Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986.
5
Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir
Newsweek um eyðingu ósonlagsins:
Geigvænleg áhrif
á umhverfi okkar
- sjór hækkar, hiti eykst, fiskimið í hættu
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt
að fjórum metrum, hitastig hækkað
um eina og hálfa gráðu hér á landi
og fiskimið horfið eða færst til hér
við land á næstu áratugum ef eyðing
ósonlagsins heldur áfram. Þetta
kemur fram í grein i nýjasta tölu-
blaði Newsweek.
Klórflúorkolefni er helsti ógnvald-
ur ósonlagsins en 700 þúsund tonn
af því berast út í andrúmsloftið ár-
lega. Ósonlagið heldur 99% útfjólu-
blárra geisla frá yfirborði jarðar.
Ekki eru allir á eitt sáttir um hversu
hratt ósonlagið eyðist. Svartsýnasta
spá gerir ráð fyrir að á síðustu fimm
árum hafi það minnkað um 2,5%.
Bandaríska umhverfismálastofhun-
in telur að þetta geti haft þau áhrif
að 15 þúsund manns umfram það sem
nú er fái banvænan húðkrabba.
Vísindamenn hafa miklar áhyggj-
ur af eyðingu ósonlagsins, ekki síst
veldur það miklum heilabrotum að
svo virðist sem gat myndist í það
yfir suðurskautinu í október ár
hvert.
Afleiðingar eyðingar óson-
lagsins
Erfitt er að meta afleiðingar eyð-
ingar ósonlagsins á lífríki jarðar.
Hækkun hitastigs er alvarlegasta
vandamálið. Hér á síðunni er greint
frá afleiðingum þess ef jöklar bráðna
og yfirborð sjávar hækkar. En það
er ekki eina afleiðingin.
Talið er að innbyrðis skipting milli
tegunda gæti breyst þar sem sumar
lífrænar verur þola betur aukningu
útfjólublárra geisla og hækkun hita-
stigs en aðrar. Newsweek greinir frá
því að blágrænir þörungar (algae)
gætu orðið ráðandi í hafinu og sótt
að svifi sem flestir matfiskar nærast
á. Lirfur sumra fiska gætu orðið illa
úti. Talið er að ef magn útfjólublárra
geisla eykst um fimmtung muni 5%
lirfa ansjósa deyja. Örlítil aukning
slíkra geisla gæti minnkað magn
svifs í sjónum en segja má að öll líf-
keðja jarðar byggist á því. Keðju-
verkanir gætu orðið tröllauknar.
Áhrif breytingar loftslags
Vísindamenn hafa löngum varáð
við því að koltvísýringsmagn and-
rúmsloftsins minnki og valdi því að
hitastig fari hækkandi. Klórflúor-
kolefni bætir gráu ofan á svart.
Óttast er að vegna þessa muni hita-
stig jarðar hækka að meðaltali um
rúmlega 1,5 til 4,5 gráður á selsíus
til ársins 2030.
Áhrif á veðurfar að öðru leyti
gætu verið umtalsverð. Hækkun
hitastigs er því miður ekki að öllu
leyti af hinu góða. Hvirfilbylir verða
æ algengari og þeirra verður vart
víðar.
Hitastig mundi hækka þrefalt á
við heimsmeðaltal við norður- og
suðurpóla og líkur eru á því að úr-
koma þar myndi aukast allmikið. Á
sama tíma gætu hveitisvæði um mið-
bik hnattarins þomað ískyggilega.
Hitamunur milli miðbaugs og pól-
anna myndi minnka og fyrir vikið
myndu fæðuefni úr hafdjúpum síður
komast upp á yfirborð með lóðrétt-
um straumum. Matfiskur fengi því
minna æti.
Klórflúorkolefiii er meðal annars
notað í „spray" ýmiss konar. þ.á m.
svitalyktareyði, til kælingar, loft-
ræsíingar, í framleiðslu plastfroðu
og fleira.
Bandaríkjamenn íhuga nú að
banna notkun þessa efnis en ýmsir
em tregir til þess, svo lengi sem vís-
indamenn eru ekki fyllilega sam-
mála um hættu af völdum þess, segir
í grein Newsweek.
-ás.
Bessastaðir
yrðu á eyju
„Ef hæð sjávar hækkaði um 4
metra gæti Reykjavík klofnað í
tvennt er svæðið frá höfriinni
og að Skeijafirði færi undir
vatn,“ sagði Ásgeir Sveinsson,
kortagerðamaður hjá Land-
mælingum íslands, í samtali við
DV.
