Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Síða 26
26 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Stómiótið í Bugojno: Karpov efstur „Sterkasta mót sem haldið hefur verið,“ sögðu Júgóslavar hróðugir og bentu á þátttakendalistann og meðalstigin. Mótið i Bugojno náði sextánda styrkleikaflokki Alþjóða- skáksambandsins og keppendumir átta eru meðal fimmtán sterkustu í heimi. Þó vantaði heimsmeistarann unga, Gam' Kasparov, og nokkra gamla refi, eins og Viktor Kortsnoj. Þá hefði mótið verið íúllkomnað. Anatoly Karpov, sem þessa dagana ber titilinn „fyrrverandi heimsmeist- ari“, sér til mikillar skapraunar, var - vitanlega talinn sigurstranglegastur og því kom misjafnt gengi hans í fyrstu umferðunum á óvart. Hann tapaði fyrir landa sínum, Andrei Sokolov, i fjórðu umferð og þá héldu margir að hann ætlaði að gefa eftir efsta sætið, sem venjulega er frátek- ið er Karpov er annars vegar. En hann náði að rétta sinn hlut og að lokinni fyrri hrinu (tefldar voru tvö- faldar umferðir) var hann orðinn efstur ásamt Sokolov, Spassky og Miles allir með fjóra vinninga af sjö. Neðar komu Ljubojevic og Jusu- ixjv með VA v., síðan Portisch með 3 v. og Timman rak lestina með 2 v. I seinni hluta mótsins sótti Karpov enn í sig veðrið og nú slapp hann taplaus frá skákum sínum. Það varð til þess að hann fékk hálfum vinn- ingi meira en úr fyrri hluta og þar með varð hann öruggur sigurvegari. Enn á ný hefur hann því sannað ágæti sitt en enginn annar skák- meistari á að baki jafnglæsilegan mótaferil og Karpov. Hann vann Ljubojevic, Jusupov, Spassky og Timman, alla l'A-'A, gerði jafiitefli í skákum sínum við Portish og Miles en fékk aðeins hálfan vinning út úr tveim skákum sínum við Sokolov. Það reyndist eina vinningsskák So- kolovs á mótinu - hann gerði jafh- tefli í öllum öðrum. Á svo sterkum og jöfnum mótum vilja jafnteflisskákir oft verða í meirihluta en þær þurfa þó ekki nauðsynlega að vera stuttar og lit- lausar. Hér er ein býsna fjörug sem vakti verðskuldaða athygli. Enski stórmeistarinn Tony Miles, sem stýr- ir svörtu mönnunum, beið nýlega afhroð gegn Kasparov í einvígi í Basel og þvi var forvitnilegt að sjá hvemig honum myndi reiða af gegn Karpov. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Tony Miles Tsígorín-vörn. 1. Rf3 dó 2. d4 Rc6 3. c4 Bg4 Karpov hefur stundum átt í erfið- ieikum með að ná frumkvæðinu gegn óvenjulegum byrjunum. Vörn Tsigorins er sjaldséð en þó beitti Smyslov henni í einni skák í einvígi við Kasparov í hittifyrra. 4. cxd5 Bxf3 5. gxf3 Dxd5 6. e2 e6 Smyslov lék 6. ~e5 7. Rc3 Bb4 8. Bd2 Bxc3 9. bxc3 Dd6 10. Hbl b6 en eftir 11. f4! hafði Kasparov undirtök- in. 7. Rc3 Dh5!? í stað 7. Dd7 sem leikið hefur verið áður. Karpov býður óhikað upp á drottningakaup, enda á hann biskupaparið og sterkt peðamiðborð. 