Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Qupperneq 32
>44 DV. FÖSTUDAGUR 6. JtJNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviösljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Joan Collins, ein skærasta og glæsilegasta Dynastystjarnan, var fyrir nokkru kosin kona ársins í Oakland í Kali- forníu. Að þessu vali stóð félag kaupsýslukvenna og annarra fra- magjarnra kvenna í bænum. Er Joan að sögn hin ánægðasta með titilinn þótt þetta sé að vísu ekki í fyrsta skipti sem hún hampar titl- inum kona ársins. Þetta fer sem sagt að komast upp í vana hjá henni. Michael Jackson á nú í deilum við Walt Disney samsteypuna. Hann byrjaði ný- lega á kvikmynd sem er ævintýra- mynd og gerist að sjálfsögðu í Disneylandi. Hann mun fara með aðalhlutverkið. En nú hafa teikni- myndaframleiðéndurnir lýst frati á þessa mynd, segja að hún sé allt- of gróf og höfði of mikið til kynhvatarinnar til þess að hún sé við hæfi barna. Þeir hafa meira að segja kært þetta og málið er komið í strand. Það er þó a.m.k. víst að Michael, sem er mikill Di- sneyaðdáandi er langt frá því að brosa sínu breiðasta þessa dag- ana. Mick Jagger, sem löngum hefur verið talinn kvennabósi hinn mesti, hefur nú verið I föstu sambandi um óvenju- langt skeið við hina heimsfrægu Ijósmyndafyrirsætu, Jerry Hall. En krosstré bregðast sem önnur tré og nýlega sást Jagger á gangi í Munchen með óþekktri dömu, arm f arm. Þar með féllu sögu- sagnirnar um brúðkaup hans og Jerry Hall um sjálfar sig. Nýja fylgdarkonan mun heita Jenta og hefur hún hlutverk I nýrri kvik- mynd um Rolling Stones sem nú er í bígerð. Forseti Islands, frú Vigdis Finnbogadóttir, ásamt ekkju Picassos, Jacquline Picasso, hlýða með athygli á Hrafn Gunnlaugsson, formann framkvæmdastjórnar Listahátíðar, þar sem hann stendur frönskumælandi í pontu. Fjöldi manns var viðstaddur opn- un Listahátíðar í Reykjavík á Kjarvalsstöðum síðastliðinn laug- ardag. Margir merkir viðburðir fóru einnig þar fram, má þar nefna opnun frú Jacqueline Picasso á sýningu á verkum Picasso og verð- launaafhendingu í smásagna- keppni Listahátíðar, en verðlaunin afhenti breski rithöfundurinn Dor- is Lessing og fyrstu verðlaun hlaut Sveinbjörn I. Baldvinsson. Sýningin Reykjavík í myndlist var opnuð í vestursal hússins og loks lék Martin Berkofsky þrjú píanóverk eftir Hafliða Hallgríms- son. Við opnunina mátti sjá marga kunna menn, eflaustkannastþeir sem ekki voru viðstaddir við þau andlit sem sjá má á meðfylgjandi myndum. - segist hafa rika kynþörf John Travolta segist aldrei gleyma því að Jane Fonda var óð og uppvæg að hitta hann og var stressuð vegna þess. Þetta var á velmektarárum Travolta, stuttu Hjartaknúsarinn alræmdl. eftir „Grease“ og „Saturday Night Fever“, þegar heilu herbergin um allan heim voru þakin myndum af stjörnunni. Á sínum tíma segist Travolta hafa haft síendurtekna drauma um Jane Fonda, en vill ekkert segja um hvað þeir snerust. Hann segist viss um að Jane hafi mikla kynhvöt sem hún verði að halda í skefjum og sé „villt“ í rúm- inu. Travolta líkar vel að vera kyn- tákn. Honum finnst gaman að „sexi“ og finnst hann sjálfur vera sexý. Sem bam var ég mjög kelinn, segir Travolta, ég elskaði hreinlega að vera faðmaður og kysstur. I gegnum tíðina hef ég ekkert breyst. Travolta segist hafa ríka kynþörf en vill aðeins að sú leysi hana úr læðingi sem þyki vænt um það. Hann segist vilja reyndar konur sem hafi sama kynlífshungur. Ef svo er ekki segist kyntáknið verða örvinglað, því honum er fjarri skapi að þurfa að kenna réttu tök- in! Þessi fyrirmyndar dansherra vill gjaman gifta sig, að eigin sögn, en þá fyrst og fremst til þess að eign- ast erfingja. Vandamálið er bara, segir Travolta, hvað það er erfitt að halda sig við aðeins eina konu. Travolta ásamt einni reyndri! Edward prins er kominn meö skalla eins og Karl bróöir hans. Hln konunglegu kollvik koma greinilega fram á myndinni. En Edward er yfir sig ástfanginn og má ekki vera aö þvi aö hafa áhyggjur af þessu. Hin útvalda er Eleanor Bridget Weightman, gáfuð og sportleg, talar fimm tungumál og nemur við Cambridge eins og prinsinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.