Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 17
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. 17 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir KNATTSPYRNUSKÓLI VÍKINGS Heil umferð í kvöld Fimm leikir fara fram í kvöld i 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu, heil umferð. Á Akranesi leika heimamenn gegn FH-ingum og hefst leikurinn klukkan sjö. Á sama tíma leika Keflavík og Vestmannaeyjar í Keflavík. í Kópavogi fá Blikamir Víðismenn í heimsókn og hefst leikurinn klukkan átta. Á Akureyri leika Þórsarar gegn KR-ingum og hefst sá leikur einnig klukkan átta. Fimmti leikur fimmtu umferðar er viðureign Reykjavíkurrisanna V als og Fram og fer sá leikur fram á Valsvelli og hefst klukkan átta. -SK Geoig Best datt i það og mætti ekki - í hringborðsumræður hjá BBC Frá Hauki Lárusi Haukssyni, frétta- ritara DV í Danmörku: „Ég sá George fyrir viku og þá var hann fullur. Þarf ég að segja meira. Þið vitið eins vel og ég hvemig hann er,“ sagði Angie, eiginkona Georgs Best, við fréttamenn en kappinn datt heldur hressilega í það um daginn og er ekki enn mnnið af honum. Það sem gerir þetta síðasta fyllirí kappans enn meira áberandi er að hann hafði verið ráðinn til að taka þátt í hringborðsumræðum hjá BBC um leiki N-Irlands á HM. Hann sást svo auðvitað hvergi enda ekki vanur að láta vinnu trufla drykkju sína. Fyrir vikið varð hann af 650.000 kr. Það var nefnilega upphæðin sem BBC ætlaði að borga honum fyrir að rabba um þrjá leiki. Verður jafntefli ákveðið fýrirfram? Frá Hauki Lámsi Haukssyni, frétta- ritara DV í Danmörku: „Við getum hæglega lent i þeirri aðstöðu að best sé að leikurinn við V-Þjóðveija endi með jafntefli svo að bæði liðin komist áfram. Þó verður þetta vonandi ekki jafnneyðarlegt og þegar V-Þjóðveijar unnu Austurríkis- menn 1-0 á Spáni. En jafntefli geta orðið draumaúrslit fyrir báða aðila,“ sagði danski landsliðsmaðurinn Mic- hael Laudmp við fréttamenn í gær. Laudmp undirstrikaði þó að Danir ætluðu sér langt í keppninni. Hann reyndi síðar að draga i land og sagði að það væri út í hött að ræða um að úrslitin verði ákveðin fyrirfram. -SMJ Piontek segir þvert nei Hver verður eftiimaður Franz Beckenbauers? „Ég hef ekki heyrt neitt frá Her- manni Neuberger varðandi þjálfun þýska landsliðsins. Og ég vil undir- strika að það hefur aldrei verið draumur minn að taka við þjálfun vestur-þýska landsliðsins," sagði Sepp Piontek, landsliðsþjálfari Dana, þegar sá orðrómur var borinn undir hann að hann tæki við af Franz Becken- bauer sem þjálfari Þýskalands. „Eins og er hugleiði ég varla þjálfun þýska liðsins. Ég einbeiti mér að því að vinna sem best fyrir danska knatt- spymusambandið og reyna að gera veg liðsins sem mestan hér í Mex- íkó,“ sagði Sepp Piontek. Hermann Neuberger, formaður þýska knattspymusambandsins, sagði á blaðamannafundi með þýskum blaðamönnum í Mexíkó að Sepp Pion- tek sé einn af „kandídötunum" sem eftirmaður Beckenbauers en samning- ur hans rennur út eftir Evrópukeppn- ina 1988. Þrír aðrir þjálfarar hafa verið nefhdir sem hugsanlegir eftirmenn Beckenbauers en það eru þeir Horst Köppel, núverandi aðstoðarmaður hans, Berti Vogts, starfandi unglinga- landsliðsþjálfari þýskra, og Erich Ribbeck, þjálfari Bayer Leverkusen. Fyrsta námskeiðiö hefst 9. júní. Hvert námskeið mtm standa í tvær vikur, tvær klukkustimdir á dag. Markmið skólans er að kenna undirstöðuatriði í knattspymu og fá þátttakendur til að kynnast hver öðrum. Margt annað en knattspyma verður þó til skemmtunar. M.a. keppni milli skóla í knattþrautum og kappleikir. Boðið er upp á skemmtiferð í tívolíið með verulegum afslætti. Þá mimu þekktir knatt- spymumenn koma í heimsókn á hverju námskeiði. Haldið verður lokahóf eftir hvert námskeið þar sem veitingar verða á boðstólum og þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjöl. Þeir duglegustu verða einnig verðlaimaðir sérstaklega. