Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1986. 11 Bjamaigreiðinn Menn velta sér áfram upp úr hneykslunum. Fátt hefur þótt góm- sætara en sagan um greiðsluna til Guðmundar J. Guðmundssonar, sem tengist bæði Hafskip og Eimskip og Albert Guðmundssyni, Alþýðu- bandalaginu og guð veit hverju. Það er ekki á hverjum degi sem íslend- ingar komast í feitt. Þeir hafa fengið sittWatergate. Staðreyndir málsins virðast liggja nokkuð ljóst fyrir. Þær eru þessar: Guðmundur J. Guðmundsson átti við veikindi að stríða á árinu 1983. Að frumkvæði Alberts Guðmunds- sonar ákveður Guðmundur að fara með konu sinni til hvíldar og hress- ingar til Florida í Bandaríkjunum og þiggur til þess íjárhagsaðstoð frá Albert að upphæð kr. 100.000.00 í reiðufé. Albert aflar þess fjár með framlögum frá skipafélögunum Haf- skip og Eimskip, en lætur það ekki uppi við Guðmund. Albert vill gera vini sínum Guðmundi greiða og Guðmundur þiggur greiðann í góðri trú. Svona er sagan og atburðarásin eins og henni hefur verið lýst og ekki er rengt. Erfitt er að sjá hvað saksóknari eða rannóknarlögregla eiga að rannsaka í þessu máli, enda engin lög brotin eða refsivert athæfi framið ef hér er satt og rétt skýrt frá. Satt að segja má ætla að það sé daglegt brauð hér á landi að vinir og vandamenn rétti hverjum öðrum hjálparhönd í formi fjár þótt upp- hæðir séu mismunandi og greiðvikn- in af öðrum toga. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þetta ekki þótt tiltökumál og fjölmiðlum og lög- reglu óviðkomandi. Glópska en ekki glæpur En örlögin hafa ekki verið þeim Albert og Guðmundi hliðholl. Haf- skip er lýst gjaldþrota og búið tekið til skipta. Reikningarogbókhald langt aftur í tímann er tekið til rann- sóknar og fyfgiskjöl finnast, sem leiða í ljós hvaðan styrkurinn til Guðmundar er fenginn. Og þar sem þeir félagamir eru ekki Pétur eða Páll, ekki tveir nafnlausir vinir, er vinargreiðinn orðinn að opinberu fjármálahneyksli. Verkalýðsforingi þiggur styrk frá atvinnurekendum. Ráðherra ber fé á formann Dags- brúnar. Þingmaður Alþýðubanda- lagsins lætur áhrifamann í Sjálf- stæðisflokknum gefa sér peninga. Hafskip notar leynireikninga sina til að múta viðsemjendum og Eim- skip tekur þátt í samsærinu. Þannig lítur þetta mál út fyrir þeim sem vilja túlka það á versta veg. Vinargreið- inn er orðinn að bjamargreiða, sem kann að binda enda á pólitíska fram- tíð gefandans og þiggjandans. Ekki er því að neita að mann rek- ur í rogastans. Ekki vegna óheiðar- leika eða undirmála. Málið er ekki þannig vaxið. Þetta er glópska en ekki glæpur. Þetta er meistarastykki í klúðri og klandri. Eldri en tvævetur Engum dettur í hug að Albert Guðmundssym hafi gengið annað en gott til. Allir sem til þekkja vita að náið samband er milli hans og Guð- mundar J. Guðmundssonar. Albert er hjartastór maður og bóngóður sem fer ekki í manngreinarálit þegar vinir hans em annars vegar. Og þarf ekki vini til. En eitt er að vera hjartagóður. Annað er að hafa dóm- greind. Auðvitað mátti Albert sjá og skilja að verkalýðsforinginn Guð- mundur J. Guðmundsson getur ekki tekið við peningagreiðslum frá at- vinnufyrirtækjum. Ekki einu sinni frá Albert sjálfum. Ef Albert sá ekki rönguna á því máli, þá átti Guð- mundur sjálfúr að