Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Síða 19
18 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. Iþróttir Danir tóku boði sem íslendingar höfnuðu - völdu mót á Spáni frekar en BaKic Cup „Við höfðum ekki efrii á að hafha þessu góða boði frá Spán- verjum,“ sagði Leif Mikkelsen, landsliðsþjálfari Dana í hand- knattleik. Leif valdi frekar að fara með leikmenn sína á mót í Barce- lona heldur en taka þátt í Baltic Cup sem fer fram í A-Þýskalandi. Þess má geta að íslendingum var boðið að taka þátt í mótinu á Spáni sem fer fram í janúar. HSÍ valdi frekar að fara til A-Þýskalands á Baltic Cup sem verður dagana 19. til 25. janúar. Þegar Islendingar neituðu snéru Spánverjar sér til Dana sem völdu frekar að fara til Barcelona en á Baltic Cup. Ástæðan fyrir því að Danir völdu frekar Barcelona er að þar leika heimsmeistaramir frá Úngverja- landi og ólympíumeistarar Júgó- slava sem eiga sterkustu landslið heims. í Baltic Cup, eða Eystrasalts- keppninni, keppa Rússar, Pólveij- ar, V-Þjóðveijar, íslendingar, Svíar og A-Þjóðverjar. Pólveijar og Rússar eru nú að byggja upp ný landslið. Leif Mikk- elsen taldi því mótið á Spáni vera sterkara en mótið í A-Þýska- landi. -SOS • Úr leik íslands og Sviss i gærkvöldi. Tvö mörk á tveimur mínútum - og Sviss sigraði ísland, 1-3 Tvö svissnesk mörk á tveimur mín- útum gerðu út um möguleika á ís- lenskum sigri er ísland og Sviss léku landsleik í kvennaknattspymu í Laug- ardal í gærkvöldi. Sviss sigraði, 1—3, eftir að staðan hafði verið 1-2 í leik- hléi. Kristín Amþórsdóttir náði að Keflvíkmgar misstu stigin Dómstóll Knattspymusambands Islands staðfesti í gær dóm sem dómstóll íþróttabandalags Suður- nesja kvað upp fyrir skömmu þess efriis að Keflvíkingar hafi notað ólöglegan leikmann í liði sfnu í leik í 1. deild gegn Víði, Garði. í héraði var leikurinn dæmdur Keflavík tapaður, 0-3, og félagið auk þess dæmt til að greiða 65 þúsund krónur í sekt. Dómstóll KSÍ lækkaði sektina í 8.775 krónur en að öðru leyti stendur dómur Suðumesjamanna. Máh þessu er þar með lokið. -SK Nú hefjast námskeiðin I falMffasstökki aftur. Fyrsta flokks kennsla frá upphafi til enda. Einungis er kennt á fullkomnasta útbúnað sem völ er á. Allar nánari uppl. gefnar í síma 72732 milli kl. 18 og 20 virka daga. Watson til Everton Everton féllst að lokum á að greiða milljón pund, eða rúmlega 60 milljónir kr„ fyrir landsliðs- miðvörðinn Dave Watson hjá Norwich. Hann mun að öllum líkindum leika með Everton á móti Nottingham Forest í 1. umferð ensku deildarkeppninnar á morgun. Mikil meiðsli hafa hijáð vamarmenn Everton að undanfomu og taldi því fram- kvæmdastjórinn Howaid Kendal nauðsynlegt að kaupa Watson. -SMJ Gunnar Huseby sést hér kasta i úrslitakeppni EM i Osló 1946. minnka muninn fyrir ísland þegar um fimmtán mínútur vom til leiksloka. Þetta var þriðji landsleikur þjóðanna, jafntefli varð í fyrsta leiknum, ísland sigraði í Sviss í fyrra, 2-3, og sviss- nesku stúlkumar vom síðan sterkari í gærkvöldi. -SK 40 ár frá sigri Gunnars Huseby - er ísland komst á landakort íþróttanna íslenskt íþróttafólk hefur oft náð næsta ótrúlega góðum árangri bæði hér á heimavelli og erlendis. Virðist þá skipta litlu máli hvort um er að ræða keppni í flokka- eða einstakl- ingsgreinum. Afrek landans í íþrótt- um vekur ávallt þjóðargleði og sjaldan er samkennd þjóðarinnar meiri og almennari en þegar íþrótta- fólk okkar vinnur glæsta sigra í keppni við