Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. 21 Þorgeir J. Andrésson fyrir framan óperuhúsið í Hamborg. Úr verkfræði í óperusöng Viðtal við Þorgeir J. Andrésson sem syngur við óperuna í Hamborg Mánudagskvöldið 19. maí sl. var óperan Don Carlo eftir Verdi flutt á fjölum ríkisóperunnar í Ham- borg. Þessi staðreynd ein sér myndi ekki heyra undir fréttnæmi hér heima á íslandi ef ekki hefði þetta ákveðna kvöld íslenskur söngvari, Þorgeir Andrésson að nafni, verið meðal flytjenda. Þorgeir, sem þarna tróð upp klæddur sem munk- ur, hefur hingað til spreytt sig sem áhugamaður um söng heima á Is- landi, en er núna skyndilega orðinn atvinnumaður hérna í Hamborg. Fréttaritari DV í Þýskalandi frétti af komu Þorgeirs og fór strax á stúfana og var svo heppinn að fá söngvarann til að gefa sér viðtal á frumraunardegi sínum, þann 19. Byrjaði allt í gegnum eina auglýsingu Þegar komið var til Þorgeirs og hann búinn að laga kaffi í nýfeng- inni leiguíbúð sinni leiddist talið eðlilega að því hvernig þetta með atvinnumennsku í Hamborg hefði komið til. Þorgeir. Jú, óg er áskrifandi að óperutímariti sem gefið er út í Lon- don og í einni útgáfunni rakst ég á litla auglýsingu frá óperunni hérna í Hamborg þar sem auglýst var eftir svokölluðum fyrsta tenór í kórinn. Ég skrifaði á uppgefna adressu, kynnti mig og bað um upplýsingar án þess að hafa alvar- lega hugleitt afleiðingarnar. Þeir skrifuðu fljótt til baka og boðuðu mig á söngprufu í London seinni- part nóvembermánaðar. Ég dreif mig þangað, flaug út á laugardegi, söng fyrir þá á mánudegi og var mættur aftur heim i mína vinnu á þriðjudegi. Það er skemmst frá því að segja að það tókust samningar á staðnum og vildu þeir að ég byrj- aði sem fyrst en þar sem ég gat ekki hlaupið svo snöggt frá minni vinnu heima þá var það gert að samkomulagi að ég byrjaði fyrst í apríl. Ég er sem sagt hingað kominn og er strax farinn að æfa fyrir heil- .ar 5 sýningar, en þær eru fyrir utan Don Carlo, Requiem og Aida eftir Verdi karlinn, Turandot eftir Pucc- ini og síðan Mefistofele eftir Boito. Eftir sumarleyfi verð ég einnig í Meistarasöngvurunum frá Núrnberg eftir Wagner, Töfraflau- tunni eftir Mozart og Otello eftir Verdi. Þannig að ekki vantar ú Qöl- breytnina. Erfið ákvarðanataka DV. Þú hefur sem sagt ákveðið á þessum degi þarna í London að drífa þig hingað út, var það ekki erfið ákvarðanataka með konu, börn og úgætis stöðu heima á Is- landi? Þorgeir. Jú, vissulega var maður lengi að hugleiða þetta eftir ferðina til London. En söngurinn hefur alltaf verið mitt líf og yndi þannig að tækifæri til að vinna við hobbí- ið sitt og það fyrir ágætis laun er nokkuð sem ekki býðst á hverjum degi. Á þessu hafði konan mín mik- inn skilning og styrkti mig við þessa ákvarðanatöku. Vinir og kunningjar urðu eðli- lega nokkuð hissa því þetta eru eins og þú segir ansi mikil um- skipti. en ég held að öllum hafi samt litist vel á þetta ævintýri mitt. Það er heldur ekki svo að maður sé að brenna allar brýr að baki sér því að vinnuveitendur mínir voru svo indælir að gefa mér eins árs frí frá störfum en einmitt í þetta ár gildir þessi samningur minn við ópéruna. Það verður því bara að koma í ljós hvað maður gerir að ári liðnu, hvort maður heldur áfram í þessu eða snýr aftur heim á leið. Frá verkfræði yfir í óperu- söng Þorgeir hefur verið starfandi sem verkfræðingur heima á Islandi