Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 19
DV. FOSTUDAGUR 6. JtJNÍ 1986. 31 ótlir Iþrottir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Tricella, til vinstri, rétt áður en hann skoraði Símamynd/Reuter. „Vissulega harka en innan marka“ - sagði þjátfari Argentínu eftir jafhtefli við Ítalíu „Ég viðurkenni að vissulega var harka í leiknum en innan markanna, ekki slagsmál leikmanna. Hvernig Bagni gætti Maradona var skiljanlegt. Hann gerði það á heiðarlegan hátt, allt annað en hvernig Suður-Kóreu- menn tóku Maradona,“ sagði Carlos Bilardo, landsliðsþjálfari Argentínu, eftir að lið hans gerði jafhtefli, 1-1, við Ítalíu í A-riðli í Puebla í gær. Það var harður leikur, enginn óþverri þó. Þrír leikmenn bókaðir og óteljandi aukaspymur dæmdar. Greinilegt að leikmenn beggja liða sættu sig við jafnteflið. Það ætti að nægja þeim en ekki munaði þó miklu að snillingurinn Diego Maradona tryggði Argentínu sigur. „Ég er sáttur við jafnteflið“ „Nú verðum við að sigra Suður- Kóreu hvað sem það kostar á þriðju- dag til að komast áfram. Ég er sáttur við jafhteflið við Argentínu. Leikmenn mínir léku sérlega vel í fyrri hálfleikn- um en döluðu síðan nokkuð. Mara- dona lék frábærlega og ég tel að Bagni hafi einnig gert það. Gætt hans vel,“ sagði Enzo Bearzot, þjálfari heims- meistara Italíu. Maradona og Bagni leika báðir með Napoli á Ítalíu. Italir voru fyrri til að skora. Sandro Altobelli úr umdeildri vítaspymu á sjöundu mínútu. Knötturinn fór í hendi Jorge Burmchaga þegar Bmno Conti reyndi að leika framhjá honum. Ekki vildu þjálfarar liðanna ræða um vítaspymuna. Bilardo sagði. „Ég ræði aldrei um dómara en mark svo snemma leiks gerði allt miklu erfiðara fyrir okkur. Það var góður árangur að ná jafntefli eftir það áfall.“ Maradona jafnaði Maradona var erfiður ítölum þrátt fyrir gæslu Bagni. Á 18. mín. geystist hann framhjá tveimur mótherjum en spymti knettinum framhjá. En vissu- lega merki þess hvað í vændum var. Á 34. mín. fékk hann knöttinn frá Ricardo Giusti á stuttu færi innan vítateigsins. Tókst að renna boltanum í markhomið með vinstri fæti framhjá Giovanni Galli markverði. 1-1. Nokk- ur harka varð eftir markið og um tíma virtist sem leikurinn mundi fara tir böndunum. En hollenski dómarinn, Jan Keizer, lét vel að sér kveða. Ræddi við nokkra leikmenn en bókaði þó engan á þessu stigi leiksins. Bergomi í leikbann En Guiseppo Bergomi var bókaður á 53. mín. og getur ekki leikið með ítalska liðinu gegn S-Kóreu þar sem hann var einnig bókaður í fyrsta leiknum. Síðar Argentínumennimir Giusti og Oscar Garri. Það var eins og leikmenn hefðu þegar sætt sig við jafhtefli. Sáralítið um færi. Bmno Conti átti þó skot ofan á þverslá marks Argentínu. Hinum megin spymti Maradona knettinum eftir auka- spymu rétt framhjá. Hann dalaði mjög eftir því sem á leikinn leið. Áhorfendur á leiknum vom 30 þúsund, uppselt. Liðin vom þannig skipuð: Argentína. Pumpido, Cuciufíb, Brown, Ruggeri, Garre, Giusti, Batista (Olarticoechea 58. mín.), Maradona, Burmchaga, Borghi (Enrique 74. mín) og Valdano. Ítalía. Galli, Bergomi, Cabrini, Scirea, Vierchowod, Bagni, de Napoli (Baresi 87. mín.), Gennaro, Conti (Vialli 64. mín.), Altobelli og Calderisi. hsím ium í veg fyirir að lékju sinn leik“ rakklands og Sovét ánægðir með jafnteflið uggt er að bæði liðin komast áfram í milliriðil þó reyndar sé ekkert ömggt í þessari heimsmeistarakeppni fyrr en öll úrslit liggja fyrir. Átta lið falla út í riðla- keppninni, 16 halda áfram. Sovétríkin fengu fyrstu homspymu leiksins eftir aðeins 15 sekúndur. Frakk- ar áttu fyrsta færið á þriðju mínútu. Michel Plátini gaf fyrir. Stopyra mið- herji skallaði yfir. Spennan varð því strax mikil. Færin ekki afgerandi. Plat- ini spymti knettinum úr aukaspymu fram hjá vamarveggnum en einnig markinu. Rats lék sarpa'leik hinum megin. Rétt á eftir braut hann á Alain Giresse og var bókaður. Fyrsta bókunin í C-riðlinum og merkilegt að hún skyldi vera sovésk. Það skeði á 30. mín. og eftir það sóttu Frakkar nær látlaust fram að leikhléinu. Það næsta sem þeir komust að skora var á 43. mín. Fengu aukaspymu 25 metra frá marki. Þrumu- fleygur Platinis hafhaði í stöng - Rinat Dasayev átti enga möguleika á að verja. Rats skorar Níu mín. eftir leikhléið eða á 54. mín. tókst Rats, einum af átta leikmönnum Dynamo Kiev í liði sovéskra, að skora. Bakvörðurinn Nikolai Larionov lék upp kantinn og gaf knöttinn á miðherjann Igor Belanov. Hann lagði knöttinn aftur á Rats, sem kom á fullri ferð og spymti með vinstri. Knötturinn flaug í markið. Joel'Bats gat ekkert gert, nánast áhorf- andi. Mikil gleði sovéskra en það breyttist fljótt. Aðeins átta mín. siðar tókst Frakklandi að jafiia. Giresse fékk gott rými á vellinum, spyrnti knettinum inn í vítateiginn. Þar kom Luis Femandez á fullri ferð og skoraði. Femandez lék sinn 30. landsleik í röð í gær. Met það hjá Frökkum. Jean Djorkaeff lék 29 leiki í röð á ámnum 1965 til 1973. Rétt áður hafði litlu munað að Platini jafnaði úr sinni þriðju aukaspymu rétt utan teigsins. Knötturinn smaug fram- hjá stönginni. Spenna til leiksloka. Á 71. mín. varði Dasayev frábærlega með fæti skalla frá Papin eftir fyrirgjöf Stop- yra og þremur mín. síðar spymti Rats knettinum rétt framhjá stöng franska marksins. Frægasti knattspymumaður Sovétríkjanna, Oleg Blokhin, kom inn á sem varamaður á 59. mín. í stað Za- varov. Varð því níundi Dynamo-leik- maðurinn í leiknum. Bæði lið notuðu báða varamenn sína. Þrír leikmenn vom bókaðir í leiknum, auk Rats Frakkamir Femandez og Amoros. Liðin vom þann- ig skipuð: Frakkland. Bats, Ayache, Battiston, Bossis, Amoros, Femandez, Tigana, Gir- esse (Vercmysse 82. mín), Platini, Stopyra, Papin (Bellone 76. mín). Sovétríkin. Dasayev, Larionov, Bes- sonov, Kuznetsov, Demyanenko, Yaremchuk, Aleinikov, Yakovenko (Rodinonov 69. mín), Rats, Belanov og Zavarov (Blokhin). hsím ippakassi ospólum hann var sneisafullur af videospólum. Engin myndanna var bönnuð bömum þannig að leikmenn danska liðsins ættu ekki að tmflast á geði við að skoða myndimar frá danska knatt- spymusambandinu. -SK Piontek bannaði þeim að Dönsku landsliðsmennimir, Frank Arnesen og Henrik Anders- en, em miklir áhugamenn um golf. Þeir vora óheppnir greyin þegar þeir komu inn í hótelherbergi sitt í Mexikó því við þeim blasti stórglæsilegur 18 holu golfvöllur. Þeir félagar fengu að leika 18 holur fyrsta daginn sem þeir dvöldu í ■MMMnwnsmMMenEnnHaHBnxnHMBHHMi leika golf Mexikó og þá lék Arnesen fyrri níu holurnar á aðeins 40 höggum