Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. 19 Frá Shadows-tónleikunum í Reykjavík. DV-myndir GVA uppsetningu tækjabúnaðar til sjónvarpsupptökunnar var fyrstu spurningunni varpað fram. - Hank, er það rétt að þú heitir alls ekki Hank heldur Brian eins og félagi þinn Bennett? Hank: Það er alveg hárrétt, hvar grófstu það upp? - Það er atvinnuleyndarmál, en af hverju skiptirðu um nafn? Hank: Það var nú af ósköp ein- faldri ástæðu, ég átti tvo góða vini sem báðir hétu Brian og til þess að komast hjá algjörri ringulreið uppnefndum við hver annan og ég var kallaður Hank. - Mig langar til að leggja fyrir ykkur nokkrar spurningar fyrir is- lenska aðdáendur ykkar sem eru búnir að bíða eftir því að fá að sjá ykkur í 25 ár og sumir lengur. Hank: Hvar viltu byrja? - Á byrjuninni. Hank: Við Bruce fórum saman til London 1958 með ferðatöskur, grammófón, tvo gítara og rúm 6 pund til þess að slá i gegn. Bruce: Þú mátt ekki gleyma því að við vorum búnir að slá í gegn. Hank: Já, við vorum heimsfrægir í hverfmu okkar í Newcastle. Við spiluðum saman í skólahljómsveit. Bruce: Þetta var stórgóð skiffle- grúppa sem hét The Railroaders. - Hvernig gekk ykkur svo að slá í gegn? Bruce: Við spiluðum skiffle á þekktu kaffihúsi þar sem margir frægir söngvarar stigu sín fyrstu spor en það virtust ekki gilda sömu reglur um hljóðfæraleikara. Hank: Við drógum fram lífið á snúðum og pakkasúpum og það fór nú ekki beint vel með heilsuna. Bruce: Þetta var þó ekki allt svo bölvað. Þarna kynntumst við mörgum listamönnum, fengum meira að segja að leika með á plötu með hljómsveit sem hét The Five Chesternuts. Sú plata er víst hvergi til í dag. Hank: Og meðal þeirra sem litu inn og spiluðu voru Jet Harris og Tony Meehan sem urðu síðar stofn- endur Skugganna ásamt okkur. Duttu í lukkupottinn Bruce: Um þetta leyti var Cliff Richard að verða vinsæll meðal unglinganna og eftir að við höfðum kynnst honum fengum við stöku tækifæri til að koma fram með hljómsveitinni sem lék undir hjá honum. Hank: Og svo duttum við í lukku- pottinn, Cliff fór í sína fyrstu hljómleikaferð, bauð okkur og fleiri hljóðfæraleikurum með, þar á meðal Jet Harris, og á meðan á ferðinni stóð bættist Tony Meehan í hópinn og þar urðu Skuggarnir til. Bruce: Við kölluðum kvartettinn fyrst The Drifters en þá kom í ljós að það var til amerisk hljómsveit með sama nafni og hún fór í mál við okkur. - Hvernig fór? Hank: Við töpuðum og þá datt Jet oná nafnið sem við berum enn þann dag í dag. - Hversu lengi voruð þið ein- göngu undirleikarar hjá Cliff? Hank: Ekki lengi. Við byrjum að leika með Cliff ’59, förum með hon- um til Bandaríkjanna ’60, fyrsta breska hljómsveitin sem fékk slíkt tækifæri. Venjulega voru söngvar- ar sendir einir í slíkar ferðir en við vorum orðnir vinsælir hjá krökk- unum heima og umboðsmennirnir reiknuðu með að við myndum gera lukku fyrir vestan. Bruce: Og við gerðum það. Seinna sama ár slógum við svo í gegn í eigin nafni með plötunni Apache. - Var mikið um svona unglinga- hljómsveitir, með þessari hljóð- færaskipan, á þessum árum? Hank: Alls engar, við vorum fyrstir og einir, en fljótlega fóru að spretta upp hljómsveitir sem voru beinar stælingar. Hér urðum við að gera hlé á sam- talinu því það þurfti að farða þá félaga fyrir sjónvarpsupptökuna. í því gekk Brian í salinn, sagðist ekki þurfa förðunar með, á sér væru engin ellimörk og síðan sett- ust þeir við borð, myndavélarnar byrjuðu að suða og Einar lét spurn- ingunum rigna yfir þá. Hank, Bruce og Brian svöruðu því sem fyrir þá var lagt, sögðu smásögur af ferlinum og léku á als oddi og ekki minna þegar hlé var gert á upptökunum og nokkrum af vin- sælustu lögunum þeirra skotið inn í viðtalið. Strax að lokinni upptök- unni fór Brian aftur upp á hótelher- bergið sitt til að hvílast fyrir tónleika kvöldsins og tilkvnnti jafnframt að hann myndi ekki taka þátt í beinu útsendingunni á rás 2. Bruce: Hver var að tala um elli- mörk? - Eigum við að halda áfram með spjallið? Bruce: Klukkan hvað er þessi útsending í útvarpinu? - Frá fimm til sex. Bruce: Þá missum við af fótbolt- anum, ekki eigum við að tala í heilan klukkutíma? Einar: Nei, þátturinn er klukku- tími, en þið verðið