Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1986, Side 24
24 DV. LAUGARDAGUR 21. JÚNÍ 1986. Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Sælkerinn Hvað er fi allalamb? Það er jafnan ánægjulegt þegar nýjar vörutegundir koma á mark- aðinn. Nýlega var farið að auglýsa nýja tegund af lambakjöti, „fjalla- lamb“. Sem kunnugt er er íslenska lambakjötið sérlega ljúffengt, hið nýja „fjallalamb" hlýtur að vera enn betra. Ekki liggja fyrir neinar upplýs- ingar um hvort hér sé um að ræða nýja tegund af sauðfé eða fé sem er sérstaklega alið. Nú vitum við að ýmis undur gerast í íslenskri matvælaframleiðslu, t.d. breytast Umsjón: Sigmar B. Hauksson kýr í naut í sumum sláturhúsum. Getur verið að sléttulömb breytist í fjallalömb í sömu sláturhúsum? Það er nauðsynlegt að neytendur fái nánari upplýsingar um hið nýja „fjallalamb" sem ku víst vera villi- bráð. Er mögulegt að fundist hafi villtur sauðfjárstofn hér á landi? Ef svo er þá er það stórfrétt. Varla getur þetta verið einhver auglýs- ingabrella? Já, það eru margar spurningar sem vakna í þessu sam- bandi og vonandi fæst svar við þeim sem fyrst. Eins og áður sagði er íslenska lambakjötið frábær vara, best er það af nýslátruðu, þess vegna væri gaman að vita hvort einhver sum- arslátrun yrði í sumar. Hvernig er það, er fjallalambið dýrara en venjulegt lambakjöt? Við bíðum spennt. Uppáhaldsrauð- vínið mitt Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hefur áhugi íslend- inga á léttum vínum stóraukist á síðari árum. Líklegast hafa hinar t.íðu ferðir íslendinga til Suður- Evrópu haft sitt að segja í þessum efnum. Þá hafa neys'uvenjur al- mennings breyst allverulega að undanförnu. Nú þykir ekkert til- tökumál að fara á veitingahús og fá sér að snæða, enda hefur orðið bylting í öllum veitingarekstri hér á landi. En hvemig skyldi vín- smekkur íslendinga vera? Við munum kanna það næstu vikumar. Hvert er uppáhaldsrauðvínið þitt? Fyrstur svarar þessari spum- ingu Ásgeir Tómasson, blaðamað- ur og morgunútvarpsmaður á rás 2. „Ég er hrifnastur af ítölskum vín- um,“ segir Ásgeir og heldur áfram. „Það má eiginlega segja að uppá- haldsvínið mitt sé Chianti Classico." Þá vitum við það. Þess má geta að i verslunum ÁTVR eru einnig til Santa Cristina Ch. Classico, Chianti Ruffino og Val- policella Doc. CLASSICO: Chianti vínin koma frá Toscana en bestu vínin kallast Chianti Classico. Koma þau frá svæði sem er á milli Florens og Sitna. Til eru fjölmargar tegundir af Chianti vínum. Þau eru að mestu pressuð úr fjórum berjategundum, San Gioveto, Cannaiolo, Trebbiano Asgeir Tómasson blaðamaður. og Malvasi. Hér áður fyrr var bast- karfa utan um flöskurnar en það þykir nú orðið of dýrt. Bestu ár- gangarnir af Chianti vínum á síðari árum eru árgangarnir 1980-1981. Founde á mat- seðli Duus Það er jafnan ánægjulegt þegar íslensk veitingahús brydda upp á einhverjum nýjungum. Veitinga- húsið Duus í Fischersundi býður nú gestum sínum nokkuð sérstak- an fonduerétt. Réttur þessi er þannig að gesturinn fær á borðið fonduepott sem í er kryddað kjöt- soð sem bragðbætt er með koníaki og nokkrar tegundir af kjöti og grænmeti og sósum, bæði heitum og köldum. Gesturinn dundar sér svo við að sjóða kjötið eftir smekk og snæðir það svo með grænmetinu og sósunum. Þegar kjötmáltíðinni er svo lokið er soðið drukkið eða borðað með skeið, það er sem sagt súpa. Þessi fondueréttur er bragð- góður og þarna má segja að gestur- inn ráði matreiðslunni sjálfur. Þessi máltíð er tilvalin fyrir þá sem vilja slaka á og borða góðan mat sem er örlítið öðruvísi en það sem menn eiga að venjast. Fondue var mjög vinsælt hér á landi fyrir nokkrum árum. Vinsæl- ast var að sjóða kjötið í matarolíu. Ostafondue hefur hins vegar aldrei náð verulegum vinsældum hér á landi, hvernig sem á því stendur. Hið nýja fondue, sem nú er á boð- stólum hjá Duus, er sem sagt kærkomin nýjung. Glóðarsteikt- ur lax Nú er sumarið komið, laxveiðin hafin og grillvertíðin hafin. Flestir glóðarsteikja kjöt en það má alveg eins glóðarsteikja fisk og er hann hreinasta lostæti. Laxinn er sér- lega góður glóðarsteiktur og hann er ekki svo dýr ef miðað er við verð t.d. á nautakjöti. Hér kemur ágæt uppskrift, það sem þarf er: 4 sneiðar lax, hver um 6 cm þykk 2 msk. matarolia 1 lítil laukur (saxaður) 1/2 tsk. salt örlítill pipar 2 tsk. sítrónusafi Matarolíu, lauk, sítrónusafa, salti og pipar er blandað vel sam- an. Laxasneiðarnar eru látnar liggja í þessum legi í klukkutíma. Laxinn er svo settur á glóðarrist (þess gætt að enginn laukur sé með) og glóðaður í 6-8 mín. á hvorri hlið. Laxinn er svo borinn á borð með góðu kryddsmjöri, hrás- alati og brauði. Hér kemur uppskrift að góðu kryddsmjöri: 100 g smjör 2 msk. fínt saxað dill 2 msk. hökkuð steinselja 1 rif hvítlaukur (pressað í hvít- laukspressu) 2 tsk. sítrónusafi Byrjið á því að blanda saman smjöri, dilli, steinselju og hvítlauk. Bragðbætið svo með sítrónusafan- um. Hvalkjöt þtisvar í viku Þá eru hvalveiðar hafnar og sam- kvæmt nýjustu fréttum eiga Islend- ingar að snæða hvalkjötið sjálfir, það má aðeins flytja út það kjöt sem við getum ekki hesthúsað sjálfir. Það má því búast við að hvalkjöt verði á boðstólum í flest- um kjötverslunum nú í sumar. Hvalkjötið mun því „keppa“ við aðrar kjöttegundir og líklegast mun það verða ódýrara en t.d. lambakjöt. Sem kunnugt er er hvalkjöt ág- ætt til átu og gætum við lært mikið af Japönum varðandi matreiðslu þess. Andstaðan gegn hvalveiðum eykst stöðugt í heiminum. Það eru því líkur á að hvalveiðar verði ekki stundaðar hér á landi í framtíð- inni. Þetta verður því kannski síðasta sumarið sem hvalkjöt verð- ur á markaðnumm hér á landi, hver veit. Súr hvalur hefur þótt algjör nauðsyn í þorrabakkann. Þeir sem framleiða þorramat verða því að fara að hamstra hvalrengi svo súr hvalur verði á boðstólum á næstu þorrablótum. Og þeir sem þurfa að spara ættu því að fylla frystikist- una af hvalkjöti í sumar. g r W, 'Í| ■ J' I Er þetta fjallalamb?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.