Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. — segir Konráð Jóhannsson sem skýtur bæðigæsogsel og er félagi í Greenpeace-samtökunum Konráð Jóhannsson, 43 ára Akur- eyringur, er í Greenpeace-samtökun- um, þrátt fyrir að hann skjóti bæði gæs og sel og eigi stórt byssusafn. Sagður góð skytta, Konráð. En hvemig í fjandanum má þetta vera? Er maðurinn ekki friðarsinni? Kon- ráð hefur líka fengið að heyra það undanfarið. Sjálfur sjávarútvegsráð- herra, Halldór Ásgrímsson, lét hafa það eftir sér að maðurinn væri tvö- faldur í roðinu. Og hvalfangari hefur sagt sitthvað um hann. En hann er óhemjuhress og kraftmikill maður, Konráð Jóhannsson, sonur Jóhanns Konráðssonar söngvara og bróðir Kristjáns. Hann starfar sem land- vörður Náttúruvemdarráðs á sumrin en er rafsuðumaður í Slippstöðinni á Akureyri á vetuma. Ekki lagtfrá mér byssuna „Nei, ég er ekki búinn að leggja frá mér byssuna, enda byggi ég mínar sportveiðar á góðri umgengni við náttúmna og siðareglur skotveiði- manna,“ segir Konráð. „Ég vil koma því á framfæri að það kom upp ákveðinn misskilningur varðandi það að ég var auglýstur talsmaður grænfriðunga, það er ég ekki, en þó breytir það ekki skoðunum mínum í neinu og ég er ennþá eindreginn stuðningsmaður stefnu þeirra og er félagi í Greenpeace." Hvernig fer þetta saman? - En hvemig fer það eiginlega sam- an að vera í Greenpeace og skjóta sel og gæs? „Ef það er gert innan skynsamlegra marka er það hægt. Ég á þá við að ekki sé gengið á stofna eða lífríkinu misþyrmt á neinn máta. Og það geri ég ekki. Margir af þekktustu skot- mönnum íslands em líka einlægir náttúmvemdarmenn.“ - Hvaða menn áttu þá við? „Mig langar að nefna menn eins og Sverri Scheving Thorsteinsson jarðfræðing, sem setið hefur mörg náttúmverndarþing, Ólaf Karvel Pálsson fiskifræðing, Pál Dungal veitingamann, Eyjólf Friðgeirsson fiskifræðing, Sólmund Einarsson fiskifræðing og síðast en ekki síst Egil J. Stardal cand. mag. Enginn getur vænt þessa menn um að ganga illa um náttúmna, enda em þeir sannir náttúmvemdarmenn, en þeir stunda skotveiðar sem íþrótt þrátt fyrir það.“ Skotveiðimenn hafa látið gott af sér leiða - En fer þetta samt saman? „Já, það gerir það tvímælalaust, það er hægt að vera harður náttúm- unnandi en jafnframt talsmaður skotveiða. Skotveiðimenn hafa líka látið margt gott af sér leiða í náttúm- vernd á íslandi. Ég bendi einnig á að öflug skot- mannasamtök víða um heim hafa oftsinnis bjargað kjörlendi fugla og annarra dýra frá eyðileggingu, þegar heíja hefur átt vanhugsaðar fram- kvæmdir." - Getur þú nefnt dæmi um slíka staði? „Mér detta í hug hin frægu vot- lendi Coto Donana á Suður-Spáni. Nú, flestir þjóðgarðar í Afríku em orðnir til fyrir tilstuðlan skotmanna, mest enskra og af meginlandi Evr- ópu.“ Grænfriðungar- atvinnulausir hippar? - Nú halda því sumir fram að græn- friðungar séu mest atvinnulausir hippar, sem hafi nóg af peningum. Hvað er til í þessu? „Þetta er tóm tjara. Þessu er síður en svo svona farið.“ - En hvers vegna hefur þessi skoð- un fest rætur meðal margra íslend- inga? „Það er vanþekking og ekkert ann- að. Þetta er áróður sem sífellt er klifað á og fólk trúir, hann hefur gengið í fólk sem svo aftur hefur ekki gert nóg í því að kynna sér málið.