Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Page 32
32 Framarar urðu sigurvegarar í keppni B-liða á haustmóti KRR. - Á myndinni eru i aftari röð frá vinstri: Friðjón Þórðar- son, Jóhann Wathne, Gunnar Steindórsson, Ásgeir Bachmann, Grímur Axelsson, Hjörleifur Bjömsson og Pétur Pétursson. - í fremri röð frá vinstri: Sigurður Magnússon, Hjalti Harðarson, Þórhallur Halldórsson, Vilhjálmur Amars- son fyrirliði, Tómas Ingason og Tómas Garðarsson. A-lið —1.—2. sæti: Sigurganga Víkinga heldur áftam 'l'il úrslita um 1. sætið í haustmóti KRR í keppni A-liða léku að þessu sinni Víkingur og Fram. Leikur lið- anna var allan tímann mikill baráttu- leikur og skemmtileg tilþrif sáust oft hjá leikmönnum beggja liða, einkum hjá Víkingum sem sigruðu réttlátt, 3-1. Staðan í hálfleik var 1-0 Víkingi í hag. Gangur leiksins Víkingar byrjuðu af miklum krafti, léku mjög hraðan fótbolta og áttu oft frábæra samleikskafla og skapaði það mikla hættu við mark Framara. En Framarar léku sterka vöm og með snilldartöktum tókst þeim að koma í veg fyrir mörk. Um miðbik hálfleiksins tók Þorbjöm Atli Sveinsson, framheiji Víkinga, eina af sínum frábæm rispum, lék á hvem andstæðinginn af öðrum og renndi boltanum fram hjá úthlaupandi markverði Framara, Helga Áss Grét> arssyni. Boltinn rúllaði í stöngina og þar var fyrir Sigurður Elvar Sigurðs- son, hinn marksækni Víkingur, sem renndi boltanum í netið. Stuttu seinna em Víkingar aftur í sókn, Sigurður á skot að marki Framara og snart boltr inn hönd eins vamarmanns og var dæmd vítaspyma. Dálítið strangur dómur. Sigurður Elvar skorar úr vít- inu af miklu öryggi og staðan 2-0 fyrir Víking. Framarar tóku aðeins við sér undir lokin en tókst ekki að minnka muninn. Síðari hálfleikur Víkingar byrjuðu af sama krafti og í þeim fyrri. En Framarar vörðust vel sem áður. Um miðbik s.h. áttu Fram- arar sinn besta leikkafla og áttu góðar sóknarlotur að marki Víkinga. í einni þeirra tókst Guðjóni Guðjónssyni að minnka muninn eftir vel útfærða sókn Framstrákanna. Staðan orðin 2-1 fyrir Víking. Markið hleypti miklu lífi í leikinn. En undir lokin eiga Víkingar skyndisókn og innsiglaði Tjörvi Guð- mundsson 3-1 sigur Víkinga sem verða að teljast réttlát úrslit. Lið Víkinga var nokkuð jafnt í þess- um leik en mest bar á þeim Þorbimi Atla Sveinssyni, Georg Ómarssyni og Sigurði Elvari Sigurðssyni. Þröstur Helgason var drjúgur og sömuleiðis DV-mynd HH var Ómar Öm Friðriksson traustur í vöminni. Bergur Már Emilsson sýndi og öryggi í markinu. - Lið Framara átti líka sína góðu kafla og er liðið skipað mörgum efnilegum strákum eins og Helga Áss í markinu, Guðjóni Guðjónssyni, Inga R. Júh'ussyni, Guð- mundi Guðmundssyni, Haraldi Eiríks- syni, Runólfi Benediktssyni og Lárusi ívassyni, allt strákar sem lofa góðu. Leikurinn bauð upp á frábæra knattspymu og var því mjög skemmti- legur á að horfa. Maður leiksins: Þorbjöm Atli Sveinsson, Víking. -HH Georg Ómarsson, fyrirliði A-liðs 6. fl. Vikings, stýrði liði sinu af miklum myndugleik gegn Fram. DV-mynd HH SKOT! LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. Framarar sterkari - sigruðu Víking, 4-0 B-lið-1.-2. sæti: Úrslitaleikurinn um 1. sæti B-liða stóð milli Fram og Víkings. Framarar réðu mestu um gang leiksins. í byijun vörð- ust Víkingar vel og sýnda frábæra seiglu. En eitthvað varð að láta undan og þegar upp var staðið fögnuðu Framarar 4-J) sigri sem var réttlát úrslit. Gangur leiksins FrEimarar sóttu stíft og var Grímur Axelsson mjög virkur í öllum sóknar- aðgerðum Framara. Á 8. mín. er dæmd homspyma á Víkinga sem er vel tekin af Sigurði Ó. Magnússjmi og skipti engum togum að Grímur Axelsson skallar óveijandi í mark Víkinga. - Þegar langt er liðið á fyrri hálfleik er Sigurður ð. Magnússon með boltann utan vítateigs Víkinga og sendir til Hjalta Harðarsonar sem er einn og óvaldaður fyrir innan vöm Víkinga og á hann ekki í erfiðleikum með að bæta við 2. marki Framara. Þannig var staðan í hálfleik. í síðari