Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
11
Það var farið snemma í háttinn
á laugardagskvöldið síðasta. í rú-
mið klukkan tíu og engar refjar.
Upp klukkan níu á sunnudags-
morgni, heitt bað, sérhannaður
morgunmatur og teygjuæfingar í
stofunni. Nú lá nefhilega mikið
við. Maraþonið átti að heíjast í
hádeginu og ég hafði meldað mig
í hlaupið. Vissi sem var, af langri
keppnisreynslu, að íþróttamaður-
inn verður að vera vel fyrirkallað-
ur í keppni ef árangur á að nást. í
gamla daga í fótboltanum var lögð
á það rík áhersla að hvíla sig vel
fyrir leik og fólst í þeirri lífsreglu
að bragða ekki áfengi kvöldið áð-
ur. Menn fóru stundum flatt á
þeirri sjálfsafneitun enda tóku
fi-eistingamar aldrei tillit til þess
hvort keppt var daginn eftir. Þess
vegna kom það fyrir hjá agalausum
liðum að boðorðin vom brotin og
tillitssamur þjálfari hörfaði einu
sinni í það vígi að segja: strákar,
allir ófullir í leikinn, sem endaði
með því að menn tóku hann á orð-
inu og hættu að mæta.
Píp út í bláinn
En þetta er vandamál liðinnar
tíðar hjá agalausum áhugamönn-
um sem tóku ekki íþrótt sína
alvarlega. Við, sem vissum betur,
fórum snemma í háttinn, jafnvel
þótt á laugardagskvöldum væri.
Eins var það núna, þegar sjólft
maraþonið var framundan. Aginn
og einbeitnin í fyrirrúmi og tveim-
ur tímum fyrir ræs var allt klárt,
skórnir, gallinn, upphitunin. Enda
lá mikið við. Þúsund manna keppni
og skari af áhorfendum, sjónvarpið
mætt á staðnum og heimsfrægir
hlauparar erlendis frá. Hvað myndi
nú gerast ef maður gæfist upp á
miðri leið eða það sem verra væri
- kæmi síðastur í mark? Hvílík
hneísa, hvílík smán.
Þeir voru að vísu að predika það
í blöðunum að aðalatriðið væri að
vera með, hitt væri aukaatriði hver
ynni. Ég hef aldrei tekið mark á
þeirri göfugmennsku og get ekki
með nokkru móti haft gaman af
keppni ef ég tapa. Á yngri árum
grenjaði ég við ósigur, seinna lamdi
ég andstæðinginn ef þess var
minnsti kostur að ég réði við hann.
Með árunum hef ég ekki haft ann-
að ráð en að fara í fylu. Með öðrum
orðum: þessi fagurgali um að mark-
mið íþrótta og keppni sé að taka
þátt er eins og hvert annað píp út
í bláinn.
Dagdraumarnir rætast
Þótttakan í maraþonhlaupinu
var bláköld alvara og harðvítug
keppni. Og vegna þess að ég er hér
að skýra frá þessari nýjustu lífs-
reynslu minni get ég trúað lesend-
um fyrir því að undir niðri hefur
alltaf blundað í mér draumurinn
um hina stóru stund að koma fyrst-
ur í mark og slíta snúruna við
gífurleg fagnaðarlæti og húrrahróp
mannfjöldans sem spyr í aðdáun
og hálfum hljóðum: hver er hann,
þessi óþekkti hlaupari sem brýst
fram úr öllum hinum og hleypur
þama fyrstur? Þetta er þó ekki
hann Ellert?
Því miður hef ég aldrei haft tíma
til að láta þessa dagdrauma rætast
fyrr en nú. Og þegar maður stendur
frammi fyrir draumi sínum og
væntanlegum fagnaðarlátum
vaknar maður upp við veruleikann.
Þótt ég hafi marga daga og margar
nætur legið andvaka fyrir þetta
mikla hlaup, og hugsað hvað ég
myndi segja við sjónvarpið og þjóð-
ina að sigrinum loknum, stóð ég
allt í einu frammi fyrir því á sunnu-
daginn að hafa mestar óhyggjur af
því hvort ég kæmist í mark. Nú er
maður að vísu búinn að skokka
þetta í kvöldkyrrðinni stöku sinn-
um í vesturbænum, þegar fitu-
komplexarnir voru orðnir
uppáþrengjandi, en hvað veit mað-
ur hvað maður getur þegar á
hólminn er komið og heill skari af
óvígum her alþjóðlegra hlaupa-
gikkjaer mættur til leiks? Undir
slíkum kringumstæðum er rétt að
hafa allar afsakanir á reiðum
höndum og það fyrirfram. Hælsæri
og tognun, sem gat tekið sig upp á
hverri stundu, slæmur í maga að
undanfömu, bakið sífellt í baklás,
ekki laus við höfuðverk, ekki van-
ur að hlaupa á malbiki.
