Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Side 15
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. 15 Skattagleði nkisstjómarinnar Nú að undanfömu hafa skattamál verið mikið til umræðu bæði hjá al- menningi og ráðamönnum. Fjármálaráðherrann, Þorsteinn Pálsson, keppist við að réttlæta þá ákvörðun ríkisstjómarinnar að hækka skatta íyrirvaralaust og gerir tilraun til þess að telja fólki trú um að skattahækkunin sé í raun skatta- lækkun. Skattseðlamir tala enga tæpitungu og margir em þeir sem bera mun Lærri gjöld en þeir bjugg- ust við. Það er ansi hart að á sama tíma og ríkisstjómin segir að stefha sín sé að afhema tekjuskatt í áföng- um skuli sama stjóm hækka skatta um 800 milljónir umfram íjárlög. Það geta allir verið rólegir þrátt fyrir það. Lausnarorðið er fundið og það er staðgreiðslukerfi skatta. Það er óhætt að segja að ekki er öll vit- leysan eins. Kerfisbreyting, sem felur í sér staðgreiðslu skatta, er ekki í sjálfu sér skattalækkun eða hækkun heldur form á innheimtu sem miðar við hvenær tekna er aflað og hefur því ekkert að gera með þá skatta- hækkun sem nú hefur verið látin dynja yfir landsmenn. í hvað er skattahækkunin not- uð? Eins og flestum er eflaust í fersku minni vom síðustu kjarasamningar gerðir að stórum hluta við ríkisvald- ið. Stórfelld lækkun varð á bifreiða- KjaUarinn Kolbrún Jónsdóttir alþingismaður i Bandalagi jafn- aðarmanna tollum sem hefur leitt af sér vemlega aukningu á innflutningi á nýjum bifreiðum og þar af leiðandi ekki vemlegt tekjutap fyrir ríkissjóð. Nú hefur legið fyrir um nokkuð langan tíma að vemlegur halli verð- ur á ríkissjóði þrátt fyrir fögur fyrirheit um aðhald og festu í ríkis- búskapnum, auk þess sem vísitalan væri komin langt fram yfir rauða strikið ef ekki væri gripið til þess ráðs að niðurgreiða fjallalambið sem vegur þungt í vísitöluleiknum. Til þess þarf fjármagn og fljótlegasta leiðin til þess að ná þvi er að hækka skatta. Þrátt fyrir talnaleik stjómvalda leggst skattahækkunin þungt á venjulegar fjölskyldur. Mörg dæmi em um að allar dagvinnutekjur launþega það sem eftir er ársins fari beint til greiðslna á opinberum gjöldum. Stjómvöldum á ekki að líðast að koma með þessum hætti aftan að skattgreiðendum. Þessi ákvörðun um skattahækkun er ákvörðun stjómvalda en ekki ófyrirséð reikn- ingsskekkja. Því ber að endurgreiða skattahækkunina á þessu ári. Staðgreiðslukerfi skatta Um áratuga skeið hefur verið rætt um að koma á staðgreiðslukerfi skatta hér á landi. Árið 1965 lýsti þáverandi ríkisstjóm því yfir að hún vildi beita sér fyrir að taka upp slíkt kerfi. Ríkisskattstjóra var falið að sjá um undirbúning málsins. Skilaði hann skýrslu um málið 1966. Þá var skipuð 7 manna nefrid til að undir- búa staðgreiðslu. Sú nefnd skilaði áliti 1%7 og sama ár var samþykkt á Alþingi þingsályktun um kosningu sjö manna milliþinganefndar til að halda könnun málsins áfram. Skilaði sú nefnd áliti 1970. Fimm árum síðar var ríkisskatt- stjóra falið að gera tillögur um staðgreiðslukerfi opinberra gjalda. Sú skýrsla lá fyrir það sama ár. 1978 var lagt fram frumvarp um málið á Alþingi en dagaði uppi. Það sama endurtók sig 1981. 