Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Fréttir Magnús G. Friðgeirsson, framkvæmdastjóri búvörudeildar Sambandsins „Meginhlutverk búvörudeildar- innar er að vera sölutæki sláturleyf- ishafanna fyrir afurðir þeirra sem þeir selja ekki í sínu heimahéraði. Þessar afurðir senda þeir í sameigin- legt sölufyrirtæki og það ber að annast sölu á þeim mörkuðum sem eru fyrir utan þeirra svæði sem er annars vegar Reykjavíkursvæðið og hins vegar erlendir markaðir. Síðan hefúr deildin með höndum kjötiðnað sem hún rekur fyrir eigin reikning og reynir að halda uppi eðlilegri vöruþróun í sambandi við kjötsölu." - Ert þú sammála þvi að rekja megi hið háa verð á kindakjöti til milliliðanna í landbúnaði og einok- unarfyrirkomulags Sambandsins? „Nei, ég er ekki sammála því. En það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir þessu. Ég held að þetta sé sam- eiginlegur vandi allra þeirra þátta ' sem tengjast kjötinu. Staðreyndin er sú að Island er harðbýlt land og það er hægt að framleiða í sumum tilfellum ódýrara en hér. Þar við bætist að sláturtími er mjög stuttur. Samgöngur voru mjög slæmar sem gerði það að verkum að byggð voru sláturhús út um allt land. Samgöng- umar hafa batnað verulega og forsendur fyrir fjölda sláturhúsa koma til með að breytast og hafa þegar breyst gífurlega. Tæknivæð- ingin hefúr einnig breytt mjög forsendunum fyrir fjölda bænda. Þá tel ég að margar leiðir séu fær- ar til spamaðar í heildsölunni. Á tveimur til þremur árum ætti að vera hægt að gera miklar breytingar til batnaðar. Allir þættir þarfnast breytinga: bændaþátturinn, slátur- húsaþátturinn og heildsöluþáttur- inn.“ - Hefúr þetta háa verð ekki orðið til þess að stórlega hefur dregið úr neyslu kindakjöts innanlands með þeim afleiðingum að greiða hefur þurft hundruð milljóna til útflutn- ingsbóta og niðurgreiðslna? „Ég mundi ekki vilja orða þetta þannig. Við skulum gera okkur grein fyrir því að hér er dýrara að framleiða. Ég vil heldur ekki segja að hér sé óhóflegur milliliðakostnað- ur. Ef við lítum til nágrannalanda okkar þá er hlutfall slátur- og heild- sölukostnaðar af heildarverðinu miklu hærra heldur en hér gerist. Samt sjáum við fram á leiðir til úr- bóta. Sú spuming hlýtur þá að vakna hvort ekki aukist kostnaður við' aðra liði þegar tekst að spara á einhveijum sviðum. Það er til dæmis líklegt að kostnaður eigi eftir að aukast í sambandi við vömþróun sem miðast á að því að haga henni eftir breyttum þörfum neytenda og láta hana falla betur að því þjóð- félagi sem við búum í nú.“ - Hvaða úrbætur ert þú að tala um? „Það er ekkert langt síðan við fór- um að pakka kjöti í lofttæmdar umbúðir. Við höfðum verðlagning- arkerfi sem kom í veg fyrir að það væri hægt. Það var aðeins fyrir tveimur árum sem þetta kerfi var lagt niður og frá þeim tíma hefur orðið gífurleg breyting. Áður var þetta þannig að heildsöluaðilinn mátti ekki leggja á kjötið fyrir vinnslu- og pökkunarkostnaði. Það gerði það að verkum að þetta starf þurfti að eiga sér stað í verslunun- um. Þær voru ekki nægilega stórar til að standa undir þeim kostnaði sem eru samfara þessum lið.