Út í buskann
Ég heyrði ekki betur en að fleiri
væru vel undirbúnir með afsakanir
þegar að var gáð. Menn röbbuðu
saman þama á gangstéttinni og
lýstu af lítillæti æfingaleysi sínu
og sögðust vera að þessu meira sér
til gamans. Þetta er gamla trikkið,
að slæva einbeitnina hjá keppina-
utunum og slá þá út af laginu.
Maður þekkir þessa lúmsku slægð
og lætur hana ekki koma sér úr
jafnvægi.
Ég var búinn að ákveða að standa
keikur og glæsilegur ó stuttbuxun-
um við rásmarkið og heilsa upp á
Hófí og fá mynd af mér og henni
sem ég mundi seinna senda henni
með kveðju frá sigurvegaranum.
En hlauparaskarinn eyðilagði
þetta einstaka tækifæri og ég sá
Ellert B. Schram
hana aldrei og hún ekki mig. Og
áður en ég vissi af reið skotið af
og þúsund brjálæðingar spmttu af
stað eins og þeir ættu lífið að leysa
og tróðu mig næstum því undir.
Ég sat fastur, aftastur í hópnum,
meðan börn og gamalmenni og val-
kyrjur af veikara kyninu þustu
áfram og yfir allt sem á vegi þeirra
varð. Á undan mér.
Ég var búinn að lesa það í
íþróttafréttum að góðir hlauparar
velji sér héra til að leiða hlaupið
þangað til aðalmaðurinn sjálfur
tekur endasprettinn. Ég var búinn
að velja mér héra, gamlan knatt-
spymukappa sem hefur skokkað
sér til heilsubótar og átti ekki að
hafa roð við mér, maraþonhlaupar-
anum. Ég vissi það ekki fyrr en
eftir hlaupið að hann hafði sama
álit á mér og ég á honum en hvor
í sínu lagi vorum við lukkulegir
með leyndardóminn og létum á
engu bera. Og áfram tifuðum við
yfir Tjamarbrúna, upp á Suður-
götu og niður á Ægisíðu. Fórum
meira að segja fram úr fjöldanum
öllum af minni spámönnum, sem
greinilega vom haldnir íþróttaand-
anum um að vera með, og við
brostum góðlátlega til þeirra með
sigurglampa í augum og meðaumk-
un yfir þeim örlögum þessa fólks
að sjá á eftir okkur út í buskann.
Við brostum líka til vegfarenda
sem stóðu álengdar og hafa áreið-
anlega dáðst að hlaupalaginu og
stílnum og öllu þessu ógnarþreki
sem knúði okkur áfram skref eftir
skref. Ég veifaði til þessara að-
dáenda minna þangað til ég fann
það, úti á móts við Eiðsgrandann,
að þrekið leyfði ekki þessar óþörfu
handahreyfingar í allar áttir. Ég
átti nóg með fætuma.
Kraftaverkið
Það var alveg sama hvað við fór-
um fram úr mörgum. Alltaf liðaðist
sami skarinn fyrir framan okkur í
óendanlegri halarófu. Þama var
hann Kalli i Pelsinum og Rúnar
hjá sjónvarpinu og Halli í Breiða-
blik og Bússi og Dússi og Lára
frænka og Magnús L. og fleiri og
fleiri og smám saman fór að renna
upp fyrir mér það Ijós að ég væri
alls ekki einn um það að vinna hér
afrek fyrir annálana. Ég jók skrið-
ið. Setti á fullt. En viti menn.
Skyndilega geystist samanrekinn
hlaupagikkur fram úr mér eins og
að drekka vatn og blés ekki úr
nös. Ég elti. Sá skyldi ekki stinga
mig af. Hugurinn hljóp hraðar en
fætumir og andardrátturinn varð
tíðari en hjartslátturinn. Við
geystumst fram úr röðinni norður
Ánanaustið, austur Mýrargötuna
og alla Tryggvagötuna og ég var
farinn að sjá rautt, eða helst ekki
neitt.