1983 lagði undirrituð fram fyrir- spum á Alþingi til þáverandi fjár- málaráðherra, Alberts Guðmunds- sonar, um áform ríkisstjómarinnar varðandi þetta mál. Svarið var að það væri ekki á stefriuskrá núver- andi ríkisstjómar en hann myndi kanna vilja hennar til málsins. Ekkert hefur svo um það heyrst fyrr en nú að Þorsteinn leggur til að næsta ríkisstjóm komi þes^ri breytingu í framkvæmd. Nauðsyn staðgreiðslu Það er tvímælalaust til bóta að þessari kerfisbreytingu verði komið á og reyndar nauðsynlegt. Margir launþegar búa við mjög miklar sveiflur í tekjum. Þar má helst nefna sjómenn og fiskvinnslu- fólk sem býr við mismikla vinnu eftir árstíðum og á milli ára. Einnig á það sama við um ungt fólk sem er að koma sér þaki yfir höfuðið eða er að reyna að eignast eitt eða annað og leggur á sig verulega mikla auka- vinnu og þar af leiðandi hærri laun og hærri skatta. Þetta fólk kemst í hálfgerðan vita- hring vegna eftirásköttunar eins og við búum við í dag. Margir fá hálftóm launaumslög þegar tekjur minnka. Fyrirkomulag á staðgreiðslu er nokkuð misjafht eftir löndum. í Vestur-Þýskalandi og í Bandaríkj- unum er kerfið einfalt í framkvæmd og líklegt til að henta vel hér á landi. Flestir ef ekki allir stjómmála- flokkar landsins hafa lýst vfir stuðningi við staðgreiðslu opinberra gjalda. Því ætti að sýna viljann í verki og koma þeirri breytingu á sem fyrst og helst samþykkja lög þar um á næsta þingi. Kolbrún Jónsdóttir. „Flestir ef ekki allir stjórnmálaflokkar landsins hafa lýst yfir stuðningi við stað- greiðslu opinberra gjalda.“ í Stefni Við verðum oft vör við að íslands- saga lítur misjafhlega út í augum okkar landsmanna. Þannig getur eins verið um atburði liðandi stund- ar. í stjómmálunum er þetta einkar auðsætt og menn sætta sig við ágreininginn. Á hitt er þó að líta að við verðum að vera nokkum veginn sammála um hlutlæga atburði til að geta lifað saman í landinu þó við getum svo verið á öndverðum meiði um túlkanir á þeim. Svo dæmi sé tekið af þessum toga þá tel ég að þegar Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjóm sé nauðsynlegt að viður- kenna að sá flokkur sé í ríkisstjóm. Þegar endurkosið er í bankaráð Út- vegsbankans verðum við að vera sammála um að það hafi verið end- urkosið þó svo okkur greini á um siðferðislegt réttmæti þess. Við verð- um að vera sammála um að Hall- grímskirkjan standi á Skólavörðu- hæðinni, a.m.k. meðan hún leggur ekki af stað niður hæðina og til sunds í Kópavogi, eins og segir í ævintýrinu. Þessi undarlegi inngangur að máli mínu er þannig til kominn að ég var að lesa annars prýðilega úr garði gert tímarit ungra sjálfstæðismanna, Stefhi, þarsem greinarhöfundar þurrka út úr minni sínu þátttöku Sjálfstæðisflokksins í síðustu ríkis- stjóm. Nokkrir leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins em þar að velta fyrir sér hugsanlegri ríkisstjóm og rifja upp söguna af því tilefhi. Þar fullyrðir hver um annan þveran að Sjálfstæð- isflokkurinn hafi aðeins einu sinni tekið þátt í ríkisstjóm með Alþýðu- bandalaginu, - „eða forvera þess, Sósíalistaflokknum". Og þeim virð- ,ist öllum brenna það í muna að þann veg einan líti sagan út: „Siðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki tekið sæti í ríkisstjóm með Alþýðubanda- laginu,“ segir Birgir ísleifur Gunn- arsson. Þá er komið að Friðriki Sophussyni sem hefur átt það til að segja sannleikann ofan og allan, a. m.k. þegar hann talar á Seltjamar- nesi því