Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Spurningin Lestu mikið af tímaritum? Gunnar Finnbogason skólastjóri: Nei, ég er hættur því núna. Ég hef svo margt annað að gera. Bjarni Björnsson garðyrkjumaður: Nei, ég geri ekki mikið að því. Það er rétt að ég lít einstöku sinnum í þessi blöð ef ég kemst í þau. Hjalti Ástbjartsson nemi: Nei, ég les ekkert af tímaritum. Ég hef ekki efni á að kaupa þau. Viktoria Finnbogadóttir húsmóðir: Nei, ég les lítið af þeim. Þau eru of dýr til að ég geti keypt þau. Guðbjörg Hannesdóttir nemi: Já, dálítið. Ég les aðallega tísku- blöðin og fæ þau yfirleitt lánuð. Eyþór Eiðsson sjómaður: Já, ég les sjávarfréttir og annað sem ég kemst í þegar ég er úti á sjó. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Ekta flamengo eða ekki? Þórarinn Sigurbergsson, Unnarstig 2, skrifar: Ég get ekki látið hjá líða að svara hinum vægast sagt furðulegu um- mælum myndlistarmannsins Baltas- ars um flamengoflokk Javier Agra í DV 3/6. Öll gagnrýni hans hlýtur að falla um sjálfa sig hjá okkur sem sáum sýningar flokksins, bæði í Broadway og Þjóðleikhúsinu. Þær voru vel útfærðar þar sem gefin var mjög góð alhliða mynd af flamengo- dansi, tónlist og söng. Sérstaklega minnisstætt er öllum þeim sem sáu hið stórkostlega samspil gítarleikar- ans Perico Del Lunar og dansmeyj- arinnar Rosu Duran í seinni hluta sýningarinnar. Ég held að sjaldan hefi sést listflutningur á hærra stigi hér á landi. Þennan hluta hefur hæstvirtur Baltasar reyndar ekki séð þar sem hann var ekki sendur út í sjónvarp- inu og gerir sú staðreynd ummæli hans enn furðulegri en ella. Sérstak- lega verða flokkanir hans á lista- fólkinu hjákátlegar (3. flokks söngvarar o.s.frv.). Því spyr ég „por- que Baltasar?" Til hvers þessi ummæli? Ég spyr, því tilgangur þeirra er ekki augljós. Þetta er ekki gagmýni hjá þér heldur skítkast. Þetta hefur ekkert sannleiksgildi og þjónar engum tilgangi. Ég skora því á þig að draga um- mæli þín til baka eða gefa listafólk- inu kost á að svara fyrir sig, ef það þá kærir sig um. Heimilisföng þess getur þú fengið hjá mér. Að lokum vil ég fara fram á það við DV að okkur lesendum blaðsins verði ekki boðið aftur upp á svona skrípamynd af listgagnrýni sem þessi „frétt“ var. Baltasar B. Samper myndlistarmað- ur: Ég vil leiðrétta þann misskilning að um listagagnrýni hafi verið að ræða. Ég var einfaldlega spurður um álit og ég sagði mína skoðun um- búðalaust. Það hefur hver rétt á sinni skoðun í þessu sambandi. Ég stend við þessi ummæli mín. Ennfremur vil ég vekja athygli á grein sem Aitor Yraola, lektor í spænsku við Háskóla íslands, ritaði um þetta sama málefni. Álit okkar á þessum flamengoflokki er það sama. Flamengoflokkurinn Javier Agra. „Frábært," segir Þórarinn Sigurbergsson. „Skrípamynd," segir Baltasar. rasar tvo. Eitt uppahaldslag i stað þriggja? Rásarspjall H.S.Á. skrifar: Mig langar að beina þessum línum til umsjónarmanna vinsældalista rás- ar 2. Það er oft rætt um að ekkert mark sé takandi á þessum lista og þar er ég alveg sammála. Það eru sömu lög á listanum mánuðum saman. Krakk- amir keppast við að halda sínum uppáhaldslögum á listanum í von um að það verði lag ársins. Mín tillaga er sú að aftur verði tekið upp það form að nefna eitt uppáhaldslag í stað þriggja. Þannig geta krakkamir ekki látið eldgamalt lag flakka því miklu skemmtilegra er að koma nýjum smelli á listann. Ég vona að rásarmenn lesi þessar línur og pæli svolítið i þeim. Það er óþolandi að hlusta á listann þegar sömu úreltu lögin hanga þar mánuðum saman. Svo Iangar mig líka til að koma inn á annað viðkvæmt mál hjá rásar- mönnum. Ef