Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986. 3 Fréttir Securitas og Vari: „Viljum ekki starfa við hlið þessara manna“ „Við erum fyrst og fremst að mót- mæla því að þurfa að starfa með þessum mönnum á nóttunni," sagði Kristján Gunnarsson, einn starfs- manna Securitas, í viðtali við DV. Eins og skýrt var frá í DV í gær hafa starfsmenn þar óskað eftir þvi við dómsmálaráðherra að fram fari opin- ber rannsókn á starfsemi öryggisfyrir- tækisins Vara. Starfsmenn Securitas telja að starf- semi Vara uppfylli ekki þær kröfur sem gera þarf til starfsemi sem þessar- ar. Þeir segja að mjög slælega sé staðið að gæslumálum þar og það kasti rýrð á þessa stétt Og þeir vilja mótmæla þvi að ráðimeytið hafi viðurkennt þetta fyrirtæki. „Við hittum þessa menn á nóttunni með ónýtar stimpil- klukkur og höfum jafnvel horft á eftir þeim heim til sín að horfa á fótbolta- leik þegar þeir eiga að vera á vakt,“ sagði Kristján. Innbrot í sljómstöð í bréfi til dómsmálaráðherra eru tal- in upp fjölmörg atriði sem starfemenn- imir telja að þurfi að rannsaka. Óskað er eftir að rannsakað verði hvort brotist hafi verið inn í stjómstöð Vara og þaðan stolið tækjum fyrir hundruð þúsunda. Einnig hvort trún- aðarmál hafi komist í hendur inn- brotsaðila. Þá vilja þeir að kannað verði hvort margdæmdur eiturlyfjasali og -neyf> andi starfi eða hafi starfað hjá Vara. Þeir spyija hvort þessi maður hafi haft lyklavöld að bönkum, fyrirtækj- um og einkaheimilum. Þá vilja þeir að kannað verði hvort Vari hafi smyglað til landsins fjar- skiptatækjum. Lögreglan flækt í málið Óskað er eftir því að kannað verði hvort það samræmist siðgæðis- og lagareglum lögreglunnar að afbrota- sérfræðingur hennar hafi ítrekað komið fram sem auglýsing í máli og myndum fyrir Vara. „Rökstuddur gmnur leikur á að þama sé ekki allt með felldu og vitað er um samband Grétar Norðfjörð: „Algjör- lega hlut- laus“ „Ég hef aldrei gert upp á milli þess- ara fyrirtækja. Ég held að það sé tæplega til hreinræktaðri maður í þessum málum en ég,“ sagði Grétar Norðfjörð lögreglumaður í samtali við DV. í bréfi starfemanna Securitas til dómsmálaráðherra er óskað eftir að rannsakað verði samband Grétars við Vara, hvort hann hafi vísað viðskipt- um til Vara gegnum sitt starf og hvort það samræmist siðgæðisreglum að lögreglumaður auglýsi fyrir öryggis- fyrirtæki. í auglýsingabæklingi frá Vara hvet- ur Grétar menn til að fa sér öiyggi- skerfi. Hann segir einnig að búnaður Vara hafi veitt ómælt öiyggi. „Þetta er rétt en ég tel að þetta teng- ist ekki sölumennsku fyrir Vara. Eg hefði gert þetta einnig fyrir Securitas ef þeir hefðu leitað til mín. Ég hef einn- ig tvisvar haldið fyrirlestur á ráðstefnu fyrir Vara um þjófavEimir. Er ég var í mínu fyrra starfi nýtti ég hvert tæki- færi til að kynna afbrotamál. Það gerði ég fyrir alla þá sem þess óskuð. önnur tengsl við Vara hef ég ekki haft,“ sagði Grétar. -APH þama á milli,“ segir í bréfinu. Hér mun vera átt við Grétar Norðfjörð lög- reglumann þó nafhs hans sé ekki getið. Fleiri atriði em talin upp. Spurt er hvort skattgreiðendur séu látnir greiða þjónustuútköll Vara. Sam- kvæmt upplýsingum DV kalla starfe- menn Vara nær alltaf á lögregluna þegar neyðarboð berst í stað þess að fara sjálfir á staðinn. í lok bréfeins er síðan efast um að öiyggismiðstöð Vara standist þær kröfur sem gerðar em í reglugerð Brunamálastofiiunar. -APH Vari: Svara engu „Ég ætla engu að svam um þetta að svo stöddu. Forstjórinn, Baldur Ágústsson, er erlendis og hann mun svara þessu þegar hann kem- ur heim,“ sagði Ida Fenger, skrif- stofustjóri Vara, er DV bar undir hana ásakanir sem koma fram í bréfi starfemanna Securitas. -APH Helgarsýning á w NISSAN SUNNY Frumsýningarhelgina varð algjör sprenging. Komið og skoðið hina glæsilegu SUNNY ’87 NISSAN SUNNY SGX sportbíll með kraft og stíl.... kr. 469.000.- NISSAN SUNNY Wagon LX gullfallegur fjölskyldubíll.... kr. 433.000.- Sii INGVAR HELGASON HF ■■■! Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.