Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Andlát Kristín Vilhjálmsdóttir frá Tungu- felli andaðist 24. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Brynjar Guðmundsson, Selvogsgötu 7, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala þann 4. júní. Skúli Guðmundsson, Skipasundi 81, lést miðvikudaginn 4. júní. Útför Sveins R. Eirikssonar slökkvi- liðsstjóra fer fram laugardaginn 7. júní kl. 14 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Sigurbjörn Finnur Björnsson, fyrrum bóndi á Ytri-Á í Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 7. júní kl. 14. Tilkynningar Skógardagur Að venju gengst Skógræktarfélag íslands fyrir svonefndum „Skógar- degi“ fyrsta laugardag í júní ár hvert, sem er 7 dagur mánaðarins að þessu sinni. Tilgangurinn er sá að vekja athygli á málstað skógræktar hér á landi og ekki hvað síst á starf- semi skógræktarfélaganna, sem starfa víðsvegar um landið. Félögin marka daginn hvert með sínu móti heima í héruðum með gróðursetn- ingu plantna og fræðslu um skóg- og trjárækt og eru landsmenn hvattir til að leggja þeim lið og gerast félag- ar. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 7. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Allir Kópavogsbúar, ungir og aldnir eru velkomnir með í laugardags- trimmið. Samvera, súrefni og hreyf- ing er markmið göngunnar. Skátar á Dalvík hjóla til Reykjavíkur Á morgun, laugardag, ætlar skáta- flokkurinn Rauðskinna frá Dalvík að hjóla til Reykjavíkur. Tilgangur- inn með þessari reiðhjólaferð er að safna peningaáheitum svo flokkur- inn komist í Öræfaferð og á landsmót skáta sem haldið verður í Viðey í sumar. Gengið hefur mjög vel að safna áheitum og ætla skátarnir að gefa eitthvað af fénu til líknarmála. Notuð verða hjól sem skátarnir hafa fengið lánuð hjá Fálkanum. Lagt verður af stað frá Dalvík kl. 14 á morgun. Náttúruskoðunar- og sögu- ferð um Kópavogsland. Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands (NVSV) mun í samvinnu við Náttúrufræðistofu Kópavogs (NFSK) fara í náttúruskoðunar- og söguferð um Kópavogsland á morg- un laugardag 7. júni. Að venju verður farið frá Norræna húsinu kl. 13.30, Náttúrugripasafninu Hverfis- götu 116 (gegnt lögreglustöðinni) kl. 13.45 og Náttúrufræðistofu Kópa- vogs, Digranesvegi 12, kl. 14 en þar Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Reykjahlíð 12, þingl. eign Hauks Hjaltasonar, fer fram eftir kröfu Ævars Guðmundssonar hdl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Útvegsbanka íslands, Landsbanka islands, Bald- vins Jónssonar hrl. og Þórunnar Guðmundsdóttur hdl. á eigninni sjálfri mánudag 9. júní 1986 kl. 13.45. ______Borgarfógetaembaettið í Reykjavík. AUKALEIKARAR Okkur vantar alls konar fólk, 25 ára og eldra, sem sjálf- boðaliða í kvikmyndina STELLA í ORLOFI sem veróur kvikmynduð í júní-ágúst í Reykjavík og nágrenni. Upplýsingar í síma 27992 eða á skrifstofunni, Klappar- stíg 26, 2. hæð, laugardaginn 7. júní milli klukkan 13 og 17. Kvikmyndafélagið Umbi. Athygli símnotenda er vakin á því að við útgáfu nýrrar símaskrár 1986 verða gerðar númerabreytingar hjá nokkur hundruð símnotendum sem tengdir eru við sím- stöðvarnar á Seltjarnarnesi, í Árbæjarhverfi og í Garðabæ. Númerabreytingarnar sem tengjast símstöðvunum á Seltjarnarnesi og í Árbæjarhverfi verða framkvæmdar föstudaginn 6. og laugardaginn 7. júní 1986. Númerabreytingar, sem