“ - Hverjir em það sem reka þennan áróður? „Hagsmunasamtök í sjávarútvegi fyrst og fremst og stjómvöld. Ég held að ráðherrarnir ættu að beita sér fyrst og fremst fyrir því að koma reglu á hlutina í sjávarútvegi og landbúnaði. Sjáðu til, hvalveiðamar skipta tiltölulega litlu máli fyrir þjóðarbúið hvað tekjur snertir eh geta skaðað okkur sem vísindalega veiðiþjóð." Yfir 3 milljónir i Greenpeace - En hvers konar fólk er þá í Green- peace-samtökunum? „í Greenpeace em yfir 3 milljónir manna, þar af em um l'A milljón Bandaríkjamenn. Þetta er fólk úr öllum stéttum, bæði ríkt og fátækt, fólk sem lætur sig náttúmvernd varða. Það herst fyrir fleiru en friðun hvalsins, kjarnorkumál og mengun- armál em ekki hvað síst á oddinum. Sjáðu úthöfin til dæmis, þau em einn mslahaugur. Og að sjálfsögðu gefur það augaleið að í svo stóram samtök- um geta skoðanir manna verið skiptar hve langt eigi að ganga. Ég vil nýta auðlindimar á sem skynsam- legastan hátt, að ekki sé gengið á stofnana eða dýrunum misþyrmt.“ Hvar fær Greenpeace pen- inga? - Hvar fá samtökin peninga? „Hvaðanæva að. Auðugir græn- friðungar leggja fram fé og þá er algengt að samtökin fái bréf frá fólki sem lætur upphæðir eins og 50 krón- ur fylgja hréfinu. Og safnast þegar saman kemur.“ - Hvað er það í stuttu máli sem Greenpeace vill í hvalamálinu? „Stefnan er ákaflega einföld varð- andi hvaðveiðar. Hún er að það beri að stöðva allar hvalveiðar. Ög ég er á sömu skoðun." það sé með fóstur í sér. Það er því í raun verið að drepa tvö dýr.“ - Nú nefnir þú ýmis rök fyrir því að hvalurinn sé í útrýmingarhættu og vilt algjöra stöðvun hvalveiða. Samt telja vísindamenn vitneskjuna um hvalinn það litla að það þurfi að veiða hann áfram í vísindaskyni, afla frekari vitneskju um hann. Stenst það að þið í Greenpeace vitið meira um hvalinn en vísindamenn sem fást við rannsóknirnar? Rök Konráðs - En hafið þið nægileg rök fyrir því að hvalurinn sé í útrýmingar- hættu? „Kannski ekki 100 prósent en yfir- gnæfandi. Og þau rök eru haldbetri en þau rök manna sem segja að það sé engin útrýmingarhætta." „Ég vil nefiia vandaða ritgerð Árna Einarssonar í riti Landverndar, þar sem hann fjallar um hvali en þar stendur orðrétt: „Þremur hvalateg- undum (sandlægju, sléttbaki og norðhvali) hefur þegar verið útrýmt og það em skíðishvalir, en það eru þær tegundir sem við veiðum." Meðalaldur hvala lækkað í riti Árna segir einnig: „Meðal- lengd búrhvala, sem er tannhvalur, hefur minnkað jafnt og þétt um 4 fet síðastliðin 20 ár, það samsvarar lækkun á meðalaldri úr 40 ámm í 27 ár. Þetta gæti þýtt að verið sé að ganga á stofninn og þörf sé á ýtrustu varkámi." - Getur þú nefnt fleiri rök? ■ „Já, viðkoman hjá hvölum er ein sú hægasta sem þekkist í náttúr- unni. Flestir stærri hvalir eru mörg ár að ná kynþroska og fæðingartalan er lág. Stóru hvalimir em með lang- lífustu dýmm og er viðkoman aðlöguð lágri dánartíðni. Stofnar þessara dýra eru viðkvæmir fyrir veiðum og eru marga áratugi að rétta við.“ Meðgöngutíminn 12 mánuðir Rannsóknir án þess að drepa einn einasta hval „Ég held að það sjái það allir að það sé fáránlegt að halda því fram að veiða þuríi um 120 hvali til að rannsaka hann. Slíkt er fjarstæða. Og reyndar er það skoðun mín að ekki þurfi að veiða einn einasta hval til að rannsaka hann, með þeirri tækni sem nú er fyrir hendi. Og gleymum því ekki að innan græn- friðunga eru margir af þekktustu vísindamönnum veraldar í hinum ýmsu vísindagreinum og þetta er einnig þeirra skoðun. í mínum huga em vísindaveiðarnar bara yfirskin, allar þessar veiðar em miðaðar við afkomu Hvals hf., að það fyrirtæki geti borið sig.