útlenda. Sá viðburður, sem kom okkur á landakort íþróttanna, var án nokk- urs vafa þátttakan í 3. Evrópumeist- aramótinu í frjálsum íþróttum í Osló sem var sett 22. ágúst 1946 eða fyrir nákvæmlega 40 árum. Einn tugur vaskra íþróttamanna keppti á mót- inu og árangurinn var stórkostlegur og vakti vemlega athygli vítt um Evrópu. Gunnar Huseby var stjarna íslend- inga, hann kom, sá og sigraði í kúluvarpinu. Finnbjöm Þorvaldsson komst í úrslit í 100 metra hlaupinu og varð sjötti. Allir íslensku íþrótta- mennimir stóðu sig með miklum sóma á mótinu. Við skulum líta í frá- sögn úr íþróttablaðinu eftir Konráð heitinn Gíslason: „Við íslendingarn- ir, sem horfðum á þessa keppni, vomm með lífið í lúkunum meðan á henni stóð. Við hétum á Gunnar að duga nú vel landi sínu og þjóð, því að hér var eini möguleikinn fyrir okkur að eignast Evrópumeistara. Eftir fyrstu umferð höfðum við allir hjartslátt. Gunnar hafði kastað 14,94 metra en Rússinn Gorjainov 15,28 m. I næstu umferð lyftist á okkur brúnin. Nú kastaði Gunnar 15,56 metra, en Rússinn ekki nema 14,95 m og aðrir þaðan af styttra. Ennþá voru eftir 4 köst svo að margt gat skeð. En við treystum á Gunnar. Þá var það svo, að í hvert sinn sem Gorja- inov steig í hringinn þá fengum við sting og urðum órólegir og utan við okkur. Og mikið létti okkur, þegar þessari keppni var lokið og Gunnar orðinn Evrópumeistari. Islenski fáninn var dreginn að hún og ís- lenski sigurvegarinn stóð á miðjum verðlaunapallinum og tók við gull- verðlaununum.“ Þó að afrek íslensku keppendanna á Evrópumeistaramótinu í Osló 1946 hafi verið mjög góð voru þau enn betri og glæsilegri fjórum árum síðar í Brússel 1950. Sami keppendafjöldi var á báðum mótunum eða tíu tals- ins. I Brússel komu þrenn verðlaun í hlut íslendinga. Gunnar Huseby varði titil sinn í kúluvarpinu og hafði gífurlega yfir- burði, varpaði kúlunni 16,70 metra, en næsti maður, Profeti frá Ítalíu kastaði 15,16 metra. Torfi Bryngeirsson gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í lang- stökki, á nýju íslensku meti, stökk 7,32 metra. Torfi vann sér einnig rétt til að keppa í úrslitakeppninni í stangarstökki sem raunar var hans aðalgrein en þar sem báðar greinarn- ar fóru fram á sama tíma gat hann ekki keppt í báðum og valdi lang- stökkið. Enginn vafi er á því að hann hefði einnig náð langt í stangar- stökkinu. Örn Clausen háði harða baráttu við Frakkann Heinrich í tugþraut- inni og það var ekki fyrr en í síðustu greininni sem úrslit réðust. I fjórum öðrum greinum komust íslenskir keppendur í sex manna úrslit og voru nálægt því að hljóta verðlaun í flest- um þeirra. -Örn Eiðsson Elsta EM-metið slegið - á heimsmeistaramótinu í sundi. Eðvarð syndir í dag IlaSþói Guðmundæon, DV, Madrid: Ragnheiður Runólfedóttir var nokk- uð frá sínum besta tíma í 100 m bringusundi á HM í gær. Hún synti á 1.15,52 en íslandsmet hennar, sem hún setti fyrir hálfúm mánuði, var 1.15,13. Hún varð númer 22 af 36 keppendum. Eðvarð Þór hætti við að keppa í 200 m bringusundi en í dag keppir hann í sinni aðalgrein, 100 m baksundi. • A-þýska stúlkan Sylvia Gerasch setti í gær nýtt heimsmet í 100 m bringusundi þegar hún synti á 1.08,11. Hún bætti eigið met frá 1984 um 0,18 sekúndur. önnur í sundinu var landa hennar, Silke Höemer, synti á 1.08,41. Tania Bogomilova frá Búlgaríu varð þriðja, synti á 1:08,52. • Hinn 17 ára gamli Jozsef Szabo frá Ungveijalandi sigraði í 200 m bringusundi, synti á 2.14,27. Setti mótsmet og bætti um leið elsta Ev- rópumetið í sundi en það var orðið 10 ára gamalt. Heimsmetshafinn, Victor Davis frá Kanada, varð annar, synti á 2.14,93. Steven Bentley frá Bandaríkj- unum varð þriðji, synti á 2.16,51. -SMJ FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986. 