Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 35 Karpov næði jafntefli - það var a.m. k. haft eftir Karpov sjálfum að skákinni lokinni. Hann sagði að í hans herbúðum hefði biðstaðan ve- rið rannsökuð í 12 klst. Kasparov og menn hans voru greinilega ekki eins iðnir við kolann. Skákinni lauk með jafntefli og þar með þótti Karpov ná „sálfræðilegri forystu" í einvíginu. „Allt undirbúið heima“ Þriðja skákin var tíðindalítil, nema fyrir þá sök að Kasparov tefldi aftur Grunfelds-vöm og jafnaði taf- lið léttilega. í fjórðu skákinni náði hann svo aftur frumkvæðinu gegn Nimzo-indverskri vöm Karpovs og að þessu sinni tókst honum að reka endahnútinn á sóknina. Karpov gafst upp símleiðis er skákin hafði farið í bið og þar með náði Kasparov forystunni. Vel tefld skák af hans hálfu og merki um að hann væri í góðu formi. Sjálfur fylltist hann of- metnaði við sigurinn þvi að í næstu skák ætlaði hann að máta Karpov með höndunum einum saman. Tefldi Grunfelds-vömina djarft og sat uppi með „strategískt" tapaða stöðu eftir byrjunarleikina. Karpov hélt vel á spöðunum og vann auðveldlega. Jafht að loknum fimm skákum. í sjöttu skákinni ýtti Kasparov kóngspeðinu úr vör í fyrsta leik, í fyrsta og eina skipti í einvíginu til þessa. Annars hefur drottningarpeð- ið farið fram í hinum skákunum ellefu. Karpov svaraði með Petrovs- vöm en þótti lenda í ógöngum eftir skemmtilega peðsfóm Kasparovs. Það var ekki fyrr en eftir snjallan drottningarleik að áhorfendum var ljóst að hann gæti auðveldlega va- rist og jafhvel snúið taflinu sér í vil. Það kom á óvart hvað hann lék fyrstu tuttugu leikina hratt en Dorf- man, aðstoðarmaður Kasparovs, hafði skýringu á reiðum höndum. „Auðvitað er þetta allt undirbúið heima,“ sagði hann. „Þessir leikir em allir þvingaðir." Svo fór að Karpov náði yfirhöndinni en tókst ekki að knýja fram sigur. Jafntefli. Ellefta skákin fallegust E.t.v. var sjöunda skákin vendi- punkturinn í einvíginu. Hún var furðulegasta skák, sem undirritaður hefur nokkum tíma orðið vitni að og hreinlega óskiljanleg á köflum. Kasparov tefldi drottningarbragð í stað Grunfelds-vamarinnar en tefldi Skák Jón L. Árnason veikt. Karpov byggði upp yfirburða- stöðu en er leið á skákina kom einnig fát á hann og með snilldarleg- um hróksleik náði Kasparov að slá ryki í augu hans og halda jafiitefli. Meðan sjöunda skákin var tefld var kynngimögnuð spenna á Park Lane hótelinu og næsta skák var engu síðri. Þá náði Kasparov yfir- burðastöðu og Karpov lenti í tímahraki. í lok skákarinnar lék Kasparov óvæntan biskupsleik og Karpov náði að rétta úr kútnum. En hann var svo tímanaumur að hann réð ekki við stöðuna og er hann fór yfir tímamörkin var staða Kasparovs unnin. í þessari dramat- ísku skák náði Kasparov forystunni í einvíginu og hefur haldið henni síðan. Fjórum síðustu skákunum í London lauk með jafiitefli. Tíu þúsund sterlingspund er heit- ið fyrir fallegustu skákina í Lon- don. Flestir telja víst að kapparnir muni skipta upphæðinni bróður- lega milli sín fyrir elleftu skákina, sem lauk með jafntefli, þrátt fyrir að báðir tefldu stíft til vinnings. Save og Prosper fyrirtækið leggur til fegurðarverðlaunin, sem em þau hæstu í skáksögunni. Dómnefndina skipa sjö Englendingar, Speelman, Mestel, Hartston, Miles, Nunn, Chandler og Short. „Ég mun greiða elleftu skákinni atkvæði mitt,“ sagði Hartston, einn dómnefhdar- manna. „Og ég mun reyna allt til að hinir fari að dæmi mínu.“ Allt getur gerst í Leningrad Á heildina litið hefur Kasparov þótt tefla betur í London, sem vinn- ingatalan ber reyndar með sér. Hann virðist betur undirbúinn heldur en Karpov og hraustari að sjá. Hinu má hins vegar ekki gleyma að Karpov teflir á heimavelli í Len- ingrad, þar sem hann er fæddur og uppalinn. Að sögn spekinga í Lon- don vill Karpov ólmur sanna ágæti sitt á bemskuslóðum og þvi kæmi ekki á óvart þótt hann lumaði á nokkrum leynivopnum til viðbótar. Aðstoðarmenn hans hafa í það minnsta ekki setið auðum höndum í London. Valery Salov, sem tefldi á Reykjavíkurmótinu, sást í fyrsta skipti í skáksalnum er tólfta skákin var tefld. „Ég hef ekkert séð af Lon- don,“ sagði hann og virtist vera að springa af byrjanaþekkingu. í Len- ingrad getur allt gerst. