Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1986, Síða 35
 MÁNUDAGUR 14. JÚLÍ 1986. Hér sjást sigurvegarar í hjólreiðakeppninni kampakátir með árangurinn. Sparísjoðsstjorinn veitti verðlaunin Frá smáauglýsingadeild D V Vegna mikils álags á símakerfi okkar milli kl. 21 og 22 biðjum við auglýsendur vinsamlega um að hringja fyrr á kvöldin ef mögulegt er. Hringið í síma 27022. Nýr umboðsmaður GRUNDARFJÖRÐUR Arndís Magnúsdóttir, Grundargötu 28, sími 93-8626/8604 Nýr umboðsmaður HELLISSANDUR Kristín Benediktsdóttir, Naustabúð 21, sími 93-6748 Ökuleikni BFÖ og DV var haldin á Flateyri þann 5/7 sl. Keppnin var á óheppilegum tíma vegna þess að fáir voru í bænum. Hjólreiðakeppnin og ökuleiknin voru haldnar á íþróttavell- inum og mættu þó nokkrir. I kvenna- riðli urðu úrslit þannig að í íyrsta sæti varð Kristín Magnúsdóttir á Lada 1600 með 2% refsistig. í öðru sæti varð María Gunnlaugsdóttir á Mazda 626 með aðeins einu refeistigi meira, eða 297 refeistig. í karlariðli urðu úrslit þannig að í fyrsta sæti varð Haukur Njálsson á Volvo 244 með 211 refeistig. í öðru sæti varð Guðmundur Baldursson, líka á Volvo 244, með 249 refsistig. Reiðhjólakeppnín var líka haldin á malarvellinum þannig að árangurinn yar ekki eins góður og hefur verið á flestum stöðum, þar sem keppt hefur verið á malbiki. Úrslit urðu þannig í hjólreiðakeppninni að í fyrsta sæti eldri flokks varð Ragnar Már Gunn- arsson með 70 refeistig, í öðru sæti varð Bjami ívarsson með 79 refeistig og í þriðja sæti varð Luther Ólafsson með 109 refeistig. I yngri flokki varð Þórir Traustason með 129 refeistig í fyrsta sæti. í öðru sæti lenti Ivar Krist- insson með 148 refeistig og í þriðja sætið Auður Ester Guðlaugsdóttir með 160 refeistig. Sparisjóður Önundarfjarðar gaf verðlaunin og sjálfúr sparisjóðsstjór- inn veitti verðlaunin. Hörð keppni um efstu sætin á Sauðárkróki Konumar létu sig alveg vanta á Sauðárkróki um síðustu helgi þegar ökuleiknin var haldin þar í bæ. Það hefur loðað svolítið við kvenþjóðina að hún hafi verið rög að taka þátt í ökuleikninni. En forráðamenn öku- leikninnar halda því fram að keppnin sé ekki síður fyrir konur en karla, þar sem allir þurfi að rifja upp umferðar- merki og -reglur og allir hafi gott af þvi að vita hversu vel þeir þekki bílinn sem þeir aka. Því hvetjum við konur til að fjölmenna í keppnina. Hart var barist um efetu sætin á Sauðárkróki. Ekki vom nema örfáar sekúndur sem skildu efetu keppendur að. Steindór Ámason sýndi þó mesta snilli og sigraði á Lancemum sínum með 126 refsistig. Annar varð Kristján Kristjánsson á Cortina með 131 refei- stig og í þriðja sæti varð Valdimar Bjamason á Ford Escort með 133 refei- stig. Ekki var munurinn mikill, aðeins 2 sekúndur milli 2. og 3. keppanda. Þess má geta að á Sauðárkróki mætti einn olíubíll til leiks, eins og á Dalvík, nema þessi var fulllestaður með olíu. Hann mætti í keppnina og var svo rokinn suður í V armahlí ð með olí una. Enn heldur góða veðrið áfram að leika við keppendur ökuleikninnar og var um 24 stiga hiti og sól í keppn- inni, en nokkur strekkingur. Gefendur verðlauna á Sauðárkróki vom tré- smiðjan Borg. Reyndar styrkti tré- smiðjan keppnina meira en að gefa verðlaunin, því hún veitti keppninni einnig fjárhagslegan stuðning að auki og vilja forráðamenn ökuleikninnar færa trésmiðjunni Borg kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. LAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Þjónustuíbúðir aldraðra, Dalbraut 27. Starfsfólk í 75% starf í þvottahús. Skrifstofumann í 50% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 15. júlí 1986. REYKJAVÍK GARÐABÆR Laugateig Sigtún Hofteig Silfurteig Gullteig Fornuströnd Látraströnd Vesturströnd Barðaströnd Vfkurströnd Torfufell Keilufell I Marargrund Ránargrund Ægisgrund Ásgarð AFGREHDSLA Þverhohi 11 - Sími 27022 Steindór Ámason náði að merja út sigur með 5 sekúndna forskoti og kemst hann því í úrslitin fyrir sunnan i hausL Hér ekur hann Lancemum sinum til sigurs. «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.