þar sem konumar skvetta úr koppum á tún. En einnig honum förlast: „Aðeins einu sinni í sögu þjóðarinnar hafa sjálfstæðismenn átt stjómarsamstarf við Sósíalista- flokkinn eins og fyrirrennari Al- þýðubandalagsins nefndist þá,“ segir varformaður Sjálfstæðisflokksins í Stefni. Kjalkriiin Óskar Guðmundsson blaðamaður Uppvaxandi hugmyndafræðingur í Sjálfstæðisflokknum, sem auk inn- anlandsstjómmála hefur Líbýu að sérgrein, Guðmundur Magnússon, á lokaorðið, þar sem hann segir eftir að hafa minnst samstarfs sósíalista við Sjálfstæðisflokkinn í nýsköpun- arstjóminni: „Um annað ríkisstjóm- arsamstarf sjálfstæðismanna og sósíalista hefur ekki verið að ræða sem kunnugt er.“ Af hverju viður- kenna leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ekki þátttöku flokksins í síðustu rík- isstjóm? Af hverju viðurkenna þeir ekki að sjálfstæðismenn hafi mynd- að þá ríkisstjóm? Gunnar svikari? Nú em ekki nema rúmlega þrjú ár frá því að ríkisstjóm undir for- sæti varaformanns Sjálfstæðis- flokksins fór frá völdum. Gunnar Thoroddsen var ekki einungis einn helsti leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um margra áratuga skeið, hann var borgarstjóri, varaformaður flokksins, ráðherra hans og þing- maður flokksins frá unga aldri. Af hverju er hann brottu genginn ekki viðurkenndur sem flokksmaður í Sj álfstæðisflokknum? Nú væri i sjálfu sér hægt að hár- toga þetta atriði - og segja sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn sem heild hafi ekki myndað ríkisstjómina heldur einungis sjálfstæðismenn, en orðalag tilvitnaðra höfunda útilokar meira að segja þetta. Þeir einfaldlega þræta fyrir krógann. Einhverjum kann að þykja það skiljanlegt, en stórmannlegt er það ekki - og viðs fjarri sannleikanum. Ótrúlegt en satt - það þarf að rifja upp, aðeins þremur árum eftir að síðasta ríkisstjóm lét af störfum, að hún var mynduð af Alþýðubanda- laginu, Framsóknarflokknum og hluta Sjálfetæðisflokksins. Ríkis- stjómin var mynduð af Gunnari Thoroddsen þáverandi varafor- manni Sjálfstæðisflokksins. 1 henni voru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi, Friðjón Þórðarson, Norðurlandi vestra, Pálmi Jónsson, auk þess sem stjómin var undir for- sæti eins helsta leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík um áratuga skeið, Gunnars Thoroddsen. I máli höfunda í Stefhisgreinunum, sem til er vitnað, kemur fram sú skoðun að myndun síðustu ríkis- stjómar hafi verið „söguleg svik“. Þannig láta núverandi leiðtogar Sjálfstæðisflokksins ekki nægja að fara með söguleg ósannindi eins og þau að sjálfetæðismenn hafi ekki myndað ríkisstjóm með Alþýðu- bandalaginu 1980-1983, heldur brigsla þeir hinum látna leiðtoga sínum um svik. í þessu sambandi er vert að hafa í huga að Sjálfstæðis- flokkurinn stóð ekki allur að myndun nýsköpunarstjómarinnar - og fjórðungur þáverandi þingflokks Sjálfetæðisflokksins var í hreinni stjómarandstöðu. Albert líka Af því að það virðist falla í gleymsku og dá, svo snemma, svo snemma, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi myndað síðustu ríkisstjóm er rétt að rilja upp nokkur fleiri atriði í þessu sambandi sem virðast gleymd þeim sem nú munda stílvopn í Stefni Sjálfetæðisflokksins. Þannig er rétt að halda þvi til haga að Albert Guð- mundsson, einn af helstu leiðtogum