Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. 15 Engin áhætta í ríkisbanka Fyrirtæki glímir við lausaflár- kreppu. Stærsti hluti framleiðslu þess er seldur til fárra aðila en næg- ar greiðslutryggingar vantar fyrir fjölda lánaviðskipta. Framkvæmda- stjórinn fylgist ekki með greiðslu- getu og fjárhag hinna stóru viðskiptamanna sem þó hafa hag fyrirtækisins í hendi sér. Þörf er á auknu aðhaldi og baéttum vinnu- brögðum í endurskoðun innan fyrirtækisins. Gífurlegt fé er þegar tapað og óvíst um innheimtu og end- urgreiðslur á fjölda útlána. Allur vafi leikur á um raunverulega eigin- fjárstöðu fyrirtækisins því ekki er nokkur leið að komast til botns í útlánastofni. Hér er greinilega verið að lýsa illa reknu fyrirtæki. Hvað finnst mönnum um þessa frammistöðu framkvæmdastjórans? Svarið er augljóst. Hér er á ferð- inni algjörlega óhæfúr maður. Hann kann ekki að reka fyrirtæki. Hann stofhar hagsmunum þess og eigenda þess í hættu. Hann er ekki starfi sínu vaxinn. Hann verður að fara. Vanræksla bankastjórnar Útvegsbankans Þessi lýsing er ekki úr frumskógi viðskiptalífsins 1986. Hér er ekki verið að lýsa neinu þeirra fyrirtækja sem hafa orðið gjaldþrota að undan- fömu. Dæmin em næstum orðrétt úr skýrslu bankaeftirlitsins frá 1975 þegar hugað var að starfsemi Út- vegsbankans. Þar koma meðal annars þessi at> riði fram: * Almennt skipulag á stjórn útlánamála var veikt. * Af bankans hálfu var ekki Guðmundur Einarsson formaður Bandalags jafnaðarmanna. nægilega fylgst með fjárhag stærstu viðskiptavinanna. * Mjög háar útlánaupphæðir voru kyrrstæðar þvi bankinn fékk ekki eðlilegar endur- greiðslur af þeim. * 44,2 milljónir króna voru tap- aðar. * Ekki var hægt að meta eigin- fjárstöðu þvi ekki var nokkur leið að komast til botns í út- lánastofni (orðalag úr skýrslu). * Nægilegar greiðslutryggingar vantaði fyrir miklum fjölda stærri útlána. í athugun bankaeftirlitsins er þann- ig lýst fáheyrðri vanrækslu og vanhæfhi yfirmanna bankans. Það má segja Hermanni Björgvinssyni til hróss að rannsóknaraðilar ko- must til botns í hans „útlána- stofni“ enda færði hann bókhald sitt þannig að halda mætti að hann hefði engu haft að leyna. En hvað gerðist næst? Árið 1978 var gerð önnur athugun á starfsemi Útvegsbankans. Þá kom í ljós að allt var við sama heygarðs- homið og skýrslan 1978 var nánast samhljóða þeirri fyrri. Hvað gerðist þá? Var einhver ábyrg- ur? Nei. Allir málsaðilar nutu pólití- skrar vemdar. Af hverju þegja þeir gömlu? Hér er verið að visa í athyglisverð- asta þingskjal síðasta vetrar. Það er skýrsla viðskiptaráðherra um af- skipti bankaeftirlitsins af málefnum Útvegsbankans. Henni var dreift á Alþingi 25. mars sl. og er á þing- skjali 692. Skýrslan lætur lítið yfir sér en í henni er hræðilegasti vitnis- burður sem opinberlega hefur birst um íslenska ríkisbanlcakerfið. Skýrslan er full af dínamiti sem ekki hefur spmngið, enda eiga allir gömlu flokkamir hagsmuna að gæta og telja tryggast að þegja. Samkvæmt skýrslunni er ljóst að starfsmenn bankans vom stórkost- lega sekir um vanrækslu í starfi. Þeir höndluðu með fé skattborgara af algjöm ábyrgðarleysi og milljón- atugir töpuðust. Ráðherrar og Seðlabanki létu sér nægja að skrifa bréf og viðra tillögur til úrbóta. Óstjómin hefur verið allt fram á þennan dag og nær hámarki í Haf- skipsmálinu. Við lestur skýrslunnar vakna spum- ingar eins og þessar: 1. Brutu bankastjórar ekki lög um Útvegsbankann og lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er þeir sýndu svo mikla vanrækslu í starfi að mál- efiii bankans komust í það horf sem lýst er í skýrslunni frá 1975? 2. Bera ekki bankaráðsmenn ábyrgð á óstjórninni sem herjað hefur á bankann? Var ekki fúll- langt gengið að endurkjósa þá f sífellu á Alþingi? 