Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Qupperneq 7
7 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Atvinnumál Atvinnumál Vandi fiystihúsanna: „Erlend lán ekki tekin“ ■segir forsætisráðherra „Þetta mól var afgreitt þannig í rík- isstjóminni að samþykkt var að erlend lán yrðu ekki tekin en þeim tilmælum beint til Byggðasjóðs, Fiskveiðasjóðs og viðskiptabanka að þeir reyndu í sameiningu að leysa vandamál hvers frystihúss fyrir sig,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í sam- tali við DV er blaðið spurði hann hvaðan þær 500 milljónir af nýju fé eiga að koma sem ætlunin er að út- vega til að leysa vandamál fjölmargra fi-ystihúsa sem nú em í miklum fjár- hagsvandræðum. Hvað upphæðina sjálfa varðaði, 500 milljónir, sagði Steingrímur að hún hefði verið sett fram í bréfi sem honum barst frá Byggðasjóði en upphæðin gæti orðið meiri eða minni og hún fæli í sér skuldbreytingar að einhveiju marki hér innanlands. „Það hefur verið í gangi úttekt á stöðu nokkurra húsanna á vegum sjóðanna og viðkomandi viðskipta- banka þar sem unnið hefur verið skipulega að málunum," sagði Stein- grímur. Steingrímur var sammála Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegsráðherra um að ekki þýddi að lána sumum frystihú- sanna án þess að eigendur þeirra gætu sett auknar ábyrgðir fyrir lánunum eða bætt eiginfjárstöðu sfna með au- knu hlutafé. -FRI Eins og DV hefur greint frá fara um 240.000 túnþökur á lóðina kringum Hótel Örk í Hveragerði og mun lóöin og nærliggjandi úti.istarsvæði vera það stærsta sem þakið hefur verið á einu bretti. DV-mynd Róbert. Framtíð íslensks ullariðnaðar Merkið skiptir ekki máli „Það vakti athygli mína í þessari könnun að innkaupastjórar og kaup- endur virðast gera lítinn greinarmun á ullarvörum fró hinum ýmsu íslensku framleiðendum, merkið virðist ekki skipta máli,“ sagði Þráinn Þorvalds- son, framkvæmdastjóri Útflutning- smiðstöðvar iðnaðarins. Þráinn gerði viðhorfskönnun meðal innkaupastjóra nokkurra verslana í Bandaríkjunum sem versla eða hafa verslað með íslen- skar ullarvörur. „Það bar flestum saman um að sam- eiginleg kynning og átak á Banda- ríkjamarkaði yrði íslenskum ullar- fatnaði mjög til framdráttar og öllum til góðs. Með ákveðnum breytingum, með tilliti til tísku og markaðssetning- ar, voru þeir aðilar sem leitað var til vongóðir um að íslenskur ullarfatnað- ur geti haldið hlutdeild sinni á markaðnum og jafhvel aukið hana, sérstaklega vegna þess að hann nýtur góðs álits á markaðinum," sagði Þrá- inn. Þráinn sagði það ljóst að við yrðum að skilgreina betur hvaða markaðs- hópa framleiðslan ætti að höfða til. „Það kom í ljós þama úti að helstu kaupendur íslenska ullarfatnaðarins eru annars vegar konur 35 óra og eldri og hins vegar karlmenn sem kaupa hann til gjafa fyrir konur. Það eru ýmsir ónýttir möguleikar. Hægt er að framleiða ullarfatnað miðað við inni- veru, fyrir yngri kynslóðir og í fjöl- breyttari litum og munstrum," sagði Þráinn. -KB Þörungavinnslan á Reykhólum Heimamenn leigja í 3 mánuði til bráðabirgða Ákveðið hefur verið að leigja heima- mönnum Þörungavinnsluna á Reyk- hólum til bróðabirgða í 3 mánuði. Félag heimamanna, Þörungaverk- smiðjan hf., sem stofnað var um rekstur verksmiðjunnar mun taka að sér að greiða laun starfsmanna þennan tíma og er talað um að sú upphæð nemi allt að 4 milljónum króna. Einn- ig er gert ráð fyrir að heimamenn leggi fram 900 þúsund krónur í viðhalds- kostnað á verksmiðjunni. í leigusam- ingnum er gert ráð fyrir því að heimamönnum séu útvegaðir vara- hlutir til endumýjunar að upphæð 1,2 milljónir króna og að þeir fái óbyrgðir til rekstrarlóna í u.þ.b. einn mánuð eða þar til afurðalánin verða afhent. Ingi Garðar Sigurðsson, stjómarfor- maður Þörungavinnslunnar, sagðist vera tiltölulega ónaégður með þetta samkomulag. „Samkomulagið er að- eins til bráðabirgða. Það var mun hagkvæmara fyrir báða aðila að halda rekstrinum ófram í sumar. Við munum reyna að nota þessa 3 mánuði til við- ræðna um framtíðarskipan Þömnga- vinnslunnar," sagði Ingi Garðar. -KB FÖSTUDAGSKVÖLD IJIS HUSINU11JIS HUSINU OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 20 í KVÖLD L0KAÐ LAUGARDAGA i SUMAR NYJAR VORUR jíí KORT Jóo Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 J.S. video kynnir: UMSÁTRIÐ Umsátrið (Under Sige) er nýr bandarískur mynda- flokkur, í tveimur þáttum, gerður eftir sögu Bob Wood- ward (All the president’s men) með Peter Strauss (Kane and Abel) í aðalhlut- verki. Myndaflokkurinn fjallar um það er arabískir hryðjuverkamenn, þeir sömu og hafa skapað ógn um alla Evrópu, ttytja starfsemi sína yfir til Bandaríkjanna og ganga berserksgang með spellvirkjum og sprengjuár- ásum víðsvegar um landið. Hver verða viðbrögð Banda- rikjanna? ÍIMSATRIÐ UNDERSIEGE ' SKIN.VI HLfTl TVISVAR Á ÆVINNI Gene Hacktnan AmvMxrjpt* Bkn fíursfyn Aj«>- Madi&in AUy Sheedy w Brian Vcnnchy IV ^ <* vp v> <« & SlllhwtWl:*\: !:>x> v>:i»>: „Ein af fimm bestu myndum ársins 1986.“ Samdóma álit fjöl- margrá kvikmyndagagnrýn- enda. Myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna. Aðalleikarar: Gene Hackman, Ann-Margret, Ellen Burstyn, Amy Madigan Ally Sheedy og Brian Dennehy. FORBOÐIN ÁST í byrjun seinni heimsstyrj- aldarinnar ákveður falleg þýsk greifynja, Nina Von Halder (Jacqueline Bisset), að ganga til liðs við þýsku neðanjarðarhreyfinguna og aðstoða við að smygla flótta- mönnum úr landi. Aðalleik- arar: Jacquline Bisset og Jörgen Prochnow. Koma til dreifingar í dag. J.S. video sími 611040 611080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.