inni í svona tíu mínútur. - Þið getið líka séð leikinn í út- varpshúsinu. Bruce: Við megum ekki missa af leiknum. Norður-írar eru síðasta von okkar Breta í þessari heims- meistarakeppni. Hank: Þeir tapa fyrir Brasilíu. - Hvað með enska landsliðið, það er ennþá með, ekki satt? Hank: Strákarnir eru slappir núna, ég hef enga trú á liðinu. - Það var nú ekki meiningin að tala um fótbolta heldur ykkur. Bruce: Það tala allir um fótbolta núna, það er alltaf hægt að tala um okkur. - Ekki hefur mér sýnst það. Bruce: Allt i lagi, láttu þær koma. - Frá því að þið slóguð fyrst í gegn og fram á þennan dag hafa aðdáendur ykkar fylgst vel með ferli ykkar og kunna flestir skil á því sem þið hafið tekið ykkur fyrir hendur á þessum árum. Hank: Já og yfirleitt betur en við. Taugaveiklaðir eins og tán- ingar - Ein spurning um fyrstu árin. Hvernig var að standa á sviði þá og heyra unglingana hylla ykkur? Hank: Það er ólýsanleg tilfinn- ing. Ég get ekki hugsað mér að vera tónlistarmaður án þess að halda tónleika og komast þannig í beint samband við þá sem hafa gaman af því sem við erum að gera. - Eru íslenskir áheyrendur frá- brugðnir enskum? Hank: Þeir voru alveg frábærir og tóku okkur einstakiega vel. Bruce: Svo kemst maður líka í betra samband við áheyrendur í svona klúbbi heldur en í stórri hljómleikahöll, maður sér andlitin og getur talað beint við þá. - Og þeir við þig? Bruce: Já, eins og til dæmis á fyrstu tónleikunum hérna, þá voru víst einhverjir búnir að bíða of lengi og orðnir heldur hátt uppi og vildu endilega ræða málin hér og nú á milli laga. Hank: Einn sagði mér að hann ætti allar plöturnar mínar og allar myndir sem hefðu verið teknar af mér, en því miður væri ég ekkert líkur mér. Ég sagði honum þá að ég ætti líka myndir og plötur með honum og hann væri bara alveg eins, þá fór hann. Hank: En svo við höldum áfram að tala um tilfinninguna af því að halda hljómleika þá hefur fylgt því alveg sérstök tilfinning að koma til íslands. Við höfum haldið hljóm- leika um allan heim og víða oftar en einu sinni en við vitum oftast að hverju við göngum, þekkjum okkar fólk og hvernig það kemur til með að taka okkur. En þessi heimsókn, þetta er alveg eins og í gamla daga, við rennum blint í sjó- inn, nýr staður, nýir áheyrendur, sem eiga einhverja gamla endur- minningu um okkur eins og við vorum þá - hvemig taka þeir okk- ur? Það er gaman að gera lukku undir slíkum kringumstæðum. Þú mátt bera tónleikagestum þakklæti okkar fyrir undirtektirnar því við vorum taugaveiklaðir eins og tán- ingar fyrsta kvöldið. - Hver er leyndardómurinn á bak við velgengni Skugganna? Bruce: Vinna, við höfum á hverju ári síðastliðin tíu ár spilað inn á eina stóra plötu og farið i hljóm- leikaferð að auki. Við byrjuðum til dæmis í janúar á nýjustu plötunni okkar og nú erum við að halda hljómleika. Þetta árið erum við búnir að vera að án hvíldar í hálft ár. Einar: Við verðum að fara að koma okkur upp í útvarp. en eitt fyrst. Fats Domino var hér á ferð- inni um daginn og mig langar til að tengja heimsóknirnar saman með gamalli plötu þar sem þið spil- ið lagið hans, ím Walking. Hank: Gerðum við það? Ekki man ég eftir þvi. Einar: Ég er með plötuna hérna. Ég skal spila hana fyrir ykkur. Bruce: Guð minn góður, það get- ur ekki verið að þetta séum við. Hank: Jú, jú, hlustaðu bara. Bruce: Við höldum ekki einu sinni takti. Hank: Það var nú sitt af hverju sem við kunnum ekki þá. Bruce: En við gátum spilað. Við höfum alltaf getað spilað. Bruce: Farið þið bara, við ætlum að horfa á svolítinn fótbolta og svo komum við á eftir. Bruce: Að sjá þetta, þeir eiga ekki sjens í þessa Brasilíumenn. Hank: Sko, þarna er Pat Jenn- ings, hann er góður. - Er hann ekki á ykkar reki? Hank: Jú, hann er að minnsta kosti kominn yfir fertugt. - Það er með ólíkindum að hægt sé að vera afreksmaður í svona erf- iðri íþrótt svona lengi. Hank: Það er nú það sem skilur hinn sanna listamann frá öðrum, sama hvort það er í íþróttum eða öðru. Það er að kunna sitt fag, stunda það samviskusamlega og, þegar aldurinn færist yfir, réttar staðsetningar, í faginu og í lífinu sjálfu. Viðtal: Sverrir Gauti Diego.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.