Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 10
10 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNl 1986. Frjálst.óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr. Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Engar kosningar í haust „Æskulýðsfylking Alþýðubandalagsins og Samband ungra sjálfstæðismanna eru ósammála um margt. En um eitt erum við þó sammála: Ríkisstjórnin verður að fara frá.“ Þannig hljóðaði auglýsing frá Æskulýðsfylk- ingunni, sem birtist hér í blaðinu á miðvikudaginn. Auglýsingin sýnir, hvert kosningamálið mundi verða, ef Samband ungra sjálfstæðismanna fengi haustkosn- ingavilja sínum framgengt. Stjórnarandstaðan mundi hamra á, að ríkisstjórnin hefði hlaupizt frá vandanum, sem hefði hrannazt upp í höndum hennar. Eftir nokkurra daga spennu út af hugsanlegum haust- kosningum eru stjórnmálamenn farnir að átta sig á, að málið nær ekki fram að ganga. Kosningar verða ekki í haust, einfaldlega af því að ríkisstjórnin mun ekki geta skýrt fyrir fólki, að þeirra sé þörf. Baráttulið haustkosninga rökstuddi þær með því að segja, að ríkisstjórnin mundi eiga erfitt með að ná sam- an nothæfu fjárlagafrumvarpi og að hindra verðbólgu- niðurstöðu í næstu kjarasamningum. Þetta túlkar fólk sem tækifærissinnað sjónarmið baráttuliðsins. Ef ríkisstjórnin féllist á sjónarmið haustkosninga- sinna, mundi fólk túlka það svo, að hún þyrði ekki að sýna þjóðinni niðurskorið fjárlagafrumvarp og þyrði ekki að heyja kosningabaráttu í kjölfar erfiðra kjara- samninga. Þetta yrði henni að álitshnekki. Til viðbótar við þennan stjórnarvanda mundi svo bætast ásteytingarsteinninn, sem stjórnarflokkarnir yrðu að uppgötva, svo að þeir gætu haldið því fram, að þeir ættu ekki lengur að vinna saman. Ágreiningurinn mundi skaða stöðu beggja stjórnarflokkanna í haust. Augljóst er af tóni framsóknarmanna, að þeir eru andvígir haustkosningum. Þeir segja, að krafa Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sé vantraust á Þorstein Pálsson, af því að haustkosningar séu yfirlýsing um, að hann geti ekki komið saman fjárlagafrumvarpi. Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, segir, að það væru tafllok fyrir Þorstein sem stjórnmálaforingja, ef honum tækist ekki að koma sam- an skynsamlegu fjárlagafrumvarpi. Páll segir haust- kosningar vera of dýra lausn á vandamálum Þorsteins. Fólk þarf ekki að vera efnislega sammála áróðri af þessum toga og toga Æskulýðsfylkingarinnar til að sjá, að hann mun hafa töluverð áhrif á kjósendur í haust- kosningum. Þess vegna hafa tvær grímur runnið á sjálfstæðismenn eins og framsóknarmenn áður. Hugmyndin um haustkosningar spillir fyrir stjórnar- flokkunum, þótt hún verði ekki að veruleika. Fólk hefur komizt að raun um, að ástand mikilvægustu mála er ekki eins gott og ráðherrarnir hafa viljað vera láta. Fólk telur, að haustkosningasinnar hafi séð þetta. Að baki vinnufriðar og hægari gangs verðbólgunnar leynast margvísleg vandræði, ekki aðeins hættan á verðbólguhvetjandi fjárlögum og kjarasamningum, heldur einnig verðbólguhvetjandi gengislækkun, sem fer að virðast óumflýjanleg vegna frystihúsanna. Framtak Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur þannig spillt fyrir ráðherrum flokksins og flokknum í heild. Fyrir það mun sambandið fá skömm í hattinn. En um leið hefur það stuðlað að auknu raunsæi fólks í skoðunum þess á stöðu verðbólgu og ríkisfjármála. Þess verður nú krafizt, að ríkisstjórnin leggi til at- lögu við vanda næsta vetrar. Umræður um haustkosn- ingar munu jafnframt fá hægt og sanngjarnt andlát. Jónas Kristjánsson Vammlausir menn Stjómmálamenn mega ekki vamm sitt vita. Á hverju sem gengur verja þeir málstað sinn og gjörðir. Samt vitum við að „allt orkar tvimælis þá gjört er“. Menn eru að karpa um þessa hluti núna. Þeir sem allt í einu lenda í stormi tíðarinnar og eru fam- ir að ganga álútir fyllast gjama sjálfsvorkunn og beiskju, kjaga samt áfram á móti vindinum og áður en nokkum varir er göngulag þeirra orðið þeim tamt, þeir geta ekki ann- að en gengið bognir í keng og skiptir engu þótt það sé fyrir löngu komið logn og vindamir famir að blása annars staðar. Þá er píslarvotturinn bara bijóstumkennanlegur, hlægi- legur. Hvað eftir annað horfir maður á einhvem úr pólitíkinni ryðjast fram, berja sér á brjóst og lýsa því hve rétt hann eða hún hafi staðið að verki. Hvað eftir annað er hrært upp í andapolli íslenskra