Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 9 Ferðamál Hótel Villa San Michele i Fiesole er gamalt munkaklaustur sem hefur hald- iö sinni upprunalegu mynd en þó verið gert upp á mjög glæsilegan máta. Fögur haiía Á haustin leggja margir land undir fót og er sá árstími að verða sívin- sælli tími til ferðalaga. Mikið er um að fólk skreppi til stórborga á haust- in sem og til sólarlanda. Síðastliðinn laugardag íjölluðum við um Róm en haustið er einmitt tilvalinn árstími til að heimsækja Italíu, nú skartar landið sínu fegursta. Veðrið er milt og gott og landið ekki eins fullt af ferðamönnum og yfir hásumarið. Margir íslendingar hafa sótt Ítalíu heim, sérstaklega sólarstrendur landsins. Hvemig litist ykkur á að eyða nokkrum dögum í frekar lítið þekktum bæjum eins og til dæmis Mantua og Parma? Bæirnir eru í norðurhluta landsins, á milli Mílanó og Flórens. Þarna er auðugt ræktun- arsvæði, landbúnaður í hávegum hafður og hefur í gegnum tíðina gef- ið af sér mikinn og góðan arð fyrir íbúa staðanna. Bæirnir eru um 500 ára gamlir og standa þar enn gamlar og merkilegar fornminjar, dómkirkj- ur, hallir og önnur stórhýsi. Rithöfundurinn Aldous Hauxley lýsti Mantua eitt sinn sem yndisleg- asta stað í veröldinni. Nútíminn hefur ekki haft áhrif á sjarma Mantua, lítið er byggt af nýjum hús- um og þar er lítill sem enginn iðnaður. Hinar 500 ára gömlu bygg- ingar gefa Mantua líka sérstaklega skemmtilegan heildarsvip og eru frá- bær bakgrunnur fjöruga og litskrúð- uga útimarkaðarins á delle Erbe-torginu. Matargerðarlist er á Hér sést delle Erbe torgiö í Mantua og Saint Andrea kirkjan. Á torginu er allt iðandi af lífi og fjöri. háu plani í Mantua og eru tveir bestu veitingastaðirnir, II Cigno og Aquila Nigra, skammt frá Sordello-torginu. Parma er aðeins sunnar en Mantua. Bærinn er einna frægastur fyrir dómkirkjuna sem skreytt er málverkum ítalska málarans Cor- reggios, San Giovanni-kirkjuna og listasafhið á della Pilotta-torginu. Einnig er Farnese-leikhúsið, sem byggt var 1619, mjög þekkt en það er nokkurs konar stæling á Palladio, ólympíuleikhúsinu í Vicensa. Bygg- ingarnar í grennd Duomotorgsins þykja með þeim mögnuðustu á Italíu. Duomotorgið sjálft er kjörinn staður til að virða fyrir sér mannlífið, ítalir sjálfir rölta mikið þarna um sér til skemmtunar og halla sér að bleikum marmaraveggjum skímarkapellunn- ar. Líkt og í Manuta er mikið lagt upp úr matargerð. I Parma eru framleidd- ir hinir einu og sönnu Parmesanost- ar, einnig ér prosciutto, þurrkuð og krydduð skinka, einn af sérréttum staðarins. Hvorki í Mantua né Parma er mik- ið um glæsihótel en af þægilegum hótelum má nefna Alberto San Lor- enzo í Mantua. Það er gamaldags huggulegt hótel með stórum og góð- um hótelherbergjum og staðsett nálægt delle Erbe torginu. Kostar næturgisting um 3.000 krónur. Hótel Stendhal í Parma er dæmi um þægilegt hótel og vel staðsett. Þar kostar nóttin einnig um 3.000 krónur en með morgunmat. Villa San Michele í Fiesole, nálægt Florence, þykir eitt af fegurstu hótel- um heims. Bygging þess er mörg hundruð ára gömul og var hér í eina tíð munkaklaustur. Hótelherbergin 28 eru hinir upprunalegu munka- klefar klaustursins. Nóttin þar fyrir tveggja manna herbergi kostar um 14.000 krónur með hálfu fæði. Allar nánari upplýsingar um þessa staði er að fá hjá: Italian State Tourist Office, 1 Prince street, W.l London, sími 408 1254. -Ró.G. Ertu búin(n) að fara í sumarfrí? Hildur Kristín Helgadóttir nemi: „Nei, því miður verður eitthvað lítið um sumarfrí þetta árið. Ég vinn bara af krafti áður en skólinn byrjar en núna er ég þó í nokkurra daga fríi þangað til. Annars ferðast ég yfir- leitt frekar lítið um landið, það er svona þegar maður er i skóla og er að safna sér pening á sumrin. Éin- stöku sinnum bregð ég mér út fyrir borgina en í framtíðinni myndi ég vilja gera miklu meira að því að ferð- ast um athyglisverða staði landsins. Vonandi gefst meiri tími til þess þeg- ar skólagöngu lýkur. I fyrra fór ég í tvær vikur til Ítalíu, Lignano, og var það alveg frábært. Ég er ákveðin í að fara þangað aftur, helst sem fyrst.