“ Alveg fatalt - En er samt hægt að komast hjá því að drepa eitthvað af hval til að rannsaka hann? „Mín skoðun er sú, já. Það er hægt að taka húðsýnishorn af honum án þess að drepa hann og slíkt sýnis- hom segir mikið. En auðvitað hefði það kannski ekki svo mikil áhrif að Konráð Jóhannsson: „Sjávarútvegsráðherra segir að ég sé tvöfaldur í roðinu en verra er að hann er margfaldur.“ „Flestir stóm hvalanna bera líka aðeins annað hvert ár. Hjá sumum tegundunum em kálfarnir 1 til 2 ár á spena. Og hjá þessum tegundum líða 3 ár á milli fæðinga. Gáðu einn- ig að því að meðgöngutími hvala er allt upp í 12 mánuðir. Ef kvendýr er drepið em yfirgnæfandi líkur á að LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 21 drepa einn og einn með löngu milli- bili, en kerfisbundnar veiðar em út í bláinn, þær em alveg fatal.“ - Því er haldið fram af mörgum að í Greenpeace gæti múgsefjunar, að flestir félaganna viti í raun lítið um málið, en það sé búið að hræra upp í þeim tilfinningalega? „Það getur vel verið að hjá mörg- um erlendis sé þetta frekar tilfinn- ingamál, þó það ætti ekki að vera vegna þeirra mörgu greina sem ritað- ar hafa verið um málið í tímarit samtakanna. En það breytir því ekki heldur að maðurinn er búinn að út- rýma á milli 500 og þúsund lífverum á jörðinni og það er óþarfi að bæta hvalnum við.“ Greenpeace og höfrungaveiðar Bandaríkja- manna - Hvað um þau rök að Greenpeace í Bandaríkjunum væri nær að deila á höfrungaveiðar Bandaríkjamanna sjálfra, áður en þeir agnúist út af hvalveiðum okkar íslendinga? „Það er ekkert smáræði sem sam- tökin eru búin að gagnrýna höfr- ungadrápið. Þessi gagnrýni hefur verið hörð og margoft birst í banda- rískum blöðum. Og sjálfur játa ég að það er dapurt hve þessi gagnrýni hefúr lítið bitið á Bandaríkjamenn. Það er kannski oft erfiðara að gagn- rýna heima fyrir, ég veit það ekki. En það breytir því ekki að það er slæmt fyrir okkur íslendinga sem veiðiþjóð að sjá ekki rökin sjálfir og hafa frumkvæðið en láta erlend sam- tök benda okkur á að hvalurinn sé í útrýmingarhættu. Það er slæmt og kemur óorði á okkur sem veiðimenn, því við höfum staðið okkur vel í rannsóknum á lífríki íslands, meðal annars á fiskstofnum og fuglastofn- um. En hvalurinn hefur orðið útundan, annars hefðum við getað lagt spilin á borðið og rökstutt okkar mál.“ - En erum við ekki einmitt núna að veiða hvalinn í vísindaskyni til að geta lagt spilin á borðið, eins og þú segir? „Nei, vísindaveiðarnar eru yfir- skin, það sjá það allir. Það er okkur íslendingum til skammar að halda þessu fram.“ - Nú hafið þið gagnrýnt þá aðferð sem notuð er við hvalveiðar? „Já, enda er hún hreint út sagt viðbjóðsleg." Viðbjóðslegar veiðiaðferðir - Hvernig þá? „Þú ættir að sjá myndir af veiðum Rússa þar sem þeir nota ekki sprengiskutla á þeim forsendum að þeir skemmi út frá sér. Dýrið engist sundur og saman, spýtir blóðsúlum upp um blástursopið sem standa marga faðma upp í lofið og það getur tekið klukkustund þar til dýrið loks- ins deyr. Og kálfarnir synda við hlið dauðvona mæðra sinna. Það hafa meira að segja fundist hvalir með skutla í sér. Ég vil þó taka það fram að íslendingarnir hjá Hval hf. nota sprengiskutla og drepa dýrin á þann skjótasta máta sem núverandi tækni býður upp á.“ Annað að deyða en eyða - Víkjum talinu aftur að veiði- mennsku þinni. Þú hefur sætt gagnrýni fyrir að fara á gæsaskyttirí og skjóta sel. Það hefur verið sagt að þetta sé tvískinnungur í þér allt saman? „Nei, þetta er alls ekki tvískinn- ungur, eins og ég sagði þér reyndar áðan. Ég er mikill veiðimaður en um leið verndarmaður vegna þeirrar ástæðu að það er annað að deyða en eyða.