31 Iþróttir Ágúst Már ekki með á móti Keflavík „Nei, það er ömggt að ég leik ekki með á móti Kefla- vík á sunnudaginn. Ég er tognaður á læri en ég vona nú að það sé ekki mjög alvarlegt," sagði landsliðsmið- vörðurinn sterki, Ágúst Már Jónsson, en hann varð að fara af leikvelli eftir 10 mínútur í leik KR og Breiða- bliks á sunnudaginn. Er vonandi að Ágúst nái sér sem fyrst en nú er farið að styttast í stórverkefni landsliðs- ins. -SMJ Mark Falco dæmdur í tveggja leikja bann Enska knattspymusambandið hefur dæmt Mark Falco í tveggja leikja bann fyrir framkomu hans í leik Tottenham og Aston Villa á síðasta keppnistímabili. Falco þótti hafa visvítandi æst upp stuðningsmenn Aston Villa með því að lyfta upp fingrum til þeirra og gefa þannig til kynna hve mörg mörk hann hefði skorað. Falco skoraði tvö mörk í leiknum sem Totten- ham vann 4-2. Þykir þetta sýna aukna hörku knatt- spymuyfirvalda í Englandi en ætlunin mun vera að taka hart á svona málum í vetur. -SMJ Prince of Wales í búningum ÞHalldór Einarsson sést hér halda á búningi eins og þeim sem Prince of Wales leikur í. DV-mynd PK frá Henson - fimm deildariið í Englandi klæðast búningum frá Henson Fimm deildarfélög í Englandi klæð- ast búningum frá Henson þegar bolt- inn fer að rúlla í Englandi á morgun. Það em Aston Villa, sem lék í Hen- son-búningum sl. keppnistímabil, Petersborough, Bristol Rovers, Bor- nemouth og Torquay. Fyrir utan þessi félög leika fjölmörg utandeildarlið í íslenskum búningum en Henson-bún- ingamir em orðnir vel þekktir í Englandi. I gær var send út pöntun frá áhuga- mannafélaginu Prince of Wales þannig að prinsamir leika í Henson- búningum. „Þetta hefúr verið skemmtileg þróun,“ sagði Halldór Einarsson, eigandi Henson sportfatn- aðar hf. Halldór var viðstaddur þegar hálfatvinnumannaliðið Aldringham vann sigur 1-0 yfir Runcom í úrslita- leik bikarkeppni hálfatvinnumanna á Wembley sl. vor. Aldringham lék í búningum frá Henson. „Forráðamenn Runcom vom greinilega hrifiiir af búningunum sem Aldringham léku í. Þeir höfðu samband við mig um dag- inn og báðu mig að hanna og sauma nýja búninga á leikmenn félagsins," sagði Halldór. Það em ekki eingöngu félög á Bret- landseyjum sem leika í búningum frá Henson. Félög í Hollandi, Noregi, Bandaríkjunum, Grænlandi, Færeyj- um og Danmörku leika í búningum framleiddum hjá Henson. Þá leika 75% af íslenskum félögum í Henson- búningum. -sos •Júlíus •Stefán • Hannes „Eigum ágæta möguleika" - Guðnl nJósnafM um A-Þjóðveija „Mér leist ágætlega á þetta og við eigum nokkra möguleika gegn Austur-Þjóðveijum, sér- staklega ef við leikum með okkar sterkasta lið og ef það leikur af skynsemi," sagði Guðni Kjarb- ansson í samtali við DV í gærkvöldi, en hann sá leik Finna og A-Þjóðverja {Helsinki í fyrra- kvöld. Finnar sigmðu, 1-0, en í liði þeirra lék aðeins einn at- vinnumaður. ísiendingar eiga að leika gegn A-Þjóðveijum í Evrópukeppn- inni ytra í lok október. „Við þurfúm ekki að hafa neina minnimáttarkennd gegn Aust- ur-Þjóðveijunum,“ sagði Guðni. -SK Stórsigur ÍA ÍA sigraði Víking, 4-0, í úr- slitakeppni í eldri flokki í knatt- spymu á Akranesi