Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 9
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNl 1986.
9
Ferðamál Ferðamál Ferðamál
Andlitsmyndir af sérstöku fólki eru með skemmtilegri og áhrifameiri Ijósmyndum.
Taktu betri myndir
í sumarfríinu
- hvemig geturðu bætt Ijósmyndatókur þínar?
Þegar farið er í ferðalög þykir til-
heyra að taka með sér myndavélina,
þessa sem annars fær að dúsa lang-
dvölum óhreyfð inni í skáp. Teknar
eru myndir af fallegu útsýni,
skemmtilegum augnablikum og öðru
er fyrir augu ber. En oftar en ekki
eru hinar dæmigerðu ferðamyndir
lítt spennandi myndir af einhverjum
stöðum sem þótt hafa áhugaverðir
er komið var á þá. Útsýnismyndir,
teknar úr mjög mikilli fjiirlægð,
valda oft vonbrigðum, því minningin
um fallegan stað verður ekki nærri
eins áhrifamikil við þess háttar
myndatökur. Auðvitað leggur fólk
mismikið upp ár því að taka góðar
og skemmtilegar myndir. Margir
notast bara við gömlu góðu vasa-
myndavélina en öðrum er líklega
alveg sama að sleppa algjörlega allri
ljósmyndatöku. En fyrst við þvæl-
umst með myndavélina á annað borð
er vert að vanda sig dálítið.
Sjálfsagt er að taka myndir af sér-
stöku útsýni eða öðrum fallegum
stöðum, en af hverju ekki að prófa
að nota aðdráttarlinsu? Þannig gæt-
irðu tekið mun áhrifameiri myndir
en ella. Nærmyndir af ákveðnum
flötum úr fallegu útsýni varðveita
minningar um fagra staði ótrúlega
mikið betur en útsýnismyndir teknar
úr mikilli fjarlægð.
Um leið og þú ferð að spá af fullum
krafti í þau tækifæri sem nærmynda-
taka býður upp á verður þú að veita
meiri athygli þeim aðferðum og
tækjum sem þú notar. Auðvitað gild-
ir enn gamla góða aðferðin í
nærmyndatökum, þ.e. færa sig bara
nær því sem taka á mynd af. En oft
kemstu ekki nógu nálægt, samanber
í útsýnismyndatökum eða þegar þú
vilt taka mynd af ljóni í dýragarðin-
um. í þessum tilvikum skaltu nota
aðdráttarlinsu til að ná stærri og um
leið áhrifameiri og skemmtilegri
myndum.
Því meiri sem brennivídd linsunnar
er þeim mun stærri verður hluturinn
sem þú tekur mynd af. Með 35 mm
myndavél og 200 mm aðdráttarlinsu
nærðu hlutnum fjórum sinnum
stærri en notirðu sömu myndavél og
venjulega 50 mm linsu. Hafðu í huga
að með aðdráttar- eða súmlinsu er
lágmarks skerpufjarlægð frá mynda-
vél til hlutarins nokkur fet. T.d.
verður fjarlægðin að vera minnst sex
fet ef notuð er 70-210 mm aðdráttar-
súmlinsa, annars nærðu myndinni
ekki í fókus.
Nú að sumarlagi er ágætt að æfa
sig í að taka nærmyndir með því að
mynda blómin sem prýða garða okk-
ar. Taktu heildarmyndir af fallegum
blómabeðum og æfðu þig svo í að
ná góðum myndum af einstöku blómi
o.sfrv. Fljótt muntu taka eftir hve
nærmyndir koma til með að auðga
ljósmyndatökur þínar.
Hyggirðu á ferðalag erlendis er
viðbúið að á vegi þínum verði sér-
kennilegt fólk, ef svo má segja. Fólk
af suðrænum eða austrænum slóðum
sem klædd eru þjóðlegum búningum
frá sinum heimaslóðum, fólk sem
með tilveru sinni hefur eitthvað sér-
stakt að segja, þar sem andlitin lýsa
betur en nokkur orð við hvers konar
aðstæður manneskjan hefur lifað.
