Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. 13 Alan Simonsen er á förum úr danskri knattspyrnu. Og danska landsliðið er á förum frá Mexíkó. En „rolig- ans“ eiga væntanlega eftir að elta sína menn í framtíð- inni þótt misjafnlega gangi. cc „Roligans", eins og aðdáendur danska knattspymulandsliðsins nefna sjálfa sig með hliðsjón af hinum bresku „hooligans", halda nú heimleiðis frá Mexíkó eftir að Spánverjar rótburstuðu Dani og slógu þá út úr úrslitakeppninni í knattspymu í Mexíkó. „Roligans" klæðast einvörðungu rauðum og hvítum fötum og sumir þeirra mála jafnvel andlit sitt og hár í sömu litum. Blöð í Mexíkó og víðar hafa skrif- að heilmikið um hina dönsku „roligans“ og segja nú að það sé eftirsjá að þessum glaða og friðs- ama hópi sem hafi sett skemmtileg- an svip á lífið kringum fótboltann í þessum knattspyrnumánuði. Um 4000 „roligans“ lögðu leið sína til Mexíkó. Danir hafa fengið jákvæða at- hygli og auglýsingu út á sína „roligans". Dagblöð og sjónvarps- stöðvar hafa útskýrt rækilega fyrir fólki muninn á „roligans" og „ho- oligans" - og með hefur fylgt kennslustund í dönsku þar sem orðið „rolig“ hefur verið þýtt á ótal tungumál. Þegar „roligans" hafa fjölmennt á leiki sinna manna hefur reyndar stundum hitnað í kolunum. En þeg- ar það kemur fyrir kalla foringjar hópsins jafnan hástöfum: „Rolig- ans! Roligans!" - eins og til að minna sitt fólk á að ofbeldi og átök eigi ekki heima á meðal þeirra. I fyrra fengu „roligans" sérstök heiðursmannaverðlaun frá UNESCO (Menningar- og fræðslu- stofnun SÞ) eftir prúðmannlega og skemmtilega framkomu í Frakkl- andi í tengslum við Evrópumeist- aramótið í knattspyrnu sem þar var háð. Danir stoltir af landsliðinu Yfir 15.000 „roligans" voru í Frakklandi í fyrra að fylgjast með sínum mönnum. Margir þeirra eru ekki beint árennilegir, málaðir rauðir og hvítir, en ófriðurinn sem frá þeim stafaði var ekki meiri en slagsmálin sem hafmeyjan í Kaup- mannahöfn stendur fyrir. Erik Nielsen, þrítugur öryggis- vörður frá Kaupmannahöfn, elti sína menn til Frakklands í fyrra og til Mexíkó í ár. „Auðvitað eru alltaf í hópnum einhverjir fótboltaáhugamenn sem drekka einum um of og lenda í slagsmálum," sagði hann í samtali við blaðamann í Mexíkó. „En þó er það gersamlega ólíkt því sem gerist í Englandi. Þegar við vorum 15.000 saman í Frakklandi voru ekki nema þrír handteknir. Mér finnst það draumi líkast að komast núna á okkar fyrstu úr- slitakeppni heimsmeistarakeppn- innar. Eg hef elt landsliðið okkar allt mitt líf. Fyrir tíu eða tuttugu árum fannst okkur ágætt ef okkar menn töpuðu með ekki meira en 2-0. Jafntefli jafngilti sigri. Það er stórkostlegt að eiga núna lið sem hægt er að vera verulega stoltur af.“ Bettina Andersen, 17 ára, frá Hammel á Jótlandi, sagði: „Dönsku knattspyrnuáhugamennirnir vilja allra helst vera vinsamlegir. Jafn- vel þótt við töpum leik þá stafa engin vandræði af okkur.