Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Qupperneq 20
20 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Aldrei vissi ég hvort þessar blóðþrýstingsmælingar á götum úti voru hluti af heilsubótarherferð eða stöfuöu af húsnæðisskorti hjá læknum. Allt um það stóðu Pólverjar á öllum aldri i biöröðum til að láta mæla í sér blóðþrýstinginn. Það var heldur svona hrörlegt sigaunaband sem ég rakst á i Kraków. En þeir félagar spiluðu með svo miklum látum að fólk gaf þeim pen- inga, að þvi er virtist til að losna við þá. Þegar hér var komið sögu stökk Ijósmyndarinn á flótta þegar argur sígauni krafðist dollara fyrir myndatökuna. Svipm.ynd.ir Pólverjum er ekkert illa við myndavélar. I síðustu viku dvaldi undirritaður í Kraków og Varsjá og tók þá mikinn fjölda mynda, jafnt af mannfólki sem minnis- merkjum. Öllum fínnst gaman að láta mynda börnin sín og ungir, pólskir foreldrar stilltu upp af- kvæmum sínum eftir handapat frá mér, prestar og nunnur brostu breitt fyrir mig og verkamenn gerðu hlé á störfum sínum til að setja sig í réttar stellingar. Allir voru samvinnuþýðir, nema lögregl- an og sígaunar. Lögreglumenn settu upp yggli- brún þegar ég bað um að fá að mynda þá, gerðu sig líklega til að krefja mig um „dokumenty“, og sígaunar heimtuðu dollara fyrir myndatöku. Hér á eftir fara nokkr- ar svipmyndir af mannlífi í Pól- landi í júní 1986. -ai Gamli sorri Gráni er enn meðal þörfustu þjóna Pólverja, jafnt upp til sveita sem inni I borgum. Margar byggingar í Kraków hafa aldrei náð sér eftir stríðiö og það kemur i hlut hestanna að flytja þær á brott, stein fyrir stein. Við minnismerki frelsishetjunnar Kosciuzsko sötra tveir drengir litað sykurvatn úr plastpokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.