Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Page 3
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. 3 Fréttir Snör handtök: Markaði heimalning nágrannans Sá atburður varð í Austur- Húnavatnssýslu fyrir skömmu, er Björn á Löngumýri, er nú býr búi í Vesturhlíð, var að reka fé sitt heim til rúnings, að heimaln- ingurinn í Litladal stökk inn í fjárhóp Bjöms. Litlidalur er næsti bær við Vesturhlíð og þar býr Svavar bóndi Jóhannsson. Er Bjöm hafði komið fé sínu x rétt varð honum ljóst að tvö ómörkuð lömb vom í hópnum. Hann vissi af öðru en áleit sem svo að ærin hefði verið tvílembd og var þvi ekkert að hika við að setja mark sitt á þau bæði. Um kvöldið skilaði heimalningurinn sér hins vegar heim í Litladal til að fá pelann sinn og varð Svavar bóndi ákaflega hissa að sjá mark Bjöms í Vesturhlíð á lambinu. Með einu símtali skýrðust málin þó og Svavar brennimerkti sitt eigið mark ofan í mark Bjöms. Skildu menn sáttir og einu eft- irhreytur þessa máls eru þær að eym heimalningsins em dáiítið en ! v< >m. -EIR Slasaðist um borð í togara Siguiján Egðsson, DV, Ólafevik; Það óhapp átti sér stað um borð í togaranum Má frá Ólafsvík sl. miðvikudag að einn skipverja klemmdist illa á hendi. Maður- inn varð á milli toghlera og lunningar þegar verið var að hífa inn trollið. Már var staddur á IÁtragrunni þegar slysið varð. Hélt hann til Ólafsvíkur með þann slasaða. Maðurinn var síðan fluttur til Reykjavíkur til frekari læknis- meðferðar. Ekki er ennþá ljóst hversu mikil meiðsl hans em. „Reykjavíkunnyndin: Sýnd í Há- skólabíói til ágústloka „Reykjavíkurborg tók bíóið á leigu og verður myndin sýnd hér út mánuðinn á 5-sýningum og er aðgangur ókevpis,“ sagði Frið- jón Guðmundsson, sýningar- maður í Háskólabíói. Myndin, sem hér um ræðir, er kvikmynd Hrafhs Gunnlaugssonar „Reykjavík, Revkjavík". „Þetta er heimildarmynd Og eign Reykvíkinga og auðvitað verður að sýna hana. En við höfum vart hafl tíma til að anda ennþá þannig að ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður um mánaðamótin," sagði Stefán Kristjánsson, framkvæmdastjóri afinælisnefixdar. Sagði Stefán að vel kæmi til greina að færa myndina í minni sal en það færi eftir aðsókn og áhuga fólks. „Við höfum orðið varir við áhuga erlendis frá um að fá til sýningar búta úr myndinni og erum við ánægðir með það. Yrði þetta þá gert fyrir milligöngu sendiráða okkar erlendis og er alveg möguleiKi að gerður verði 30 mínútna bútur úr myndinni, settur á videospólu og sendur út. Yrði þetta góð kynning fyrir borgina," sagði Stefán Kristjáns- son. JFJ Rafmagnsljós taka við af blöðrunni - DV reynir nýja áfengismæla lögreglunnar „Þetta nýja tæki til mælingar á ölvun hjá ökumönnum hefur fyrst og fremst mikinn spamað í för með sér og er töluvert hentugra í notkun. Það tekur við af blöðrunni en þar er hvert munnstykki mjög dýrt. I þvi eru kristallar sem skipta litum en nýi mælirinn sýnir rafmagnsljós," sagði Óskar Ólason yfirlögreglu- þjónn, aðspurður um nýjan alkóhól- mæli sem lögreglan hefur nú tekið í notkxm. Nýjtmgin er lítið rafmagnstæki sem andað er í með einföldu munn- stykki og í því eru ljós í þrem litum sem kviknar á við alkóhólprufu. Grænt ljós kviknar ef ökumaður hefur ekki smakkað áfengi eða lítið, er undir 0,25 prómillum, gult ljós táknar áfengismagn frá 0,25-0,50 prómill sem þýðir að ökumaður er sendur í blóðprufu og loks er rautt ljós sem þýðir yfir 50 prómill áfengis- magn í blóði og að ökumaður er greinilega kominn yfir markið. Til að athuga nánar virkni hins nýja alkóhólsmælis brugðu tveir blaðamenn DV sér niður á umferðar- deild lögreglunnar við Hverfisgötu og fengu að reyna báðar gerðir áfengismæla eftir að hafa neytt lítils magns af áfengi. Annar hcifði drukk- ið u.þ.b. eitt og hálft glas af meðal- sterku rauðvíni og hinn einn tvöfaldan drykk af koníaki. Raunar urðu rúðurstöður blöðrunnar og nýja mælisins nokkum veginn þær sömu en þó kom á óvart hverjar þær urðu. Sá blaðamaðurinn, sem neytt hafði létta vínsins, reyndist vera á mörk- um gula og rauða ljóssins á nýja mælinum og sýndi töluverð litbrigði þegar mælt var með blöðru sem þýð- ir að sá hefði verið sendur í blóð- prufu, enda greinilega við ölvunarmarkið. Hins vegar hefði ekki reynst ástæða til að senda þann sem sterka vínsins neytti í blóðprufu þar sem nýi mælirinn sýndi gult ljós og þótt munnstykkið á blöðrunni sýndi litabreytingar voru þær ekki það miklar að ástæða þætti til blóð- prufu. Eins og Guðmundur Ingi Sigurðs- son, varðstjóri á umferðardeild, sagði er það nokkuð einstaklings- bundið hve mikið mælist af áfengis- magni í blóði eftir tilraun á við þessa svo ekki er hægt að staðhæfa neitt um hvort létt vín mælist frekar en sterkt á áfengismælum eða öfugt. Hins vegar bar blaðamönnum saman um að þægilegra reyndist að blása í nýja tækið en blöðruna og útkoman úr því varð skýrari. Ekki má heldur gleyma því að hver áfeng- ismæling með því er u.þ.b. hundrað krónum ódýrari en gamli mátinn. -BTH Blaðamenn DV prófa gamla og nýja mátann, blöðruna og rafmagnsmælinn. DV-myndir Oskar Öm Nýi áfengismælirinn sem tekur nú við af blöðrunni. PIERRE VANDEL NÚ í REYKJAVÍK Opið til kl. 20 i kvöid í ölium deildum. NYJA FRANSKA LÍNAN fyrir nýtísku heimili JIE KORT ■uis A A ▲ ▲ A A □ CD3 Diapasa ■_iC,_cr i_ikJuuqj L3 u-ijpajiijí^ iuhDumuiu>ihiíI kaiii. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild, sími 28601

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.