“ En kosthaðurinn við að komast frá Danmörku til Mexíkó er mikill. Margir „roligans" sem komust reyndar alla leið til Ameríku til að horfa á fótboltann urðu að fara heim strax eftir tvær vikur. I strætó frá Los Angeles En sumir fundu sér ódýrari leið til að komast. Um 25 af flugvallar- starfsmönnum SAS fengu sér afsláttarmiða og flugu til Los Angeles. Þar keyptu þeir gamlan tveggja hæða strætisvagn, máluðu hann rauðan og hvitan, breyttu efri hæðinni í svefnrými, seldu svo auglýsingar utan á vagninn og óku til Mexíkó. Þeim fannst þetta framtak sitt ríkulega launað þegar þeir fengu að hitta landsliðið sitt og drekka með leikmönnum bjór (danskan auðvitað) á hóteli nærri Queretaro. íbúar í Queretaro tóku reyndar eftir því að þótt Dönum þætti sinn danski bjór góður og drykkju hann gjarna þá fór miklu minna fyrir þeim en öðrum útlendingum sem borgina gistu, svo sem Skotum og V-Þjóðverjum. Danirnir héldu ekki vöku fyrir neinum fyrr en nóttina eftir að þeirra menn sigruðu V-Þjóðverja með 2-0. Þá nótt stóð sigurhátíðin fram til klukkan fimm um morgun- inn og margir erlendu blaðamann- anna, sem bjuggu á sama hóteli og þeir, fóru að velta því fyrir sér hvort eitthvað væri hæft í því að „roligans" væru eins ljúfir og þeir héldu fram. -Reuter/Mexíkó Nauðungaruppboð annað og síðasta á Fljótaseli 18, þingl. eign Sigfúsar Ö. Erlingssonar og Guðbjargar Gunnarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Ara ísberg hdl„ Iðnaðarbanka íslands, Veðdeildar Landsbankans og Tómas- ar Þorvaldssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. júní 1986 kl. 13.30. _________Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lambastekk 8, þingl. eign Rúnars Geirs Steindórssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Guðjóns Á. Jónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 25. júní 1986 kl. 16.00. _____________Borgarfógetaembættið í Reykjavik. TIL SÖLU Byggingakrani, steypumót og loftundirsláttur. Upplýsingar í síma 96-71633 á daginn og í síma 96-71147 og 96-71473 á kvöldin og um helgar. Fóstrur Staða forstöðukonu leikskólans á Höfn í Hornafirði er laus til umsóknar. Einnig vantar fóstrur til starfa á sama stað. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefur sveitar- stjóri Hafnarhrepps í síma 97-8222. Grundarfjörður Umboðsmaður óskast. Uppl. á afgreiðslu DV í síma 91-27022. ÚRVALSIMOTAÐIR Árg. Km. Kr. Buick Skylark LTD 1981 73.000 370.000 Mazda 929 st. sjálfsk. 1980 51.000 225.000 MMC Lancer1600 1981 88.000 195.000 Ford Taunus sjálfsk. 1982 54.000 320.000 CH Malibu Classic 1979 81.000 250.000 Voluo244GLsjálfsk. 1980 89.000 295.000 CH Malibu station 1980 68.000 290.000 Saab99GL5g. 1982 37.000 340.000 BMW 320 5 g. 1982 83.000 395.000 Mazda 323 sjálfsk. st. 1979 108.000 160.000 CH Capris Classic 1981 100.000 530.000 Isuzu Trooper bensin 1982 67.000 520.000 Buick Century 1982 63.000 575.000 Honda Quintet sjálfsk. 1982 36.000 295.000 Isuzu Trooper bensin 1983 49.000 590.000 Mazda 6261600 1979 86.000 160.000 OpelAscona5d. 1984 14.000 390.000 Opel Ascona GLS fastback 1985 5.000 480.000 Toyota F 8 manna d. 1984 136.000 590.000 Ch. pickup yfirb. 1979 600.000 Opel Corsa luxus 1984 16.000 265.000 Ch. Chevette 1979 33.000 m 135.000 IsuzuTrooper turb., disil 1984 74.000 690.000 Volvo 244 DL 1978 110.000 190.000 Mazda 323 1981 55.000 175.000 DodgeOmni.sjálfsk. 1980 70.000 230.000 Fiat Ritmo 65 1981 64.000 150.000 Vantar allar gerðir nýlegra bíla á söluskrá. Opið laugardaga kl. 13-17. Sími 39810 (bein lína). BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.