Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 14
14
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Otgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 450 kr.
Verð í lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Innanhúss-ágreiningur
I utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna voru menn og
eru ósáttir við meðferðina, sem íslendingar fengu í við-
skiptaráðuneyti landsins vegna hvalveiðimálsins. Þeir
sáu áratuga ræktun samstarfs við íslendinga hverfa í
súginn vegna lítilfjörlegs viðskiptamáls.
Þetta er einungis örlítið dæmi af mörgum um, að rík-
isstjórn Bandaríkjanna hefur ekki einn vilja. Þar er
hver höndin uppi á móti annarri. Ráðuneytin fara sínu
fram hvert fyrir sig án tillits til hinna. Ástandið er af-
leiðing stjórnleysis af hálfu Reagans forseta.
Nýlega seldu Bandaríkin fjögur milljón tonn hveitis
til Sovétríkjanna og greiddu hvert tonn niður um þrett-
án dollara. Þar með glöddu Bandaríkin höfuðandstæð-
ing sinn og rústuðu um leið efnahag bandamanna sinna
í Ástralíu, sem ekki hafa efni á að greiða niður hveiti.
Schulz utanríkisráðherra varð ókvæða við og sagðist
andvígur þessu háttalagi. En hagsmunir bandarískra
hveitibænda fengu að ráða á kostnað samskipta Banda-
ríkjanna við vinveitt ríki. Þannig varð utanríkisráðu-
neytið að sæta eyðileggingu langvinnrar uppbyggingar.
Alvarlegast er þetta ástand í afstöðunni til viðræðna
og samninga við Sovétríkin um takmörkun vígbúnaðar.
Ágreiningurinn innan Bandaríkjastjórnar er raunar ill-
vígari en ágreiningurinn við Sovétríkin og stendur í
vegi fyrir, að samið sé um aukið alþjóðaöryggi.
Dæmigerður var fundurinn í síðustu viku í Moskvu,
þar sem reynt var að undirbúa utanríkisráðherrafund
heimsveldanna, er á að halda eftir tæpan mánuð.
Moskvufundurinn átti upphaflega að vera fámennur og
persónulegur, en varð að hálfgerðum fjöldafundi.
í stað þriggja manna frá hvorum aðila mættu sjö
fulltrúar Bandaríkjastjórnar. Það kom nefnilega í ljós,
að hinar ýmsu klíkur urðu að hafa hver sinn fulltrúa.
Sérstaklega var varnarmálaráðuneytinu í nöp við, að
utanríkisráðuneytið eitt sæti að fundinum.
Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er
róttækur sovéthatari, sem hefur um sig hirð manna, er
dragá ákaft í efa gildi og nauðsyn samninga við Sovét-
ríkin. Hann fékk því framgengt, að harðlínumaðurinn
Richard Perle fengi að vera með til eftirlits. /
Ennfremur varð öryggismálanefnd forsetans að hafa
sinn fulltrúa, svo og afturhaldssamir ráðgjafar hans.
Afleiðingin var auðvitað, að nefndin í heild varð stefnu-
laus. Fulltrúarnir lágu hver á baki annars til að gæta
þess, að þeir spiluðu engu út.
Mjög erfitt hlýtur að vera að semja við svona ósam-
stæðan hóp, þar sem sumir eru beinlínis andvígir
samkomulagi - á þeim forsendum, að það leiði til and-
varaleysis á Vesturlöndum. Það gerir bandaríska
utanríkisráðuneytinu ókleift að fylgja mótaðri stefnu.
Stefnuráf Reagans milli hinna ýmsu sértrúarhópa í
ráðuneytunum dregur úr trausti Vesturlandabúa á for-
ustu Bandaríkjanna í samskiptum austurs og vesturs.
Þannig skaðast Bandaríkin í vígbúnaðarmálunum eins
og þau skaðast í hveitimálinu og hvalamálinu.
Við vitum, að stjórnleysið í Bandaríkjunum hefur
spillt samskiptum ríkisins við ísland. Við sjáum, að það
spillir samskiptum þess við Ástralíu og raunar velflest
vinveitt ríki. Verst er, að það dregur úr líkum á, að
mannkynið lifi af vígbúnaðarkapphlaupið.
