Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 14
14
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986.
Skartgripir geta líka
verið skemmtilegir
Þau höfðu komið sér fyrir í Aust-
urstræti í glampandi sólskini og
voru að selja handunna skartgripi.
Hann dökkur á húð og hár en hún
ljós yfirlitum. Hann er kallaður
Cheo og er frá Kólombíu, hún heit-
ir Sigríður Elva og er íslensk.
Óvenjulegt par og skartgripimir
þeirra voru líka mjög óvenjulegir.
Þeir voru líka skemmtilegir og
vöktu mikla athygli þeirra sem leið
áttu um Austurstræti.
Brotnir speglar, ál og plast
En hvaðan skyldu þeir koma,
þessir sérkennilegu skrautmunir?
„Þetta eru handunnir skartgripir
sem við bjuggum til í Barcelona,“
sagði Sigríður Elva sem stundar
nám í skartgripasmíði í Barcelona
a Spáni.
„Við notum eiginlega hvaða efni
sem er, brotna spegla, ál, plast og
gler en ekki þessa dýru málma sem
fólk kannast best við í skartgrip-
um. Og formin em mjög ólík því
sem fólk á að venjast.
Skartgripir þurfa ekki endilega
að vera rándýr fjárfesting. þeir
geta verið skemmtilegir, fyndnir,
hreyft sig og framleitt hljóð.“
Áhrif frá indíánalist
Sigríður Elva var spurð hvaðan
þau fengu hugmyndimar að þess-
um gripum, hvort þetta væri kennt
í skartgripasmíðinni?
Hún hristi höfuðið og brosti.
„Nei, nei, skartgripasmíðin er al-
gjörlega hefðbundið nám. Áhrifin
koma víða frá. Á vissan hátt eru
þetta áhrif frá deginum í dag,
augnabliksáhrif, eins og til dæmis
firá tilvist kjamorkunnar.“
Og Cheo bætir við: „Svo erum
við lika undir sterkum áhrifum frá
frumstæðri list, einkum suður-
amerískri indíánalist. Þaðan
kemur þetta viðhorf að skartgripir
þurfi ekki endilega að endast, séu
skraut en ekki fjárfesting. Þannig
að það er hluturinn sem skiptir
máli en ekki efnið."
Harðari útlendingalöggjöf
Selduð þið þetta á götum úti í
Barcelona?
„Nei, Það er svo mikið vesen að
fá leyfi þar. Maður getur þurft að
bíða í margar vikur. Sumir fara út
í það að selja án þess að hafa leyfi
en það ert> þá stanslaus hlaup um
leið og birtist lögga. Síðan eru
menn sektaðir ef þeir nást. Og við
útlendinga eru þeir jafhvel enn
harðari. Það er búið að setja ný
útlendingalög og menn orðnir ansi
harðir. Útlendingar geta því jafn-
vel átt von á því að vera settir inn.
Þannig að við nenntum ekki að
standa í svoleiðis löguðu.
Sumartákn
En við gerðum í því að ganga
með svona skartgripi í Barcelona
og þeir vöktu mikla athygli. Okkur
var til dæmis boðið að taka þátt í
sýningu þar sem kallast Sumar-
tákn. Það er samsýning sem tíu til
fimmtán manns taka þátt í, með
föt, skartgripi og hatta. Allt af
óvenjulegra taginu. Sýningin opn-
ar 20.júní svo við skildum bara eftir
nokkra gripi en getum því miður
ekki séð hvernig þetta kemur út,“
sagði Sigríður Elva.
Vinnið þið skartgripina saman?
„Við setjumst niður og byrjum
LÍFSNAUÐSYNLEG OLÍA
Sigriður Elva og Cheo frá Kólombiu.
hvort á sínum hlutnum en leitum
svo álits hvort hjá öðru. Og ef ég
get ekki klárað eitthvað þá tekur
hann við því og öfugt. Við sem sagt
skiptumst á hugmyndum og gagn-
rýni,“ svarar Sigríður Elva sem af
skiljanlegum ástæðum hefur oftar
orð fyrir þeim.
Aldrei séö miðnætursól
Cheo hefur stundað nám í gerð
vídeomynda en fékkst einkum við
„performance" áður en hann kom
hingað.
En hvernig datt honum í hug að
koma til íslands?
„Ég hafði heyrt svo mikið um
Island og sem krakki las ég mikið
um íslendingasögumar og norr-
ænu goðasögurnar. Og þegar ég
kynntist Sigríði fékk ég þessa stór-
kostlegu hugmynd að koma til
íslands og láta drauma mína ræt-
ast,“ sagði hann.
„ísland er frábært land. Fyrir
tveimur árum orti ég ljóð um mið-
nætursólina þó ég hefði aldrei séð
neitt slíkt. Eg hafði heyrt að hér
gæti maður séð sólina um hánótt
og mér fannst það alveg stórkost-
legt. í Kólombíu eru nóttin og sólin
andstæður og að yrkja um miðnæt-
ursól er súrrealismi, óraunveru-
leiki. Hér er það raunveruleikinn
sjálfur."
Halda áfram aö flakka
Þau hafa bæði flakkað mikið,
skartgripasmiðirnir frá Barcelona.
Hér heima ætla þau að dvelja í tvo
til þrjá mánuði en halda þá aftur
til Barcelona þar sem Sigríður Elva
á eftir þrjá vetur í námi. En hver
skyldu framtíðaráformin vera?
Ætlar Sigríður að koma heim að
loknu námi eða halda þau áfram
að flakka?
„Ég hugsa að ég haldi áfram
flakkinu. Það er alltaf einhver þörf
hjá manni fyrir að koma heim, að
hafa einhvem fastan punkt til þess
að týna sér ekki alveg. En í augna-
blikinu er ég ekki til í að fara að
búa hér. Mér finnst gott að koma
hingað en líka gott að vita að ég
fer aftur,“ svarar Sigríður.
Og Cheo brosir og segir:
„Kannski verðum við áfram á
Spáni, kannski förum við til
Kólombíu. Það er ómögulegt að
segja."
-VAJ
Sýnishorn af skartgripasmíðinni. Þau nota allskyns efni, plast, ál og gler.
Skartgripirnir sem þau bera eru að sjálfsögðu eigið handverk.