Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Page 8
8 DV. LAUGARDAGUR 21. JUNÍ 1986. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál Gönguferð á Helgafellið er ágætis morgun- eða kvöldganga. Fellið sést óvenjuvel langt að og þaðan sést vel yfir byggðina í Mosfellssveit. Gönguleiðir í nágrenni borgarinnar: Gengið á Helgafellið að austanverðu Við höfum áður athugað göngu- leiðina á Úlfarsfell og farið með fjörum í Mosfellssveitinni. í dag skulum við stefna á „auðvelda" gönguleið og veljum Helgafellið. Á Islandi eru mörg fjöll eða fell sem heita þessu nafni og þau eru hvert öðru lík. Helgafell í Mosfellssveit blasir við byggðinni og er freistandi að ganga á það og er það tiltölulega auðveit. Gott er að fara austur fyrir fellið og koma að því leiðina úr Mosfells- dalnum. Beygt er til suðurs af veginum þar sem fólk úr Reykjavík fer til þess að sinna kartöflugörðum sínum sem eru þama á fellsöxlinni í litlu daiverpi. Takið fyrsta afleggj- arann til hægri þegar ekið er austur Mosfellsdal. Þegar komið er upp er komið að svonefndum Stórhól sem er kietta- rani austur úr Helgafelli. Skarð er í fellið á þessu svæði en það skilur á milli hólsins og fellsins og heitir þar Stekkjarmýri. Síðan er haldið á fell- ið. Sé staldrað við og litið um öxl blas- ir við Skammidaiur og eiga ýmsar jarðir þar land auk Helgafells. Að norðanverðu er Hlaðgerðarkot eða Reykjahlíð, eins og það er nú kall- að. Þessi jörð er í eigu Reykjavíkur- borgar. Þá koma Norður-Reykir sem eru í eigu Mosfellshrepps. Þar austur af er land Æsustaða og Æsustaðafell lokar dalnum að norðaustan og við tekur Vetrarmýrarháls. Þar mætast landamerki jarðanna Æsustaða, Suður-Reykja og Helgadals að hluta. Skammidalur er í raun tvískiptur í fremri og innri Skammadal. Klettur sá er dalnum skiptir heitir Biskups- klettur. Reykjabunga eða Reykjafell eins og margir kalla það, blasir við til suðurs en norðurhlíðar þessu eru brattar og giýttar. Biskupsklettur hefúr ugglaust fengið nafii sitt af því að þar má greinilega sjá mannsmynd ef skoðað er frá gömlu mógröfúnum á Reykjum sem eru í hinum svokallaða fremri Skammadal. Er komið er upp á Helgafellið ligg- ur svonefnd Langatorfa suður og ofan af því á móts við bæinn að Helgafelli. Að norðvestan er ömefn- ið Hjálmur við vesturhomið og Hjálmsmýri þar norður af. Norðan við felhð er skriða niður á jafnsléttu en þar tekur við gróinn mýrarfláki, sem heitir Langamýri og er sunnan þjóðvegarins, norðan Helgafells. Út- sýni af fellinu er ekki vemleg en þaðan sést byggðin í Mosfellssveit frá nýju sjónarhomi. Leiðin vestur af og heim á leið blasir nú við og er auðveld og kom- ið er niður í íbúðarhverfi þar sem götunöfnin enda á -fell. Unnið úr leiðarlýsingum eftir Jón M. Guðmundsson. -A.Bj. Á afsláttarmiða um allt land Hjá BSÍ er hægt að fá svokallaða hring- eða tímamiða sem veita ríflegan afslátt á ferðum innanlands. Hringmiði gildir allt sumarið og kostar 3900 kr. Með þann miða í hönd- unum er hægt að ferðast áfram eftir hringveginum, þ.e. þjóðvegi nr. 1. Hægt er að stoppa hvar sem er, svo lengi sem alltaf er farið í sömu átt. Tímamiðar gilda í eina, tvær, þrjár eða fjórar vikur. Með slíkan miða er hægt að taka sér far með öllum áætl- unar- eða sérleiðum í landinu. Slíkir miðar kosta 4700 kr., 6100 kr., 7800 kr. og 8700 kr. Hjá Ferðaskrifstofu BSÍ var okkur tjáð að það borgaði sig að kaupa slíka miða ef ætlunin væri að ferðast mikið. Þessir miðar hafa aðallega verið keyptir af útlendingum en íslendingar eru famir að notfæra sér slíka miða í ríkara mæli en áður. Með því að hafa í fórum sínum ann- aðhvort hring- eða tímamiða fæst einnig afsláttur af öðrum ferðum en venjulegum áætlunarferðum. Sem dæmi má nefna að venjulegt fargjald á Fjallabaksleið, Reykjavík- Skaftafell kostar 1600 kr. en 570 kr. með afsláttarmiða. Hálendisferð, með Norðurleið yfir Kjöl og Sprengisand, kostar án afslátt- ar 2900 kr. önnur leiðin, en með afsíætti 1900 kr. Veittur er 10% afsláttur af ferðum í Öskju, 10% afsláttur með ferjum og af gistingu í farfuglaheimilum, svefii- pokaplássi á Edduhótelum og tjald- stæðum. Gisting á tjaldstæði í I. flokki þar sem er bæði salemi og rennandi vatn kostar 55 kr. fyrir tjaldið og 55 kr. á í III. flokki, kostar 30 kr. fyrir tjaldið manninn. Ódýrasta tjaldstæðisgisting, og 20 kr. fyrir manninn. -A.BJ. Það er oft glatt á hjalla í rútuferðum og fóik kynnist mun nánar en ef ferðast er á annan máta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.