Á þessu ári hefur nýja Sovétstjómin spilað út hverju
fhðar- og vinsældakortinu á fætur öðru, meðan Banda-
ríkjastjórn er óvirk vegna innbyrðis rifrildis.
Jónas Kristjánsson
„Og syndaregistrið í skipulagsmálum Reykjavíkurborgar er líklega eldra en öldin, sem við lifum á, ekki síst hvað
varðar þennan rima þar sem miðbærinn stendur.“
Skrifstofuhús
Alþingis og skipu-
lagsmál miðbæjarins
Fyrri grein
Ég vísa til þriggja greina í DV frá
16. ágúst sl. eftir Jónas Kristjánsson,
Ellert B. Schram og Jón Hjartarson.
Þessum greinum er það sameiginlegt
að höftmdar gagnrýna ótrúlega
sterkum orðum skipulagsmálin og
húsagerðarlistina í Reykjavík og er
ekki óíróðlegur lestur á 200 ára af-
mæli borgarinnar. Ég fæ ekki betur
séð en að allir þessir höfundar séu
á einu máli um það að Reykjavík sé
illa skipulög og arkitektúr borg-
arinnar í heild sinni bágborinn.
Ekki verður af lestri þessara
greina séð að neinn höfundanna
vænti sér mikils af skipulagsmálum
ráðamanna Reykjavíkur, hvort
heldur er nú um stundir eða þótt
lengra sé litið fram í tímann. Um
það efhi segir Ellert B. Schram t.d.:
„Ugglaust verður búið að rífa allar
blokkimar og Bemhöftstorfumar að
öðrum 200 árum liðnum og nýmóðins
byggingarlist tekin við.“
Lýsing Jóns Hjartarsonar
Um yfirbragð horgarinnar segir
Jón Hjartarson: „Ókunnugum
finnst þetta eflaust miðlimgi snotur
bær, fremur fátækur að sögulegum
mannvirkjum og fögrum byggingum.
Byggingarlistin í þessum hæ er með
afbrigðum sundurleit. Þar er naum-
ast að finna heillega húsaröð... í
kvosinni standa á víxl gömul, lág-
reist timburhús og háar steinblokkir.
í úthverfunum ægir saman áhrifúm
héðan og þaðan, sumt hjákátlegar
eftirlíkingar.“ Um skipulag borgar-
innar segir sami höfundur: „Skipu-
lag borgarinnar er hálfgerður
bastarður... og umferðaræðar eru
æði hnökróttar... Göngugatan í mið-
bænum er hálfhallærisleg, enda bara
hálfgata."
Af fleiru er að taka hjá Jóni Hjart-
arsyni, en þetta verður að nægja til
að sýna álit hans á útlitsfegurð
Reykjavíkurborgar, enda komið að
því að hugleiða grein Jónasar Krist-
jánssonar sem er aðaltilefni þess að
ég set þessar línur á blað.
Stefna reist á misskilningi
Fram kemur í grein Jónasar
Kristjánssonar að hann er almennt'
ósáttur við skipulagshugmyndir
meirihluta borgarstjómar Reykja-
víkur, ekki síst hvað varðar mið-
bæinn eða „Kvosina", eins og nú er
sagt. Ekki ætla ég að lá Jónasi það
ósætti því að ég er honum sammála
í ýmsum grundvallaratriðum. Ég er
honum sammála um það að sá
grundvallarmisskilningur ríkir
varðandi miðbæinn að þar sé enda-
laust hægt að bæta við nýjum
stórhýsum og þenja sífellt út starf-
semi stjómsýslustofiiana og banka á
þessu þrönga svæði. En þessi „mis-
KjaUaiinn
skilningur" er, þrátt fyrir allt, lagður
til grundvallar miðbæjarskipulag-
inu, hann er beinlínis forsenda alls
þess sem gera á varðandi skipulags-
mál og útlit miðbæjarins. Ég sé hins
vegar ekki að þar verði neinum
vömum við komið eins og allt er í
pottinn búið. Skipulagsstefnan hefur
verið tekin (þótt reist sé á misskiln-
ingi) og framkvæmdir á grundvelli
hennar þegar hafiiar.