“ Agnar Markússon sjómaður: „Eg hef ekkert farið ennþá en er að fara nú næstu daga út á land. Það er nú ekkert ákveðið hvert ég fer en þó líklega eitthvað austur. Venju- lega er nú frekar lítið um ferðalög hjá mér hér innanlands en á ég mér samt uppáhaldsstað, Vaglaskóg. Ég hef ferðast nokkuð mikið erlendis, þá siglt á milli staða. Mér hefur þótt einna skemmtilegast að heimsækja Hamborg af þeim borgum sem ég hef komið til.“ -Ró.G. HLUTABRÉF Óskað er eftir tilboðum í eftirfarandi hlutabréf: 1. Iðnaðarbanki íslands hf. nafnverð kr. 840.830,00 2. Verslunarbanki íslands hf. nafnverðkr. 20.618,00 3. Fjárfestingarfél. ísl. hf. nafnverð kr. 85.593,00 4. Reykjaprent hf. nafnverð kr. 127.200,00 5. Sameinaðir verktakar hf. nafnverð 72.000,00 Sala ofangreindra hlutabréfa er undanþegin forkaups- réttarákvæðum í samþykktum hlutafélaganna þar sem hlutabréfin eru öll í eigu þrotabúa. Tilboðum sé skilað til auglýsingadeildar blaðsins merkt „Hlutabréf 111“ fyrir 6. september 1986. STARFSMAÐUR FJÁRVEITINGANEFNDAR ALÞINGIS Fjárlaga- og hagsýslustofnun auglýsir lausa til umsóknar stöðu starfsmanns fjárveitinganefndar frá 1. október 1986 að telja. Starfs- maður fjárveitinganefndar er ráðinn hjá fjárlaga- og hagsýslustofn- un og vinnur að undirbúningi fjárlaga og öðrum verkefnum. Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun. Umsóknum, er greini frá menntun og fyrri störfum umsækjanda, skal skilað til fjár- laga- og hagsýslustofnunar, Arnarhvoli, eigi síðar en 15. september nk. Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofnun, Arnarhvoli, 26. ágúst 1986. 3/ «3/ *s/ *3/ *3/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ 43/ /í*/t*/í*/í*/» /£*/f /£*/£*/£*/£*/£*/£*/£*/t*/£• /£• /£*/£*/I F0RD HLISINU Mitsubishi húsbíll árg. 1982, elnn Toyota Twln Cam Corolla árg. 1984, frábær. Verð 395.000. grár. Verð 500.000. Tegundir Ekinn Árg. Verð Ford Econoline húsbill 1978 500.000. Ford Escort XR 3 1981 355.000. Honda Accord 1980 210.000. Daihatsu Charade 4 d. 1980 140.000. Subaru sendib. ELO 4x4 1985 360.000. Range Rover rauður 1979 540.000. Mercedes Benz 250 m/öllu, e. 39. 1982 750.000. 000 ToyotaTercel 1984 450.000. Subaru ST 4x4 1983 440.000. Ford Sierra, 5 d„ 2000 SS 16 1984 530.000. Ford Taunus GHIA, 4 d„ BS 2000 62 1981 290.000. Ford Fiesta 1000, m/toppl. 40 1983 Stgr. 200.000. FordFiesta1100 93 1978 90.000. Suzuki Alto, 4 d„ brúnn 67 1981 130.000. X Suzuki Fox, 4x4, blár 54 1983 280.000. X Chrysler Le Baron, 4 d. 90 1981 450.000. Merc. Benz 230 C, 2 d„ SS 97 1978 650.000. X Merc. Benz 280 S, 4 d., SS 90 1978 650.000. Toyota Tercel ST, 4x4 25 1985 500.000. Nissan Cedric ST, toppb. 63 1985 690.000. XBMW318Í 65 1982 390.000. Mitsu. Galant, 4 d., brúnn 103 1980 180.000. ATH: Bílar merktir með X fást að hluta eða öllu leyti á skuldabréfi í allt að 9 til 18 mán og jafnvel lengur. Þá fasteignatryggð bréf. Opið frá kl. 9 til 19 alla virka daga og laugardaga frá kl. 10 til 17. BÍLAKJALLARINN Fordhúsinu v/hlið Hagkaups. Símar 685366 og 84370. /fi* /£*/£• /£* /fi* /£* /£* /£* /fi* /fi* /fi* /£* /fi* /£• /£* /£• /£* /£* /£• /I SÖLUMENN: Jónas Ásgelrsson Þórarinn Rnnbogasson Maria PálsdótUr Skúll Gislason FRKVSTJ.: Rnnbogl Ásgelrsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.