hafa vit fyrir sér. Hann er eldri en tvævetur. I besta falli er hægt að flokka þetta sem klaufaskap, dómgreindarleysi eða yfirsjón. Óskiljanlega yfirsjón. Menn leyfa sér jú ýmislegt á bak við tjöldin, prívat og persónulega. Synd- in er lævís og lipur. Það er hins vegar haldlítið skjól þegar axarsköftin komast upp. Þetta er ekki spuming um refsi- vert athæfi. Þetta er spuming um siðferði. Um það snýst málið. Dapur- legast og alvarlegast kann það að vera að hlutaðeigendur hafi alls ekki gert sér grein fyrir því. Vinskapurinn hafi byrgt þeim sýn. Svo er að minnsta kosti að heyra á Guðmundi þegar hann virðist loksins nú vera að átta sig á mistökum sínum og talar um hörmulegan atburð. Þá hörmung hefði hann betur séð strax, ef hann hefði ekki verið sleginn þeirri siðblindu að telja sér stætt á að taka við greiðslunni. Menn, sem gegna trúnaðarstörfum á borð við ráðherradóm eða forystu í fjöldasamtökum, geta ekki leyft sér það sama og óbreyttur almúginn. Ef Jón Jónsson á götunni labbar á milli kunningja sinna í fyrirtækjum til að safna fé til aðstoðar gömlum vini, sem ekki hefur efhi á heilsubót- arferð til útlanda, og fyrirtæki láta fé af hendi rakna út á kunningsskap- inn telst það ekki ámælisvert. En Albert er ekki Jón Jónsson á Ellert B. Schram skr'rfar: götunni heldur ráðherra í ríkis- stjórn. Guðmundur J. Guðmundsson er heldur ekki fátækur og umkomu- laus maður, heldur stöndugur verkalýðsforingi. í því liggur munur- inn. Þar er þeirra blóraböggull. Reddingar ráðherrans í gegnum Hafskip. Bamaskapur Guðmundar að skilja ekki takmörk sín. Mórall er afstæður Ekki þar fyrir að þjóðfélagið sé syndlaust og siðpnítt. Mórall er af- stæður. Hvaða syndleysingi vill kasta fyrsta steininum? Hversu margir hafa þrek til að slá hendinni á móti góðum gjöfum á þeirri for- sendu að það stríði gegn siðgæðis- reglum? Hversu margir hafa staðist þá freistingu að láta undir höfuð leggjast að telja fram til skatts þegar tækifæri gefst? Hversu mörgum hef- ur ekki dottið í hug að kaupa sér frið, fyrirgreiðslu eða forréttindi? Hér hefur það lengi tíðkast að gefa mönnum veglegar gjafir á stóraf- mælum. Seðlabankinn gaf banka- stjóranum sínum málverk upp á hálfa milljón króna, Sambandið gaf forstjóranum sínimi bíl fyrir gott betur, margvísleg fyrirtækibafa það til siðs að ausa út jólagjöfum til bankastjóra og pólitíkusa. Frmn- bjóðendur í prófkosningum sníkja styrki hjá fyrirtækjum, stjórnmála- flokkar fá fúlgur í kosningasjóði sína. Einstaklingum er boðið í utan- landsreisur með dagpeningum sem ekki eru gefnir upp. Embættismenn þiggja laxveiðitúra og hvað skvldu þeir vera margir hádegisverðirnn þar sem vildarvinum og velunnurum er boðið upp á steik og með því? Hvar eru mörkin milli velsæmis og vanvirðu, tekna eða trakteringa? Hvenær þiggur maðm- gjafir og hvenær þiggur maðm- ekki gjafir? Hvenær drepur maðm- mann og hvenær drepur maður ekki mann? Aldrei er sama sinnið hjá tveim. þótt sama glysi þeir báðir flíki. segir í Einræðum Starkaðar. Sannleikurinn er sá að hér á landi ríkir tvöfalt siðferði. Eins og reyndar víðar. Fyrir nokkrunt misserum blossaði upp mikið hneykslismál í Bretlandi. Þáverandi formaður íhaldsflokksins var uppvís að því að hafa haldið við einkaritara sinn og þungað