Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.1986, Page 28
40
FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST 1986.
tfr'
Andlát
Lovísa Aðalheiður Guðmunds-
dóttir, Klapparstíg 5, Ytri-Njarðvík,
lést 14. ágúst síðastliðinn. Hún var
fædd 19. nóvember 1924. Jarðarförin
fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í
dag, föstudaginn 22. ágúst, kl. 14.00.
Ásgeir Ólafsson forstjóri lést 16.
ágúst síðastliðinn. Hann var fæddur
2. desember 1922, sonur Elísabetar
Guðjónsdóttur og Ólafs Guðmunds-
sonar. Ásgeir kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Dagmar Gunnars-
dóttur, árið 1947 og eignuðust þau 4
böm. Hann starfaði hjá Brunabóta-
félagi íslands í fjölda ára, fyrst sem
bókari, síðan skrifstofustjóri og sem
forstjóri félagsins frá 1957-1981. Síð-
ustu ár var hann framkvæmdastjóri
Viðlagatryggingar. Útförin fer fram
frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn
22. ágúst, kl. 13.30.
Jón Margeir Sigurðsson, Þórafelli
10, Reykjavík, er látinn. Útförin fer
fram frá Hvalsneskirkju laugardag-
inn 23. ágúst kl. 14.00.
Ingveldur Edvardsdóttir frá Hell-
issandi, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði,
andaðist í Borgarspítalanum 21.
ágúst.
Jóna Guðrún Guðlaugsdóttir,
Selfossi, er lést 11. ágúst síðastliðinn
verður jarðsungin frá Selfosskirkju
laugardaginn 23. ágúst kl. 13.30.
Hallgrímur Sveinn Sveinsson, frá
Hálsi í Eyrarsveit, er látinn. Útförin
fer fram frá Grandarfjarðarkirkju
laugardaginn 23. ágúst kl. 14.00.
Sigríður Ólafsdóttir, Grænuvöllum
6, Selfossi, er látin. Útförin fer fram
frá Selfosskirkju laugardaginn 23.
ágúst kl. 15.00.
Tilkyrtningar
Flugleiðir bjóða
maraþonfargjöld
1 tilefni af Reykjavíkurmaraþoni, sem fram
fer 24. ágúst, hafa Flugleiðir ákveðið að
bjóða þátttakendum utan af landi sérstök
kjör á flugi frá áfangastöðum Flugleiða
til höfuðborgarinnar. Afsláttur á venju-
legu flugi fram og til baka nemur 35%.
Sem dæmi má nefna að maraþonfargjald
fram og til baka frá Akureyri er kr. 3.908,
frá Egilsstöðum kr. 4.825 og frá fsafirði
kr. 3.708. Innifalið í þessu verði er þátt-
tökugjald x Reykjavíkurmaraþoni og
maraþonpeysa. Laugardaginn 23. ágúst kl.
9-14 þurfa þátttakendur að koma í Ferða-
skrifstofima Úrval, Pósthússtræti 13, og
fá aflient keppnisgögn og maraþonpeysu
gegn framvísun farseðils.
Hlynur
Út er komið tímaritið Hlynur, 3. tölublað
1986. Útgefandi er Landssamband fs-
lenskra samvinmistarfsmanna. 1 blaðinu
eru nokkrir þættir úr sögu Kaupfélags
Eyfirðinga í tilefni 100 ára afinælis þess.
Samvinnuskólinn að Bifröst er heimsótt-
ur. Rætt er við Tryggva Þór Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóra MFA, og einnig við
nokkra nemendur Félagsmálaskóla al-
þýðu. f blaðinu er áhugaverð grein um
búðahnupl, ýmsar smærri greinar og
akemmtiefiii, s.s. krossgáta, bamaefni,
bridge og skák.
Héraðslæknar
Ráðxmeytið hefur skipað eftirtalda heilsu-
gæslulækna til þess að vera héraðslæknar
frá og með 1. júlí 1986 að telja til jafhlengd-
ar 1990:
Kristófer Þorleifsson, Ólafsvík, héraðs-
læknir í Ólafsvík,
Bergþóru Sigurðardóttur, ísafirði, héraðs-
lækni í Vestfjarðahéraði,
Friðrik J. Friðriksson, Sauðárkróki, hér-
aðslækni í Norðurlandshéraði vestra,
Ólaf H. Oddsson, Akureyri, héraðslækni í
Norðurlandshéraði eystra,
Stefán Þórarinsson, Egilsstöðum, héraðs-
lækni í Austurlandshéraði,
ísleif Halldórsson, Hvolsvelli, héraðs-
lækni í Suðurlandshéraði og
Jóhaim Ágúst Sigxirðsson, Hafnarfirði,
héraðslækni í Reykjaneshéraði.
