Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.1986, Blaðsíða 18
18 DV. FÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986. Iþróttir Iþrottir Iþróttir Iþrottir Mjögstrangt lyfjaeftirtrt Mjög strangt lyíjaeftirlit er á heimsmeistarakeppninni í Mexíkó. Eftir hvem Ieik í riðlakeppninni eru tveir lcikmenn úr hvoru liði færðir til lyíjaeftirlits. Eftir opnun- arleikinn voru það þeir Ilja Valov, varamarkvörður Búlgara, Bruno Conti, Ítalíu, De Napoli, Ítalíu, og Búlgarinn Sadkov. FIFA hóf að taka leikmenn í lyíjapróf á HM í Englandi árið 1966. Síðan þá, á tuttugu árum, hefur aðeins einn leikmaður orðið uppvís að lyíjanotkun. Það var í Argent- inu 1978, þegar Skotinn Willie Johnstone féll á lyfjaprófi og var sendur heim. -SK Se og Hör með mann á HM Norski landsliðsmaðurinn, Hall- var Thoresen, er staddur i Mexíkó en að sjálfsögðu ekki sem leikmað- ur. Hann er þar sem blaðamaður danska vikublaðsins Se og Hör og mun skrifa fréttir frá HM í blaðið sem einnig er gefið út í norskri útgáfu í Noregi. -SK Víða vopnaðir lögreglumenn Öryggisvarsla er að sjálfsögöu i hávegum höfð í Mexíkó því hættan á hryðjuverkum vofir alltafyflr þar sem annars staðar. Viða eru vopn- aðir lögreglumenn og öryggsverðir með alvæpni og gæta þess að allt fari sem best fram. -SK Troðfullt á öllum torgum Sjónvarp er ekki almenningseign í Mexíkó og nokkur fátækt er viða í landinu. Til að gera þeim Mexík- önum til hæfis, sem ekki eiga sjónvarp og geta þar af leiðandi ekki fylgst með mörgum leikjum keppninnar, hafa yfirvöld í Mexíkó sett upp risasjónvarpsskerma víða á torgum úti og þegar leikir eru sýndir skipta áhorfendur þúsund- um og jafnvel tugum þúsunda. Domingo fer á kostum á HM Það skyldi aldrei vera svo að óperur og knattspyma ættu eitt- hvað sameiginlegt. Svo virðist þó vera. Söngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, sem er Mexík- ani, lagði sitt af mörkum og tók þátt í skemmtidagskrá fyrir leik Brasiliu og Spánar á síðassta sunnudag og söng þar af hjartans lyst eins og honum einum er lagið. -SK 600 brt eftir moskrtóflugur Dönsku knattspyrnuunnendum- ir sem eru staddir á HM í Mexíkó láta sér ekki allt fyrir bjjósti brenna. 24 þeirra búa í eina og sama langferðabílnum og komst umræddur bústaður þeirra i fréttir nýverið þegar ein stúlkan fann á líkama sínum um 600 stungur eftir moskítóflugur. Stúlkuna þurfti að flytja á sjúkrahús og nú sofa dönsku stuðningsmennimir með alla glugga lokaða á nóttunni. -SK HM á íslandi 1994? - Áhugi á samvinnu Norðurlanda um mótshaldið Danska knattspyrnusambandið lýsti yfir miklum áhuga sinum á að heims- meistarakeppnin í knattspyrnu 1994 færi fram á Norðurlöndunum fimm; Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi á ráðstefnu alþjóða knatt- spymusambandsins í Mexíkó. Á ráðsteínunni var það samdóma álit fulltrúa Norðurlandanna að úr- slitakeppni HM þyrfti ekki endilega að fara fram í einu sérstöku landi. Viðbrögð annarra fulltrúa á ráðstefh- „Við gerum okkur grein fyrir þvi að við verðum að