Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Fréttir Þúsundir húskaupenda hlunnfamir: Vextir af eftirstöðva- lánum rangt reiknaðir Seðlabanki íslands hefur staðfest að húskaupendur eigi rétt á að krefjast þess að vextir af svokölluðum eftir- stöðvalánum skiptist niður í grunn- vexti og verðbótaþátt. I nær öllum kaupsamningum eru hins vegar reikn- aðir fastir vextir. Greiðslubyrði er mun þyngri þegar um fasta vexti er að ræða en jafnast út þegar vöxtunum er skipt niður í grunnvexti og verðbótaþátt. Þetta þýðir með öðrum orðum að þús- undir kaupenda eru í raun hlunn- famir. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Alþýðuflokksins, hefúr spurst fyrir um það hvort skuldarinn geti krafist þess að vöxtunum sé skipt í grunnvexti og verðbótaþátt. Svar bankans er jákvætt og er vitnað í lög Seðlabankans. Einn- ig kemur fram að hægt sé að krefjast þessa þó ekki sé minnst á hæstu lö- gleyfðu vexti í kaupsamningi. „Þetta varðar alla þá sem hafa gert kaupsamninga um eftirstöðvalán með hæstu leyfilegu vöxtum Seðlabankans og einnig þá sem samið hafa um fasta vexti. Þetta þýðir að húskaupendur borga færri krónur fyrstu tvö árin og fleiri síðustu tvö árin,“ sagði Þórólfúr Halldórsson, fasteignasali og formað- ur Félags fasteignasala, í viðtali við DV. Hjá fasteignasölu hans hafa vext- ir af eftirstöðvalánum verið innheimtir samkvæmt reglum Seðlabankans. Hann hefur sjálfur hreyft við þessu máli á fundum í Félagi fasteignasala en með litlum undirtektum. Algengustu vextir á eftirstöðvalán- um eru núna i5,5 prósent. Ef farið er eftir lögu'.i Seðlabankans reiknast 9 prósent grunnvextir á höfuðstól skuld- arinnar og 6,5 prósent verðbótaþáttur á sjálfa afborgunina. Síðan er mismun- urinn á þessum vöxtum og föstum vöxtum lagður við eftirstöðvamar. Með þessu móti minnkar greiðslu- byrðin og jafhast út þau 4 ár sem algengast er að þessi skuldabréf séu greidd á. 1 meðfylgjandi töflu sést hver mun- urinn er á þessum tveimur aðferðum. -APH fslendingar virðast flestir vera hlynntir því að ríkið stuðli að sem jöfhustum búsetuskilyrðum um allt land. f skoðanakönnun, sem Samband ungra framsóknarmanna lét gera fyrir sig í maí, og greint var frá í DV í gær, var meðal annars spurt: „Ertu sammála eða ósammála því að stuðla beri að sem jöfhustum búsetuskilyrð- um um allt land, jafnvel þó það kosti aukin þjóðarútgjöld?“. Um 71% þeirra sem spurðir voru sögðust vera sam- mála þessu en 23% voru ósammála. Könnuð voru viðhorf fólks í einstök- um stjómmálaflokkum og kom þá í ljós að alþýðubandalagsmenn voru einna mest fylgjandi þessu, 87% þeirra voru sammála fullyrðingunni, en sjálf- stæðismenn einna síst, hjá þeim voru 59% sammála. Um 65% þátttakenda, sem búa á höfuðborgarsvæðinu, voru sammála spumingunni en 82% þeirra sem búa annars staðar. -EA „Sé ekki ofsjónum yfiir hag útgerðar“ - segir Þorsteinn Pálsson fjármáiaráðherra „Fiskvinnslufyrirtækin hafa þurft að búa við dráttarvaxtalán, of stutt lán. Það þarf að lengja lánin ef þessi atvinnuvegur á að þrífast," sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra, um versnandi hag fiskvinnslulyrir- tækja, samkvæmt nýlegum útreikn- ingum Þjóðhagsstofiiunar. „Það er komið skrið á málið í bönkunum, þeir hafa verið með mál- efhi fiskvinnslufyrirtækjanna í skoðun. Bankamir telja eðlilegt að lána og/eða lengja lán margra fyrir- tækjanna, þeirra sem fúllnægja ákveðnum skilyrðum," sagði Þor- steinn, sem ásamt fleiri ráðherrum sat fund með bankastjórum Lands- banka og Seðlabanka, sem haldinn var nýlega, um lánveitingar til sjáv- arútvegsins, einkum fiskvinnslufyr- irtækja. - Er þá líklegt að sum fiskvinnslu- fyrirtækin verði gjaldþrota? „Það er ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir því, en það er bankanna að ákveða hvaða fyrirtækjum þeir lána.