tengjast símstöðinni í Garðabæ, verða framkvæmdar laugardaginn 14. júní 1986 Enn eru ótengd símanúmer hjá um 100 handvirkum sím- notendum í Skagafirði og um 120 handvirkum símnotend- um í Öxarfirði, þær breytingar verða framkvæmdar síðar. Þá verður símaskráin 1986 að fullu komin í gildi. Eru símnotendur hvattir tii að nota skrána vegna fjölmargra breytinga frá fyrri skrá. Sérstök athygli er vakin á því að símanúmer Borgarspít- alans er nú 681200. Á blaðsíðu 3 í nýju símaskránni á að vera nýtt símanúm- er fyrir neyðarvakt lækna í Reykjavík, Kópavogi og Seltjarnarnesi, 681200. Fólk er beðið um að breyta þessu í símaskránni strax. Póst- og símamálastjórnin. Utvarp__________________Sjónvarp Hulda Pétursdóttir nemi: Hlusta á rás 2 allan daginn Það var ýmislegt gott í útvarpinu í gær, t.d. þátturinn Flugur á rós 2 og Gestagangur. Þessa þætti heyrði ég og fannst þeir mjög góðir. Ég hlusta aldrei nokkum tímann á rás 1, finnst hún leiðinleg, en rás tvö hlusta ég ó svo til allan daginn, hún er meira og minna í gangi allan dag- inn í vinnunni. Ég er ánægð með rásina eins og hún er, þar eru marg- ir góðir þættir. Morgunvaktin finnst mér t.d. alveg frábærlega létt og hressandi, sama er að segja um Létta spretti Mér finnst sjónvarpið hafa batnað mikið upp á síðkastið, sérstaklega eftir að allir þessir unglingaþættir komu, Smellir, Unglingamir í frum- skóginum og Poppkom. Jón Gúst- afeson er mjög góður í þáttunum sínum Það em engir sérstakir uppáhalds- þættir sem ég á mér í sjónvarpinu, ég horfi þó oftast á fréttir og stund- um á Hótel. Mér finnst ágætt að horfa á þá þætti, að vfeu em þeir stundum alveg hræðilega væmnir. Ég gæti svo sem alveg sofið þótt ég missti af þeim. Framhaldsþættimir, sem gengið hafa í sjónvarpinu und- anfarið, finnast mér lítið spennandi og hef ekki fylgst með neinum þeirra. Allur þessi fótbolti í sjónvarpinu á meðan HM stendur yfir finnst mér alveg frábær. Ég er mikil fótboltaá- hugakona og reyni að missa ekki af einum einasta leik í sjónvarpinu. Það sem helst mætti bæta í sjón- varpinu er að koma með meira af felensku efni, létta skemmtiþætti eða eitthvað svoleiðis. Svæðisútvarpið hef ég varla heyrt minnst á og aldrei heyrt í því. Svona í heild er ég nokkuð ánægð með útvarp og sjónvarp. Sjónvarpið er alveg ágætt. Rás 2 er nóg fyrir mig og því er mér sama hvað er á hinni, ég get hvort sem er ekki hlustað á báðar rásir í einu. -BTH hefst leiðsögn í ferðinni. Áætlað er að ferðinni ljúki um kl. 19. Verð er 300 kr. en frítt fyrir börn í fylgd með fullorðnum. Leiðsögumenn verða Kópavogsbúarnir Freysteinn Sig- urðsson jarðfræðingur, Árni Waag líffræðikennari, Ingjaldur fsaksson frá Fífuhvammi og ef til vill fleiri. Áður en lagt verður af stað verður skoðuð hin vandaða og skemmtilega sýning „Vargur í véum“? í Náttúru- fræðistofunni. Tónlistarskólanum á Akureyri slitið Tónlistarskólanum á Akureyri var slitið þann 23. maí sl. í Akureyrar- kirkju. f vetur stunduðu allt að 500 nemendur nám við skólann á 23 mis- munandi hljóðfæri og voru kennarar 25 talsins. Við skólann voru starf- ræktar 4 blásarasveitir, kammer- blásarasveit, strengjasveit, big-band og sinfóníuhljómsveit. f píanódeild voru 95 nemendur, blásaradeild 140 nemendur, strengjadeild 80 nemend- ur og forskóladeild 100 nemendur, nemendur á önnur hljóðfæri voru u.