vinna Itali til að kom- ast áfram. Ef við spilum eins og i dag þá ætti það að vera mögulegt. I leikn- um í dag sást að við getum komið öðram liðum í opna skjöldu með hraða okkar og baráttu,“ sagði Kim Jung Nam, þjálfari S-Kóreumanna, eftir að þeir höfðu gert 1-1 jafntefli við Búlgari í gærkvöldi. Hann fékk fleiri ham- ingjuóskir en spumingar á blaða- mannafundi eftir leikinn en leikur S-Kóreumanna nú var mjög skemmti- legur og hraður. Þeir léku allt öðravísi en á móti Argentínumönnum og vora unni voru mjög jákvæð og var ákveðið að skjóta málinu til nefndar sem skila ætti áliti um málið á næstu ráðstefnu FIFA sem haldin verður árið 1988. Jákvæð viðbrögð gefa vonir Viðbrögð fulltrúanna á ráðstefn- unni, sem komu frá 111 löndum, gefa vissulega vonir um að heimsmeistara- keppnin geti farið fram á Norðurlönd- unum eftir átta ár en næsta ákaft hylltir af 45.000 áhorfendum sem allir vora á bandi S-Kóreumanna. Mikil rigning setti svip sinn á leik- inn sem var mjög fjörugur og skemmtilegur. Búlgarir náðu foryst- unni strax á 11. mínútu þegar Plamen Getov nýtti sér mjög vel einu mistökin sem s-kóreski markvörðurinn gerði í leiknum. Hann hafði hætt sér of fram- arlega og Getov sendi snyrtilegan bolta yfir hann og í netið. I seinni hálfleik tóku S-Kóreumenn öll völd á vellinum og sóttu þá án af- láts. Það var þó ekki fyrr en á 70. mínútu sem þeim tókst að jafna. Þá heimsmeistarakeppni fer fram á Ítalíu árið 1990. Ef af þessu yrði væri hér um að ræða stærsta verkefhi sem ís- lendingar hefðu nokkru sinni fengið tækifæri til að takast á við á íþrótta- sviðinu og víst að til yrði að koma gagnkvæmur skilningur margra aðila og samhent átak allra sem hugsanlega gætu lagt hönd á plóginn. Vissulega er þessi draumur nokkuð langt undan og vonin veik en fyrir hendi engu að síður. -SK skoraði varamaðurinn Kim Jong Boo laglegt mark eftir að hafa snúið af sér vamarmann. „Höfum enn möguleika“ „Það var rigningin sem lék aðal- hlutverkið í þessum leik en bæði liðin áttu í erfiðleikum vegna bleytu. Við höfum enn góða möguleika á því að komast áfram og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að sigra Argentínu á þriðjudaginn," sagði Ivan Vutsov, þjálfari Búlgara, eftir leikinn. -SMJ • Diego Maradona i baráttu við Roberto jöfnunarmarkið fyrir Argentínu. „Hraði og barátta" - eni okkar vopn - sagði Kim Jung Nam, þjáifari S-Kóreu 80% ætla ekki að sjá leik á HM Bæjarblað eitt í mexíkanska bænum Monterrey, gerði fyrir skömmu úttekt á áhuga heimamanna á leikjum HM. Um 80% þeirra 397 Mexíkana sem spurðir vora sögðust ekki ætla að sjá einn einasta leik. Um 33% aðspurðra vora á því að Brasih'a yrði heimsmeist- ari en lið Englands og Frakklands kæmu þar skammt á eftir. -SK Rússar léku án númera Áður en slagurinn í HM hófst léku Sovétmenn æfingaleik gegn unglinga- liði frá Mexíkó og sigraðu, 12-1. Engin númer vora á leikmönnum sovéska liðsins og var það með vilja gert til að leikmenn liðsins þekktust síður ef njósnarar væra á leiknum frá öðram liðum. Eftir