3. Hveijir eru þeir daufdumbu viðskiptaráðherrar sem allt frá 1975 hafa haft um þetta vitneskju en ekki gert neitt að gagni? Nið- urstaða vanrækslu þeirra birtist okkur í dag í 5-700 milljóna króna reikningi frá Útvegsbanka sem þessir viðskiptaráðherrar em nú í sameiningu að senda þjóðinni. 4. Af hverju voru engar athugan- ir framkvæmdar á Útvegs- bankanum árin 1981-1984? Trúðu merrn á kraftaverk eða var komið í veg fyrir að athuganir 'væm gerðar? 5. Hvers vegna hafa flokksblöðin ekki skýrt frá innihaldi þessar- ar dæmalausu skýrslu? Telja þau e.t.v að í skýrslunni sé vegið að starfsheiðri ráðherra úr þeirra eigin flokkum á tímabilinu frá 1975? 6. Er ekki augljóst að rikisbanka- kerfið er ónýtt? I bankaráðum sitja alþingismenn og þjóna hags- munum sínum og flokka sinna. Bankastjórar em undir þeirra stjóm og em margir flokksgæð- ingar. Enginn er ábyrgur fyrir meðferð fjármuna þjóðarinnar sem á þessa banka og borgar brú- sann. 7. Af hverju hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tvivegis fellt tillög- ur BJ um að selja ríkisbank- ana? Þolir flokkurinn ekki að vera sviptur því fjárveitingavaldi eiginhagsmunanna sem bankar- áðsmenn og bankastjórar hans færa honum? Opinberunarbók Matthíasar Allir ættu að kvnna sér opinber- unarbók viðskiptaráðherrans þar sem afhjúpast spilling og aumingja- skapur. Því ætti fólk að biðja skrif- stofú Alþingis um eintak af þingskjali 692. Þar hefúr kerfið brot- ið sig sjálft til mergjar. Bandalag jafnaðarmanna hefúr reyndar verið að segja þessa sögu en of fáir hafa trúað. Þeim sem ekki hafa taugar til að lesa skýrsluna í heild sinni er bent á að í kjallara- greinum á næstu vikum munu talsmenn Bandalags jafnaðarmanna reifa og útskýra ýmsar uggvænlegar staðreyndir sem koma fram í skýrsl- unni. Guðmundur Einarsson. „Árið 1978 var gerð önnur athugun á starf- semi Útvegsbankans. Þá kom í ljós að allt var við sama heygarðshornið...“ Læknaskortur á landsbyggðinni Það hefur alloft heyrst í fréttum undanfarin ár að læknislaust sé á þessum eða hinum staðnum. Oft fylgir sögunni að nágrannahéraðs- læknir veiti lágmarksþjónustu til bráðabirgða og þá er vitað mál að of mikið álag er á þeim lækni. Þrátt fyrir að mikið hefur miðað að bættum samgöngum má ekki gleyma því að misblið er íslensk veðrátta og samgöngur teppast oft um lengri eða skemmri tíma. Og þótt hægt sé að fá sjúkraflugvél eða þyrlu í neyðartilfellum þá er gífur- legur munur á heilsufarslegu öryggi þess fólks sem býr á frekar afskekktum stöðum úti á landi og íbúa höfuðborgarsvæðisins. Eðlilegt er að læknar vilji frekar starfa í fjölmenni og þægindum stærri kaupstaða, þar sem hver hefur sitt verksvið og stuttan vinnutíma, heldur en vera kannski einn lækna í tiltölulega fjölmennu sjávarplássi úti á landi og hafa nærliggjandi sveitir í viðbót. Á dreifbýlisstaðnum verður hann að sinna útköllum allan sólarhringinn og hefur kannski að- eins lítið sjúkraskýli og mjög fámennt starfslið við að styðjast. Það má einnig gera ráð fyrir að ljós- mæðrum og hjúkrunárfólki þyki lítt fysilegt að starfa á slíkum stöðum. Jafhvel í heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni þar sem fleiri læknar starfa hefur gengið illa að fá t.d. sjúkraþjálfara til starfa og þeir fáu sem fást hafa gjaman of mikið að gera. Slíku réttindafólki verður gjaman að bjóða betri kjör eða ein- hver fríðindi til að það fáist út á land. Á smærri stöðum verður að meginhluta að notast við ófaglært fólk. Enn má nefna tannlækna og fleiri sérfræðinga sem a.m.k. fram undir þetta hefur verið skortur á víða úti um landið. Augnlæknar em aðeins á stærstu stöðum, þ.e. á suð- vesturhorninu og á Akureyri, en þeir koma stöku sinnum á fleiri staði. Hallar