Sjálfetæðisflokksins í Reykjavík, tók einnig þátt í myndun síðustu ríkis- stjómar og þá virðing og völd úr hennar hendi, til að mynda gerður að formanni bankaráðs Útvegs- bankans. Og einn mesti þingskör- ungur Sjálfetæðisflokksins, Eggert Haukdal úr Sunnlendingafjórðungi, var einnegin meðal þeirra úr Sjálf- stæðisflokknum á þingi sem studdu ríkisstjómina. Þannig vom helstu oddvitar Sjálf- stæðisflokksins í mörgum lands- fjórðungum meðal þeirra sem mynduðu ríkisstjómina, sátu í henni eða vom hvatamenn með öðrum hætti. Þegar varamenn þeirra sett- ust inná þing í forföllum varð engin breyting á, enda studdi flokkurinn í viðkomandi kjördæmum við bakið á ráðherrum sínum og þingmönnum í Norðlendingafjórðungi vestra, í Vestlendingafjórðungi, Sunnlend- „Gunnar Thoroddsen var ekki ein- ungis einn helsti leiðtogi Sjálfstæð- isffokksins i Reykjavík um margra áratuga skeið, hann var borgar- stjóri, varaformaður flokksins, ráðherra hans og þingmaður flokks- ins frá unga aldri. Af hverju er hann brottu genginn ekki viðurkenndur sem flokksmaður í Sjálfstæðis- flokknum?" ingafjórðungi. í Revkjavík. Þessum bakstuðningi Sjálfstæðisflokksins í síðustu ríkisstjóm til staðfestu fengu oddvitamir betri kosningu i próf- kjörum í lok stjómartíðarinnar en nokkrn sinni: Pálmi í Norðurlandi vestra. Friðjón á Vesturlandi - og Albert í Revkjavík þarsem hann varð efstur allra í prófkjöri, naut meira trausts en sjálfur formaður flokksins, sem hafði verið í harðri stjómarandstöðu við Gunnar Thor- oddsen. Sjálfur var Gunnar ekki í kjöri, enda farinn að heilsu. Og að afloknum kosningum var Albert Guðmundsson gerður að einum valdamesta ráðherranum í ríkis- stjóminni, fjármálaráðherra, ef þeir skyldu nú líka vera búnir að gleyma því. Hann nýtur nú trausts til iðnað- arráðherraembættis fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Hvað næst? Fvrst þeir í Sjálfetæðisflokknum eru famir að þræta fyrir að sjálf- stæðismenn hafi tekið þátt i síðustu ríkisstjóm þá geta menn farið að velta fyrir sér hvað verði næst; að Þorsteinn hafi aldrei sest í ríkis- stjómina, að síðustu kjarasamning- ar hafi aldrei verið gerðir, að allt sé í lagi með húsnæðismálin, að veiða megi ótakmarkað af hval, að Út- vegsbankinn sé einkabanki, að Hafskip hafi aldrei verið til, að skatt- amir hafi ekki hækkað? Ekki dytti Alþýðubandalaginu í hug að halda því fram að Guðmundur Joð væri ekki i bandalaginu. Ekki dytti Al- þýðuflokknum í hug að halda því fram að formaður flokksins væri í vinstri væng þess flokks. Ekki dytti Framsóknarflokknum í hug að halda því fram að SÍS væri í engu sam- bandi við flokkinn. En þar sem Sjálfstæðisflokkurinn neitar hlut sínum í síðustu ríkisstjóm mun hann þá ekki einnig þræta fyrir þátttöku sína í þessari? Eða er heiftin svo mikil gagnvart „sögulegum svikum“ Gunnars Thor- oddsen að það réttlæti sögufalsanir á borð við þær sem hér hafa verið gerðar að umtalsefni. Á hitt er rétt að benda hinum beisku mönnum að ef sæmilega á að ganga í stjóm- málum er alger forsenda að horfast f augu við staðreyndimar. Annars gæti Hallgrímskirkja farið af stað niður Skólavörðuhæðina. Óskar Guðmundsson. „Af hverju viðurkenna leiðtogar Sjálf- stæðisflokksins ekki þátttöku flokksins í síðustu ríkisstjórn?“ : i I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.