í gærkvöldi. Karl Þórðarson, Jón Gunnlaugs- son, Steinn Helgason og Matt- hfas Hallgrímsson skoruðu mörk ÍA sem nægir nú jafiitefli gegn KR i, síðasta leiknum til að tryggjá sér íslandsmeistaratitil- inn. -SK Englendingur með mótherjum Skagamanna Sporting Lissabon, mótheijar Skagamanna í UEFA-bikar- keppninni, unnu sigm- 3-1 >fir Chaves í fyrsta leik sínum í port- úgölsku 1. deildar keppninni. Tveir nýir leikmenn léku með Sporting, þeir Manuel Negrete frá Mexíkó og Englendingurinn Robert MacDonald sem var keyptur frá Eindhoven í Hol- landi. MacDonald lék með hollenska félaginu í sjö ár. -sos Þrír KR-ingartil Bandaríkjanna - leika knattspymu með „íslendingaliði“ þar „Við komum til með að leika með háskólaliði í Suður-Karólínufylki í vetur og í staðinn fáum við skólagjöld- in felld niður. Þau eru um 100 þúsund kr. og það munar auðvitað um það,“ sagði Stefán Pétursson sem ásamt tveim öðrum KR-ingum, þeim Júlíusi Þorfinnssyni og Hannesi Jóhannssyni, leikur knattspymu í Bandaríkjunum í vetur. Vegna þess munu þeir félagar ekki geta leikið með KR í þeim leikjum sem eftir eru í Islandsmótinu. Þeir Stefán og Júlíus, sem munu nema við- skiptafræði, verða í Karólínufylki en Hannes leikur með öðru háskólaliði. „Við verðum líklega sex íslendingar í liðinu þama í vetur. Sigurður Svein- bjömsson, sem lék með Val á sínum tíma, er fyrirliði liðsins. Þá leika þeir Davíð Skúlasson KR-ingur og Vafear- arnir Karl Hjálmarsson og Bergsveinn Sampsted með liðinu," sagði Stefán en þeir félagar munu missa af undir- búningi fyrir íslandsmótið á næsta vetri þó að hann teldi líklegt að þeir kæmu heim næsta sumar. Verður fróð- legt að fylgjast með gengi þessa „ís- lendingaliðs" í handarísku háskóla- knattspymunni í vetur. -SMJ Víðir-Valur í kvöld Einn leikur fer fram í 1. deildinni hefet kl. 19.00 og með sigri geta í knattspymu í kvöld. Toppliðið Valsmenn náð tjögurra stiga for- Valur heldur suður með sjó og skoti í deildinni. leikur gegn Víði í Garði. Leikurinn • Pétur Pétursson. „Bjóst ekki við öðrum úrslitum“ - sagði Pétur Pétursson „Þetta lá alveg ljóst fyrir áður en dæmt var í þessu máli. Ég bjóst ekki við neinni annarri niðurstöðu. Við vorum með allt á hreinu í þessu máli,“ sagði Pétur Pétursson knattspymumaður í samtali við DV í gær- kvöldi. I gær dæmdi dómstóll íþróttabandalags Hafnarfjarðar í „Pétursmálinu":, FH-ingar kærðu úrslitin í leik þeirra gegn Skaga- mönnum nýverið og töldu Pétur ólöglegan. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri nið- urstöðu að Pétur væri löglegur og unnu Skagamenn þvi málið. Niðurstöðu dómsins var beðið með mikilli eftirvæntingu í gær og höfðu menn þá fram- hald málsins og kærur annarra félaga í huga. Að sögn eins þeirra sem sæti eiga í dómstólnum verða forsendur dómsins ekki birtar fyrr en seinni part dagsins í dag. „Við hljótum að áfrýja“ „Ég hef ekki heyrt forsendumar fyrir þessum dómi og vil þar af leiðandi ekki tjá mig um þetta mál á þessu stigi. Við hljótum að áfrýja þessum dómi til dómstóls KSÍ. Annað kemur ekki til greina," sagði Ingi Bjöm Albertsson, þjálfari FH, í samtali við DV í gærkvöldi. Flutningur í dómsali Mikið kæruflóð hefur verið í knattspym- unni hér á síðustu dögum og ekki sér enn fyrir endann á þessum ósköpum. Hefur fs- landsmótið farið fram að nokkrum hluta í dómsölum og ljóst að KSÍ verður að athuga sinn gang fyrir næsta keppnistímabil. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.