Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 2
2
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986.
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Mál flugstjórans og vélstjórans:
Hlefiiið „það sem
á undan var gengið'1
Tilefni efasemda flugfreyja og að-
stoðarflugmanns DC-8-áhafnar
Flugleiða um hæfrii flugstjóra og
flugvélstjóra til að stjóma flugvél-
inni frá Baltimore til Keflavíkur fyrr
í mánuðinum var ekki háttsemi
þeirra nóttina fyrir flugið heldur
„það sem á undan var gengið“, að
sögn heimildarmanns blaðsins.
Eftir þriggja daga viðdvöl í Balti-
more sáu flugliðamir sig tilneydda
til að biðja aðalstöðvar Flugleiða í
Reykjavík um að senda annan flug-
stjóra og annan flugvélstjóra. Sú ósk
kom það snemma að tími vannst til
að senda nýja menn án þess að áætl-
un flugvélarinnar raskaðist.
Aðstoðarflugmaðurinn segir í við-
tali í DV í gær að hann hafi reynt
eftir bestu getu að gera skyldu sína.
Viðbrögðin urðu þau að flugstjórar
neituðu að fliúpa með honum.
Flugleiðir líta svo á að efasemdir um
hæfni flugliðanna hafi vaknað vegna
misskilnings. Telur félagið enga
ástæðu til að ætla að reglur hafi
verið brotnar. -KMU
Fylgjumst
með þessu
-segirvaraflugmaiastjori
„Mér vitanlega hefur þetta ekki
komið hingað," sagði Haukur Hauks-
son varaflugmálastjóri er DV spurði
hann í gær hvort Flugmálastjóm hefði
borist tilkynning um meintan
drykkjuskap flugstjóra og flugvél-
stjóra meðan áhöfn DC-8-þotu Flug-
leiða hafði þriggja sólarhringa viðdvöl
í Baltimore í Bandaríkjunum.
Grétar Óskarsson, framkvæmda-
stjóri loftferðaeftirlits Flugmála-
stjómar, kannaðist heldur ekki við að
ásakanir um drykkjuskap flugliðanna
hefðu borist til stofhunarinnar.
„Við fylgjumst að sjálfsögðu með
þessu,“ sagði Haukur Hauksson og
kvaðst ætla að lesa frétt DV um málið.
-KMU
Flugleiðir halda sig við „innkaupaleiðangur ária morguns“:
Búðir í Baltimore
opnaðar klukkan tíu
Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Flugleiða, svaraði heldur snubbótt
þegar DV hringdi í hann í gær og
spurði hvort Flugleiðir teldu hátt-
emi flugstjóra og fiugvélstjóra
félagsins í Baltimore fyrr í mánuðin-
um síðustu þrjá sólarhringana fyrir
áætlað flug í samræmi við þær regl-
ur sem starfað væri eftir.
„Ég vísa til þess sem Sæmundur
Guðvinsson sagði í blaðinu í gær.
Meira hef ég ekki að segja. Ég þakka
þér fyrir. Vertu blessaður." sagði
Guðmundur og lagði á.
DV ræddi aftur við blaðafulltrú-
ann, Sæmund Guðvinsson. ítrekaði
hann þá skoðun Flugleiða að ekki
væri ástæða til að ætla að um brot
á starfsreglum hefði verið að ræða.
Málið hefði komið upp vegna mis-
skilnings. Flugliðamirhefðu vaknað
árla morguns og farið í innkaupa-
leiðangur. Aðrir í áhöfninni hefðu
haldið þá ókomna á hótelið um
morguninn.
„Við gerum ekki athugasemdir við
það þótt fólk hafi eftirlit hvert með
öðm, síður en svo,“ sagði Sæmundur
ennfremur.
„Við höfum enga ástæðu til að
halda hlífiskildi yfir einum né nein-
um ef menn brjóta starfereglur, hvort
sem það em flugmenn eða aðrir
sagði Sæmundur.
I framhaldi af skýringunni um inn-
kaupaleiðangurinn árla morguns
aflaði DV upplýsinga um almennan
opnunartíma verslana í Baltimore.
Þar í borg em verslanir almennt
opnaðar klukkan tíu á morgnana.
-KMU
Madness i Laugardalshöll: - Vildu milljón, fengu 300 þúsund.
Listahátíð:
Milljónagróði á poppinu
„Ég veit að það varð hagnaður af
popptónleikunum og ég vona bara
að Listahátíð hafi grætt sem mest á
þessu,“ sagði Steinar Berg ísleifeson
hljómplötuútgefandi er átti þátt í
komu hljómsveitanna fjögurra,
Simply Red, Madness, Fine Young
Cannibals og Lloyd Cole and the
Commotions, hingað til lands.
Þóknun hljómsveitanna fyrir að
leika á Listahátið nam rúmlega háfri
annarri milljón íslenskra króna og
er þá ótalinn allur annar aukakostn-
aður svo sem flugfargjöld, hótel,
matur, leiga á húsnæði svo og
greiðslur til íslensku hljómsveitanna
er léku með.