“ - Hvaða dýr veiðir þú aðallega? „Ég skýt gæs fyrst og fremst og einn og einn selur slæðist með á vet- urna. Ég fer líka á rjúpu, en ekki mikið.“ BrigiQ^ Bardot og selurinn - Nu varð frægt þegar leikkonan Brigitte Bardot flaug á ísinn í Kan- ada og mótmælti seladrápi þar? „Já, Brigitte Bardot er kannski grátbroslegt dæmi um vanþekkingu fólks sem mótmælir án þess að kynna sér málstaðinn. Hún kynnti sér ekki málstaðinn, enda hefur lítið heyrst í henni síðan. Það er skoðun mín að hún hafi fyrst og fremst verið að auglýsa sjálfa sig í þessu máli sem var reyndar hið svívirðilegasta. Þama voru selkópar rotaðir með tré- kylfum og jafnframt húðflettir. Þegar þeir svo rönkuðu við sér skriðu þeir um blóðugir, meira og minna lífvana í dauðateygjunum, tugi metra þannig að blóðrendur sáust eftir þá á ísnum.“ - Hvemig drepur þú selinn? „Mín veiðiaðferð á sel er einföld, ég drep hann þar sem hann liggur uppi á klöppum í fjörum eða á grunn- sævi, með öflugri 7 millimetra riffil- kúlu á þetta 100 til 150 nietra færi. Selurinn deyr samstundis og skiptir þá ekki máli hvort kúlan lendir í búk eða haus.“ Gef kunningjum mínum sel Hvað gerir þú við selinn? „Frómt frá sagt þá borða ég hann og gef kunningjum mínum sem alist hafa upp við sjávarsíðuna. Spikið salta ég og borða með signum fiski. Einn og einn sel legg ég inn til hring- ormanefndar." - Nú er selurinn ekki í útrýmingar- hættu og þú ert greinilega ekki á móti seladrápi? „Nei, ég er ekki á móti því ef dýrin deyja samstundis. Ég ítreka að ég er ekki á móti því að deyða dýr, heldur að eyða þeim. Ég vil vitna í Egil Stardal í bók hans Byssur og skot- fimi: Fái heilbrigð skynsemi að ráða málum í framtíðinni, fer svo að allt dýralíf á jörðinni, jafnt á láði sem legi, verður haft undir vísindalegu eftirliti; þess gætt að ekki gangi á stofna þess meir en mögulegt er að komast hjá vegna aukinnar þarfar landrýmis fyrir manninn, en upp- skeran hirt, það sem dafnar umfram nauðsynlegan ásetning vaxtar og viðhalds. Ég vil líka vitna í Árna Reynisson, í riti Landverndar númer 7 á bls. 17, þar sem hann skrifar um umgengni við villt dýr og náttúruvernd: Sér- staklega ber að leggja áherslu á að leiki minnsti vafi á að nytjastofn’ þoli veiðar eða aðra nýtingu, verði veiðunum hætt eða dregið úr, þar til hann hefur náð sér aftur.“ Á riffla og haglabyssur - Ég hef heyrt suma segja að skot- vopnaeign þín sé með eindæmum af náttúmvemdarmanni að vera? „Ég á nokkra riffla og haglabyss- ur, það er satt. En skotvopnaeign mín er aðeins sú eign sem ég tel mig þurfa að eiga gagnvart mínu sporti. Annað get ég ekki sagt um það.“ - Hvað veiðir þú margar gæsir á ári? „Sennilega of mikið miðað við að ég borða þær ekki allar sjálfur, en það er nú einu sinni svo, þó ég segi sjálfur frá, að ég tel mig vinmargan mann og gjarnan sé ég kunningjum fyrir jólagæs." - Nú sagði sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, í Þjóðviljanum að þú værir tvöfaldur í roðinu vegna þess að þú veiðir gæs og sel. Hverju viltu svara sjávarútvegsráðherra? „Kannski finnst honum ég tvöfald- ur, það er hans skoðun, og ef svo er sit ég uppi með það. En hitt er alvar- legra mál að sjávarútvegsráðherra situr uppi með það, sem einn af for- ráðamönnum Islendinga, að vera margfaldur í roðinu, eins og hann hefur rekið hvalamálið. Það hlæja allir að okkur íslendingum að halda að samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðs- ins um innanlandsneysluna þýði að við getum selt hvalkjötið til Japans. Og hann segist hafa bjargað málinu í Washington, að Bandaríkjamenn haldi því ekki fram að við höfum reynt að brjóta alþjóðasamþykkt. Það sem allt snýst um auðvitað er að það er ekki útséð ennþá hvort málflutningur okkar og hvalveiðam- ar valdi okkur stórskaða. Það á eftir að sýna sig hvað neytendur í Banda- ríkjunum gera gagnvart okkur.