hana. Raunar hafði þetta samband mannsins við einkarit- arann verið á vitorði flestra. sem til þekktu. í langan tíma. En þegar blöðin tóku sig til og upplýstu synd- ina þoldi hún ekki dagsbirtuna. Formaðurinn nevddist til að segja af sér með sköntm. Þat' dugði hvorki iðrun né vfirbót. Lenskan í landinu Þannig er lmæsnin og tvöfeldnin. Farísem'nir kunna sér ekki læti og múgurinn æpir: hengjum hann. hengjum hann. Og svo aftur sé vitn- asð í Einar Benediktsson: En örlætið glatar frændsemd og fylgd/ fagna skal hóglega kynni og vinum/Svo stopult er margt í venslum og vild/ vinnirðu einn, þá týnirðu hinum. Guðmundur J. Guðmundsson hef- ur ekki annan glæp drýgt en þiggja góðgerð. Almenningsálitið trúir honum þegar bann fully rðir að hon- um hafi ekki verið kunnugt tmt að hundrað þúsund krónurnar hafi kornið úr sjóðtmt skipafélaganna. En hann tók við peningum frá Al- bert. Og rneðan Albert er ráðherra og meðan Guðmundur er verkalýðs- foringi er það siðferðislega rangt. Þetta veit Guðmundur og iðrast. Hann er kannski á sarna báti og all- ir í kringum hann, að gera greiða og þiggja annan á móti. Það er stíllinn í pólitíkinni, lenskan í landinu. íþróttin sem stunduð er í samtryggingarkerfinu. Munurinn er sá einn að það komst upp um Guðmund. Og siðblindan stingur í augun vegna þess að Guð- mundur kemur úr flokki sem þykist berjast gegn spillingunni. siðleysinu og yfirstéttinni. Hræsnaramfr í hans eigin flokki verða að þvo hendur sínar. Annars gufarheilagleikinn og skinhelgin upp og í ljós kemur að flokkurinn er eins og allir hinir. Guðmundur er að læra þá lexíu að það er of seint að iðrast eftir dauð- ann. Þáttur Alberts En hvað með Albert. segja menn. verðm' hann ekki að segja af sér? Rétt er það að Albeit hefur teymt sjálfan sig og Guðmund vin sinn út á hálan ís. Góðvildin hefur sín tak- mörk. enda ætti lifsreyndum mannni eins og Albert að vera ljóst að pen- ingar úr sjóðum skipafélaganna yfir í vasa verkalýðsforingjans er mór- alskt rangt og siðlaust. Slíkar gjafir eni bjamargreiði hvort sem þær opinberast eða ekki. En meðan Al- bert er ekki sakaðiu- tmt annað en að vera góður við Guðnmnd jaka er erfitt fy'rir ríkisstjórnina eða Sjálf- stæðisflokkinn að krefjast afsagnar hans. Auðvitað verður Albert sjálfur að gera það upp við sig hvort sam- viskan býður hontmi að sitja eða hætta í framhaldi af þessu gerninga- veðri. Það mun og korna í ljós í næstu kosningum hversu margir reykviskir kjósendtu- búa í gler- * húsum. Þá verðm- stóridómur kveðinn upp, hvort sem fjölmiðlum, faríseum eða frambjóðendum líkar betureða verr. Ég verð að játa að mér finnst mál- ið miklu frekar sorglegt heldur en saknæmt. Ekki hafa þeir stolið pen- ingum. Ekki hafa þeir diy'gt glæp. Ekki hafa þeir Albert og Guðmund- ur farið illa með neinn nema sjálfa sig. Allir vita um mikla vináttu þeirra, Reykvíkingar þekkja Albert af ósérhlífni öðrum til handa og al- þýðan hefúr langa reynslu af ein- arðri verkalýðsforystu Guðmundar. Verða þessir tveir menn dærndir óal- andi og óferjandi fyrir þá yfirsjón eina að glepjast til að láta vináttuna bera velsæmið ofurliði? Reynslan mun skera úr um það. En mætti hún þá taka tillit til spakmæla skáldsins: Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.