Byggingarsagan í hnotskurn
M.ö.o.: Ráðamenn Reykjavíkur-
borgar hafa ákveðið að þenja starf-
semi gamla miðbæjarins út til hins
ýtrasta. Þeir hugsa sér að á mjóu
hafti milli sjávar og tjamar skuli um
ókomin ár (og aldir?) vera höfuð-
borgarkjarni íslands, eins og hann
hefur verið og eins og hann hefur
þróast í eina og hálfa til tvær aldir.
Húsfriðunarhugmyndir mega sín lít-
ils í þessari skipulagsstefim, raunar
einskis. Skipulagsstefiia Reykjavík-
ur (a.m.k. hvað miðbæinn varðar)
er með þeim ósköpum fædd að göm-
ul hús verða að hverfa. Nýhýsi í
Reykjavík hafa raunar aldrei verið
hönnuð með það fyrir augum að falla
að gamalli byggð. Byggingarsaga
Reykjavíkur í 80-100 ár talar þar
ským máli. Þarf ekki annað en fletta
myndabókum til þess að sjá það, eða
horfa með athygli á húsabáknin í
miðborginni og „skrautlegar" við-
byggingar þeirra (sem reist em á
ýmsum tímum) og lesa þróunarsög-
una af þeim. Ég bendi á tvö fræg og
fyrirferðarmikil hús: Landsbankann
og Útvegsbankann. Þar hafa verið
reist hús utan um hús og alls kyns
bíslög þar á ofan. Nefna mætti önnur
dæmi: Landsímahúsið, Iðnaðar-
bankann, Nýja bíó og Morgunblaðs-
húsið, að ógleymdri höfuðsnilldinni
sjálfri, Hafnarstræti 20. Það er fyrir
þessa skipulagsstefnu (sem orðin er
gömul) að lýsing Jóns Hjartarsonar
á yfirbragði miðbæjarins fær staðist:
„í Kvosinni standa á víxl gömul,
lágreist timburhús og háar stein-
blokkir." Það er fyrir þessa tegund
smekkvísi að Jón Hjartarson sér rétt
þegar hann segir: „Þar er naumast
að finna heillega húsaröð."
segja „sögulega hefð“. I þeim sann-
leika má finna nokkrar málsbætur
fyrir þá sem nú ráða skipulagsmál-
um. Þeir em, ef maður vill vera
sanngjam, arfþegar að gömlu og
langvarandi smekkleysi í uppbygg-
ingu miðbæjarins. Það er þvi mikið
til i þvi, sem kaldhæðnir menn segja,
að áfram verði að halda á sömu braut
til þess að koma einhverju systemi
í galskapið. Út frá þeirri forsendu
er auðvitað rökrétt að rífa niður
gömul, lágreist hús við Lækjargötu,
svo að Nýja bíó og Iðnaðarbankinn
fái notið sín, fjarlægja Fjalaköttinn
til þess að Morgunblaðshúsið geti
staðið og gera aðrar ámóta ráðstaf-
anir til þess að fullkomna skipulags-
hugmyndir ráðamanna Reykjavíkur
- fyrr og síðar vil ég segja. En allt
minnir þetta reyndar á að í upphafi
skyldi endirinn skoða og að ein
syndin býður annarri heim. Og
syndaregistrið í skipulagsmálum
Reykjavíkurborgar er líklega eldra
en öldin sem við lifúm á, ekki síst
hvað varðar þennan rima þar sem
miðbærinn stendur.
Framhald þessarar greinar mun
birtast í blaðinu á mánudag. Þar
verður rætt um þá hugmynd að reisa
skrifstofúhús handa Alþingi á lóðum
þingsins vestan við Alþingishúsið
og hvaða rök mæla með því að byggt
verði hús af þeirri gerð sem verð-
launateikning Sigurðar Einarssonar
gerir ráð fyrir.
Ingvar Gíslason.
Ingvar
Gíslason,
forseti neðri deildar Alþingis
System í galskapið
Af þessu stutta yfirliti mínu af
byggingarsögunni má sjá að skipu-
lags- og byggingarstefnan í Reykja-
vík á sér aldagamla og næstum að
„Það er því mikið til í því, sem kald-
hæðnir menn segja, að áfram verði að
halda á sömu braut til þess að koma ein-
hverju systemi í galskapið.“