Meginverefni héraðslæknis samkvæmt
lögum nr. 59/1983 um heilbrigðisþjónustu,
er að vera sérstakur ráðunautur ríkis-
stjómar um hvaðeina er viðkemur heil-
brigðismálum héraðsins. Hann skal
fylgjast með því að ffamfylgt sé lögum og
reglum um heilbrigðismál í héraðinu.
Haim hefur umsjón með beilbrigðisstarfi
í umboði ráðuneytis, í sjxikrahúsum, heil-
sugæslustöðvum og annars staðar þar sem
sh'kt starf fer fram. Hann skal annast sam-
ræmingu heilbrigðisstarfs í héraðinu.
Ennfremur er héraðslæknir formaður heil-
brigðismálaráðs héraðsins, situr í svæðis-
nefnd um málefni fatlaðra og í svæðis-
nefnd um heilbrigðiseftirlit, um
hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem
fulltrúi heilbrigðisstjómar.
Basar Kattavinafélagsins
Kattavinafélagið heldur basar í Góðtempl-
arahúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 23.
ágúst og hefst hann kl. 14. Allur ágóði
rennur til húsbyggingar félgsins, Katt-
holts í Ártúnshöfða.
Tapað-Fundið
Reiöhjól hvarf
Appelsínugult Raleigh telpuhjól tapaðist
frá Kjalarlandi 14 aðfaranótt 17. ágúst.
Finnandi vinsamlegast hringi í sima 83352.
Myndavél tapaðist
Pentax ME myndavél með 50 mm linsu
og munstraðri ól, tapaðist í sjoppu við
Njálsgötu, mánudaginn 18. ágúst.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma 32348.
Fundarlaun.
Kettlingur fannst
Kettlingur fannst við Laugaveg. Hann er
svartur og brúnn með hvíta höku og er
ómerktur. Eigandi getur haft samband í
síma 10815.
Dótfannst í Húsafelli
Um verslunarmannahelgina fannst úlpa,
fótbolti, sólgleraugu og drykkjarmál sam-
an í einni hrúgu á víðavangi 1 Húsafelli.
Líklegt er að einhver lítill drengur hafi
gleymt þessu. Eigandi hafí samband í síma
35134.
Dökkbrún læða týnd
Dökkbrún læða með rauða ól tapaðist frá
Áslandi 10, Mosfellssveit, 26. júlí síðastlið-
inn. Þeir sem hafa orðið varir við hana
vinsamlegast hafi samband í síma 667325.
Afmæli
70 ára er í dag, 22. ágúst, Jón A.
Skúlason póst- og símamálastjóri.
Hann hóf störf hjá Landssíma ís-
lands 1945 og hefur starfað hjá Póst-
_ og símamálastofnun síðan en lætur
senn af storfum fyrir aldurs sakir.
Kona Jóns er Inga Gröndal og eiga
þau tvö böm. Jón tekur á móti gest-
um í Átthagasal Hótel Sögu kl. 17-19
í dag.
70 ára verður á morgun, 23. ágúst,
Elías S. Jónsson, símstöðvarstjóri
á Drangsnesi. Hann tekur á móti
gestum í félagsheimilinu ú Drangs-
nesi kl. 16-20 á afmælisdaginn.
Útvarp - sjónvarp________________________dv
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lögfræðingur:
„Jónas og Svavar í sévflokki“
Dagskrá úfyarpsins var mjög góð
í gærkvöldi. Ég sveiflaðistmilli rúsar
eitt og tvö og mútti hafa mig allan
við til að missa ekki af þeim góðu
þáttum sem boðið var upp á. Sjö-
fréttimar hlusta ég alltaf á, en í gær
fjölluðu þær mikið um undirstöðuat-
vinnugreinina, sjávarútveginn.
Rækja, skreið og síld, allt til háal-
varlegrar umfjöllunar. „Ef Rússar
kaupa ekki af okkur síld þá er ekk-
ert nema gúanó,“ sagði Dagbjartur
Einarsson fyrir hönd þeirra í
Grindavík. Síðar í fréttunum kom
fram að Steingrímur Hermannsson
ætlar ásamt viðskiptanefhd í ferð til
Kína. Kannski vilja Kínverjar
kaupa síld af okkur?
Jónas Jónasson er aldeilis frábær
útvarpsmaður. Það hefur hann sýnt
og sannað á undanfömum árum.
Ekki brást hann í gærkvöldi í þætti
sínum Ég man. Þar var hann með
skemmtilegar upprifjanir og spjall
um lífið og tilveruna úr öllum áttum.
Semsagt Jónas í essinu sínu.