hálfleik héldu Framarar áfram að sækja og um miðjan hálfleik- inn skoraði hinn sterki leikmaður þeirra , Grímur Axelsson, 3. mark Fram. Það var nánast endurtekning af fyrra marki hans, óveijandi skalli í mark eftir homspymu. Undir lokin bæta síðan Framarar við 4. markinu og þar var að verki Sigurður Ó. Magnússon. Eftir góða stungusendingu renndi hann boltan- um fram hjá úthlaupandi markverði Víkinga, Atla Má Ágnarssyni, sem ekki verður sakaður um mörkin því hann bjargaði oft vel. Lokatölur leiks- ins því 4-0 sigur fyrir Fram. Framliðið átti góðan dag og sérstak- lega þó Grímur Axelsson sem var mjög virkur og yfirferð mikil. Vilhjálmur Þór Amarsson, Sigurður Ó. Magnús- son og Tómas Garðarsson áttu allir góðan leik. Einnig er Pétur Pétursson mjög duglegur og harðsnúinn leik- maður. Víkingshðið barðist vel í þessum leik en við ofurefli var að etja í þetta sinnið. Liðið skipa þó margir góðir strákar eins og Atli Már Agnarsson í markinu, Ævar Öm Magnússon, Hilmar Haísteinsson, Hlynur Stefáns- son, Ingi Öm Guðmundsson og Guðjón Hólm. Allt mjög efiiilegir strákar. Hlutimfr gengu bara ekki upp hjá þeim í þetta sinnið því Framarar mættu mjög einbeittir til þessa leiks og vom erfiðir viðureignar. Maður leiksins: Grímur Axelsson, Fram. -HH - spjallað við Geoig Ómarsson, fýriri. 6. fl. Víkings Knattspyma unglinga „Stífar æfingar“ A-lið 6. fl. Víkings, sem sigraði í haustmóti KRR um síðustu helgi. - Á myndinni eru, i aftari röð frá vinstri: Einar Ein- arsson þjálfari, Ómar Friðriksson, Þröstur R. Helgason, Bergur Már Emilsson, Sigurður Elvar Slgurðsson og Elmar Sæmundsson. - í fremri röð frá vinstri: Sváfnir Gislason, Tjörvi Guðmundsson, Georg Ómarsson fyririlði og Þorbjöm AtJi Sveinsson. Á myndina vatnar Ólaf Ólafsson þjálfara. DV-mynd HH -«t: '1 . ,-r^í: ■_> ;,- jj jftl0 ,;j ....■;;■■ ."■;.. / ; f • j;' ; ,■., ,-J . -., |-, i ÚrslH leikja | Úrslit leikja A-riðils 6. fl. í haust- Imóti KRR, en sá riðill var leikinn á Valsvelli: |A-hð: • ÍR-Þróttur 1 Fram-Valur Þróttur-Valur 2-1 2-10 | ÍR-Fram '0-5 • Fram-Þróttur | Valur-ÍR 4-0 5-2 ■ B-lið: 1 fR-Þróttur 2-0 1 Þróttur-Valur ■ Fram-Þróttur 1-9 6-2 1 Fram-Valur 1-0 * ÍR-Fram 1-3 1 Valur-ÍR .B-riðillinn var spilaður á 0-0 gervi- 1 grasinu. Úrslit leikja urðu sem hér ■ segir: 1 A-lið: 1 Leiknir-KR 1 Víkingur-Fylkir 1-5 8-0 1 KR-Fylkir J Leiknir-Víkingur 5-0 0-5 1 Víkingur-KR 3-2 I Fylkir-Leiknir 1 B-Iið: ■ Leiknir-KR 1 Víkjngur-Fylkir 1-5 04 2-0 1 KR-Fylkir • Leiknir-Víkingur 1-0 0-3 1 Fylkir-Leiknir * Víkingur-KR 1-3 0-0 1 Víkingar sigmðu í keppni B-liða á ^hlutkesti. ■■■■ m Grimur Axen»oh, Fram, skoraði 2 mörk í leiknum gegn Víkingi og átti auk þess frábæran leik. DV-mynd HH Unglingasíðan hafði samband við Georg Ómarsson, fyrirliða 6. fl. A-liðs Víkings, og spurði hann hvemig stæði á hinum góða árangri liðsins á leik- tímabilinu. „Við höfúm gott lið og frábæran þjálfara og við leggjum okkur alla fram í leikjunum. Svo er þetta bara svo gaman.“ - Nú gengur þú upp í 5. fl. á næsta ári, hlakkar þú til þess að fara að spila í 5. flokki? „Nei, ég get ekki sagt það, því það er búið að vera svo ofsalega gaman í 6. fl. Ég vona bara að það verði eins gaman í 5.“ - Skemmtilegasta staðan? „Fremri vamarmaður.“ - Nú ert þú þekktur fyrir þínar ár- angursríku skriðtæklingar. Hvemig hefur þú náð tökum á þeim? „Ég hef æft þær alveg rosalega mik- ið því það er miklu meiri möguleiki að ná boltanum." - Skemmtilegasti leikurinn í sumar? „Langskemmtilegasti leikurinn var gegn KR í pollamóti KSÍ.“ - Hvemig á maður að æfa, að þínu mati, til þess að verða góður? „Æfa stíft. Hafa harðar æfingar og mæta vel, og æfa tækni. Ef maður verður góður þegar maður er lítill þá verður maður miklu betri í meistara- flokki." - Uppáhaldsleikmaðurinn? „Ásgeir Sigurvinsson og Karl Heinz Förster." - Uppáhaldsliðið? „Víkingur og Vestur-Þýskaland." Já, Georg er alltaf jafrdiress. -HH Umsjon: Halldor Halldorsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.