Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Utlönd Utlönd Utlönd Innlán með sérkjörum Alþýöubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stœður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stœður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjörau reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri firá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óvurðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hveija þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færöir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%, 4 mánuði 9%, 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtryggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í bankanum, nú 13%, eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinn. Þá ársíjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vextir spariijár- reikninga í bankanum. Nú er árvá'’oxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtr>'ggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5‘X>. með 13% ársávöxtun. Miðað'er við lægstu inn- stæðu í hveijum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðar. eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Meö þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, fjög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afföllum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2 4 manna fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóðurákveðursjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextirnir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verðurþví 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. Dráttarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) 11.-20.06 1986 INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM [ g j SJA SÉRLISTA I i | | i SIIiHií 1 1 u! Iti INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ SPARISJÓÐSBÆKUR Úbundin innstæAa 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6ntán. uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán.uppsögn 14.0 14.9 14.0 11.0 12.6 12.0 SPARNAÐUR - LÁNSRÉTTUR Sparað 3-5 mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9.0 Sp. 6 mán. ogm. 13.0 13,0 9.0 11.0 10.0 10.0 TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 6 mán.uppsogn 3,5 3.0 2.5 2.5 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0 INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadoliarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10,5 9,5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk 4.0 4.0 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 3.5 Danskar krónur 7.5 7.5 7.0 7.0 6.0 7.5 7.0 7.0 7.0 ÚTLÁN ÚVERDTRYGGÐ / AtMENNIRViXLAR (forvextir) 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 VIÐSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kí« 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kgc 20.0 kge 20,0 kge kge kge kge HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 9.0 9.0 ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉE AA21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLÁN TIL f RAMLEfflSLU SJÁNEÐANMÁLS1) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3)Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Walesa sækir um ferðaleyfi Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, hefur sótt um ferðaleyfi til yfirvalda vegna boðs frá ítölskum stjómvöldum um að heimsækja land og þjóð í sumar. Ef Walesa fær ferðaleyfi verður hér um að ræða fyrstu utanferð verkalýðs- leiðtogans frá því í verkfallsátökum Samstöðu við pólska kommúnista- flokkinn og setningu herlaga árið 1981. Fram að þessu hefúr Walesa afþakk- að öll erlend boð um að koma í heimsókn vegna yfirlýsts ótta síns um að verða ekki hleypt inn í Pólland á ný- Sovéskir þingmenn vilja ræða við bandaríska starfsbræður Fulltrúar á sovéska löggjafarþing- ingu lögðu í gær til við bandaríska starfsbræður sína að þingmenn beggja ríkjanna kæmu á reglulegum viðræð- um sín á milli um afvopnunarmál. Yfirlýsing Sovétmannanna kemur skömmu eftir ræðu Reagans Banda- ríkjaforseta í Glassboro, New Jersey, í fyrradag þar sem forsetinn lýsti yfir ánægju sinni með nýjustu tillögur Sovétmanna í afvopnunarmálum og kvað þær dæmi um aukinn vilja þeirra til raunhæfra samninga um afvopnun- armál. Bandaríkjaþing samþykkti í gær ályktun þar sem skorað er á Reagan forseta að halda áfram að virða ákvæði SALT 2 samkomulagsins. Var áskorunin samþykkt í báðum deildum þingsins. Sovéska fréttastofan Tass fjallaði í gær um áskorun Bandaríkjaþings og sagði að upp væri kominn alvarlegur ágreiningur á milli Hvíta hússins og þingsins um afstöðuna í afvopnunar- málum þar sem fullyrðingar Hvíta hússins um meint brot Svoétmanna á SALT 2 samkomulaginu voru for- dæmdar. í frétt Tass í gær var aftur á móti ekkert minnst á ræðu Reagans í Glass- boro þar sem hann lofaði nýjasta tilboð Sovétmanna í afvopnunarmál- um og kvað það geta valdið kaflaskil- um í afvopnunarviðræðum stórveld- anna. Finnar vilja fúnd Shultz og Sjévardnadze Guðrún Helga Sigurðaidóttir, HelsinkL Finnland er tilbúið að taka á móti George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sjévardnadze, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna, á sameiginlegan fund í sumar ef fram á það verður farið, að því er fram kemur í finnskum fjölmiðlum. Hlutverk Finn- lands yrði þá fyrst og fremst að gæta öryggis ráðherranna. Samkvæmt bandaríska blaðinu New York Times hefur Ronald Reagan, for- seti Bandaríkjanna, komið því á framfæri við Mikhail Gorbatsjov, leið- toga Sovétríkjanna, að Bandaríkin vilji halda fund utanríkisráðherra landanna í sumar. Sá fundur yrði hald- inn í því skyni að skipuleggja fund Reagan og Gorbatsjovs í ár. Finnskir fjölmiðlar segja, að Reagan vilji halda fimd utanríkisráðherranna í einhverju hlutlausu landi, til dæmis Finnlandi. Á leiðtogafundinum í Genf komust Reagan og Gorbatsjov að samkomu- lagi um að halda árlega fund sín á miili og yrði þá næsti fundur í Was- hington. Filippseyjar: Lögreglan ber niður mótmæli Fjöldi manns meiddist i dag er lög- regla beitti táragasi og bareflum til að dreifa stuðningsmönnum Mar- kosar, fyrrverandi Filippseyjafor- seta, í Manila, að sögn lögreglu. Óeirðalögreglan lét til skarar skríða í morgunsárið, eftir að stuðn- ingsmenn Markosar höfðu neitað að hætta mótmælum, sem staðið höfðu í alla nótt við skrifstofur Juan Ponce Enrile vamarmálaráðherra. Mótmælendumir þyrptust á svæð- ið eftir að borist hafði út orðrómur um að Enrile, sem var í forsvari fyr- ir friðsamlegri uppreisn hersins, sem með stuðningi almennings velti Markosi af stalli í febrúar, og kom Corazon Aquino til valda, hefði ve- rið settur af og stæði nú fyrir uppreisn gegn nýju stjóminni. Skipuleggjendur mótmælanna sögðu að þau væm gerð til að sýna stuðning fólksins við Enrile, sem einnig var varnarmálaráðherra Markosar, og baráttu hans gegn kommúnistum. Aquino neitaði að gerð hefði verið uppreisnartilraun og sakaði Markos um að standa fyrir rógsherferð gegn sér og stjóm sinni úr útlegð sinni á Hawaii. Stuðningsmenn Markosar, fyrrverandi forseta, hafa undanfarið staðið fyrir miklum mótmælum gegn Aquino, og hér brenna þeir brúðu a< henni. Umsjón: Ólafur Arnarson og Hannes Heimisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.