Reykjavík í augum skálda er góður
þáttur og í gærkvöldi vora tekin fyr-
ir árin frá 1975 til 1986. Það var
ánægjulegt að hlusta á lestur úr sög-
um og ljóðum skálda og ljóðskálda.
Efnið tengdist mannlífinu í okkar
fallegu höfuðborg, er skartar nú sínu
fegursta, rétt rúmlega tvö hundrað
ára. Tónskáldin gleymdust ekki og
lög um Reykjavík hljómuðu í þessum
þætti.
Svavar Gests er annar frábær út-
varpsmaður og honum brást heldur
ekki bogalistin í þætti sínum Rökk-
urtónar á rás tvö. Þáttur hans er
mjög vel unninn og yfirsjá hans í
þessum efnum hreint ótrúleg. Ég
hlustaði einnig á þáttinn Náttmál á
rás tvö og heyrði þar hressilegt spjall
við nýkjörinn bæjarfulltrúa á Akur-
eyri, Gísla Braga Hjartarson,
múrarameistara og íþróttamann.
í heildina var dagkrá rásanna
mjög góð í gærkvöldi og í raun var
heppilegt að sjónvarpið skyldi vera
í sínu vikulega fríi.
Vamarliðið:
Villti um fyrir lögreglunni
Lögreglan í Keflavík fékk tilkynn-
ingu um að mikill reykur og neyðar-
blys hefðu sést frá sjónum úti fyrir
Höfhum á Reykjanesi um fimmleytið
í gær.
Var lögreglulið sent á staðinn auk,
manna fiá Slysavamafélagi íslands,
en þegar betur var að gáð kom í ljós
að þama vora vamarliðsmenn af
Keflavíkurflugvelli að æfingum, skutu
m.a. upp blysum sem höfðu villt um
fyrir lögreglumönnum og vora með
þyrluæfingar.
Að sögn lögregluvarðstjóra í Kefla-
vík er það algengt að vamarliðið sé
með æfingar á þessum slóðum og láti
lögregluna venjulegast vita af því fyr-
irfram en að þessu sinni hafi það
gleymst. Var því ekki þorandi annað
en að athuga hvað væri á seyði þegar
neyðarblys og reykur sáust á lofti.
-BTH
Fjórðungsþing Vestfirðlnga
- verður haldið um helgina
Regína Thoiarensen, DV, Gjögri
Ábúðarmiklir hreppsnefndar- og
sveitarstjómarmenn munu setja sig í
stellingar og mæla af spekt og anda-
gift á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem
haldið verður á Isafirði 22. og 23.
ágúst.
Aðalmál þingsins era þau að rætt
verður um skipulag skólamála á Vest-
fjörðum. Framsögu í því máli hefur
Pétur Bjamason fræðslustjóri. Einnig
verður rætt um framvindu ferðamála
í fjórðungnum. Birgir Þorgilsson hefur
framsögu um málið.
Stjórn Blaðaprents á fundi sínum i gær. Talið frá vinstri: Guðrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þjóðviljans,
Árni Gunnarsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, Valdimar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins, Kristinn
Finnbogason, stjórnarformaður Blaðaprents, Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknarflokks, Hrafnkell Ársæls-
son, framkvæmdastjóri Blaðaprents, og Ragnar Árnason, formaður útgáfustjórnar Þjóðviljans.
Síðumúlapressan
undir eitt þak?
Miklar breytingar virðast framund-
an á starfsemi Blaðaprents hf. sem er
prentsmiðja Tímans, Alþýðublaðsins
og Þjóðviljans.
Á stjómarfundi í fyrirtækinu í gær
var rætt um samning sem verið er að
gera við verktaka í Reykjavík um
makaskipti á hxóseign Blaðaprents í
Síðumúla og nýbyggingu verktakans
við Lyngháls í Árbæjarhverfi.
Kristinn Finnbogason, stjómarfor-
maður Blaðaprents, sagði í samtali við
DV í gær að samningurinn hefði feng-
ið jákvæða umfjöllun á þessum fundi
en að engar ákvarðanir hefðu verið
teknar. Annar fundur í stjóm Blaða-
prents hefur verið boðaður eftir viku.,
Kristinn sagði að nýbyggingin, sem
hér um ræðir, væri 1500 fermetrar að
stærð og er hún ennþá í smíðum. Ef
af skiptunum yrði myndi þar skapast
aðstaða fyrir ritstjómir blaðanna
þriggja, Tímans, Alþýðublaðsins og
Þjóðviljans. Sagði Kristinn að ekki
væri verið að rasða um sameiningu
blaðanna heldur einxmgis um leiðir til
að auka hagkvæmni í rekstri þeirra.
Væri til dæmis verið að athuga kaup
á sameiginlegu tölvukerfi fyrir hlöðin
þijú.
-EA