“ Samkvæmt útreikningum Þjóð- hagsstofhunar hefur hagur útgerð- arinnar hins vegar vænkast og er nú með besta móti. Álit Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er að færa beri eitthvað af hagnaði útgerðarinnar yfir til fiskvinnslunn- ar. „Ég sé ekki ofsjónum yfir hag út- gerðarinnar. Útgerðin þarf tíma til að vinna sig upp úr þeim erfiðleikum sem hún var í,“ sagði Þorsteinn um tilfærslur hagnaðar fiá út^erð til fiskvinnslu. Aðspurður sagði Þois’-jim að nk- isstjómin hefði það ekki á dagskrá að beita sér fyrir slíkum tilfærslum. „Þeir aðilar sem ákveða fiskverð verða að takast á um þetta mál,“ sagði Þorstemn. -KB Óverðbyggt bréf til 4 ára, hofuðstoll 400.000 Dags.(Gjd.) 1.9.86 1.9.87 1.9.88 1.9.89 Fastir 15,5% vexlir Afb. 100.000 100.000 100.000 100.000 Vexb'r 62.000 46.500 31.000 15.500 Alls 162.000 146.500 131.000 115.500 EftirsL 300.000 200.000 100.000 0 15,5% vextir (grunnvextir 9%, verðbótaþáttur 6,5%) Dags.(Gjd.) Afb. 9% 6,5% Alls Eftirst. 1.9.86 100.000 36.000 6.500 142.500 319.500 1.9.87 106.500 28.755 6.922,5 142.177,50 226.845 1.9.88 113.422,50 20.416 7.372,5 141.211 120.795 1.9.89 120.795 10.871,55 7.851,65 139.518,20 0 Hér sést hver munurinn er á greiðslum ef um er að ræða annars vegar skuldabréf með föstum vöxtum og hins vegar skuldabréf með 9% grunn- vöxtum og 6,5% verðbótaþætti. Skoðanakonnun SUF: Jöfh skilyrði til búsetu Eins og sjá má er steypubíllinn illa farinn, enda á mikilli ferð þegar hann fór út af veginum og valt, fullur af steypu. Steypubíll valt á Keflavíkuivegi Maður var fluttur mikið slasaður á slysadeild í gærmorgun um kl. 9 eftir að steypubíll, sem hann ók suður Keflavíkurveg, fór út af veginum og valt skammt frá afleggjaranum að Krýsuvík. Hafði ökumaður ætlað að aka fram úr flutningabíl sem hægði á sér við afleggjarann og ætlaði að beygja þar inn. Fór hann yfir á vinstri vegarkant en missti stjóm á bílnum þegar hann ætlaði á hægri vegarkant aftur, fór út af veginum vinstra megin og valt. Talið er að bíllinn hafi verið á mik- illi ferð, en hann var með fullan farm af steypu og því erfitt að halda stjóm á honum. Steypubíllinn er mjög mikið skemmdur og ökumaður illa slasaður enda lagðist stýrishúsið á bílnum næstum því saman við veltuna.-BTH María Guðmundsdóttir. Heimsmynd: Maríu nauðgað í New York Maríu Guðmundsdóttur, einni frægustu ljósmyndafyrirsætu er Is- lendingar hafa átt, var nauðgað í New York fyrir 10 árum. Frá þeirri reynslu sinni greinir hún í opinskáu viðtali við tímaritið Heimsmynd sem væntanlegt er í verslanir innan fárra daga. Forsíðu Heimsmyndar að þessu sinni prýðir Jakob Magnússon hljómlistarmaður og í blaðinu er ít- arlegt viðtal við hann um líf og starf, meðal annars árin í Los Ange- les þar sem hann bjó með fyrirsæ- tunni og kvikmyndaleikkonunni Önnu Bjöms um tíma. -EIR Hlaup íSúlu Hlaup hófst í Súlu í fyrrinótt. Er Súla þriðja áin úr Vatnajökli sem hleypur í þessari viku. Kreppa úr norðanverðum jöklinum og Skeiðará hafa einnig vaxið. „Þetta er æði mikið vatn, langtum meira en venjulega," sagði Eyjólfur Hannesson, bóndi á Núpsstað, um Súluhlaupið. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.