en völlurinn er par 72. „Ef þig langar til að vita hvernig Andersen gekk þá verður þú að spyija hann sjálfan en ég efast um að hann svari þér,“ sagði Amesen eftir golfferðina. Piontek þjálfari hefur bannað þeim að leika meira golf. -SK • Hér sést Bento á æfingu. Hann fótbrotnaði í gær og líklega er ferill hans búinn. Bento fót- brotnaði Portúgalar urðu fyrir gifurlegu áfalli í gær þegar markvörður þeirra, Manu- el Bento, fótbrotnaði á æfrngu. Bento lenti í samstuði við miðvaUarleik- manninn Antonio Andre og hné niður. Hann var strax fluttur á sjúkrahús og þar vom teknar röntgenmyndir af vinstri fæti hans. Kom þá í ljós að hann var brotinn og var hann settur í gifs- umbúðir. Þetta er mikið áfaU fyrir Portúgala en Bento er fyrirUði Uðsins og er þar að auki þeirra leikjahæstur. Bento, sem er 37 ára og hefur leikið 63 lands- leiki, hefur verið aðalmarkvörður Portúgala síðustu sjö árin. -SMJ • Frank Ameson lék 9 holur á 40 höggum en fær ekki að spila meira. Fyrsta rauða spjaldið í Mexíkó Fyrsta rauða spjaldið hefur litið daagsins ljós í Mexíkó. Ekki var )vi þó veifað í alvömlcik. Spjaldið fékk Englendingurionn Ray Wilk- ins í vináttuleik enska landsUðsins og drengjaUðs frá Mexíkó. Leikur- inn stóð aðeins yfir í fimmtán mínútur og það var þjálfari Eng- lands, Bobby Robson, sem gaf Wilkins rauða spjaldið fyrir að „tækla“ einn unglinginn ótæpi- -SK Shilton er svartsýnn Enski landsUðsmarkvörðurinn, Peter ShUton, stendur í þeirri meiningu að ekki sé auðvelt verk að vera markmaður i heimsmeist- arakeppninni í Mexíkó. Hann segir: „Við fáum mjög mikið af erfiðum langskotum. Þunna loftið breytir ferð knattaiins mikið og erfiðara er að reikna skotin út.“ -SK Galli puðar og puðar Markvörður ítalska landsliðsins. Giovanni GalU, hefur vakið mikla athygli þeirra sem fylgst hafa með æfmgum heimsmeistara ÍtaUu Mexikó. Þegar æfmgum lýkur heldur hann jafnan áfram að puða og segja þeir sem séð hafa að hann fáist vart til að hætta streðinu. " -SK 50-100% hækkun Verð á þeim vömm sem hægt er að kaupa á hótelum og veitinga- stöðum í Mexíkóborg hefur hækkað um 50-100% frá því að heimsmeistarakeppnin hófst. Greinilegt er að Mexikanar ætla sér að græða vel á keppninni. -SK Menotti eins og draugur Cesar Luios Menotti, argentinski þjálfarinn sem gerði Argentínu menn að heimsmeisturum árið 1978, er staddur í Mexikó og er ekki vinsælasti maðurinn í her- búðum Argentinumanna þessa dagana. Menotti svifur um sem draugur í herbúðum landa sinna og gagnrýnir þá í tima og ótíma og þá ekki síst Carlos Bilai-do. nú- verandi þjálfara Argentínu. „Það er vist best að ég segi ekki það sem langar til að segja um Menotti. sagði Diego Maradona þegar hann var spurður álits á framferði Men ottis. -SK Miller afskrifar Brasilíumenn David Miller, sem skrifar um knattspymu i enska blaðið The Times, spáir þvi að eftirtalin átta lið komist í 8-Uða úrslitin í Mexikó Danmörk, Uraguay, Frakkland Spánn, Sovétríkin, Argentína, Belgía og Búlgaria. Hann reiknar sem sagt ekki með þvi að Brasilíu- menn og Englendingar komist langt í keppninni. „í enska liðinu era aðeins tveir klassaleikmenn, Peter Shilton og Bryan Robson, Það er einfaldlega ekki nóg,“ segir Miller. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.