Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 12
12 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Spreliigosarnir úr Madness lita á sig sem alvarlega tónlistarmenn. Algjört brjálæði Viðta.1 viö Mark Bedford, bassaleikara Madness Viðtal: Skúli Helgason & Snorri Már Skúlason. Madness, þessi geðþekki tlokkur breskra fjörkálfa, fékkst loks til að þiggja boð um hljómleikahald hér á landi eftir ítrekaðar tilraunir um árabil. Madness er elst þeirra fjög- urra sveita sem heilluðu landann fyrr í vikunni og sú sem flestir höfðu kynnst, fyrir milligöngu þessa öfluga miðiís, tónlistarinnar. Saga Madness spannar tæpan ára- tug og ógrynni ógleymanlegra popplaga er gerðu flokkinn að skemmtilegustu poppsveit Breta á fyrri hluta þessa áratugar og jafn- framt einni þeirri vinsælustu. Táp, fjör og ferskleiki voru órjúfanlegur hluti hljómsveitarinnar, að ógleymdum bráðskemmtilegum myndböndum er félagarnir gerðu við sín þekktustu lög. Við undirritaðir hittum að máli bassaleikara Madness, hinn 25 ára gamla Mark „Bedders" Bedford, og fara glefsur úr samtali okkar hér á eftir. Skabylgjan Madness varð fljótt leiðandi afl í hinni svokölluðu skabylgju er kom fram árið 1979 að undirlagi hljóm- sveitarinnar Specials og byggðist í fyrstu í kringum hljómplötufyrir- tækið 2-tone. Hvert er álit Bedfords á þessari hreyfingu í dag? MARK: „Ég held að þessi ska- bylgja hafi verið einstök, nokkuð sem tæplega verður endurtekið, og á ég þá ekki við einstakar hljóm- sveitir heldur 2-tone fyrirbærið í heild sinni. Það sem mér líkaði e.t. v. best var hinn pólitíski undirtónn sem bjó að baki sjálfri tónlistinni." - Áhrif ska-tónlistar hafa farið þverrandi í tónlist Madness undan- farin ár. Eruð þið orðnir þreyttir á þeirri tegund tónlistar? MARK: „Nei alls ekki, við erum enn hrifnir af ska og fylgjumst grannt með því sem gerist á þeim bænum. Við höfum hins vegar ve- rið undir áhrifum frá miklu fleiri tónlistarstefnum, einkum þó Motown soultónlist, sem er í mikl- um metum hjá okkur öllum. Ég tel það reyndar einn af höfuð- kostum Madness hve tónlistin er undir áhrifum frá mörgum ólíkum tónlistarstefnum. Það hlýtur að leiða til aukinnar fjölbreytni.“ Nú hætti ein aðaldriffjöður hljómsveitarinnar, Mike Barson, í lok árs 1983. Hvaða áhrif hefur brotthvarf hans haft? MARK: „Áhrifin eru margs kon- ar. í fyrsta lagi höfum við ekki lengur fastan hljómborðsleikara og þurfum því sífellt að fá nýja menn til að reyiia að fylla það skarð sem Mike skildi eftir. Það er virkilega leitt að hann skyldi hætta því hann var mjög sterkur aðili innan sveit- arinnar, samdi mörg laganna og var mjög skýr náungi sem sá hlut- ina í sínu rétta ljósi. Það er kannski helst hin mikla ákveðni Mikes sem við söknurn." Áhrif myndbandanna MARK: „Tónlistarmyndböndin hafa að sjálfsögðu átt stóran þátt í velgengni okkar enda hefur tón- listin og myndin á seinni árum orðið að æ meir samgróinni heild. Fólk kemst betur inn í stemmningu lagsins og skilur innihald þess bet- ur eftir að hafa séð myndbandið. Persónulega er ég hvað ánægðast- ur með myndbandið við It must be love. - Hins vegar má ekki gleyma því að viðhorf okkar til myndbanda- gerðar er allt annað en til tónlistar- innar. Fyrir framan myndavélina sleppum við fram af okkur beislinu, sprellum og skemmtum okkur. Hins vegar höfum við alltaf litið á okkur sem alvarlega tónlistarmenn og í hljóðverinu eru vinnubrögðin öguð og útpæld. Við höfum allt frá upphafi gert lög sem hafa alvarleg- an boðskap (dæmi: Grey day, Cardiac arrest; innskot greinar- höf.). Fólki sem hefur séð myndböndin hættir til að líta á okkur sem ein- tóma sprelligosa en við lítum á plötur og myndbönd sem aðskilda miðla.