir eftirsóknarverður. Þessi tíska sýnir sig best í því að á undaföm- um árum hafa sólbaðsstofur sprottið upp eins og gorkúlur og gera fólki því kleift að auka enn við sólböðin. Þær njóta geysilegra vinsælda, jafnvel á stöðum þar sem sólin skín árið um kring. Talað fyrir daufum eyrum Vandinn, sem sérfræðingar standa frammi fyrir, er hvemig á að fá fólk til að hlusta á röksemdimar gegn sól- böðum og það sem enn erfiðara er, hvemig á að fá það til að fara eftir þeim. Fyrir stuttu kom ítalskur húð- sjúkdómafræðingur fram í sjónvarpi og beindi þeim tilmælum til kvenna að forðast útivem yfir hádaginn þegar sólin skín sem sterkast á milli 11 og Á fyrstu myndinni sést algengasta tegund af húðkrabbameini. Önnur myndin sýnir hvernig breytingin hefur leitt til byrjunarstigs sortuæxlis, á þriðju myndinni er krabbameinið komið á það stig að erfitt getur orðið að iækna það og fjórða myndin sýnir sortuæxli sem getur reynst ólæknan- legt því það dreifir sér hratt um húðina. 16.00. En áhrifin virtust lítil. „Hvemig get ég sagt þrítugri konu að með áframhaldandi sólböðum fói hún húð- krabbamein um sextugt?" spyr annar sérfræðingur. Húðsjúkdómafræðingar em nú á þeirri skoðun að hvers konar geislun frá sólinni komi af stað röð af frumubreytingum sem em að mestu leyti endanlegar og leiða til skemmda á húðinni. Ályktun þeirra er skýr og skorinorð: „Sólböð em hættuleg i öllu tilliti." Húðkrabbamein Algengustu skemmdimar, sem verða af sólarljósinu, em krabbamein í þekjufrumunum og í flestum tilfellum er hægt að lækna slíkt, en mun alvar- legri em hin illkynja sortuæxli, sem em sjaldgæfari. Margt bendir til þess að helsta orsökin sé ekki langvarandi sólböð, heldur skipti vemlegur sól- bmni meira máli. Það em útfjólubláir geislar sólarinnar sem geta haft var- anleg skaðleg áhrif á uppbyggingu DNÁ, en því miður em það eimnitt þessir geislar sem draga fram litarefni í húðinni. Sérfræðingar greina á milli útfjólublárra A-geisla (UV-A), sem em lengri, og útfjólublárra B-geisla (UV- B) sem em mun sterkari og hættulegri og em sterkastir um hádegisbilið. Fyr- ir nokkm skiptu sólbaðsstofur yfir í A-geisla í þeirri trú að þeir væm al- gjörlega skaðlausir, en nú em vísinda- menn famir að efast alvarlega um skaðleysi þeirra því í tilraunum hefur komið ffarn að A-geislar em samvirk- andi með B-geislum og koma í veg fyrir að DNA geti haldið eðlilegri end- umýjun sem þörf er á eftir hina skaðlegu B-geisla í sólarljósinu. Af þessu má því ætla að tiltölulega hættulaust væri að stunda sólböð í UV-A geislum, svo framarlega að sól- baðsdýrkandinn færi aldrei út fyrir hússins dyr yffr hádaginn. Húðsjúk- dómaffæðingar hafa því lagst gegn sólböðum í sólarbekkjum, hvort sem geislamir em af A eða B-gerð. Sólarljósið getur orsakað blindu Önnur hlið á sólböðum, sem hingað til hefur ekki verið til umræðu, er áhrif sólarljóssins á augun og sjónina. Svo virðist sem útfjólubláir geislar geti orsakað myndun vagls á auga og auka sólgleraugu, sem ekki halda geislunum frá, á hættuna. Vegna þess að birtan er minni em augun galopin og geislamir eiga greiða leið inn í augað og þegar til lengri tíma er litið getur geislunin orsakað blindu. Það sem helst hefur verið rætt um varð- andi sólböð er aukin hrukkumyndun, og jafn-kaldhæðnislegt og það er virð- ist það vera helsta hræðsluefnið. UV-geislamir þurrka upp húðina og gera það að verkum að sveigjanleiki og þanþol frumnanna minnkar til muna. Rannsóknir sýna að lítill mun- ur er á húð þrítugrar og sjötugrar manneskju ef tekin er húð sem að öllu jöfnu er hlíft við sólarljósi. Þetta sýn- ir að húðin heldur sér ungri mun lengur en áður var haldið og er sólar- ljósið hér aftur stærsti skaðvaldurinn. Húðsjúkdómaffæðingar skipta húð niður í nokkra flokka eftir því hve fljót hún er að taka lit. Mjög ljós og frekn- ótt húð, sem aldrei tekur lit, er í mestri hættu en dökk húð í minnstri. Húð, sem þegar er orðin sólbrún, hefur fjórum sinnum meira viðnámsþol gegn bmna, en fæstir gera sér grein fyrir því að hann á sér samt sem áður stað undir sólbrúnkunni og skemmdimar verða jafnmiklar. Fyrir þá sem vilja taka sönsum, auka lífslíkur sínar og halda sér ungum ffam á efri ár er besta ráðið að forð- ast sólböð. Fyrsta reglan er að liggja ekki í sólarlömpum og í öðm lagi að forðast að vera úti í sterku sólskini án góðrar vamar. Til þess er hægt að nota stóra hatta, þótt íslendingar séu fbekar ólíklegir til að taka þann sið upp, setja upp sólskýli og fara aldrei út í sólskin án þess að bera á sig krem til vamar hinum skaðlegu geislum sólarinnar. (Stuðst við Newsweek) -S.Konn. UpplýsingaseðiU; til samanbimVar á heimiliskostnaði I Hvað kostar heimilishaldið? [ Vinsamlega sendið okkur þennan starseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak | andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar | fjolskvldu af sömu stærð og vðar. , V 1 Nafn áskrifanda _______________ ! Heimili i Sím’i I Fjöldi heimilisfólks I Kostnaður í maí 1986. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.