8. f4 Dxdl 9. Kxdl (MW) 10. Bd2 RfB 11. Bb5 Biskupinn gat allt eins farið strax á homalínuna með 11. Bg2. Megin- tilgangur þessa leiks virðist vera að ginna svartan til þess að stugga við biskupnum í framhaldinu með peð- um sínum og veikja með því stöðu sína. 11. ~Re7 12. Ke2 Rf5 13. Hacl Be7 14. Bd3 Kb8 15. Hligl g6 16. Ra4 h6 17. Rc5 Hhg8 18. Rb3 g5! Miles teflir skynsamlega. Reynir að lina tök hvíts á miðborðinu og eftir uppskiptin fær hvítur veikt peð á h-h'nunni. Skák Jón L. Árnason 19. fxg5 hxg5 20. h3 Re8 21. Be4 Red6 22. Bg2 BfB 23. Rc5 Kc8 24. Ba5! b6 Þar kom að því að hann varð að veikja kóngsstöðuna. Nú fyrst fær Karpov átakspunkt og getur reynt að opna línur að svarta kónginum. Hann sleppur auðveldlega úr gaffl- inum vegna máthótunarinnar í næsta leik. 25. Ra6 Hd7 26. Bb4 e5! Svartur verður að bregðast skjótt við og freista þess að ná gagnfærum áður en hvítur nær að styrkja sókn- ina. 27. Bc6 He7 28. dxe5 Bxe5 29. Hc2 f6 30. a4 Hh8 31. a5 að vanda Nú er Karpov of bráður á sér og yfirsést dulinn vamarmöguleiki Miles. Betra var 31. Bg2, þó að svart- ur nái að losa um sig með framrás c-peðsins. 31. -Hxh3 32. axb6 axb6 33. Hal? Hvað má nú til varnar verða? Hvítur hótar 34. Rc5 Kd8 35. Ha8+ Rc8 36. Rb7 mát. 33. -Bxb2! Þennan biskup má ekki drepa. Ef 34. Hxb2? þá 34. ~Rd4+ og síðan 35. -Rxc6 og losar sig úr mátnetinu, nær biskupaparinu og á tveim peðum meira. 34. Hdl! H7xe3+(!) Eftir þennan snjalla leik getur svartur aldrei tapað taflinu. Slæmt var aftur á móti 34. -Be5? vegna 35. Ha2! og sömu máthættur og fyrr blasa við. En mögulegt var einnig 34. ~Rd4+ 35. Hxd4 Bxd4 36. Bxd6 Hhxe3+ 37. fee3 Hxe3+ 38. Kd2 cxd6 og nú sleppur svartur með skrekkinn eftir 38. Hc4 Ha3! 39. Bb5+ Bc5 eða 38. Bb5+ Kd8 39. Hc4 Hb3! 40. Ba4 Hb2+ o.s.frv. í stað 36. Bd6 gæti hvítur reynt 36. Bg2!? en eftir textaleikinn verður hann að sigla með straumnum. 35. fee3 Hh2+ 36. Kd3 Hxc2 37. Kxc2 Rxe3+ 38. Kxb2 Rxdl+ 39. Kcl Rf2 40. Kd2 Rg4 Hér fór skákin í bið og margir héldu að Miles, sem hefur fjögur peð fyrir mann, ætti vinningsmöguleika. Svo væri vissuloga ef peðin væm í einni skriðu. Nú em þau lítt ógn- andi enda varð Karpov ekki skota- skuld úr því að halda jöfhu. 41. Bxd6! cxd6 42. Rb4 f5 43. Rd5 Re5 44. Bb5 Kd8 45. Ke3 Rg6 46. Kd4 Rf4 47. Rxf4 gxf4 48. Bd3 Ke7 49. Bxf5 Kf6 50. Ke4 Kg5 51. Bd7 d5+ Og jafntefli samið. Júgóslavinn sókndjarfi, Ljubojevic, tefldi manna skemmti- legast í Bugojno, þótt sigra hans mætti á stundum merkja með stjömu. Lítum á hvemig hann náði að „blöffa" Jusupov hinn sovéska. Hvítt: Arthur Jusupov Svart: Ljubomir Ljubojevic Drottningarindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 d5 5. cxd5 exd5 6. Rc3 Bb7 7. g3 Be7 8. Da4+ c6 9. Bh3 0-0 10. 0-0 c5 11. Hdl Rc6 12. Bg5 He8 13. dxc5 bxc5 14. Bxf6 Bxf6 15. Rxd5 Svo virðist sem svartur hafi lagt allt of mikið á stöðuna og misst peð Hvort vilduð þið heldur spila sókn eða vöm í spilinu í dag? Vanderbiltkeppnin í Bandaríkjun- um er ef til vill virðulegasta keppni landsmótanna. Auk þess að veita "V mcistaratitil Bandaríkjanna veitir keppnin einnig stig til landsliðsrétt- inda. í ár unnu gamlir jaxlar, Kaplan, Kay, Root og Pavlicek nauman sigur á sveit frá Suðurríkjunum og inn- sigluðu þar með landsliðsréttindi sín fyrir árið 1987. I úrslitaleiknum kom fyrir athygl- isvert spil og var það samdóma álit sérfræðinga, sem útskýrðu spilin, að eftir trompútspil væri samningurinn dauðadæmdur. Lou Bluhm frá Suðurríkjunum