“ - Sambandið hefúr verið gagnrýnt fyrir lítinn áhuga á útflutningi kindakjöts. Er það rétt að SÍS bregð- ist alltaf harkalega við þegar útflutn- ing ber á góma? „Ég vil nú segja það að ef Sam- bandið bregst harkalega við þá er það til þess að sá útflutningur geti orðið. Það halda margir að Sam- bandið sé með einhveijar einokun- artilhneigingar í þessum efnum. Ég get upplýst að við verslum við eina sjö einstaklinga sem koma nálægt þessu útflutningshlutverki Sam- bandsins. Ég get nefrit að það er einstaklingur sem hefúr fúndið góða lausn á Japansmarkaði og annar á Hollandsmarkaði. Við höfum reyndar ákveðin sam- bönd á þeim mörkuðum sem við höfum unnið mest á. Við erum hins vegar tilbúnir um leið þegar einhver aðili sér leiðir til að selja kjöt á við- unandi verði og markaður er fyrir hendi í viðkomandi landi. Stað- reyndin er sú að það hafa mjög margir boðið sína liðveislu en ekki gert sér grein fyrir hvert hið endan- lega verð er eða hvoit til séu slátur- hús sem viðurkennd eru fyrir viðkomandi markað eða önnur ákvæði sem þarf að uppfylla. Þegar þeir svo reka sig á að ekki er hægt að uppfylla þær hugmyndir, sem þeir höfðu í upphafi, fara þeir gjaman í blöðin og segja að það séu annarleg- ar ákvarðanir að baki því að við viljum ekki taka þátt í þessu. Ef þessir aðilar sjá fram á að geta selt kjöt er þeim það frjálst." - Þú ert þá ekki sammála þvi að Sambandið vilji ekki gera neitt í út- flutningsmálum vegna þess að greiðslur úr ríkissjóði séu mun ör- uggari tekjulind en kaupendur erlendis, t.d. í Bandaríkjunum? „Síður en svo. Ríkissjóður ákvarð- ar verð á þessum samningsbundnu afurðum og okkar hlutverk er að reyna að ýta undir sölu. Hvort það er í gegnum íslenska einstaklinga sem vilja leggja þessu máli lið eða hvort við vinnum kjötið beint á markaði er algjörlega tilfinninga- laust af okkar hálfu. Að vísu erum við með nokkra markaði sem við höfum þróað og þekkjum til. Við erum að sjálfsögðu mjög ánægðir yfir þvi ef einhverjir sjá leiðir sem við höfum ekki komið auga á.“ DV-yfirheyrsla Texti: Arnar Páll Hauksson Myndir: Óskar - Sambandið hefur ekki brugðið fæti fyrir þessa einstaklinga? „Ef þú ert að vitna til Ameríku- markaðarins og þeirra skrifa sem átt hafa sér stað undanfarið ár þá vil ég segja þetta: í fyrsta lagi buðum við að þessir menn gætu alfarið tek- ið þessi mál í sínar hendur. Ef þeir vildu það ekki þá buðum við að ef þeir fyndu kaupendur mundum við geta aðstoðað gjaldfiítt við að útbúa útflutningspappíra og annast önnur fagleg atriði viðkomandi útflutn- ingsstarfinu. Það sem olli því að ekkert varð úr þessu var að það fannst ekki kaupandi sem hafði hug á að kaupa kjötið gegn þeim skilmál- um sem almennt gerast í viðskipta- heiminum." - Hefúr Sambandið gert nógu mik- ið í útflutningsmálum? Hafa ekki útflutningsbætur og geymslukostn- aður dregið úr áhuganum? „Ég vil ekki meina að útflutnings- bætumar spili nokkum þátt í þessu tilviki. Það má hins vegar alltaf spyija sjálfan sig hvenær búið sé að gera nóg. Svarið er alltaf nei því það er aldrei búið að gera nógu mikið. Þetta snýst einnig um hversu mikið fé er ætlað í markaðssetninguna og hver heildarstefnan er í framleiðslu- málunum. Við búum við það að það er heims- markaðsverð á þessum afurðum. Ný-Sjálendingar og Ástralíubúar em að auka sína framleiðslu og þeir ráða þessu heimsmarkaðsverði. Við höf- um ekki sætt okkur við sama verð fyrir okkar afúrðir og þeir fá. Það hefúr reyndar farið eftir því hvað einstakir markaðir viðurkenna. Sumir viðurkenna okkar vöm hik- laust sem betri, aðrir hafa fyrirvara og síðan em enn aðrir sem vilja okkar vöm síður. Við höfúm reynt að halda okkur á þeim mörkuðum sem vilja greiða okkur umfram markaðsverðið. Við komumst hins vegar ekki hjá því að þetta heims- markaðsverð setur okkur skorður. Ef menn em hins vegar að tala um að sleppa útflutningsbótunum þyrft- um við að fá þrefalt heimsmarkaðs- verðið. Við teljum að framkvæm- anlegt sé, og það hafi tekist, að ná frá 5 til 20 prósentum yfir þessum markaðsverði. Að ætla sér að ná þreföldu markaðsverði væri krafta- verk.