Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 14
14 l DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. ------------------JTJT Frjálst.óháð dagblað , Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. , Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóriog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM ' Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlASSNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÖNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR HF. -Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. DV Stjórnin sitji Sumir stjórnarliðar vilja, að kosið verði næsta haust. Það eru einkum ýmsir sjálfstæðismenn, sem þetta mundu vilja. Kjörtímabilið rennur sem kunnugt er ekki út fyrr en eftir ár. Hvers vegna koma þingkosningar næsta haust til greina? Helzta skýringin er, að kjarasamningar renna út eftir áramótin og fyrir þingkosningar, ef ríkisstjórn- in sæti út kjörtímabilið. Af þessu vildu ýmsir, að kosið yrði fyrr en síðar. Þeir segja, að hætt yrði við ólgu á vinnumarkaði fyrir þingkosningar að vori komanda. Stjórnarandstæðingar, A-flokkarnir, hafa styrkt stöðu sína í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þeir taka sums staðar upp samstarf. Þessi öfl gætu ráðið úrslitum í komandi kjarasamningum, ef þau stæðu saman. Fylgj- endur kosninga í haust telja, að stjórnarflokkunum gæti þyí verið hætta búin, ef kosið yrði í kjölfar óróa- tíma á ívinnumarkaði. Ef hins vegar yrði kosið í haust, gæti ríkisstjórnin fengið endurnýjaðan meirihuta og nýtt umboð. Stjórn, sem setið hefur í þrjú og hálft ár, væri ekki jafnfær að takast á við vandann og ný stjórn með nýtt umboð. Annar kostur væri, að ný stjórn yrði mynduð, til dæmis með samstarfi Sjálfstæðis- og Al- þýðutlokks eða þeirra tveggja og Alþýðubandalags einnig. Auk þessa þarf ríkisstjórnin í byrjun næsta vetr- ar að takast á við mikinn vanda í ríkisfjármálum, þar sem halli á ríkisrekstrinum er mikill, meðal annars vegna skuldbindinga í kjarasamningunum. Það er því tvennt, sem gæti vakað fyrir þeim sjálf- stæðismönnum, sem vilja kosningar í haust. Annars vegar að fá endurnýjað umboð stjórnarinnar til að tak- ast á við vandann. Hins vegar kæmi til greina að mynda hreinlega nýja ríkisstjórn. En ólíklegt er á þessari stundu, að meirihluti í Sjálf- stæðisflokknum vilji kosningar fljótlega. Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði um tveimur og hálfu prósentustigi í fylgi í síðustu sveitarstjórnarkosningum þrátt fyrir góða útkomu í Reykjavík. Nú vita sjálfstæðismenn, að flokk- urinn fengi miklu minna fylgi í Reykjavík í þingkosn- ingum heldur en hann fékk í borgarstjórnarkosningum. Fylgistap Sjálfstæðisflokksins gæti orðið meira í þing- kosningum en nemur þessum tveimur og hálfu prósentu- stigi. Því kjósa margir sjálfstæðismenn að bíða með kosningar. Fylgistap Framsóknar í sveitarstjórnarkosningunum var mun meira. Þó finnast þeir framsóknarmenn, sem segja, að kjósa verði fljótt, flokkurinn sé að drabbast niður og hann þurfi að endurnýja með nýjum þing- mönnum. Framsóknarmenn vilja þó fremur en sjálfstæð- ismenn sitja út kjörtímabilið. Þeir telja flestir, að efnahagsástandið verði áfram nokkuð gott og lífskjör muni fara batnandi. Þá megi þakka forsætisráðherra þann árangur, þegar kosið yrði að kjörtímabilinu loknu. Liklegt_sé, að semja megi við verkafólk á hófsamlegum nótum. Einnig telja sumir framsóknarmenn, að flokkur þeirra þyrfti ekki að tapa, þótt átök yrðu á vinnumark- aði fyrir kosningar. Framsókn gæti þá hvatt til harðra aðgerða og hagnazt sem hinn ábyrgi flokkur. Rétt er að taka undir það sjónarmið, að eölilegast sé, að ríkisstjómin sitji út kjörtímabilið. Stjórnin á ótrauð