Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Dennis Levine, höfuðpaurinn í stærsta svindlmáli, sem komist hefur upp á bandaríska verðbréfamarkaðnum, hefur nú fallist á að veita yfirvöldum allar þær upplýsingar sem hann getur til að málið leysist. Játningar í Wall Street Dennis Levine, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Drexel fjárfestinga- fyrirtækinu, játaði í gær að hann hefði grætt 12,6 milljónir með því að nota trúnaðarupplýsingar sem honum var trúað fyrir. Levine hefur verið sakaður um að hafa stjómað stórkostlegasta svindli sem um getur á verðbréfamarkaði í Bandaríkjimum, hann keypti hluta- bréf í fyrirtækjum sem áttu yfir höfði sér að vera tekin yfir af stærri fyrir- tækjum. Embættismenn segja að Levine vinni nú af heilum hug með saksókn- ara og rannóknamefnd þeirri sem hefur eftirlit með verðbréfamarkaðn- um. „Ég hef sætt mig við að taka afleið- ingum gjörða minna og hef samþykkt að vinna með saksóknara og nefndinni að því að leysa þetta mál,“ sagði Le- vine í fréttatilkynningu. Búist er við að hann láti yfirvöldum í té lista með nöfnum þeirra sem hafa átt í stórum viðskiptum mað svindli. Fleiri hafa nú verið handteknir í þessu máli og liggja fyrir jáningar að minnsta kosti tveggja annarra manna um sams konar brot en ekki er vitað hvort málin tengjast. Milljón tappar Enginn friður í Mið-Ameríku Utanríkisráðherrar frá 13 Suður- Ameríkuríkjum hittast i Panama í dag til að ræða Mið-Ameríku friðar- samninginn sem nú eru engar líkur á að nái fram að ganga því síðasti frestur til að skrifa undir hann er í dag. Contadora ríkin, Mexíkó,' Kól- umbía, Venezuela og Panama, höfðu ákveðið að í dag skyldi vera síðasti frestur til að skrifa undir samkomu- lagið sem þau hafa reynt að koma á í þijú og hálft ár. Átti þetta sam- komulag að vera viðunandi fyrir hin fimm Mið-Ameríkuríki sem hann átti að ná til. Utanríkisráðherra Panama sagði í gær að markmið fundarins í dag væri að binda enda á umræður um friðasamninginn og reyna að setja hann fram á formlegan hátt. Haft var eftir öðrum fundarmanni að gefin yrði út fréttatilkynnig þar sem dregin yrðu saman helstu atriði samkomulagsins. Síðasti fundur, sem haldinn var um samkomulagið, í síðustu viku, milli aðstoðarutanríkisráðherra Contadora ríkjanna og Mið-Amer- íkuríkja, leystist upp vegna harka- legs ósamkomulags milli Nicaragua og nágranna þeiiTa, sem studdir eru af Bandaríkjunum, um hemaðarleg málefni. Einnig verða á fundinum í dag fulltrúar Argentínu, Perú, Uruguay og Brasilíu. Engar likur eru nú taldar á þvi að Contadora rikjunum takist að sætta andstæð öfl í Mið-Ameriku. Daniel Ortega treystir ekki ríkjum, er njóta stuðn- ings Bandaríkjamanna, og þau ríki treysta ekki Nicaragua. Virðist því sem þriggja og hálfs árs undirbúningur hafi iarið i vaskinn. Drap fjölskyldu og svo sjálfan Bandarískur kennari, sem setti sér það takmark að kenna nemendum sín- um stærðfræði með þvi að biðja þá að safha einni milljón flöskutappa, hefur loksins lokið verkefni sínu, 15 árum seinna. Milljónasti tappinn fór í bauk sem er 182 cm á hverja hlið og staðsettur í bamaskólanum í Big Creek í Cleve- land ríki að sögn kennarans, Jill Herick. Breski strandbærinn Eastboume fékk nýlega sérstök þyngdarverðlaun, fyrir að hafa feitustu konur í Bret- landi. Það vom sölusamtök kvenfataversl- ana sem, eftir könnun, útnefndu Eastboume „þybbnustu borg í Bret- landi“. Yfirvöld á svæðinu mótmæltu því að konur í þeirra umdæmi væm feit- ari en aðrar konur en sögðu að vegna Hún sagðist hafa byrjað á verkefn- inu með níu ára börnum í janúar 1971, til að sýna nemendum sínum hvemig ein milljón af einhverju liti út. Þetta hélt svo áfram með níu ára bekkjum í gegnum árin. „Hvað merkir ein milljón?" spurði einn nemandinn er hann horfði á full- an baukinn. „Ein milljón merkir hellingur." góðrar íþróttaaðstöðu væru þær vöðvastæltari en kynsystur þeirra annars staðar. Joe Buckley, 73 ára, sem rekið hefur vigt við ströndina í 30 ár, segir að mikið af eldra kvenfólki komi til East- bourne til að eyða ævikvöldinu. Þær séu feitar vegna þess að þær fái ekki næga hreyfingu. „Ég hef fengið 130 kílóa manneskju á vigtina hjá mér og hún sprengdi hana næstum því.“ Prentari einn í Texas í Bandaríkj- unu, sem misst hafði vinnu sína vegna kreppunnar sem lækkandi verð á olíu hefur valdið, skaut í gær konu sína og dóttur á táningsaldri til bana og sjálfan sig að því búnu, að því er haft var eftir lögreglu. Maðurinn hét Herman Osborn, 48 éira, kona hans, Peggy, 44 ára, og dótt- irin hét Laura og var 15 ára. Nágrannar sögðu lögreglunni að Osbom hefði orðið æ þunglyndari eft- ir að hann missti vinnu sína i apríl. sína sig Þúsundir manna í Texas, sem byggir mest á olíuframleiðslu, hafa misst vinnu sína síðan verð á hráolíu fór að lækka. Atvinnuleysi í Texas fór upp í 8,2% í apríl og er það vel fyrir ofan landsmeðaltal. gVARA HLIITIR OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG KL. 9-2 V A RA HLUTAVERS L U N I N Feitar og mjúkar m* im mm n m *w*s*í * mm m |r-: pé er hún hér spennumynei komnar banda ÍSLENSKURTEXn ISLENSKUR TEXTl NSKUH reXTl Ein besta háskólamyndin, þú hlærð Mynd sem heldur þér límdum við Þessi mynd er frá sömu framleiðend- „Stórkostlegt leikafrek" - Chicago ekki... þú grætur af hlátri. skjáinn frá upphafi til enda. um og gerðu t.d. Hvers vegna ég?, Tribune. Ekki mitt barn og Aftur til lífsins. „Leikur Malden’s er ein mesta innlif- PANTANASÍMI: 17620. ^****,**--**.™

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.