“ - Sambandið hefur verið gagnrýnt fyrir að notfæra sér geymslukostnað sem tekjulind. „Þetta er reginmisskilningur. Sambandið á óvemlegar frysti- geymslur. Og þegar magnið er mest höfum við leigt geymslur hjá fyrir- tækjum og einstaklingum hér í bæ. Þau leigugjöld, sem við höfum greitt þar, hafa annaðhvort verið þau sömu eða eilítið yfir viðurkenndum geymslukostnaði. Ef eitthvað er hef- ur staðan orðið neikvæð í þessu dæmi. Og að Sambandið fái jákvæða niðurstöðu út úr geymslu er mis- skilningur." - Hvað um margumræddan milli- liðagróða í landbúnaðinum? „Ég hef aldrei komið auga á þenn- an milliliðagróða þennan stutta tíma sem ég hef starfað í þessum málum. Sláturhúsin eiga í mjög miklum erf- iðleikum og búvörudeild Sambands- ins hefúr ekki átt afgang heldur hið gagnstæða. Það hefúr verið eilítill halli. Ég kem því ekki auga á þenn- an milliliðagróða sem menn eru að tala um og vil því vísa þessu tali til föðurhúsanna og óska jafnframt eftir nánari skýringu. Menn hafa leikið sér að reiknings- dæmum og sagt að sú verðmæta- aukning, sem verður á húseignum sláturhúsa, sé milliliðagróði. Hvem- ig ætla menn að taka þann gróða og brúka? Rífa þeir hann upp úr þaki sláturhúsanna með kúbeini eða kemur þetta út úr einhverri maskínu sem prentar seðla í einu homi þeirra." - Kaupfélögin og sláturhúsin eru sem sagt ekki „skattstofúr" fyrir Sambandið? „Alls ekki. Það em bændumir sem eiga sláturhúsin í hveiju héraði í gegnum sitt kaupfélag. Sláturhúsið gerir ekkert annað en það sem bændur vilja að það geri og þeir stjóma þessu fyrirtæki. Búvörudeild Sambandsins getur ekki gert annað en það sem sláturleyfishafamir, sem að henni standa, fela henni að gera. Ég hef lagt áherslu á að skapa beinna samband milli bænda, slátur- leyfishafa og búvömdeildarinnar því eftir því sem þetta samband verður skýrara verður það betra að mínu mati.“ -Hvað um of háan sláturkostnað? „Of hár sláturkostnaður er fullyrð- ing úr lausu lofti gripin. Ég minntist á það hér að framan að slátur- og heildsölukostnaður er lægri hér en í nágrannalöndunum." - Hver er staðan á innanlands- markaði í sölumálum lambakjöts? „Það er að koma nokkuð ný mynd á markaðsmálin. Við em búnir að koma upp mjög öflugri pökkunarað- stöðu þar sem vörunni er pakkað á mjög myndarlegan hátt, enda eigum við ekki að sætta okkur við annað fyrir innanlandsmarkaðinn sem er okkar dýrmætasti markaður. Markaðssetningin hér hefur breyst mjög mikið bara á þessu ári og áður hafa til dæmis ekki þekkst eins líf- legar auglýsingar. Menn hafa gert sér grein fyrir að það þarf að hugsa vel um neytandann. Það þarf að færa honum vöruna í því ástandi að það sé ekki óhagstætt fyrir hann að kaupa hana.“ - Framtíðarhorfurnar? „Ég get ekki neitað því að við erum á villigötum hvað varðar stjómun kjötframleiðslunnar. Það fyrir- komulag að stjóma eigi heildarkjöt- framleiðslunni í gegnum eina grein og að hinar greinamar eigi að dansa við hliðina og hlíta öðrum lögmálum getur skaðað þá grein, sem er undir stjómun, ef þetta heldur áfram. Það verður annaðhvort að stjóma allri framleiðslunni eða engu.“ -APH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.