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða þeir Einar Ein- arsson og Ólafur Ólafsson íþróttakennarar. Skráning í símum 32385 (Einar) og 33894 (Ólafur) á kvöldin. Innritun föstudag 6. júní kl. 14-17 í Víkingsheimilinu. Námskeiðsgjald er kr. 1.000,- Allir eru velkomnir jafnt stúlkur sem drengir á aldrin- um 5-14 ára. West til Vals Banöjríkjamaðurinn John West mun vcrða þjálfari Valsmanna í körfu á næsta keppnistímabili. Eins og skýrt var fi-á í DV í gær voru Valsmenn ákveðnir í að ráða erlendan þjálfara og varð West ofan á í lokin. Hann n.un vera fær þjálfari. Kona hans mun koma með honum hingað til lands og líklegt að hún taki að sér þjálfun einhvers kvennaliðs hér á landi. -SK Bild segir Þjóðverja í stöðugu kynsvalli - Beckenbauer, Rummenigge og fleiri æfareiðir Mikill hávaði og gauragangur sam- fara illsku einkennir nú andrúmsloftið hjá vestur-þýska landsliðinu í knatt- spyrnunni i Mexíkó. Þýska blaðið Bild Zeitung sagði nýverið að leikmenn þýska liðsins stunduðu næturlífið ótæpilega og væru þeir á kafi í kven- fólki. Mexíkanskur blaðamaður, Michael Hirsch, skrifaði í blað sitt að leikmenn vestur-þýska liðsins hefðu eina nóttina komið heim þegar klukkan var að verða tvö. Þessa frásögn hans lásu vestur-þýsku blaðamennirnir og birtu sams konar frétt í þýskmn blöðum. Franz Beckenbauer, þjálfari Þýska- lands, varð snarvitlaus þegar hann frétti af þessum skrifum blaðamann- anna og neitaði alfarið að ræða við þá. Misskilningur Nú er komið upp úr kafinu að hér var á ferðinni mikill misskilningur á milli blaðamannsins mexíkanska, Michaels Hirsch, og þess manns er gaf honum þessar upplýsingar. Heimildar- maður Hirsch sagði honum að þýsku leikmennimir hefðu komið einum til tveimur klukkustundum of seint heim en ekki klukkan eitt eða tvö eins og skrifað var. Rummenigge illur Það voru fleiri en Beckenbauer sem urðu illir þegar fréttir um blaðaskrifin í þýsku blöðunum bárust til Mexíkó. Rummenigge sagði: „Bild Zeitung hef- ur slegið því upp á síðum sínum að við höfum legið í kynsvalli hér á hótel- inu. Þetta hefur haft þær afleiðingar í för með sér að ættingjar og vinir hafa hringt til okkar og spurt hvað við séum eiginlega að gera hér. Og vegna þessara skrifa höfum við ekki áhuga á að ræða frekar við vestur- þýska fréttamenn hér.“ Fyrirgefning? Reiðin rann af Beckenbauer nokkru eftir að hann frétti hvemig í öllu lá en búast má þó við að einhver hundur verði í þeim þýsku í garð landa sinna í fréttamennskunni og vera kann að það hafi áhrif á skrif þeirra í framtíð- inni. En á hvom veginn er ekki gott að segja. -SK • Mikið hefur verið skrifað um kvennafar þýsku landsliðsmannanna í Mexíkó. Þau skrif virðast þó á misskilningi byggð. Á þessari mynd sést markaskorarinn Rudi Völler með þremur yngismeyjum frá Mexikó. ^ Jtr m Bloðug slagsmál - þegar Houston sigraði Boston I I ■ IBlóðug slagsmál bmtust út á milli leikmanna Houston I I Kockcl-i og Boston Celtics í nótt er liðin léku fimmta úrslitaleikinn í NBA-deild- inni í körfu. Risinn í liði Houston, Ralph Sampson, sturlaðist og kýldi I I I Johnson og Gariy Seestick, i andUt- J ið. Fyrst Seestick og er Johnson j reyndi að stilla til friðar gaf Sampson ■ honum bylmingshögg í höfuðið og ] opnaðist stór skurður á augabrún. ■ Staðan var 36-34 þegar slagsmáUn I | tvo Ieikmenn Boston, þá Dennis bmtust út og allt ætlaði um koll að | keyra.Vopnaðirlögreglumennskár- ■ ust í leikinn og eftir mikinn barning j og hamagang tókst að stilla til frið- ar. Sampson var vikið úr húsinu í j fylgdlögregluenfærekkileikbann. > Houston sigraði i leiknum, 111-96, | eftir að hafa haft yfir í leikhléi, 58- | 47, en leikið var í Houston. Sigur I Houston var svo til aldrei i hættu og | mestur varð munurinn, 90-65, í upp- ■ hafi lokalotunnar. Akeem Olajuvon j átti stórleik hjá Houston. skoraði 30 * I. I I | ar á hæð, var rekinn út úr húsinu í vinnur fjóra leiki. Næsti leikur vcrð- j Jjögreglufylgd. ur í Houston. -SK * Ralph Sampson, sem er 2,25 metr- stig, hirti 14 fráköst og varði 8 skot. | Hjá Boston skoraði McHale 27 stig og Larry Bird 19 stig. Staðan er nú 3-2 fyrir Boston og aðeins tveir leikir eftir og það Uð er meistari sem fyiT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.