þ.h. 60. Árangur á stigsprófum var prýðilegur og hlutu margir nemend- ur ágætiseinkunn. Tveir nemendur munu ljúka stúdentsprófi á tónlistar- braut, Hólmfríður Þóroddsdóttir og Fanný Tryggvadóttir. Við skólaslitin var Hólmfríði Þóroddsdóttur og Að- alheiði Eggertsdóttur, sem lauk VIII. stigs prófi frá T.A. í vor og stúdents- prófi á tónlistarbraut sl. vor, veittur styrkur til framhaldsnáms úr minn- ingarsjóði Þorgerðar S. Eiríksdóttur. Ný filma frá Kodak Kodak fyrirtækið hefur sett á mark- að nýja negatífa litfilmu, Kodacolor Gold. Þessi nýja filma kemur í stað Kodacolor VR filmunnar og stendur henni framar að gæðum. Nýja „Gull- filman" gefur hreinni og sterkari lit Málverkasýningar en VR filman. Litgæðin haldast stöð- ug við víðara lýsingarsvið en áður þekktist, einkum á undirlýstum myndum. t>að síðastnefnda er mikil- vægt fyrir hina mörgu er nota einfaldar myndavélar með inn- byggðu flassi. Engin filma í heimin- um í dag gefur eins nákvæma og hreina liti eða fullkomnari skerpu en Kodacolor Gold 100 ASA filman. Þetta er í fyrsta sinn sem Kodak velur jafn áberandi nafn á filmur sín- ar en nafninu er ætlað að undirstrika hversu góðar myndir fást með „Kodacolor Gold“ fílmunum. Þegar er hafin sala á Kodacolor Gold 100 ASA filmunni hér á landi og eru 200, 400 og 1000 ASA „Gullfilmurnar“ væntanlegar í haust. r rWEÐAHDÍ XZbLJ vSZUim- ’'* *tt- »5 Úrval fyrir alla Júníhefti Úrvals 1986 er komið út. I blaðinu er að finna fjöldann allan af greinum. smásögum og skopi og fleiri fróðleik. Úrval kemur út mán- aðarlega og kostar heftið í lausasölu 160 kr. Iþróttir Vormót öldunga Árlegt vormót öldunga verður haldið á frjálsíþróttavellinum í Laugardal þriðjudaginn 10. júní og hefst kl. 20.00. (ath. breytingu frá mótaskrá FRÍ!). Keppt verður í eftir- töldum greinum í þeim aldursfiokk- um sem næg þátttaka verður í (karlar, 35 ára og eldri, konur, 30 ára Myndverkasýning á Akranesi í Bókhlöðunni á Akranesi stendur yfir myndverkasýning Hreins Elías- sonar. Hreinn er fæddur 19.9. 33. Hann hóf myndlistarnám 1954 í Myndlistarskólanum í Reykjavík og síðan í Hamborg og Glasgow. Hann hefur eingöngu unnið að myndlist síðan 1978. Þetta er 13. einkasýning Hreins auk samsýninga. Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. júní. 200 m hlaup karla og kvenna 400 m hlaup karla og kvenna 400 m grindahlaup Kringlukast karla og kvenna Sleggjukast Hástökk karla og kvenna 10.000 m hlaup karla 5.000 m hlaup kvenna Tímaseðill liggur frammi á skrif- stofu FRÍ á Laugardalsvelli og hjá mótsstjóra, Ólafi G. Guðmundssyni (s. 75292). Tapað-Fundið Dúddi týndur Heimiliskötturinn að Ásgarði 23 er búinn að vera týndur í 9 daga. Hann er geltur og eyrnamerktur R-5061 og hann gegnir nafninu Dúddi. Ef ein- hver getur gefið upplýsingar um hann þá er síminn 31947. Fundar- launum heitið. 80 ára er í dag, föstudaginn 6. júní, Bjarnþóra Eiríksdóttir, fyrrum hús- freyja á Dalbæ í Gaulverjabæjar- hreppi, Grænumörk 4, Selfossi. Hún og maður hennar Hallgrímur Þor- láksson taka á móti gestum á heimili sínu á morgun, laugardag, eftir kl. 15. Leiðrétting í kosningaúrslitum frá Bolungarvík, sem birt voru í DV, var Daði Guð- mundsson sagður hafa verið næsti maður til að ná kosningu fýrir G- listann. Það rétta er að Ketill Elías- son, Alþýðubandalagi, var næsti maður til að ná kjöri. Daði kom þar hvergi nærri og var þriðji maður á lista Alþýðuflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.