Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Útlönd r Lúxemborgarar Irtt ginnkeyptir til þjónustu í minnsta Natóhemum Vegna legu sinnar á landamærum evrópskra stórvelda hafa Lúxemborg- arar löngum mátt sætta sig við átroðsiu erlendra herja í landi sínu. í síðari heimsstyrjöld var hertogadæmið innlimað í Þýskaland Hitlers og þúsundir Lúxemborgara sendir á vígstöðvarnar i stríði Hitlers gegn bandamönnum. Höll erkihertogans í Lúxemborg þar sem dátar standa einnig vörð. Hertoginn í Lúxemborg ræður yfir smæsta heraflanum í NATO. Sá her er aðeins 496 menn. Þegar hann tekur þátt í heræfingum Atlants- hafsbandalagsins þarf hann að fá lánaðan herbúnað hjá bandamönn- rnn sínum. Ef Lúxemborgarher þyrfti að bregða undir sig betri fætinum, þar sem átök hefðu brot- ist út annars staðar í Evrópu, kæmist hann ekki þangað nema að fá lánuð flutningatæki. Taka háskólana og banka- starfið framyfir Lög þessa furstadæmis takmarka heraflann við 430 óbreytta dáta og 130 foringja. Um þessar mundir vantar sextíu upp á að sú tala sé fyllt. - „Lúxemborgarar hafa aldrei verið tiltakanlega herskáir. Á frið- artímum eins og núna leiða þeir naumast hugann að því þótt þeir séu reiðubúnir til að berjast ef á landið yrði ráðist," segir ráðuneyt- isstjóri hermála, Michel Rob hershöfðingi. En jafnvel ævintýraþrá, vonir um utanferðir og vissa um öruggan feril í borgaralegu starfi að lokinni herþjónustu stenst ekki samkeppni við erlenda háskóla eða banka- starf. Framlög til hermála 1,2% af þjóðartekjum Árlega er varið 2,6 milljörðum Lúxemborgar-franka til hermála (sem samsvarar 2,4 milljörðum ísl. króna). Það eru aðeins 1,2% af þjóðarframleiðslunni. Það gerir ekki meira en standa undir kaup- um á jeppum, flutningabílum, handvopnum og skriðdrekabönum. - Island er eina NATO-ríkið sem eyðir minna til hermála. Undanfarið hefur Lúxemborg sent aðeins 180 menn til heræfinga sem efnt hefur verið til í Noregi og í Danmörku. Það er ekki nema helmingur þess mannafla sem þeim er ætlað að senda. Og þegar þeir hafa verið komnir á staðinn hafa þeir orðið að fá lánaðan búnað hjá heimamönnum. Hefur Lúxemborg- arstjórn í huga að fá leigðan bílakost hjá Norðmönnum til þess að leysa þennan vanda. Hafa engan flugvélakost nema farþegavélarnar Lúxemborg hefur gengist undir að leggja til 350 menn, ef þörf krefði til aðstoðar í norðurhluta vamarsvæðis bandalagsins. Þeir ættu að vera hluti af sérstökum auðhreyfanlegum liðsafla, sem ætl- unin er að geti skotist með engum fyrirvara hvert þangað sem átök brytust út. En að koma Lúxem- borgarmönnum þangað gæti orðið vandi. - „Við höfum ekki flutn- ingavélar svo að annaðhvort yrðu mennirnir að fara með áætlunar- flugi, eða við að fá farþegavélar leigðar. Og ekki höfum við nein farartæki til samgangna í snjóaó- færð,“ segir hermálaráðherrann, Marc Fischbach. Herinn aðeins 42 ára gamall Her furstadæmisins á sér ekki lengri sögu en aftur til síðari heim- styrjaldar. Þó er saga furstadæmis- ins krydduð mörgum ófriðar- og innrásardæmum. Þeir hafa þolað innrás Spánveija, Frakka, Austur- ríkismanna, Belgíumanna og Þjóðverja. Hlutleysi Lúxemborgar er orðið hefðbundið. 140 manna sjálfboðaliðasveitir þeirra stóðust auðvitað ekki skriðdrekasveitum þriðja ríkisins snúning þegar nas- istar réðust yfir landamærin 1940 og lögðu landið undir sig. Þúsund- ir ungra Lúxemborgara voru sendir til að beijast fyrir Þjóðverja á aust- urvígstöðvunum í Rússlandi. Sumir þeirra hlupust þó undan merkjum Þjóðverja og gengu í lið með Rússum og hundruð komust undan til þess að taka upp neðan- jarðarbaráttu með andspyrnu- hreyfingu Belga og Frakka eða berjast með Bretum, eins og feður þeirra höfðu gert 1914. Það var 1944 að útlagastjórn Lúxemborgar, sem sat í London, lét herboð út ganga og mælti með her- skyldu og þar með var fyrsti fastaher furstadæmisins stofnaður. Árið 1967 var herskylda lögð af og í hernum var fækkað úr 2500 manna liðsafla og niður fyrir fimm hundruð. - Ef Lúxemborg sendi sinn fulla kvóta til Norðurlanda yrðu næsta fáir eftir til að verja heimalandið eða flutningaleiðir til Þýskalands sem er annað aðal- hlutverk Lúxemborgarhers innan NATO. Til vara væri unnt að kveða til lögregluna og sextíu manna varalið sem hlotið hefur grundvall- ar herþjálfun, en hefur enga reynslu í átökum og enga bardaga- þjálfun. Aðalhlutverk á friðartímum er heiðursvörður Aðalhlutverk hersins á friðartím- um liggur í æfingum í fjalllendinu og hjálparstarfi, auk öryggisvörslu, lífvörslu og heiðursvarðstöðu við hertogahöllina. í lögreglu landsins eru ekki aðrir teknir en þeir, sem gegnt hafa herþjónustu. Sömuleið- is er það skilyrði fyrir starfsráðn- ingu hjá póstinum. Raunar er það svo að fyrrverandi hermenn eru látnir ganga fyrir við ráðningar í öll störf á vegum þess opinbera. Foringjar eiga góða möguleika á stöðuhækkunum, en vinnutíminn getur verið langur og ýmsir aðrir annmarkar eru á framabrautinni. Það er enginn flugher eða sjóher. Aðeins létt fótgöngulið. Engar konur í herþjón- ustunni Þótt skortur sé á sjálfboðaliðum í herinn hefur ekki verið gripið til þess að taka konur f herþjón- ustuna. Hefur það mál verið tekið upp hjá framkvæmdaráði Evrópu- bandalagsins sem Lúxemborg er aðili að. Er það mál rekið á grund- velli þess hvort í því birtist mismunun kynjanna. 1 bígerð er samning nýs lagafrumvarps sem gerir ráð fyrir að konur gegni her- þjónustu. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.