að takast á við vandann. Staðan ei nú í mörgu góð í efnahagsmálum. Úr þeim spilum ber ríkisstjórn- inni að vinna, ekki hlaupast frá vandanum. Haukur Helgason. ,Landsmönnum öllum koma til góöa endurbætur á vegakerfinu og á það sérstaklega við um fólk á landsbyggðinni. Viðbótarfjár- magn til vega- framkæmda Þann 16. april sl. hreyfði ég þeirri hugmynd í þingræðu að hamla ætti gegn stöðugum niðurskurði ríkis- stjómarinnar á fjárveitingum til vegamála með því að láta hluta af lækkandi innkaupsverði á bensíni renna óskipt til vegaframkvæmda úti um land. Ég hvatti til þess að á Alþingi yrði leitað samstöðu um þá stefhu að sett yrði gólf á útsöluverð á bens- ini miðað við 28 kr. á lítra frá maíbyrjun að telja og það sem lækkandi innkaupsverð á bensíni kynni að skila síðar á árinu yrði tekið óskipt sem viðbót til vega- mála á þessu ári. Fyrirsjáanlega gæti sú upphæð numið um 250 millj- ónum króna á seinni helmingi ársins ef gera mætti ráð fyrir lækkun sem svaraði til 4 kr. á lítra. Til samanburðar má geta þess að allt fé til nýrra vegaframkvæmda á landinu öllu er í ár áætlað um 900 milljónir króna en samkvæmt vegaáætlun fyrir árin 1985-88 var gert ráð fyrir 1400 milljónum á árinu 1986. Niðurskurðurinn sem ríkis- stjómin hefur beitt sér fyrir nemur þannig 500 milljónum króna á yfir- standandi ári eða álíka upphæð og hagnaður af lækkandi innkaups- verði á bensíni gæti skilað á einu ári. Deilt um máliö í ríkisstjórn Þegar ég reifaði þetta mál á Al- þingi komu engin viðbrögð frá ráðherrum eða ríkisstjómarliðinu. Fáum dögum síðar setti Verktaka- samband fslands fram tillögur um „Þjóðarátak í vegamálum" með verulegri aukningu á fjárveitingu til nýframkvæmda umfram vegaáætl- un. Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra vísaði þeim hugmyndum Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson þingmaðurfyrir Alþýðubandalagið strax á bug og sagði í Morgunblað- inu að ekki kæmi til greina að auka vegaframkvæmdir á þessu ári. Sam- gönguráðherra lýsti sig hins vegar hlynntan því að málið yrði skoðað. Nú er komin upp deila í ríkis- stjóminni um þessi mál. Matthías Bjamason hefur flutt þar tillögu um viðbótarfjáröflun til vegafram- kvæmda, nánast samhljóða þeim hugmyndum sem ég setti fram á Al- þingi í apríl. Halldór Ásgrímsson hefur hins vegar lýst sig andvígan málatilbúnaði Matthíasar og ber við verðbólgumarkmiðum stjómvalda. Stórt mál fyrir landsbyggðina Það liggur fyrir að við gerð kjarasamninga í lok febrúar sl. var aðeins gert ráð fyrir 10% lækkun bensínverðs en það hefur nú lækkað um 20% eða mun meira en reiknað var inn í áætlaðar breyt- ingar á framfærsluvísitölu í febniar- lok. Að mínu mati er ekki skynsamlegt að elta sveiflur í bensínverði niður á við ef líklegt er talið að þær vari ekki til langframa. Landsmönnum öllum koma til góða endurbætur á vegakerfinu og á það sérstaklega við um fólk á landsbyggðinni. Niður- skurður á undanfömum árum hefur raskað stórlega þeim markmiðum um uppbyggingu vegakerfisins sem Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum. Það er mikil skammsýni ef rík- isvaldið notar ekki það lag sem nú er til að afla viðbótarfjár til vegaframkvæmda. Það eru vissulega tíðindi ef Framsóknar- flokkurinn og formaður Sjálf- stæðisflokksins ætla að standa þar á móti. Áherslu verður auðvitað að leggja á að öll lækkun á innkaupsverði bensíns umfram útsöluverð skili sér beint til vegaframkvæmda því að ríkissjóður hefur þegar tekið til sín alltof stóran hluta af bensínverðinu í formi skatta. Hjörleifur Guttormsson. „Það er mikil skammsýni ef ríkisvaldið notar ekki það lag sem nú er til að afla viðbótarfjár til vegaframkvæmda.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.