mjög á dreifbýlið Mjög oft verður fólk að fara til Rósmundur G. Ingvarsson bóndi, Hóli, Tungusveit, Skagafjarðarsýslu. Reykjavíkur að leita sér lækninga. Mörgum hættir til að draga það of lengi eða jafnvel læknum að senda það til sérfræðinga. Af öllu þessu sést að mjög hallar á dreifbýlisbúa hvað heilbrigðisþjónustu varðar og fer þvi þó fjarri að hér sé allt upp talið. Það er að meiri hluta ríkið sem kostar hina almennu læknisþjón- ustu, sjúkrahúsbyggingar og rekstur þeirra. Hefur landsbyggðabúum oft þótt seint ganga uppbygging, t.d. heilsugæslustöðva, enda er í mörg horn að líta fyrir landssjóðinn. Heimaaðilar í hverju héraði hafa því oft tekið á sig gjaldabyrðar og kven- félög, Lionsklúbbar, Kiwanisklúb- bar og fleiri aðilar hafa safhað peningum og gefið sjúkrahúsunum fjöbnörg nauðsynleg tæki. Dvalar- heimili fyrir aldraða eru í uppbygg- ingu, fjárskortur mikill og langt í land að það mál geti talist í viðun- andi horfi. Á fjárlögum hvers árs er rekstrar- gjöldum ríkissjóðs skipt á ráðuneyt- in og er heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið með langhæstu upphæð. Nemur hún á þessa árs fjárlögum meira en 14 milljörðum króna en heildartala gjaldaliða er 37,8 millj- arðar. Þeir staðir á landsbyggðinni sem búa við hvað minnst öryggi heil- brigðisþjónustu eru mjög mikilvægir í þjóðarbúskap okkar Islendinga því að frá þeim - einkum frá fiskhúsum í kauptúnunum - koma gífurlega mikil útflutningsverðmæti. Þessir staðir hafa byggst upp kringum fisk- húsin og tilvera þeirra byggist á fiski. Raunar má segja að tekjuöflun þjóðarinnar byggist á nýtingu fiski- miðanna þar sem aðalútflutnings- tekjur okkar eru af fiskinum. Tilvera fiskvinnslubæjanna á ströndum landsins er því mjög þýðingarmikil fyrir þjóðina, enda verðmætasköpun á einstakling á mörgum þessum stöðum með ólíkindum mikil. Það væri því varla til of mikils mælst, að ríkisvaldið sæi fólki á þessum stöðum fyrir heilbrigðisþjónustu og annarri þjónustu sem jafnaðist á við það sem best gerist á landi hér. Á það skortir þó mjög. Rétt er að taka fram að landlækn- ir mun vera allur af vilja gerður til að leysa úr læknaskorti á lands- byggðinni og hefur tekist það vonum framar. Jafnvel hefur hann farið „Mjög oft veröur fólk að fara til sjálfur í (jóla) fríi ef honum hefur ekki tekist að fá aðra til að þjóna viðkomandi læknishéraði úti á landi. Er það mjög til fyrirmyndar, m.a. vegna þess að þannig kynnist hann best aðstöðu á þessum stöðum. Mættu aðrir embættismenn ríkisins i Reykjavík gera meira af þvi að kynna sér af eigin raun aðstæður úti á landi. Heilsugæslukerfið með stærstu atvinnurekendum Hinar almennu heilsugæslustöðv- ar fá sínar tekjur frá Trygginga- stofiiun ríkisins (eða sjúkrasamlög- unum). Tryggingastofnunina íjármagnar ríkissjóður 85% og sveit- arfélögin leggja til 15%. Fáein Reykjavikur að leita sér lækninga." sjúkrahús fá þó rekstrarfé sitt í bein- um fjárveitingum á fjárlögum hvers árs. Svonefiidir ríkisspítalar, sem ríkið eitt fjánnagnar, fá í sinn hlut rúml. 2250 milljónir króna. I heild mun drýgstur hluti heilbrigðisþjón- ustunnar vera á suðvesturhominu og veitir mikla atvinnu þar. Læknar em tekjuháir og greiða manna hæst útsvör. I heild er heilbrigðis- og tryggingakerfið gífurlega stór at- vinnurekandi og skiptir miklu máli einnig atvinnulega séð hvar stofnan- imar em staðsettar. Hefur á síðustu árum mikið áunnist í þá átt að byggja yfir hluta þessarar starfsemi úti á landsbyggðinni og er áfram- hald á því, þótt hægt fari. Rósmundur G. Ingvarsson. „Eðlilegt er að læknar vilji frekar starfa í fjölmenni og þægindum stærri kaup- staða, þar sem hver hefur sitt verksvið og stuttan vinnutíma...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.