Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Fréttir Ný spá Hagstofunnar gerir ráð fyrir að íslendingum fjólgi Irtið úr þessu: Oldruðum fjólgar en bómum fækkar Ný mannfjöldaspá Hagstofunnar á vafalaust eftir að vekja talsverða um- ræðu hérlendis á næstu misserum. Spáin, sem Hagstofan mun formlega birta í næstu viku, gerir ráð fyrir að á næstu árum og áratugum dragi veru- lega úr fólksfjölgun á Islandi, bömum fækki hlutfallslega en öldruðum fjölgi. íslendingum fari svo að fækka fljót- lega eftir árið 2020. Islendingar em nú 242 þúsund tals- ins. Spáð er að árið 1990 verði þeir 250 þúsund talsins, 262 þúsund árið 2000 og nái að verða 276 þúsund árið 2020. Upp úr því fer þeim að fækka aftur. Nýbirtar tölur um fækkun fæðinga hafa vakið athygli. Nú er er svo kom- ið að hver íslensk kona eignast að meðaltali 1,9 böm á ævinni. Á árunum 1956 til 1960 eignaðist hver kona 4,2 böm að jafnaði á ævi sinni. Hratt dregur úr fólksfjölgun I hinni nýju mannfjöldaspá Hagstof- unnar kemur fram að undanfama áratugi hafi fólksfjölgun verið mun meiri hér á landi en í flestum iðn- væddum ríkjum. En síðustu ár hafi þó mjög dregið úr fjölguninni. Er búist við að sú þróun haldi áfram. Fóiksfjölgun var mest hér á landi á árunum 1950 til 1960, um og yfir 2% á ári. Á síðustu árum hefúr fólksfjölg- un verið um 1%. Spáð er að hún verði um 0,7% á næstu fimm árum. Efitir það verði hún 0,5% á ári fram að aldamót- um, en þá verði íslendingar 10% fleiri en þeir em nú. Eftir aldamót dregur enn úr fólks- fjölgun, samkvæmt spánni. Mun hún stöðvast fljótlega eftir árið 2020. Segir Hagstofan þó varasamt að treysta for- sendum um fæðingartíðni og flutninga svo langt fram í tímann. Milli 4.000 og 5.000 böm hafa fæðst á ári hverju síðastliðin 35 ár. Um þess- ar mundir fæðast innan við 4.000 böm á ári. Spáð er að fæðingar verði komn- ar niður í 3.400 böm um aldamót. Árlega deyja nú um 1.700 manns. Gert er ráð fyrir að sú tala hækki hægt og sígandi í 2.000 um aldamót. Dauðsföllum fjölgar ekki vemlega fyrr en eftir 2020, þegar fjölmennu árgang- amir, fæddir eftir 1950, komast á efri ár. Náttúmleg fjölgun, það er mismunur lifandi fæddra og dáinna, er nú um 2.200 manns en verður komin niður í um 1.400 manns um aldamót, sam- kvæmt spánni. Þjóðin eldist íslendingar em „ung“ þjóð miðað við nágrannaþjóðimar, þó að meðal- aldur íslendinga hafi hækkað talsvert undanfarin ár. Á næstu áratugum mun þjóðin „eldast“ enn frekar. Hlutfall ungmenna lækkar og öldnum fjölgar lítillega að tiltölu. Hlutur þeirra sem kallast mega á vinnualdri eykst. Böm og unglingar, innan 15 ára ald- urs, vom 35% þjóðarinnar árið 1960 og 26% árið 1985. Um aldamót verður þessi hlutfallstala komin niður í 20%. Það er eilítið hærri tala en sú sem nú er annars staðar á Norðurlöndunum. Hlutfall fólks á aldrinum 15 til 64 ára hækkar samkvæmt spánni úr 64% nú í 68% árið 2000. Það helst síðan stöðugt í 15 ár en tekur þá að lækka. Hlutfall aldraðra, 65 ára og eldri, hækkar hægt úr 10% nú í 12% árið 2000. Eftir árið 2010 tekrn- gamla fólk- inu að fjölga mjög hratt. Verður hlutfall þess komið upp í 17% árið 2020. í spánni er gert ráð fyrir að böm 6 ára og yngri, sem hafa verið um 30 þúsund að tölu síðastliðin 25 ár, verði ekki nema um 24 þúsund um aldamót. Á grunnskólaaldri em nú um 37 þúsund böm. Er áætlað að sá fjöldi haldist óbreyttur næstu 10 árin en lækki síðan niður í 30 þúsund um alda- mót. Á aldrinum 16 til 19 ára em nú um 18 þúsund manns. Verður sá fjöldi nánast óbreyttur árið 2000. Spáð er að hann fari síðan minnkandi. Forsendur spárinnar Spáin er miðuð við þróun mannfjöld- ans á íslandi og í nálægum löndum undanfarin ár. í aðalspá er miðað við Peningamarkaöur VEXTIR (%> hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 8-9 Lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb 6 mán. uppsógn 9.5-12.5 Ab.Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Ab Sparnaður - Lánsréttur Sparað í 3-5 mán. 8-13 Ab Sp. í 6 mán. og m. 9-13 Ab Ávísanareikningar 3-7 Ab Hlaupareikningar 3-4 Lb.Sb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1 Allir 6 mán. uppsögn 2.5-35 Lb Innlán með sérkjörum 8-16 Innlán gengistryggð Bandarikjadalur 5-7 Ab Sterlingspund 9-10.5 Ab.Vb Vestur-þýsk mörk 3.5-4 Ab Danskar krónur 5-7.5 Ab.Lb.Sb Útlán óverðtryggð Almennir víxlar(forv.) 15.25 Allir Viðskiptavixlar(forv.)(1) kgeog 19.5 Almenn skuldabréf(2) 15.5 Allir Víðskiptaskuldabréf(1) kge Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 7-9 Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5 árum 4 Allir Til lengri tíma 5 Allir Utlán til framleiðslu Isl. krónur 15 SDR 8 Bandarikjadalur 8.25 Sterlingspund 11.25 Vestur þýsk mörk 6 Spariskirteini 3ja ára 7 4ra ára 8.5 6ára 9 Með vaxtmiðum(4 ár) 8.16 Gengistryggð(5 ár) 8.5 Almenn verðbréf 12-16 Húsnæðislán 3.5 Lifeyrissjóðslán 5 Dráttarvextir 27 VlSITÖLUR Lánskjaravisitala 1472 stig Byggingavisitala 274.53 stig Húsaleiguvisitala Hakkaði 5% 1. júli HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs: Eimskip 200 kr. Flugleiðir 140 kr. Iðnaðarbankinn 98 kr. Verslunarbankinn 97 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá flestum bönkum og stærri sparisjóðum. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2% bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðar- bankinn, Ib=Iðnaðarbankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb=Útvegsbankinn, Vb = Verslunar- bankinn, Sp = Sparisjóðimir. Nónari upplýsingar um pengamark- aðinn birtast í DV á fimmtudögum. Hin nýja spá Hagstofunnar um mannfjölda á íslandi til ársins 2020. Með aðal- spá eru sýnd tvö frávik með mismunandi fæðingatíöni. DV þúsund þúsund Bömum og unglingum mun fækka, samkvæmt spánni. Hér eru sýndir þrír aldurshópar. það að bömum, sem hver kona eign- ast á ævinni, hafi eftir 7 ár fækkað úr 2,08 árið 1984 í 1,7. Þessi forsenda er við það miðuð að á íslandi hefur fæðingatíðni lækkað um helming á aldarfjórðungi. Þróunin hér á landi hefúr fylgt því sem gerst hefur í Vestur-Evrópu, nema að því leyti að hún verður seinna á Islandi. Um 1980 stöðvaðist hin hraða lækkun fæðingatíðninnar víða erlendis. Breyt- ist hún nú minna ár frá ári. Fæðinga- tíðni í mörgum Vestur-Evrópulöndum er nú víða á bilinu 1,3 til 1,7 böm, sem hver kona eignast á ævinni. Frávik frá aðalspánni gera ráð fyrir meiri fæðingatíðni og minni fæðinga- tíðni en er í aðalspá. I hærra tilvikinu er hún höfð óbreytt frá þvi stigi sem hún var árið 1984, eða 2,05 böm á hverja konu. Það er sú bamatala sem þarf til þess að kynslóðimar verði j afn- stórar þegar til lengri tíma er litið. I lægra frávikinu lækkar talan á 9 árum niður í 1,4 böm á ævi hverrar konu, en helst síðan óbreytt efiár það. Minnst óvissa er um mannslátin í mannfj öldaspánni. Tekið er mið af því hvemig ævi manna hefur lengst. Gert er ráð fyrir að því að meðalævin leng- ist um eitt ár á hveijum áratug. Fólksflutningar milli landa em teknir inn í spána. Gengið er út frá þvi að fjöldi brottfluttra umfram að- flutta verði 300 manns á ári. Arin 1968 til 1985 fluttu að meðaltali 380 fleiri af landi brott en til landsins. Er ekki talin ástæða til að ætla að útlending- um fjölgi mikið hér á landi. -KMU þúsund þúsund 25 - 25 - 20- 65 -69 ára 20- 70 — 74 ára 15- y i5- 10- 10- / 5- «*" I 5- —:""r^ I I I I I l " J i i i i i i r~ 1960 1980 2000 2020 1960 1980 2000 2020 þúsund 25- 20- 75 ára og eldri 15- 5- Aðalspá i i i i I ' 1960 1980 2000 2020 öldruðum fjölgar eins og linuritin sýna. Biliö milli fjölda þeirra sem fæðast og fjölda þeirra sem deyja minnkar stöðugt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.