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 69., og 79. og 83. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Furugmnd 62 - hluta, þinglýstri eign Erlings Laufdal Jónssonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, bæjarsjóðs Kópavogs og Ólafs Axelssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. septemþ- er 1986 kl. 13.45. Baejarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 68., 80. og 84. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1985 á eigninni Nýbýlavegi 90 - hluta, þinglýstri eign Páls S. Péturssonar og Mörtu Ámadóttur, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs i Kópavogi, baejarsjóðs Kópavogs og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri þriðju- daginn 2. september 1986 kl. 14.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 37., 41. og 50. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1985 á eigninni Neðstutröð 4 - hluta, þinglýstri eign Ragnars Sigurjóns- sonar og Hörpu Guðmundsdóttur, fer fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Veðdeildar Landsbanka Íslands og Ara ísberg hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. septemþer 1986 kl. 14.45. ______________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Kastalagerði 1, þinglýstri eign Hafsteins Júlíussonar, fer fram að kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Ásgeirs Thoroddsen hdl. og bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. september 1986 kl. 15,00. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 136., 140. og 142. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þinghólsbraut 70, þinglýstri eign Ingimars K. Sveinbjörnssonar, fer fram að kröfu Ásgeirs Thoroddsen hdl. og bæjarsjóðs Kópavogs á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. september 1986 kl. 15.15. Bæjarfógetinn í Kópavogi. Pálsson sá um útreikning og leiðsögn í mótinu sem spilað var eftir Mit- chell-fyrirkomulagi og tölvureiknað. Að lokum kærar þakkir til gest- anna í mótinu fyrir þátttökuna um leið og Jóni og Sigurði er óskað til hamingju með enn einn sigurinn. Bikarkeppni Bridgesam- bandsins: Eins og áður hefur komið fram hefur sveit Pólaris tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni BSÍ. Önnur sveitin til að tryggja sér sæti í undanrásum varð sveit Sigfúsar Arnar Árnasonar frá Reykjavík. Sveitin sigraði sveit Jóns Hauksson- ar frá Vestmannaeyjum nokkuð örugglega. í sveit Sigfúsar eru, auk hans: Jón Páll Sigurjónsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Björgvin Þorsteinsson, Anton R. Gunnarsson og Friðjón Þórhallsson. Um þessa helgi fara síðan (væntan- lega) fram tveir síðustu leikirnir í 4. umferð. Þeir eru Samvinnuferðir/ Landsýn gegn Ásgeiri P. Ásbjörns- syni og Jón Hjaltason gegn Sigtryggi Sigurðssyni, allar sveitirnar úr Reykjavík. Undanrásin (4 sveita úrslit) verður svo spiluð næsta laugardag, 6. sept- ember, á Hótel Hofi v/Rauðarárstíg og hefst spilamennska kl. 10 árdegis. Spiluð verða 43 spil milli sveita. Sig- urvegararnir úr þessum leikjum spila svo til úrslita daginn eftir, sunnu- daginn 7. september, á sama stað og hefst spilamennska einnig þá kl. 10 árdegis. Spiluð verða 64 spil í úrslit- um. Nv. bikarmeistari er sveit ísaks Arnar Sigurðssonar Reykjavík. Sumarbridge 1986 Nú eru aðeins eftir fjögur spila- kvöld í Sumarbridge 1986. Fimmtu- dagurinn 11. september verður síðasti spiladagurinn og verða þá afhent verðlaun fyrir keppnir sum- arsins. (Það ætti að vera óþarfi að brýna fyrir efstu mönnum að mæta þá til leiks, en allur er varinn góður.) Sl. þriðjudag var að venju spilað í tveimur riðlum og urðu úrslit þessi (efstu pör): A) stig Kristján Blöndal-Sigfús Þóröarson 220 Guömundur Aronsson-Jóhann Jóelsson 210 Lárus Hermannsson-Óskar Karlsson 186 Eyþór Hauksson-Lúvík Wdowiak 181 Rósa Þorsteinsdóttir-Véný Viðarsdóttir 130 (efstu pörin taka bæði gríðarlega háa skor) B) Guöl. Sveinsson-Magnús Sverriss. 