Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 17 Skaginn sigrar 3-1 — spáir Sigurður Valur Halldórsson „Leiknum lýkur með 3-1 sigri fyrir Skagamenn," spáir Sigurður Valur Halldórsson, Reykvíkingur sem er fæddur stuðningsmaður Skaga- manna í knattspymunni. „Ég reikna með að Fram verði fyrri til að skora en það dugar þeim ekki. Það hefur gengið þannig til þegar síðustu þrír titlar hafa unnist að við höfum lent undir en síðan jafnað og sigrað.“ - Er þessi seigla sérstök fyrir Skaga- menn? „Ja, það er eins og þeir þurfi oft að fá á sig mörk til að taka við sér og ég spái því að þannig verði það einnig nú. Þetta verður skemmtileg- ur leikur ef rigningin setur ekki strik í reikninginn. Við hljótum bara að panta afmælisveður, þá er engin hætta á öðru en að áhorfendur geti skemmt sér vel.“ í búningsherbeginu hjá gull- aldarliðinu Þótt Sigurður sé ódeigur fylgis- maður Skagans þá er hann ekki fæddur þar og hefur aldrei leikið með liðinu. „Ég ólst upp við aðdáun á Skagaliðinu," segir Sigurður. „Faðir minn, Halldór V. Sigurðsson, lék með gullaldarliðinu fram til 1950 þegar hann fluttist til Reykjavíkur. Þegar ég fór að fara með honum á völlinn sem smástrákur þá enduðum við allt- af inni í búningsherberginu hjá gullaldarliðinu. Liðið, sem Skagamenn tefldu fram um og eftir 1950, er enn umtalað og þeir sem studdu það hafa aldrei snú- ist til fylgis við önnur lið. Margir Reykvíkingar hafa fylgt Skaganum frá því á gullaldarárunum. Liðið á síst færri stuðningsmenn hér en heimaliðin. Staðreyndin er sú að leikmenn af Skaganum hafa staðið undir nafni og þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Nú, Skagamenn hafa oftar átt mjög öflugt lið, sérstaklega á árunum frá 1974 til 1984, þannig að í raun og veru er hægt að tala um fleiri en eina gullöld á Skaganum. Næstu ár veröa góð Núna hafa verið mannaskipti hjá liðinu en það eru margir ungir og skemmtilegir strákar að koma inn í það. Skagamenn hafa alltaf verið nærri toppnum. Þótt þeir verði ekki íslandsmeistarar að þessu sinni standa þeir á næsta ári örugglega jafrifætis Val og Fram sem eru núna með bestu liðin. Þessi þrjú lið eiga eftir að berjast um íslandsmeistara- titilinn á næstu árum. Ég hlýt að telja Skagamenn þar sigurstrangleg- asta.“ - Halda stuðningsmenn Skaga- manna hér í Reykjavík hópinn á leikjum? „fA hefur verið að skipuleggja fundi fyrir leiki þar sem gamlir félag- ar og stuðningsmenn safhast saman. Ég hef að vísu ekki verið með í þessu en það er verið að reyna að skipu- legga aðdáendahópinn betur. Það er reyndar merkilegt að lA er eiginlega kornungt knattspymufélag. Það var stofnað í vetur til að taka við störfum knattspymuráðsins. Uppi á Skaga hafa gömlu félögin, Knattspyrnufé- lag Akraness og Kári, verið við lýði fram til þessa þótt leikið hafi verið í nafni íþróttabandalags Akraness um áraraðir." Hjátrú af ýmsu tagi hefur lengi fylgt knattspyrnunni og skiptir þá ekki máli hvort leikmenn eða áhang- endur eiga í hlut. Sigurður viður- kennir ekkert slíkt. „Það getur þó vel verið að ég hafi verið svolítið hjátrúarfullur hér áður fyrr en ég kannast ekki við það lengur," segir Sigurður. „Einu sinni höfðum við nokkrir kunningjar það fyrir reglu að hittast alltaf á sama stað í stúk- unni á leikjum. Þetta flokkast sjálf- sagt ekki undir hjátrú en við höfðum þetta fyrir reglu.“ Spennan skiptir öllu - En af hverju heldur þú að knatt- spyman njóti þessara vinsælda umfram aðrar íþróttir? „Ja, ég vildi nú gjaman sjá svona mikla aðsókn að körfuboltaleikjum. En trúlega er knattspyman svona vinsæl vegna spennunnar sem hún býður upp á. Ovænt úrslit em al- gengari í knattspymu en í öðrum greinum. Það getur allt gerst. Skaga- menn hafa þrisvar tapað af meistara- titlinum vegna þess að botnlið höfðu af þeim stig í síðustu leikjunum." - Verða Skagamenn til þess að tryggja Fram íslandsmeistaratitilinn í ár með því að sigra Val í síðasta leiknum? „Ég vonast fastlega eftir sigri í báðum leikjunum sem við eigum eft- ir. Eins og staðan er nú eykur það möguleikana á að Fram verði Is- landsmeistari en þeir verða þá líka að standa fyrir sínu og sigra í leikj- unum sem em eftir. Ég viðurkenni alveg að ég held frekar með Fram en Val. Erkióvinir Skagamanna em samt KR-ingar. Það er alltaf visst and- rúmsloft á leikjum þegar þessi lið mætast. Þetta á sér langa sögu en lifir enn þótt KR-ingar séu ekki nærri eins skæðir andstæðingar og þeir vom.“ Sætur sigur 1982 - Hver er eftirminnilegasti bikar- leikurinn sem þú manst eftir? „Þeir em nú margir eftirminnileg- ir. Ég held þó að leikurinn gegn Vestmanriaeyingum árið 1982 verði lengi í minnum hafður. Þá léku Skagamenn einum færri síðustu mínútumar af leiknum og alla fram- lenginguna og sigmðu samt. Þetta var þegar Vestmannaeyingamir gáfu út jarðarfarartilkynninguna fyrir leikinn. Það var mjög ósmekklegt og sigurinn því sætari fyrir vikið. Úrslitaleikurinn árið 1978 er líka mjög eftirminnilegur. Þá urðu Skagamenn bikarmeistarar í fyrsta sinn eftir að hafa tapað átta úrslita- leikjum. Ætli það sé ekki rétt að þeir sigri í átta næstu úrslitaleikjum til að jafna þetta.“ - En hefur þú aldrei leikið knatt- spymu sjálfur? „Nei, ég hef aldrei æft knattspyrnu reglulega. Ég var sjö ára þegar ég kynntist körfuknattleiksdeild ÍR og hef verið með þeim síðan. Það var eitthvað sem olli því að ég byijaði ekki í knattspymunni. Ef til vill hef- ur rétta liðið verið of langt í burtu.“ GK HAPPDRÆTTI HJARTAVERNDAR 1. vinningur 2. vinningur i nnn nnn ^ 850.000. Til íbúðarkaupa kr. | aUUU ■ UUU ■ AUDI, árgerð 1987, með vökvastýri, lituð rúðugler. VERÐMÆTI VINNINGA 3 MILLJÓNIR 750 ÞUS. KRÓNTJR. Skattfrjálsir vinningar DREGIÐ VERÐUR 10. OKTÓBER NK. ★ Stœrsti vinningurinn er að upphœð 1.000.000 króna. ★ Lœgsti vinningur er að upphœð 75.000 kr. ★ Býður nokkur betur? Átt þú betri kost ef heppnin er zneð? ★ Nú tökum við á með Hjartavemd því gott hjarta er gulli betra! ★ Við frestum aldrei drœtti! Freistið gæfunnar — þannig leggur þú góðu málefni lið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.