lag birtist í poppkomi, og er komið á listann skömmu síðar, þá tala þeir um hve skrýtið það sé að lagið skuli vera komið á listann. Elsku rásarmenn, ég hef skýringu á þessu. Þessi lög hafa einfaldlega ekki heyrst áður. Einhvem veginn verður að koma þessum lögum á framfæri. Það sama gildir um breska listann. Þar er mikið af nýjum og góðum lögum sem aldrei heyrast í íslenska útvarpinu. Fyrir utan þetta þá vil ég láta í ljós ánægju mína með rásina almennt. Hún er stórgóð. Sauðfé sækir í garða Eydís Egilsdóttir hringdi: Mig langar að vekja athygli á miklu ófremdarástandi í Seljahverfinu. í mörg ár hafa kindur gengið óhindrað í g£irða hér og eyðilagt gróður. Við íbúamir héma höfum kvartað við ótal aðila, borgarstarfsmenn jafnt sem lög- reglu, en ekkert hefur verið gert. Svona hefur þetta gengið í nokkur ár. Nú þykir okkur nóg komið. Við höf- um verið send hingað og þangað með kvartanir okkar en enginn virðist vilja gera neitt í málinu. Hér með vek ég athygli á þessum vandræðum okkar ef ske kynni að það yrði til þess að yfirvöld tækju sig til og gerðu eitthvað í þessu máli. Grunaður um lögbrot Axel Bjarnason, 0892-2691, skrifar: Lög hafa verið misnotuð gagnvart mér. Ég tel það skyldu mína að fjalla opinberlega um þetta mál. Ég var handtekinn um daginn af fíkniefhalögreglunni. Ég var settw í varðhald, gerð á mér líkamsleit og húsleit gerð heima hjá mér. Allt þetta var gert þótt lögreglan heföi aðeins grun um lögbrot. Mér er spum: Hvaða réttindi hefur einstaklingurinn gagn- vart svona framkomu? Þetta atvik hefur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Ég er enn grunaður um fíkni- efnamisferli þrátt fyrir að ekkert hafi sannast á mig. Fíkniefnalögreglan á enn sína skýrslu um mig og staða mín gagnvart þeim hefur ekkert breyst. Fjölskylda mín og nágrannar líta mig jafnframt homauga eftir þetta. Hvað hefur orðið af almennum mannréttindum í þessu landi? Er mað- ur ekki saklaus þar til hann hefur verið dæmdur sekur? Lesandi, gættu þín, þú verður kannski næstur. Þrjú hjól undir bflnum Gunnar Tómasson, bóndi í Asparlundi í Biskupstungum, hringdi: Ég segi farir mínar ekki sléttar eftir að hafa rétt bílstjóra nokkr- um hjálparhönd. Sl. laugardag kom maður á bæinn til mín með spmngið dekk. Hafði dekkið sprungið hjá honum í annað sinn þennan dag og bað hann um aðstoð til að komast á verkstæði í grendinni. Það varð úr að ég lánaði honum varahjólið mitt enda var hann á sams konar bíl, þ.e. Volvo. Síðan leggur þessi maður af stað á verkstæðið en hefur ekki sést síðan. Ég hef hringt um sveitina og spurst fyr- ir um þennan náunga og bláa Volvoinn hans en hann hefur ekki sést nema þennan umrædda laugardag. Þessi náungi var feitlaginn, á að giska 20-30 ára. Volvoinn var með skíðaboga á toppinum og Jjar fjögurra stafa R-númer. Ég skora á þennan mann að gefa sig fram og skila dekkinu. Ef hann sér ekki sóma sinn í því þá bið ég alla sem gætu kannast við þessa lýsingu að hafa samband við mig. Þetta er vægast sagt lúaleg framkoma. Slæmt símakeifi Elin Gísladóttir hringdi: Ég vil hér kvarta undan slæmu símakerfi í uppsveitum Ámessýslu. Það tekur allt upp í 10 mínútur að fa són í símann og þegar maður loksins getur hringt er alveg undir hælinn lagt hvort næst í rétt númer. Iðulega þarf maður að hringja tvisvar til þrisv- ar sinnum til að ná á réttan stað. Ekki er svo óalgengt að símtal rofni í miðjum klíðum. Þetta er alveg skelfilegt ástand og ég vil eindregið mælast til þess að þetta verði lagað hið snarasta. Við svo búið má ekki standa. Elín kvartar yfir slæmu símasambandi I Amessýslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.