En þá gerðist kraftaverkið. Rétt
í þann mundinn sem við nálguð-
umst Kalkofnsveginn, sem fæstir
vita nota bene að heitir Kalkofns-
vegur, stóð þar Sigfús bæjarstjóri
á Akureyri með gríðarstóran hátal-
ara og stjómaði umferðinni:
maraþonhlauparar til vinstri,
skemmtiskokkarar til hægri. Og til
að þetta færi ekki á milli mála og
allir skildu sneiðina stóð á skilti
stórum stöfum: Funrunners to the
right!
Ég sá mínasæng uppreidda. Gjör-
samlega að þrotum kominn tók ég
hægri beygjuna og lét maraþon-
hlauparanum eftir vinstri beygj-
,una. Sem betur fór var ekki langt
eftir og ég hefði verið þeirri stundu
fegnastur að ná heilu og höldnu í
markið, með báða fætur jafnlanga,
ef hérinn minn hefði ekki tekið upp
á því að skokka léttilega fram úr
mér á síðustu metrunum.
Skemmtiskokk
Ég tók ósigrinum með karl-
mennsku enda þýddi víst ekkert
annað. Ég las það í blöðunum dag-
inn eftir að tvö hundruð og fjörutíu
karlahlauparar hefðu komið á und-
an mér í mark og nokkrir tugir
kvenna í þokkabót. Jæja, ég varð
þó ekki síðastur, hugsaði ég og
hrósaði happi yfir því láni hvað
fáir voru viðstaddir til að verða
vitni að þessari auðmýkingu. Svo
fór ég í bað og gufu og hringdi i
nokkra fjölskyldumeðlimi til að
láta það berast í framhjáhlaupi að
ég hefði tekið þátt í maraþonhlaup-
inu og eftir því sem leið á daginn
var ég aftur farinn að taka gleði
mína. Þetta var alls ekki svo slæmt
þrátt fyrir allt. Ég fór fram úr þess-
um og ég fór fram úr hinum og í
raun og veru gaf tíminn alls ekki
rétta mynd af hraðanum vegna
þess að skemmtiskokkaramir voru
sífellt að þvælast fyrir og drógu
niður tempóið.
Um kvöldið fékk ég mér bjór og
annan og á þriðja glasi var sjálfs-
traustið komið í lag. Svei mér þá,
ef ég hefði bara ekki orðið með
þeim allra fyrstu, ef þessi maraþon-
hlaupari hefði ekki blekkt mig í
þennan eltingarleik í Mýrargö-
tunni og sprengt mig að ástæðu-
lausu. I raun og veru hafði ég
ekkert æft fyrir hlaupið og var með
hælsæri og slæmur í bakinu og
hafði aldrei hlaupið þessa vega-
lengd áður. Var alls ekki klár á því
hvað ég hefði raunverulega getað
hlaupið hratt fyrr en það var orðið
um seinan. Þetta var eiginlega
ómark.
Já, það er munur
Eftir því sem liðið hefur á vikuna
hef ég styrkst í þessari trú. Ef mað-
ur tekur þátt í maraþoni verður
maður auðvitað að hlaupa mara-
þon. Skemmtiskokk er bara fyrir
amatöra, fólk sem vill vera með án
þess að sigra. Hvað er gaman að
sigra í skemmtiskokki, þar sem fólk
er kallað funrunners og hefur eng-
an metnað til að ná árangri? Þar
að auki nær maður sér engan veg-
inn á strik á svona stuttri vega-
lengd.
Ég neita því þó ekki að ég er
stoltur af þessu hlaupi og hef verið
að segja vinum mínum, sem nenna
að hlusta á mig, að ég hafi tekið
þátt í maraþoninu. Best er þó að
tala við þá sem ekki nenna að
hlusta því þeir hafa þá ekki áhuga
á að vita hversu langt ég hljóp. Ja
héma, tókstu þátt í maraþoninu,
svara þeir og hafa svo mikla minni-
máttarkennd gagnvart þessu afreki
mínu að þeir leggja ekki í að spyrja
um vegalengdina.
Og það er skrítið, og þó ekki
skrítið, að mig er farið að dreyma
dagdrauma á ný um fagnaðarlætin
og sigurlaunin þegar ég kem fyrst-
ur i mark að ári.
Já, það er munur að vera mara-
þonhlaupari!
EUert B. Schram