Andlitsmyndir af fólki eru oft með
skemmtilegustu og áhrifamestu ljós-
myndum. Hafirðu áhuga á að taka
þess konar myndir ætti ekkert að
vera því til fyrirstöðu. Farðu samt
varlega að fólki er þú biður það um
leyfi til myndatöku. Flestir verða þó
bara upp með sér ef einhver sýnir
þeim áhuga og vill taka mynd. En
búast má þó við að sumir bregðist
öðruvísi við. Hér gæti aðdráttarlinsa
komið að góðum notum, þá geturðu
laumast til að taka mynd úr nokk-
urri fjarlægð án þess að viðkomandi
viti af því. Einnig er hægt að fá
tæki til að setja framan á myndavél-
ar, Circo Mirrotach, sem er nokkurs
konar spegill. Þá geturðu beint
myndavélinni í aðra átt en ætlað er
að taka mynd úr. Notkun þess hátt-
ar tækis krefst þó mikillar þjálfunar
þannig að viðvaningum er varla
hægt að ráðleggja notkun þess.
En að lokum, viljirðu taka
•skemmtilegar myndir í sumarfríinu
er auðvitað fyrst og fremst að æfa
sig. I ljósmyndun gildir eins og í öllu
öðm: æfingin skapar meistarann.
Gangi ykkur svo bara vel.
-RóG.
Til að ná valdi á notkun aðdráttarlinsu getur verið gott að æfa sig á blóma-
myndatökum.
Gott tækifæri
Hurðalager og mjög gott hurðaumboð ásamt fleiru er til
sölu, þeir sem hafa áhuga sendi nafn og símanúmer á
auglýsingadeild DV merkt „Gott tækifæri“.
Saumakonur/fatatæknar
Saumakonur óskast til sumarafleysinga í júlí eða lengri
tíma.
Fatatæknir óskast til framtíðarstarfa við sniðagerð,
sníðslu og umsjón með saumastofu, þarf að geta byrjað
fljótlega. Upplýsingar milli kl. 4 og 6 í versluninni M.
Manda, Kjörgarði, Laugavegi 59.
Sigurberg Gröndal
húsasmíðameistari
Tilboð - reikningsvinna
Heimilisaðstoð
Starfsmaður óskast til að annast heimilishald á sam-
býli fyrir 4 ellilifeyrisþega í Breiðholtshverfi. Vinnutími
4-6 stundir á dag. Nánari upplýsingar gefnar í síma
681200, Elín Snædal, mánudaginn 23. júní og þriðju-
daginn 24. júní.
HELLISSANDUR
Umboösmaður óskast. Uppl. gefur Kristín í síma
6724 og afgreiðsla DV í síma 91-27022.
Listahátíð í Reykjavík
Smásagnasamkeppni
Þeir höfundar sem sendu inn smásögur í samkeppni
Listahátíðar í Reykjavík 1986 geta vitjað sagnanna á
skrifstofu Listahátíðar, Amtmannsstíg 1, Reykjavík,
vikuna 23. júní til 27. júní milli kl. 10.00 og 16.00.
Opið laugardag kl. 12-16. Ath. breyttan opnunartíma.
TÖGGURHH
UMBOÐ FYRIR SAAB OG SEAT
Bíldshöfða 16, símar 681530 - 83104.
Saab 900 GLS árg. 1981, 4ra dyra, Ijos- Range Rover árg. 1978, 2ja dyra, grár.
blár, sjálfskiptur, ekinn aðeins 53 þús. beinskiptur, 4ra gira, með yfirgir. ekinn
km. Verð 320 þús. 100 þús. km, mjög góður og fallegur á
mjög góðu verði og kjörum. Skipti á
ódýrari bíl möguleg.
Seljum
í dag
Saab 900 GLE árg. 1981, 4ra dyra sil-
ver, sjálfsk. + vökvastýri, litað gler
og fl., ekinn aðeins 63 þús. km. Mjög
fallegur og góður bill. Verð kr. 350 þús.