Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
17
r>v
Lesendur
TTAlltof lítið sýnt
fra kvennaknattspymu
í sjónvarpinu"
íþróttaunnandi hringdi:
Mér hefur þótt það áberandi hvað
lítið er sýnt frá kvennaknattspymu í
sjónvarpinu, það er greinilegt að ekk-
ert jafhrétti ríkir á þvi sviði.
Þar sem þróunin hefur verið gífurleg
í átt að jafiirétti hér á landi á ýmsum
sviðum má ekki gleyma íþróttasvið-
inu. Það má vel vera að kvennaknatt-
spyma sé ekki eins langt á veg komin
og karlaknattspyma en það má ekki
einblína á það því það em ekki alltaf
gæðin sem skipta máli heldur baráttu-
gleðin og kvenfólk hefur sýnt það og
sannað, í fótbolta sem öðm, að það
getur barist.
Til þess að kvennaknattspyma geti
orðið góð þarf auðvitað hvatningu og
er sjónvarpið góð leið til hvatningar
en eins og er þá er hún ekki fyrir hendi
þvi það er alltof lítið sýnt frá kvenna-
knattspymu í sjónvarpinu.
„Það var eins og ég væri
kominn aftur í gamla tímann“
*
Iþróttakennarar athugið!
Grunnskóli Eskifjarðar
Iþróttakennara vantar að Grunnskóla
Eskifjarðar. Góð íbúð fyrir hendi á góðum
kjörum, flutningsstyrkur kemur til greina.
Nánari upplýsingar gefur Jón Ingi Einars-
son skólastjóri í sima 97-6182.
Skólanefnd.
Akureyrarbær
\yjjf Forstöðumaður öldrunarþjónustu
Laust er til umsóknar starf forstöðumanns öldrunarþjónustu
á Akureyri. i starfinu felst að veita forstöðu dvalarheimilun-
um Hlíð og Skjaldarvik og þjónustu bæjarins við aldraða.
Krafist er góðrar menntunar og starfsreynslu á þessu sviði.
Umsóknir berist undirrituðum fyrir 4. sept. næstkomandi
og veitir hann nánari upplýsingar um starfið.
Akureyri 21. ágúst 1986
Bæjarstjóri.
Fáum við bjor
fyrir aldamót?
Sigurður G. Haraldsson skrifar:
Nú, þegar aðeins em eftir fjórtiín ár
í tuttugustu og fyrstu öldina, er ekki
nema von að sú spuming vakni hjá
mér, og sjálfsagt mörgum fleirum,
hvort okkur núlifandi íslendingum
muni yfirleitt auðnast að lifa þá tíð
að geta dmkkið bjór eða áfengt öl að
fommannasið. Slíkt mun þó fólk í
flestum löndum heims eiga kost á utan
múhameðstrúarlanda og íslands, auk
þess sem bjórinn mun vera í daufara
lagi hjá frændum okkar Færeyingum.
Hvenær ætla ráðamenn íslensku
þjóðarinnar eiginlega að taka á sig
þá rögg að leyfa bjórinn hér á fslandi?
Ekki er örgrannt um að jafnvel fólk í
löndum þar sem andi þeirra Stalíns
og Leníns ríkir eigi kost á að sötra
bjórinn. Um hvemig bjórmálum í Kína
er háttað em sjálfeagt aðrir mér fróð-
ari.
Ósköp finnst mér leitt að vita að
fólk þurfi helst að komast út fyrir poll-
inn til þess að geta dmkkið bjór, sem
auk þess að valda ekki ofurölvun hjá
fólki með öllum þeim hörmungum og
óláni sem henni getur fylgt, ku vera
bæði hollur og næringarríkur sam-
kvæmt nýjustu rannsóknum.
Hvemig væri að þingmennimir okk-
ar tækju sig til og gengju í það með
oddi og egg strax á komandi þingi að
samþykkja bjórinn, eða að minnsta
kosti efna til þjóðaratkvæðagreiðslu
um bjórmálið og niðurstöður hennar
væm svo látnar gilda.
Um leið og maður óskar sjálfum sér
og öðrum til hamingju með tvö hundr-
uð ára afmæli Reykjavíkur, dreifbýlis-
fólki jafiit sem þéttbýlisfólki, er þess
farið á leit við þingmenn okkar að
þeir færi okkur bjórinn á komandi
vetri til þess að koma okkur á landa-
kort vínmenningaþjóða heims.
G.A. hringdi:
Ég er nýkominn af Reykjavíkursýn-
ingunni á Kjarvalsstöðum og finnst
að ég verði að þakka þeim sem að
henni standa, því ég hafði svo mikið
gagn og gaman af henni.
Ég er nú gamall Reykvíkingur,
fæddur og uppalinn i Reykjavík og
man því tímana tvenna. Þegar ég
skoðaði sýninguna var það eins og ég
væri kominn aftur í gamla tímann, ég
átti meira að segja erfitt með að slíta
mig frá þessu öllu saman, fara úr
gamla tímanum og aftur í þann nýja.
Það var ekki laust við að ég yrði von-
svikinn að verða gamall aftur.
En þrátt fyrir það skemmti ég mér
vel og ég er viss um að unga kynslóð-
in hefur sömu sögu að segja.
Úrval
vid allra hœfi
Síðasti dagur
útsölunnar
Allir kjólar ...................... 790,-
Allar buxur ...................... 790,-
Allar peysur ..................... 590,-
Pils frá kr....................... 290,-
Bolir frá kr....................... 250,-
Jakkar frá kr..................... 990,-
Sokkar, gammosíur, sundbolir, eyrnalokkar.
Allt á útsölu!
Laugavegi 101,
sími 26105.
Ifentar &/?
þsrw a<f mp bil?
SMA-AUGLYSING I DV GETUR LEYST VANDANN.
Smáauglýsingadeild
EunOCAPO
VfSA
— sími 27022.
Opið í kvöld til kl. 21,
laugardag kl. 10-16.
Vörimarkiilgrinn hi.
EIÐISTORG111