“ Komið nú með helvítis köttinn - í þessari hvalkjötsveislu, sem Þjóðviljinn hélt Halldóri og Stein- grími og Halldór lét tvöfeldni þína í ljós, var kokkurinn, sem eldaði ofan í ráðherrana, á því að það þýddi enga linkind gagnvart Greenpeace. „Já, ég sá það haft eftir honum. Við þessum orðum hans dettur mér í hug brandarinn um músina og brennivínsflöskutappann. Músin drakk úr tappanum og barði sér síð- an á brjóst og sagði: Komið nú með helvítis köttinn." Hvalurinn keppir ekki við okkur um fiskinn „En fyrst ég er að tala um Halldór sjávarútvegsráðherra, þá sagði hann líka við annað tækifæri að hvalurinn keppti við okkur íslendinga um fiski- stofnana. Þetta er rangt. Þegar við skoðum þá fæðu sem þeir hvalir, sem við íslendingar veiðum, lifa á kemur í ljós áð þeir nærast mest á ljósátu sem er svif. Og sagt er að hin marg- umtalaða hrefna sé meiri fiskæta en aðrir hvalir. Það hefur sýnt sig að uppáhaldsfæða hrefnunnar er ljós- áta, þó hún fúlsi ekki við síld, loðnu og sandsíli. Annars er ekkert dýr jarðar samkeppnisfært við manninn í neinu tilliti. Finnst mér að ráð- herrann mætti lesa sér meira til í almennri dýrafræði.“ Brjóstvitið hjá Gunnlaugi - í dagblaðinu Degi þann 13. ágúst segir Gunnlaugur Konráðsson, hval- fangari á Árskógsströnd, sitthvað um þig sem Greenpeace-mann? „Já, hann réðst að mér með brjóst- vitskenningar sem kannski eru góðar á veiðum en ekki þegar á hólminn er komið. Það verður hon- um að skiljast.“ - En hann segir meðal annars að sem veiðimaður sjái hann að sjórinn sé morandi í hval, það sé sama hvert litið er? „Þetta er dæmigerð brjóstvits- kenning. Hann áttar sig ekki á því að stundum getur svo verið að stofn- inn haldi sig á tiltölulega litlu svæði. Þetta er svona svipað og þegar menn segja að það sé allt morandi af hels- ingja í Skagafirði á vorin. En svo hafa menn komist að raun um að þetta er um 80% af deilistofninum og hann millilendir einmitt þarna í Skagafirðinum á vorin. Hann verður að átta sig á þeim rökum að hvalur- inn er að minnka og sífellt feiri hvalir ná ekki fullorðinsaldri. Stofn- in er í útrýmingarhættu og veiðunum ber að hætta.“ Um borð hjá hvalveiðimönn- um „Gunnlaugur segir líka að við hvalfriðunarmenn höfum aldrei séð hvalveiðimenn að störfum, verið um borð með þeim í eigin persónu þó það eigi reyndar ekki við um mig, þvi ég hef séð hrefnuveiðar. En það er mik- ið til í þessu hjá honum en hins vegar hafa grænfriðungar séð myndir af Japönum og Rússum að veiða í Suð- urhöfum og á þeim sést greinilega hvernig veiðiaðferðimar eru.“ - En hveiju svarar þú honum að eftir allt sem þú hefur sagt opin- berlega hljótir þú að leggja frá þér byssuna, því varla farir þú að berjast fyrir einu en láta svo standa þig að því að haga þér allt öðmvísi? „Ég legg ekki frá mér byssuna, það má Gunnlaugur vita. Annars skil ég ekki þessi orð hans, ég hafði ekki látið hafa annað eftir mér en að það mætti kannski deila um vinnuað- ferðir grænfriðunga, en hvað mætti þá segja um veiðiaðferðirnar á hval og sel? Þetta var nú allt og sumt sem ég hafði sagt, en það virðist hafa farið fyrir brjóstið á honum og hann tekið þetta til sín.