181 Jacqui McGreal-Þorlákur Jónsson 180 Aðalbjöm Þórólfsson-Ámi Loftsson 175 Bjöm Arnarson-Stefán Kalmannsson 173 Elisabet Vestdal-Mariane Abela 166 Og staða efstu spilara í þriðjudags- spilamennskunni er þá orðin þessi: Sigfús Þórðarson frá Selfossi með 151. Jacqui McGreal 129. Lárus Her- mannsson 104. Kristinn Sölvason 32. Guðmundur Aronsson 38. Jóhann Jóelsson, Anton Haraldsson og Úlfar Kristinsson 74. Þórður Björnsson 73. Jóhann Jónsson 64. Á fimmtudaginn mættu svo 52 pör til leiks og var spilað í íjórum riðlum. Urslit urðu þessi (efstu pör): A) Magnús Ólafsson-Páll Valdimarsson 276 Hjörtur Bjarnason-Birgir Sigurðsson 256 Óskar Sigurðsson-Róbert Geirsson 242 Láms Hermansson-óskar Karlsson 229 Kristján Blöndal-Sigfús Þórðarson 226 B) Bjöm Blöndal-Magnús Torfason 210 Ester Jakobsdóttir- Valgerður Kristjónsdóttir 190 Jóhann Jónsson-Kristinn Sölvason 174 Bragi Björnsson-Þorsteinn Erlingsson 169 Alfreð Kristjánss.-Hörður Jóhanness. 168 C) Baldur Ásgeirsson-Magnús Halldórsson 183 Albert Þorsteinsson-Sigurður Emilsson 179 Rögnvaldur Möller-Þórður Möller 170 Sigm. Stefánsson-Þorfinnur Karlsson 167 Árni Már Bjömsson-Sigurður Karlsson 166 D) Einar Jónsson-Ragnar Hermannsson 97 Kristinn Rúnarsson Oddur Jakobsson 95 Aöalsteinn Jörgensen-Valgarð Blöndal 85 Björn Eysteinss.-Guðm. Sv. Hermannss. 83 Og staða efstu spilara í fimmtu- dagskeppninni er þá orðin þessi: Lárus Hermannsson 206. Páll Vald- imarsson 183. Sigfús Þórðarson 180. Magnús Ólafsson 169. Ásthildur Sig- urgísladóttir-Lárus Arnórsson 154. Magnús Aspelund- Steingrímur Jónasson 116. Og að venju verður spilað í næstu viku og síðan lýkur Sumarbridge í annarri viku, fimmtudaginn 11. sept- ember. Opna Hótel Akranes-mótið Dagana 27. og 28. september nk. verður haldið opið mót á vegum Bridgefélags Akraness og Hótel Akraness. Gert er ráð fyrir 24-30 para barómeter með 3-4 spilum á milli para. Spilað verður í hótelinu og hefst spilamennskan kl. 12 laugar- daginn 27. sept. Þremur efstu pörunum verða veitt peningaverðlaun auk þess sem spilað verður um silfurstig. 1. verðlaun verða kr. 20.000, 2. verðlaun kr. 12.000 og 3. verðlaun kr. 8.000. Það er Hótel Akranes sem leggur til verð- launin. Þátttökugjald verður kr. 2.000 á par en innifalið í því verði er mið- degiskaffi á laugardeginum. Fyrir aðkomumenn býður H.A. upp á pakka á kr. 2.000 fyrir manninn en innifalið í því verði er kvöldverður á laugardag, gisting í eina nótt, morgunverður og hádegisverður á sunnudag. Keppnisstjóri verður Vigfús Páls- son en um tölvuútreikning sér Baldur Ólafsson. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borist fyrir 20. september í síma 93-1080 (Einar) á kvöldin og um helgar. Bridgefélag Akraness. Aðalfundur Bridgefélags Akraness 1986 verður haldinn í Kiwanissaln- um við Vesturgötu fimmtudaginn 18. september nk. kl. 19.45. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum og verðlaunaafhendingu fyrir mót á síðastliðnum vetri verður spilaður léttur tvímenningur. Allir bridgeáhugamenn eru hvattir til að koma á fundinn og sérstaklega eru verðlaunahafar beðnir um að koma og taka við verðlaunum sínum. Opna mótið á Egilsstöðum Nú er fullbókað í opna mótið í Valskjálf sem haldið verður um næstu helgi, að undanskildum 2-3 sætum fyrir'pör af höfuðborgarsvæð- inu. Áríðandi er fyrir spilara, sem hug hafa á, að melda sig hið fyrsta (Hermann, sími 41507) því allmörg pör eru á biðlista fyrir austan. Mótið er 36 para barómeter, 3 spil milli para. Mótið verður sett föstu- daginn 5. sept. kl. átta og spilað föstudagskvöld og laugardag. Mót- inu lýkur ca átta á laugardag með kvöldverði og verðlaunaafhendingu. Flogið verður austur föstudagsmorg- un og til baka fyrir hádegi á sunnu- dag, þ.e. gist í tvær nætur. Bridgesamband Austuur- lands BSA minnir á að skráning í bikar- keppnina á Austurlandi er nú í fullum gangi. Þátttökutilkynningum skal komið til Pálma Kristmanns- sonar, Egilsstöðum, eða Kristjáns Kristjánssonar, Reyðarfirði. Eins og áður hefur komið fram er um firmakeppni að ræða, auk hins hefðbundna útsláttar. Skráningar- frestur er til 5. sept. en þá mun dregið í 1. umf. Þátttökugjald verður kr. 6.000 á sveit og verður mestum hluta varið til endurgreiðslu ferðakostnað- ar sveita. Áætlað er að keppni ljúki í byrjun október. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 152., 155. og 160. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Þinghólsbfaut 47, þinglýstri eign Ásdísar Haraldsdóttur, fer fram að kröfu Landsbanka íslands, Útvegsbanka Islands og Tryggingastofnunar rikis- ins á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 15.00. ________________ ____ Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 12„ 18. og 21. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1986 á eign- inni Álfhólsvegi 24, þinglýstri eign Siguijóns Björnssonar, fer fram að kröfu Iðnaðarbanka Islands, Tryggingastofnunar rikisins og Ólafs Gústafssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 14.45. ______________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 20., 31. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1985, á eigninni Smiðjuvegi 44-D - hluta, þinglýstri eign Bílaleigunnar hf„ fer fram að kröfu Iðnlánasjóðs og skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 14.30. ______________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 37., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á eian- inni Holtagerði 66, þinglýstri eign Hreins Arnasonar, fer fram að kröfu Útvegsbanka islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. september 1986 kl. 14.00. __________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 78., 82. og 87. tölublaði Lögbirtingablaðs- ins 1982 á eigninni Lyngheiði 6, þinglýstri eign Jörundar Guðlaugssonar, fer fram að kröfu skattheimtu rikissjóðs í Kópavogi á eigninni sjálfri miðviku- daginn 3. sepember 1986 kl. 13.45. __________________________Bæjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 101 „ 104. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Holtagerði 57, þinglýstri eign Gunnars K. Finn- þogasonar, fer fram að kröfu Landsbanka íslands, Þórðar Þórðarsonar hdl. og Guðmundar Péturssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 3. septemb- er 1986 kl. 13.30. __________Bæjarfógetinn i Kópavogi. Nauðungaruppboð annað og síðara sem auglýst var í 101., 104. og 106. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1985 á eigninni Digranesvegi 56 - hluta, þinglýstri eign Sigurðar Eiríkssonar og Emu Hróarsdóttur, fer fram að kröfu bæjarsjóðs Kópavogs, Veðdeildar Landsbanka islands, Friðjóns Arnar Friðjónssonar hdl„ Steingrims Þormóðssonar hdl„ skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, Arnmundar Backman hrl„ Þórunnar Guðmundsdóttur hdl„ Jóns Eirikssonar hdl„ Skarphéðins Þórissonar hrl„ Ásgeirs Thoroddsen hdl„ Guðmundar Jónssonar hdl„ Þor- valdar Lúðvíkssonar hdl„ Ölafs Gústafssonar hrl„ Baldvins Jónssonar hrl„ Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Eggerts B. Ólafssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 2. september 1986 kl. 16.00. _________________________Bæjarfógetinn i Kópavogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.