af- sannaði það með þvi að vinna spilið á skemmtilegan hátt. En hvort vild- uð þið, lesendur góðir, spila vöm eða sókn í spilinu? Vestur gefur/a-v á hættu Nordur A K106 ÁG53 O DG95 + 104 Austur * Á4 D964 O 82 * G9862 SUÐUK + DG852 OÁK63 + K75 Þar sem Bluhm og makker hans sátu s-n, gengur sagnir á þessa leið: Vestur Norður Austur Suður pass pass pass i + pass 2 + pass 4 + Tveggja laufa sögnin var Druiy- sagnvenjan sem sýndi styrkleika og spaðastuðning. Vestur spilaði út trompi, austur drap á ás og spilaði meira trompi til baka. Spilið virtist nú vonlaust til vinnings, að dómi útskýrenda. En Bluhm fann vinningsleið. Hann spilaði hjartaás, trompaði hjarta, fór inn á tígul, tromp- aði hjarta, fór aftur inn á tígul og trompaði síðasta hjartað. Endastaðan var nú þessi: Vlpti h Norðuk + 10 V - O 95 + 104 Austuh A 9 A - - v - 0 10 o - + ÁD3 + G9862 SUÐUR + 0 ÁK + K75 Bluhm á nú enga innkomu á blindan til þess að taka trompið af vestri. En það gerir ekkert til því hann spilaði tveimur hæstu í tígli. Það er sama hvað vestur gerir, ef hann trompar er hann endaspilaður, en trompi hann ekki, þá em tíu slagir í húsi. Sjálfsagt hafið þið verið búnir að koma auga á vinningsleið Bluhm og þar með valið þann kost að spila sókn- ina. En það er vömin sem á síðasta orðið: Eftir trompútspilið drepur austur á ás og spilar laufagosa. Síðan er meira trompi spilað. Spili austur einhverju öðm laufi getur sagnhafi unnið spilið með því að láta lítið tvisvar. Þá getur vestur ekki trompað i þriðja sinn út án þess að gera laufakónginn góðan. Bridge Stefán Guðjohnsen Bikarkeppni Bridgesamband íslands Úr 1. umferð bikarkeppni Bridge- sambands íslands er eftirtöldum leikjum lokið til viðbótar þeim sem áður hefur verið sagt frá: Sveit Gísla Tryggvasonar, Reykja- vík, sigraði sveit Brynjólfs Gestsson- ar, Selfossi. Gíslamenn tóku sig svo til og léku við sveit Ásgeirs P. Ásbjörnssonar, Reykjavík, í 2. umferð. Ásgeir vann þann leik með 15 stiga mun og er þar með önnur sveitin til að tryggja- sér sæti í 16 sveita úrslitum (ásamt Alla frá Eskifirði). Sveit Jóns Hjaltasonar, Reykjavík, sigraði sveit Magnúsar Sverrissonar, Reykjavik. Hætt var er hæst stóð (hátt fyrir sveit Jóns) og spilarar sneru sér að boltaglápi. Sveit Jóns fer því til Siglufjarðar í 2. umferð, til keppni við sveit Valtýs Jónasson- ar sem sigraði sveit Zarioh Hamadi frá Akureyri i 1. umferð. Á Akranesi var mikið fjör í bikarn- um sl. laugardag. Spilaðir voru þrír leikir í 1. umferð. Bikarmeistararnir, sveit Isaks Arnar Sigurðssonar frá Reykjavík, sigraði sveit Alfreðs Kristjánssonar. Sveit Alfreðs Vikt- orssonar, Akranesi, sigraði sveit Sigurðar Freyssonar frá Eskifirði og sveit Halldórs Hallgrímssonar frá Akranesi sigraði sveit Sigurðar ívarssonar frá Hvammstanga. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar sigraði sveit Kristínar Jónsdóttur frá Akureyri og sveit Stefáns Pálssonar, Reykjavík, sigraði sveit Stefáns Sveinbjörnssonar frá Svalbarðseyri. Síðan „skrapp“ sveit Sigtryggs Sig- Vestur + 973 K1072 0 1074 + ÁD3 Munið spumingakeppni Sprengisands

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.