í 14 ár. fyrst hjá verkfræðistofunni Hönnun í Reykjavík en seinustu 7 árin hjá Landsvirkjun. Það vakn- aði því sú spurning hjá fréttaritara hvort ekki væri mikill munur á vinnudegi verkfræðings og óperu- söngvara. Þorgeir. Jú, munurinn er ansi árans skemmtilegur. Yfirleitt er æft 4 daga í viku, frá 10 til 12.30 og svo sungið á kvöldin. Þannig er reiknað með því að maður fái um tvo heila frídaga í viku. Reynd- ar verð ég að æfa mig eitthvað heima, að minnsta kosti þar til ég er kominn betur inn í hinar mis- nuinandi óperur, en það er bara gaman. Munurinn frá því að hafa unnið svona að meðaltali um 10 tíma á dag hjá Landsvirkjun, og jafnvel meira á sumrin, er því ansi mikill, sérstaklega þar sem þetta er líka mitt helsta áhugamál. Hreint út sagt hefur þessi tími sem ég er bú- inn að starfa hérna verið ein skemmtun fyrir mig, mér liður virkilega vel og ég finn að þetta starf ú vel við mig. Mér hefur líka verið mjög vel tekið af nýju starfs- félögunum mínum þannig að ekki get ég kvartað á þeim bækistöðum. Kórinn er mjög alþjóðlegur. við erum einir 20 útlendingar þarna og finnst mér ég passa vel inn í hópinn. Byrjaði fyrst um þrítugt í söngnámi Aðspurður sagði Þorgeir að söngur hefði verið helsta áhugamál sitt allt frá því hann var tvítugur. Revndar hefði hann fyrst um þrít- ugt byrjað að læra söng af alvöru en það var einungis sökum tímale- vsis en ekki af áhugaleysi. Þorgeir. Það voru Garðar Cortes og Guðrún A. Kristinsdóttir sem voru minir aðalkennarar þessi 5 ár sem ég stundaði núm við Söng- 'skólann í Reykjavík. Auðvitað var þetta allt gert um helgar og á kvöldin þvi maður var í fullri vinnu. Ég var einnig í hinum ýmsu kórum. þ.á m. Söngsveitinni Fíl- harmóníu, Pólýfónkórnum og Stúdentakórnum en auk þess var ég i Karlakórnum Fóstbræðrum í ein 8 ár. Seinustu árin hef ég líka sungið með kór Islensku óperunn- ar, sóló með Mótettukór Hall- grímskirkju og reyndar lítillega fyrir útvarpið líka. DV. Er ekki mikill rnunur á at- vinnumennskunni hér og áhuga- mannastarfseminni heima á Islandi? Þorgeir. Jú, eðlilega. Ég held að við íslensku óperuna séu sex manns á föstum launum á nieðan hérna eru það um 700. þar af 84 í kórnum með mér. Aðstöðumunur- inn er líka ótrúlegur, í Gamla bíói mátti maður vera ánægður með að hafa einn snaga fyrir sig á nteðan maður hefur hérna sem kórmeðlim- ur sérbás til undirbúnings fyrir sýningar og eigið kórpúlt við æf- ingar. Það segir sig sjálft að ópera eins og þessi hér í Hamborg, sem er með urn 40 verk á ári á sýningarskrá, kostar sitt og er því ótrúlegum fjár- munum varið í þessa stofnun, en það gerir náttúrlega muninn að hérna eru þessir fjármunir fyrir hendi en ekki á íslandi. Við íslend- ingar megum samt vera stoltir af því sem við höfum upp á að bjóða i menningarlífinu heima og er stundum hreint ótrúlegt hverju við náum frarn. Sviðsskrekkur? Við yfirgáfum Þorgeir fyrir fram- an óperuhúsið í Hamborg en hann er eins og fyrr segir að taka þátt í sinni fyrstu óperu seinna um kvöld- ið. Við spurðum hann að lokum hvort ekki væri einhver vottur af sviðsskrekk farinn að gera vart við sig. Þorgeir svaraði því til að hann kynni rulluna sina gjörsamlega utan að en bætti síðan hlæjandi við að hann hefði fremur áhyggjur af munkaserknum en af slíkri flík hefði hann litla reynslu. Viðtal: Ketilbjörn Tryggvason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.