“ Eins og rolla í sláturhúsi „Reyndar segir hann að Norðmenn séu komnir með nýja gerð sprengi- skutuls og hvalurinn deyi strax eins og rolla í sláturhúsi. Það er hárrétt , hjá honum en hann hefur samt ekki séð ástæðu sjálfur til að fjárfesta í slíkum skutli, þó nokkuð sé síðán hann kom á markaðinn. Gunnlaugur notar sams konar skutul og notaðir voru um aldamótin við hrefnuveiðar sínar, en nú sýnist mér sem betur fer orðið of seint fyrir hann að kaupa skutulinn." - Nú gagnrýnir hann jafnframt gæsaveiði þína sem grænfriðungs og segir að það komi fyrir á öllum veið- um að menn missi bráð, en það komi fyrir í 1% tilvika hjá hvalföngurum á móti kannski 50% tilvika í fugla- - veiðum. Hverju svarar þú þessu? „Fyrst vil ég segja að það er út í hött hjá honum að bera saman fugla- veiðar og hvalveiðar, því annars vegar, tökum gæsina sem dæmi, er flest vitað um hana og nóg er af henni og hins vegar er til dæmis hrefnan sem alltof lítið er vitað um.“ Móðgun við veiðimenn „Um að í 50% tilvika á fuglaveið- um, lauslega áætlað, missi menn bráðina er tómt mgl og dæmigerð brjóstvitskenning. Þetta erhreinasta móðgun við þá sem fara með skot- vopn á íslandi. Og ef þetta væri rétt hjá honum væri Eyjafjörðurinn útat- aður í bækluðum rjúpum og gæsum • á hverju hausti. Þessi kenning dæm- ir sig því sjálf í mínum augum.“ Barðist með blóðtauminn aftan úr sér „Annars kemst ég ekki hjá að segja frá því að fyrir Í'A ári flaug einka- flugmaður á Akureyri fram á hrefnu- bát á Grímseyjarsundi. Þar voru nokkrar hrefnur að sulla í átutorfu. Þeir á bátnum skutu umsvifalaust eina og gáfu vel út af skutullínu. Síðan settu þeir 4 belgi á endann og ■, sneru sér næst að því að skjóta næstu hrefnu á meðan veslings hin skepnan barðist með blóðtauminn aftan úr sér og belgina í eftirdragi. Og þarf varla að orðlengja hvernig það dauðastríð hefur verið. Mér er reyndar sagt að þetta sé ekki í eina skiptið sem svona hefur komið fyrir. Og svo sannarlega eru þessar veiðar ekki i anda þess sem Gunnlaugur lýsir þeim, þó ég vilji taka fram að hér er ekki átt við Gunnlaug.“ Skírði bíUnn Moby Dick - Nú er mér sagt, Konráð, að þú hafir skírt bílinn þinn, sem þú áttir, Moby Dick. Hvað er hæft í því? „Ég gerði það, jú. Verkstjórinn minn byrjaði að kalla hann Moby Dick. Þetta var stór, hvítur Land Cruiser-jeppi. Hann minnti mig óneitanlega á Moby Dick, svo ég skírði hann einfaldlega því nafni.“ - Úr því að við erum að tala um Moby Dick, heldurðu að sú saga hafi áhrif á skoðanir almennings í Bandaríkjunum á hvalveiðum? „Þetta er hjartnæm saga og hún hefur örugglega áhrif á skoðanir al- mennings. En Moby Dick er skáld- saga og grænfriðungar breiða hana ekki út og byggja ekki rök sín á neinu þvíumlíku." Fyrir aðkasti - vegna Greenpeace? Að lokum, Konráð, hefur þú orðið ' fyrir aðkasti fólks vegna þess að þú ert í Greenpeace og ert jafnframt á móti hvalveiðum sem yfirgnæfandi fjöldi íslendinga er hins vegar fylgj- andi? „Nei, þveröfugt. Það eru fleiri bún- ir að ræða vinsamlega við mig um grænfriðunga á götum Akureyrar heldur en hitt. Mér finnst greinilegt að margir styðja samtökin, þó þeir séu ekki tilbúnir að styðja þau opin- berlega. En það er mál sem hver og einn verður að gera upp við sam- visku sína. Menn skulu heldur ekki ■, gleyma því að samtökin berjast gegn kjamorkuvopnum og tilraunum með þau - og þá ekki síður mengun. Þetta eru samtök sem berjast fyrir al- mennri náttúruvemd." -JGH Texti og myndir: Jón G. Hauksson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.