„Það var gert ráð fyrir að selja
þyrfti 6000 miða á hljómleikana til
að ná endum saman og það tókst,"
sagði Steinar Berg.
Alls munu um 11.000 manns hafa
keypt sér aðgang að popptónleikum
Listahátíðar og greitt fyrir það tæp-
ar 9 milljónir króna. Miðað við 6000
gesti var kostnaður við hljómleikana
hins vegar ekki nema 4,8 milljónir.
„Það er rétt að taka það fram að
samningamir er náðust við þessar
hljómsveitir voru árangur margra
mánaða samningaviðræðna við fjór-
ar umboðsskrifetofúr í Bretlandi sem
eru með vinsælustu hljómsveitir
heims á sínum snærum. Sem dæmi
get ég nefnt að Lloyd Cole and the
Commotions vildu upphaflega fá
tæpa milljón fyrir að koma en okkur
tókst að semja um 300 þúsund krón-
ur,“ sagði Steinar Berg ísleifeson.
-EIR
Afengisbann
átján tíma
fýrir flug
Flugliðar, flugstjórar eða aðrir, sem
teljast til áhafhar loftfara, mega ekki
neyta áfengis sfðustu 18 klukkustund-
imar áður en störf eru hafin né heldur
meðan þeir eru í starfi, samkvæmt lög-
um um loftferðir.
Flugliði má heldur ekki neyta áfeng-
is sex klukkustundir eftir flug enda
hafi hann ástæðu til að ætla að opin-
ber rannsókn verði hafin um atferli
hans.
í lögunum segir að enginn flugliði
megi hafa á hendi starfa í loftfari sé
hann vegna neyslu áfengis, æsandi eða
deyfandi lyfia, vegna sjúkdóms eða
þreytu eða annarrar líkrar orsakar
óhæfur til að rækja starfann á tryggi-
legan hátt.
Vínandamagn í blóði flugstjóra, eða
annars flugliða, má ekki vera yfir 0,4
prómill. Sé áfengismagnið meira telst
flugliðinn undir áhrifúm áfengis og
óhæfúr til að starfa í loftfari. Ekki
leysir það aðila undan sök þótt hann
ætli vínanda í blóði sínu minni.
Þess má geta til samanburðar að
vínandamagn í blóði ökumanna má
ekki fara yfir 0,55 prómill. -KMU
AðaHundur SÍS á Akureyri:
ískyggileg staða
kaupfélaganna
Heildarvelta Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga nam
tæpum 11,8 milljörðum króna á
síðasta ári, sem er 37% aukning
frá árinu 1984. Hagnaður af rekstr-
inum 1985 var 3 milljónir á móti
78 milljóna króna tapi árið áður.
Þetta kom meðal annars fram í
ræðu Erlends Einarssonar, for-
stjóra SÍS, á aðalfúndi Sambands-
ins sem haldinn er á Akureyri nú
um helgina
Einnig kom fram í máli Erlends
að 334 milljóna króna halli hefði
verið á rekstri kaupfélaganna í
fyrra. Helst þessi halli í hendur við
erfiðan rekstur fiskvinnslu og
verslunar.
Erfið staða kaupfélaganna er
mönnum mikið áhyggjuefni á
þinginu. Búist er við að kaupfélög-
in og framtíð samvinnuhreyfingar-
innar í heild verði aðalumræðuef-
nið á þinginu sem lýkur í dag.
■ÞJV.
Eriendur Einarsson um kaffibaunamalið:
Hefur
SÍS
„Mál þetta hefur hlotið mikla
umfjöllun í blöðum og öðrum fjöl-
miðlum og því er ekki að neita að
af sumum aðilum hefur það verið
notað til þess að sverta samvinnu-
hreyfinguna.
I hnotskum má segja að kaffi-
málið sé tvíþætt: Annar þátturinn
varðar tekjufærslu milli tveggja
fyrirtækja f eigu samvinnuhreyf-
ingarinnar og hvemig að henni
var staðið. Hinn þátturinn varðar
þau innflutningsskjöl sem lögð
vom fyrir innflutnings- og gjald-
eyrisyfirvöld. Ég get ekki, á því
stigi sem málið er nú, rætt það
frekar. Ég vil þó leyfa mér að láta
þá skoðun í ljós að með öllu hafi
verið óþarfl að mál af þessu tagi
valdið
tjóni
skyldi koma upp með þeim hætti
að ákæmvaldið teldi sig hafa
ástæðu til þess að láta það til sín
taka. Að því er Sambandið varðar
vil ég leggja áherslu á að bók-
haldsskil þess hafa reynst í full-
komnu lagi og ekki er um að ræða
neinar sakargiftir á hendur því
varðandi tolla- og verðlagsmál eða
brot á skattalögum. Þá hefúr ekki
verið hægt að benda á auðgunar-
brot þeirra sem nú sæta opinberri
ákæm. Ég læt þessi orð nægja um
kaffimálið. Þessi málarekstur hef-
ur þegar valdið samvinnuhreyfing-
unni tjóni, svo ég tali nú ekki um
okkur sakbomingana. Það gleym-
ist stundum að sýknir em menn
þar til dómur hefur fallið.“ -ÞJV