“ Mark Bedford: „Við breytum kannski ekki miklu sjálfir en við getum e.t.v. fengið fólk til að breyta hlutunum upp á eigin spýtur." Vinsældir Madness hefur aðeins einu sinni náð verulegum árangri á vinsælda- listum í Bandaríkjunum. Hafið þið gefið upp alla von um frægð og frama þar vestra? MARK: „Nei, það er alls enginn uppgjafartónn í okkar herbúðum. Reyndar hafa Bandaríkin aldrei verið okkur ofarlega í huga svo við höfum ekki lagt sérlega mikið á okkur til að ná þar árangri. Það er rétt að Our house fór í 7. sæti bandaríska vinsældalistans árið 1983 en ástæðan var líklega sú að stuttu áður höfðum við gert samn- ing við GEFFEN records sem undirbjuggu jarðveginn einfald- lega betur en fyrirrennararnir. Að sjálfsögðu væri ánægjulegt að slá almennilega í gegn handan At- lantsála en það hefur aldrei verið okkur sérstakt kappsmál." Vinsældir Madness hafa minnk- að nokkuð hin síðari ár, á sama tíma og gagnrýnendur eru sam- mála um að tónlist ykkar sé betri og vandaðri en áður. Kanntu ein- hverja skýringu á þessu? MARK: „Það er erfitt að segja. Við erum eldri og höfum öðlast mikla reynslu á þeim 8 árum sem Madness hefur verið starfandi. En fólk vill sífellt fá eitthvað nýtt, menn verða e.t.v. þreyttir á sömu gömlu andlitunum ár eftir ár. Við höfum auk þess þróað tónlist okk- ar, breiðskífan Rise and fall (frá 1982), sem ég tel vera okkar besta verk, markaði að mörgu leyti kaflaskipti í sögu Madness.“ Madness tók þátt í tónleikum til styrktar Greenpeace samtökunum síðastliðið vor og þið leggið einnig lið baráttunni gegn kynþáttaað- skilnaði, með tónleikahaldi. Er Madness að verða pólitískari? MARK: „Já, það held ég, þó ekki væri nema vegna þess að við höfum mun víðtækari þekkingu á þjóð- félagsmálum en þegar við byrjuð- um. Ástæðan fyrir því að við tökum þátt í þessu er að þetta er það áhrifamesta sem við getum gert sem hljómsveit. Við getum fengið fólk til að hugsa sem svo: Nú, Madness gerir þetta. Hvers vegna og hvað er hér á ferð? Á þennan hátt getum við vonandi haft áhrif til góðs. Við getum kannski ekki breytt miklu sjálfir en við reynum að leggja okkar af mörkum með því að hafa áhrif á fólk svo það breyti hlutunum sjálft.“ Fylgist þið vol með nýjum straumum í bresku tónlistarlífi? MARK: „Já, við reynum það, en því miður hef ég minna getað hlust- að á vinsældalistann en áður. Það er hálfleiðinlegt því mér líst mjög vel á margt það sem er á listanum um þessar mundir." - Hefur viðhorfið til tónlistarinn- ar breyst með árunum? MARK: „Að einhverju leyti, það er i raun óhjákvæmilegt með hljómsveit sem hefur stafað jafn- lengi og við að þeim markmiðum fækki sem við viljum ná með tón- list okkar. Eftir stendur þó alltaf þetta stóra markmið, að semja góð lög, og það glatast ekki.“ Pólitískari - Þegar þú lítur til baka, hvaða atriði hafa verið mikilvægust á ferlinum? MARK: „Þetta er mjög víðtæk spurning en eitt það sem ég gæti nefnt er að við tókum þátt í Red wedge hljómleikaferðinni sem ég tel mjög mikilvægt framtak. (Red wedge var hópur tónlistarmanna sem tók höndum saman og hélt hljómleika víðs vegar um Bretland, í fyrra og um áramót, með það að markmiði að vekja pólitíska vitund breskra ungmenna og koma íhalds- stjórn Thatcher frá völdum; inn- skot greinarhöf.) Eitt það sem að mínu viti hefur staðið bransanum fyrir þrifum er að listamennirnir eru aðskildir í afmarkaða ósam- þýðanlega bása. Það er því jákvætt þegar hljómsveitir taka höndum saman með sameiginlegt markmið fyrir augum, því það færir saman ólíka hópa fólks og almenningur kynnist ólíkri tegund tónlistar á einu bretti." Madness hefur í nógu að snúast næstu vikur og mánuði. Hún kem- ur fram á hinni miklu tónleikahá- tíð í Glastonbury á Englandi nú um helgina og einnig á Roskilde fyrstu helgina í júlí. Þá mun hún halda í hljóðver með haustinu og hljóðrita nýja breiðskífu, en heppnir hljómleikagestir í Höllinni fengu að heyra sýnishorn af nokkr- um þeirra laga sem væntanlega munu prýða þann grip. Ef marka má síðustu plötu Mad- ness, Mad, not mad, og frammi- stöðu sveitarinnar í Höllinni þann 17. júní, er óhætt að fara að hlakka til þeirrar skífu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.