stjórnmála og við spyrjum: þarf ekki að hreinsa andnimsloftið? ætlar maðurinn ekki að segja af sér? þessi hlýtur þó að þurfa að byrja upp á nýtt? En íslenskir stjómmálamenn eru öðmvísi en aðrir menn. Þeim verður aldrei á í messunni. Misvitur almenningur á það stundum til að heimta blóð þessa eða hins. Segið af ykkur! æpa menn í blöðunum. En það em hróp upp í vindinn, hjáróma tuð sem hinir rétt- sýnu og snarhuga þurfa ekki að hlusta á. Krinqum valdastóla er jafnan þögn í velstandsþjóðfélögum Vestur- landa (og reyndar á stöku stað sunnar og austar á skorpunni) hafa völdin, hin raunvemlegu völd í hinu svokallaða lýðræðisþjóðfélagi, fyrir löngu færst frá stjómmálamönnum til kapítalsins. Það verður oft há- vaðasamt í pólitíkinni. En kringum þá raunvemlegu valdastóla ríkir jafnan þögn. Fjármagnsfurstar tíð- aiinnar standa nefhilega utan við almennar spumingar um siðferði. Það þýðir ekki að spyrja mógúlinn úr stórfyrirtækinu um mun á réttu eða röngu. Afl peninganna spyr ekki um Ieiðir heldur árangur. Og árang- urinn er metinn á arðsemiskala, sýndur með línuriti. Og þegar línu- ritið sýnir jákvæða útkomu verða allar athugasemdir um siðferði og hegðun að hjáróma rausi, röddum sem þagna. I peningaheiminum hugsa menn nefnilega eins og Lenín og aðrir sem staðið hafa í þjóðfélags- byltingum: Tilgangurinn helgar meðalið. Lúsin í tagli hestsins Við heyrum stjómmálamenn kalla úr þingsölum, verkalýðsforkólfa kveða uppúr um kjör umbjóðenda sinna , presta söngla úr stólnum og í talfæri Gunnar Gunnarsson stöku rithöfund feitletra athuga- semdir sínar (og em dæmdir fyrir hér á landi) en í raun em þessar athugasemdir í tíðinni ekki áhrifa- meiri en lúsin í tagli hestsins. Hún ræður engu um förina. I okkar sam- félagi skipta pólitískar hugmyndir og eitthvað sem kalla mætti vilja fjöldans engu. Stjómmálamenn em háðir kjósendum sínum og þeim get- ur maður feykt út í hafsauga með því að hætta að kjósa þá. En vald kapítalsins varir til eilífðamóns. I þeirri staðreynd miðri verður stjómmálamaðurinn jafrian að koma brosandi og bjartsýnn til kjósenda og tala innantóm orð vegna þess að pólitíkin er horfin frá málefhum til persóna. Um það sáum við skýr dæmi í síðustu bæjar- og sveitar- stjómarkosningum á íslandi. Meira að segja sæmilega skynsamt fólk úr heimi listanna kemur fram á pólit- íska sviðið (þar sem þau em nú bara áhugaleikarar og raunar pínlegt að sjá þau skakklappast um þær fjalir) og segir fullum fetum að það kjósi núorðið persónu en ekki málefhi eða málstað. Hin pólitíska hugmynd skiptir nefnilega engu. Við höfum gefist upp. Við neitum að hugsa skýrt. Við sönglum bara kórinn í okkar gleðibanka því við vitum að hin raunvemlegu völd em óhagganleg og óumbreytanleg. Lýð- ræðið er trúlega dautt. Að hóta fjárpynd og tukthúsi Valdið í þjóðfélaginu birtist þegn- unum helst í formi lögreglu og dómstóla. Þegar Þorgeir Þorgeirs- son rithöfundur var . um daginn dæmdur fyrir að taka stórt upp í sig um lögguna var aðgerð hins opin- bera ákæmvalds á íslandi svo sem eins og taglsláttur hestsins þegar lúsin angrar hann: tukthús eða sekt og lífið gengur sinn gang. Þetta er orðinn plagsiður á íslandi. Hið raun- vemlega vald á íslandi stendur í þúsundum einkamála gegn hæstv- irtum kjósendum. Og alþingismenn hafa ekki rænu á að veijast þessum ófögnuði. Enda em þeir sjálfir frið- helgir, þeim er víst enginn akkur í að koma á fót neinu umboði réttlæt- isins í þágu almennings. Þurfi þeir á aðstoð að halda fara þeir í ein- hvem rassvasa og sækja sér hnefa. Að strjúka meðhárs í opinberri umræðu á Islandi horf- um við á það hvað eftir annað að fjölmiðlamir standa þeim opnir sem strjúka valdhöfunum meðhárs. Við horfum jafnan staðfastlega í aðra átt, heyrum ekki, skiljum ekki, sjáum ekki þegar hljóð berst úr óvæntri átt og einhver fer að tala gegn straumnum. Það er oft eins og við séum svo viðkvæm eða við sjálf löngu dauð inni í einhverri kenningu eða skoðun að röksemdir, sem ganga gegn ríkjandi ástandi og móral, falla dauðar. Þjóðfélagið er að verða sjálf- virkt maskinerí sem enginn treystir sér í raun til að ráða við. Valdið er í höndum þeirra sem staðfastlega neita þvi að þeir hafi það vald og staðfastlega neita því að þeir beri ábyrgð. En úr kjama þessa leyniráðs, þessa leynivalds, kemur mórall sem erfitt er að standa gegn og flestir virðast nú vilja strjúka meðhárs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.