leikinn gaf sovéski þjálfar- inn upp nöfn þeirra leikmanna sem skoraðu mörkin en ekki í réttri röð til þess eins að ragla þá í ríminu sem hefðu jafnvel frekar átt að missa af leiknum. -SK Leikir á HM í dag Kanadamenn og Ungverjar mætast í C-riðli í dag kl. 18.00. Brasilía og Alsír eigast við á sama tíma í D-riðli en í F- riðli mætast England og Marokkó kl. 22.00. • Michel Platini á hér í höggi við einn vamarmanna sovéska liðsins. Platini var mjög nálægt því að skora í leiknum. Símamynd/Reuter StaðaniA Staðan í A-riðli á HM í Mexíkó er mjög tvísýn og greinilegt að hart verð- ur barist um tvö efstu sætin og einnig það þriðja. Línumar era skýrari i C- riðlinum en þar era Sovétríkin og Frakkland svo til komin áfram. Stað- an í riðlunum er annars þannig: A-riðill: Argentína.2 110 4-2 3 Búlgaría..2 0 2 0 2-2 2 Ítalía....2 0 2 0 2-2 2 og C-riðli S-Kórea......2 0 11 2-4 1 Leikir sem eftir era: S-Kórea-Ítalía og Argentína-Búlgaría. C-riðill: Sovétríkin.....2 110 7-1 3 Frakkland......2 110 2-1 3 Kanada.........1 0 0 1 0-1 0 Ungveijaland...1 0 0 10-60 Leikir sem eftir era: Ungveijaland- Kanada, Ungveijaland-Frakkland, Sovétríkin-Kanada. -SK „Koir þeir I Þjálfarar F „Leikmenn mínir gættu mótheijanna vel og við komum í veg fyrir að þeir lékju sinn leik. Þeir fengu ekki rúm á köntun- um þar sem þeir era hættulegastir vegna þess að þeir njóta sin á opnum svæðum. Ég er ánægður með úrslit leiksins en það sem ég er þó ánægðastur með er hvað leikmenn mínir hafa eflst að undan- förnu, bæði likamlega og tæknilega,“ sagði Henri Michel, landsliðsþjálfari Ev- rópumeistara Frakklands, eftir að lið hans hafði gert jafntefli, 1-1, við Sovét- ríkin í C-riðli í Leon í gær. Jafnteflið að flestra áliti sanngjörn úrslit en franska liðið var þó nær sigri. Sýndi nú í fyrsta sinn frá Evrópukeppninni fyrir tveimur áram þann stórleik sem færði þvi Ev- rópumeistaratitilinn. „Leikmenn beggja liða voru mjög taugaóstyrkir lengstum vegna mikil- vægis leiksins. Við erum ánægðir með jafnteflið" var það eina sem sovéski þjálfarinn, Valery Lobanovsky, lét hafa eftir sér. Þessi úrslit þýða að nær ör- Þjátfari Kanada var rændur í USA • Tony Waiters, þjálfari Kanada, kom slyppur og snauður til Mexíkó. amssnaxBammmmmmmKmmmmmmmmmmmmmmammmmxnmm Tony Waiters, landsliðsþjálfari Kanada, varð heldur betur fyrir barðinu á innbrotsþjófi eða þjófum skömmu áður en Kanadamenn héldu til Mexikó. Mikilvægum upp- lýsingum þjálfarans um andstæð- inga Kanada í riðlinum í Mexíkó var stolið af hótelherbergi hans í ForD Lauderdale í Florida. Peningum þjálfarans og kreditkorti var einnig stolið. „En ég var örlítið heppinn því ég hef ennþá myndbönd af leikjum andstæðinga okkar undir höndum,“ sagði Waiters. -SK Fullur p< af vide Leikmenn danska landsliðsins era miklir videosjúklingar og það hafa þeir hjá danska knattspymusambandinu vitað því þeir sendu danska landsliðinu heljarstóran pappakassa til Mexíkó og þegar hann var opnaður kom í ljós að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.