Dagblaðið Vísir - DV - 28.06.1986, Síða 17
DV. LAUGARDAGUR 28. JUNl 1986.
17 ..
Grænlendingarnir komu skemmtilega á óvart. Þeir sýndu þrjá einþáttunga
í Iðnó. Það gamla leikhús hefur trúlega ekki áður angað af lýsi og skinnum.
Danska götuleikhúsið vakti mikla athygli vegfarenda um Lækjartorg. Þar
birtust kóngar og drottningar og aðrar fígúrur nauðsynlegar f torgsýningar.
einkað sér fallegt myndmál og
látbragð, stutt af margþættri tónlist
- sýndu sína tragísku viðureign við
rembingslegan yfirgang hinna nor-
rænu stórþjóða gegnum aldimar -
og gerðu það þannig að við - fákunn-
aridi um menningu þeirra og lífsskil-
yrði - munum eftirleiðis veita þeim
sérstaka athygli.
Til hvers að leika?
Þessi norræna leiklistarhátíð hefur
verið rækilega undirbúin. Skipulag
allt virðist vera í besta lagi og gestum
séð fyrir lesefni og upplýsingum
þannig að enginn þarf að svífa í vill-
um utan við það sem á boðstólum
er. Utgangspunktur hvers leikhóps,
þ.e. norrænn og þjóðlegur menning-
ararfur, hefur orðið til þess að hver
hópur fyrir sig hefur lagt upp í vinn-
una á eigin forsendum sem síðan
sameinast öðrum þátttakeridum í
einum punkti og skapar umræðu-
grundvöll eða sjónarhól yfir arf
norrænna manna - og starfsemi
áhugaleikara.
Fyrir íslensk leikfélög er það svo
sérstakt íhugunarefni til hvers skal
unnið í framtíðinni: á að starfa í leik-
félagi í þeim tilgangi að fá útrás fyrir
leikhæfileika og löngun til að standa
á leiksviði, eða á að nota félagsskap-
inn og aðstöðuna til að kanna eigin
tilveru, sögu byggðar og pólitík. í
þeim verkum, sem sýnd voru á nor-
rænu hátíðinni, var næsta fátt um
„dramatískar persónur", miklu frem-
ur að markaðar væru týpur og síðan
unnið út frá mynd, staðsetningu og
rödd. Flestar sýninganna studdust
skemmtilega við leikmynd og tónlist-
arumgjörð - og sem betur fer lítið
um það að lítt leikskólað fólk væri
að þröngva sér inn í erfið leikhlut-
verk upp á von og óvon.
Markmið áhugaleikstarfsins getur
vitanlega verið af ýmsum toga. En
marki menn i upphafi ákveðinn til-
gang - tilgang sem tengist umhverfi
fólks á hverjum stað, hlýtur áhuga-
starfið að koma fleirum við - jafn-
framt því sem það hristir þá upp í
atvinnuleikhúsunum sem nú um
stundir stefna öll í að verða einhvers
konar borgaraleg leiklistarsöfn
ffemur en lifandi leikhús. -GG
50% AFSLÁTTUR Á STÆKKUNUM
yfir 60 móttökustaðir á landinu
Athugið! Afsláttarmiðar 91
fylgja í framköllunar- JéBb
pokunum frá okkur.
o#>arói/é><r<r -
Góð mynd verður betri stækkuð
Alfa Romeo Alfasud Ti 1982,
lítið ekinn og gullfallegur.
Ný low profile dekk og fleiri
aukahlutir. Þrælsprækur bíll.
Alfa Romeo Alfasud 1980,
ekinn 52.000 km. Einn eig-
andi. Sérlega fallegur.
Alfa Romeo Alfetta 2, D,
1982, ekinn aðeins 30.000
km. Einn eigandi. Sérstakur
bíll á góðu verði.
\
I / CHRYSLER