Sjávarhæð gæti hækkað um 60
sentímetra til fjögurra metra um
árið 2100 samkvæmt spá Banda-
rísku umhverfismálastofhunar-
innar, að því er bandaríska
vikuritið Newsweek hermir.
Mun fyrr, eða árið 2030, er reikn-
að með að yfirborð sjávar hafi
hækkað um 90 sentímetra.
„Seltjamarnes færi að miklu
leyti undir vatn, Bessastaðir
yrðu líklega á eyju. Stórir hlutar
þéttbýhs gætu farið undir vatn.
Höfh í Homafirði, Stokkse\TÍ og
Eyrarbakki væru vafalaust i
talsverðri hættu. ekki síst vegna
illvígs brims og sjávarfalla.
Hafhir víðast hvar um landið
yrðu ónothæfar ef ekkeit væri
að gert,“ sagði Ásgeir.
Hækkun sjávar gæti haft gríð-
arlega alvarlegar afleiðingar
víða um heim. Niðurlönd og
Bangladesh væm í stórhættu.
Reikna má með að þéttbýlis-
svæði. eins og Kaíró. höfuðborg
Egyptalands, New. Orleans í
Bandaríkjunum og Sacramento-
dalur i Kalifomíu, fæm undir
vatn, að því er segir í Newsweek.
-ás.
Fiskimiðin
gætu færst
- segir Hreinn Hjaitarson
,Ef hitastig hækkaði um eitt og
hálft stig gæti veðurfar orðið svipað
og á Skotlandi," sagði Hreinn Hjart-
arson veðurfræðingur í samtali við
DV.
„Um önnur áhrif evðingar óson-
lagsins er erfiðara að segja. Breyt-
ingar á hafstraumum em mögulegir.
Fiskgengd fer mikið eftir straum-
mótmn. Bestu fiskimiðin eins og hér
við Island em þar sem heitur og
kaldur sjór mætast. Straummótin
gætu færst til og kannski frá íslands-
miðum og eitthvað annað.
Ég hef ekki trú á að útfjólubláir
geislar hafi áhrif á svif í sjónum.
Svifið fylgir birtustigi og færi því
líklega dýpra að fæðu- og súrefnis-
skilyrðum uppfylltum. Forsenda þess
að lífið kviknaði í sjónum var að
sjórinn gleypir útljólubláa geisla.
Ef hitastig hækkar sem þessu nem-
ur gæti fylgt því aukin úrkoma og
þoka og það er ekki víst að það
bætti hag okkar.
Hætt er við að þessi byggð á Seltjarnarnesi yrði í hættu ef yfirborð sjávar hækkaði um fjóra metra. Tekið
skal fram að myndin er tekin á fjöru. DV-mynd PK
SPURNINGAKEPPNIN
7.VIKA
Dregið þann 26. júní 1986.
Skilið inn svörum i síðasta lagi
þann 25. júní 1986
SPRENGISANDUR
*+>f>f>f)f>f>f*>f>f>f>f>f>f)f>f>f>f>f>f>f)f)f>f>f>f>f>f>f>f>f>f^
★
★
★
★
★
★
★
Ef þú kaupir einn hamborgara ★
í (venjulegan) færðu annan frítt gegn ★
{ afhendingu þessa miða. *
$ Gildir til og með 25. júní 1986 ★
¥-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k*-k-k-k-k-k-k-k ★*★-**★
Frímiði
ókeypis
SÚPER MATUR
• Um hvaða skarð ii^ur Austurlandsvcgur milli
Vegahnjúks og Sauúahnjúks?
Dl I »í hvaúa kvikmynd niltast Svinka o>; Ki’rmit?
rx
C ^ •Hvaó var þýska lýóvi-ldiú kallaú Ivrir
valdatöku I litlvrs?
®*Hvaúa listamaúur kitúí altaristollu Ivrir
kirkjuna i Kclu á Skaga. st-m sóknarnelndin
halnaúi?
© • Hver var lluj’maúur í Ivrsla bunaslvsi i Ilu^vél?
<D • Hver si^raöi i 15 oj» 30 kílómetra skíöagöngu
karla á Skíöamóti Islands áriö 1985?
d
©
©
Nafn:
Heimili:
Póstnr.:
Staður:
Aldur:
Sími:
7. VIKA
Aðalvinningur.
Sólarferð með
ferðaskrifstofunni Pólaris.
Spennandi spurningakeppni á Sprengisandi.