Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. útlendincriim. á óvart Þrátt fyrir að Bandaríkja- menn haldi að sér höndum með ferðalög til Evrópu í ár hefur orðið talsverð aukning á tölu bandarískra ferða- manna til íslands. Árið 1985 voru þeir 5179 en fyrstu fjóra mánuði ársins komu 6024 bandarískir ferðamenn til landsins. Þarna er um rúm- lega 16% aukningu að ræða. Á sl. ári bárust tíu þúsund skriflegar fyrirspurnir varð- andi ferðir til íslands til skrifstofu Ferðamálaráðs í New York. Einstaklingsferðirnar sækja á „Það eru hópferðirnar til ís- lands sem dregið hefur úr. Einstaklingsferðirnar eiga aftur á móti vaxandi vinsæld- um að fagna. Nú ferðast Bandaríkjamenn meira um eigið land en áður var. Þeir fljúga frá austurströndinni til Denver í Colorado. Þar leigja þeir sér bíla og jafnvel hús- vagna og aka svo alla leið upp til Vancouver og skoða heims- sýninguna.“ Þetta sagði Unnur Kendall Georgsson, fulltrúi Ferða- málaráðs íslands í New York, m.a. í samtali við DV fyrir skömmu. Unnur er þessum málum vel kunnug. Áður en hún tók við forstjórastarfinu hjá Ferðamálaráði vann hún hjá Flugleiðum. íslenskar í afgreiðslunni „Við rekum hér sameigin- lega skrifstofu, skandinavísku löndin; Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Það eru margir sem vilja fá upplýsing- ar um öll löndin. Hvert land hefur síðan sinn eigin fulltrúa með sérstaka skrifstofu. Ý mislegt er sameiginlegt hérna hjá okkur eins og t.d. afgreiðslan, þar sem vinna tvær íslenskar stúlkur, Hanna Dóra Birgisdóttir og Hildur Hauksdóttir Toben. Við erum r.ieð sameiginlegan fundarsal, þar sem einnig er hægt að hafa ferðakynningar. Við rek- um litla prentsmiðju þar sem hægt er að prenta bæklinga og ýmislegt smálegt sem við þurfum að koma á framfæri. Við gefum út stóra upplýs- ingabók þar sem er að finna hagnýtar upplýsingar frá öll- um löndunum. Sú bók er gefin út í 18 þúsund eintökum og send á langflestar ferðaskrif- stofur innan Bandaríkjanna. Önnur útgáfa, sem við erum einnig með sameiginlega fyrir öll löndin, en frekar ætluð ein- staklingum, er gefin út í 200 þús. eintaka upplagi. Þetta er heilmikil útgáfu- starfsemi en í okkar verka- hring er m.a. að vinna að markaðsmálum fyrir ísland og kenna ferðaskrifstofunum hér að „selja“ skandinavísku löndin, eins og það er kallað á ferðaskrifstofumáli. Það eru eitthvað á 23. þúsund ferða- skrifstofur starfandi innan Bandaríkjanna núna. Þá sjáum við einnig um dreifingu á bæklingum Flugleiða og fleiri aðila á íslandi,“ sagði Unnur. Þörffyrirgóð myndbönd „í fyrra auglýstum við mikið sameiginlega með Flugleið- um. Það hefur gefið góðan árangur og er aukning á ferðalöngum héðan til íslands vafalítið þeim auglýsingum að þakka. Við áttum þátt í því í fyrra með Flugleiðum að koma á verslunarferðum fólks frá Bandaríkjunum til íslands. Þær ferðir hafa verið mjög vinsælar og fólk sérlega á- nægt, bara ef veðrið er gott,“ sagði Unnur. Hún sagði að góð myndbönd frá íslandi væru þýðingarmik- ill hlekkur í því að auglýsa landið sem ferðamannaland. Mikið er um að einkaklúbbar biðji um ferðakynningu á fundi sína. Þá eru ferðakynn- ingar í bókasöfnum, skólum og einnig í húsakynnum skrif- stofunnar í New Ýork. Myndbönd frá fjarlægum stöðum eru lánuð út á bóka- söfnunum. Myndin They shouldnt call Iceland Iceland, sem er síðan 1978 og er eftir bandarískan mann, er núna til á um tvö þúsund bandarískum bókasöfnum. Höfundur mynd- arinnar hefur verið mjög duglegur við að koma henni á framfæri. Við höfum einnig verið með myndina Iceland nature wonderland. Sú mynd er síðan Kristján Eldjárn var forseti en nauðsynlegt er að núver- andi forseti, Vigdís Finnboga- dóttir, komi fram í íslands- kynningarmyndum okkar, “ sagði Unnur. Matarborgin Reykjavík „En það á ekki aðeins að auglýsa náttúrufegurð lands- ins. Það á einnig að leggja áherslu á borgarlífið í Reykja- vík og einnig á Akureyri. Það væri alveg tilvalið að fá mynd um þessa staði til þess að nota í kynningarstarfsemi vestan- hafs. Erlendu blaðamennimir, sem ég hef farið með heim til íslands, hafa verið yfir sig hrifnir af Reykjavík. Þeir hafa ekki átt von á því að finna blómlegt menningarlíf með alheimsyfi rbragði. Þeir ætla varla að komast yfir nýju matsölustaðina og matinn sem boðið er upp á. Við höfum reynt að fara með þá sem víðst og hafa staðir eins og Naustið og Við sjávar- síðuna vakið sérstaka athygli. Þeim þykir líka afar athyglis- vert að koma á stað eins og Broadway, þarna úti á „hjara veraldar“. Það eru þær Hanna Dóra Birgisdóttir og Hildur Hauksdóttir Toben sem verða fyrir svörum þegar hringt er í Scandinavian Tour Office þar sem Ferðamálaráð er til húsa í New York.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.