Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1986, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 30. ÁGÚST 1986.
Rokkspildan
Borgarbragur
Hátíðarhöld í Reykjavík standa
enn. Á fimmtudagskvöldið voru
tónlistarmenn í sviðsljósinu á eigi
færri en þrem stöðum í borginni.
Það þykir saga til næstu bæja.
Tónlistin var af ýmsum toga og
fjölbreytnin í fyrirrúmi. Rokkguð-
inn var dýrkaður í Roxzy, Lennon
lofaður á Borginni og hestavísur
sungnar í Evrópu. Eitthvað við
allra hæfi.
Um borg
í Roxzy var tvennt nýtt upp á
teningnum. Þar léku sveitimar
Langi Zeli & Skuggamir og Sykur-
molaramir. Sú fyrmefnda er
skipuð þremur liðsmönnum Ox-
smáar og róa þeir félagar á svipuð
mið og áður. Sykurmolarnir hét
áður Þukl, þar áður Kukl. Birgir
og Gunnlaugur eru að visu ekki
með í Sykurmolunum. Þeirra stöð-
ur hafa tekið gömlu Purrkararnir
Bragi og Friðrik. Þór Eldon hefur
líka slegist í hópinn.
Sykurmolamir léku kraftmikið
rokk í anda áðumefndra sveita.
Einar var orðhvatur að vanda og
vandaði Gunna Þórðar ekki kveðj-
umar. Sveitin lék jafnframt
nokkur Reykjavíkurlög til að sýn-
ast jafnokar stórskáldsins. Þau
vom ekki jafn-áferðarfalleg en eld-
móðurinn mun meiri.
Frá borg
Bítlavinafélagið leggur nú upp
laupana eftir afar öflugt félags-
starf. Sveitin byggir á gömlum
merg og stingur á nútíma þjóð-
félagsmeinum í milli. Auðbjörn
fékk fyrir ferðina eina ferðina enn,
áheyrendum á Borginni til mikillar
ánægju.
Um leið og Bítlavinafélagið hætt-
ir taka Possabillies sér frí. Annar
höfuðpaurinn, Jón Ólafsson, held-
ur senn utan til náms í Hollandi,
eins og alþjóð er örugglega vel
kunnugt. Þráðurinn verður vænt-
anlega tekinn upp að nýju þegar
hann snýr aftur til borgarinnar að
ári.
Til borgar
Skriðjöklar létu nú sjá sig aftur
í höfuðborginni, í fyrsta sinn siðan
velgengnishjólið tók að snúast
þeim í hag. Þeir riðu á hestum um
bæinn og veifuðu til æstra að-
dáenda. Um kvöldið var svo farið
í Evrópu. Þar skemmtu gleðimenn-
in borgarbúum með söng og hljóð-
færaslætti langt fram yfir
miðnætti. Allir undu glaðir við sitt.
Skriðjöklar hafa lagt síðasta vígið
að fótum sér. Borgin er fallin og
þar með hefur landsbyggðarpólit-
íkin sungið sitt síðasta.
Hér eftir eru allir jafnir á Is-
landi, Norðlendingar sem aðrir.
-ÞJV
m
Sykurmolarnir, áður Þukl, þar áður Kukl. Sveitin lék Reykjavíkurlög í anda Gunna Þórðar.
DV-mynd Oskar Örn
Að baki Bubba
„Bubbi og félagar, nýja sveitin
hans Bubba, bandið hans Bubba,
Bubbi og co...“. Hljómsveitin MX
21 hefur gengið undir öllum þessum
nöfnum. Menn eru staðráðnir í að
eigna Bubba sveitina með húð og
hári.
Vissulega er hann höfuðpaurinn.
En allir meðlimir sveitarinnar eru
þeirrar skoðunar að hér sé um eina
heild að ræða. „Við erum ekki bara
undirleikarar,'* áréttuðu þrír
þeirra í samtali við DV. „MX 21
er hljómsveit."
Fimman
Á Amarhóli á dögunum sannað-
ist, svo ekki verður um villst að
MX 21 er ein af traustustu sveitum
landsins. Gömlu og nýju lögin hans
Bubba em í góðum höndum.
„Þetta voru einstakir tónleikar.
Stemmningin var ótrúleg. Það var
mjög gaman að taka þátt í þessu,“
sögðu þeir Lárus Grímsson, Halld-
ór Lárusson og Jakob Magnússon,
þegar DV ræddi við þá á dögunum
í fjarveru Bubba og Þorsteins
Magnússonar.
Þessir fimm skipa MX 21.
Eletróník og McCartney
Láms, Þorsteinn, Halldór og
Jakob hafa fetað tónlistarbrautina
mjög mislengi. Lárus hóf feril sinn
á hljómborði í Eik í byrjun áttunda
áratugarins. Síðan hefur hann
starfað í ýmsum sveitum. Hann
hefur að auki lært elektróníska
tónlist í Amsterdam i sex ár. Þegar
Lámsi bauðst staða í MX 21 stóðst
hann ekki mátið: „Ég ákvað að slá
til. Þetta er gott tækifæri."
Þorsteinn hefur um áraraðir ve-
rið einn fremsti gítarleikari lands-
ins. Hann hóf feril sinn, eins og
Láms, í Eik sálugu. Síðan hefur
hann komið víða við, meðal annars
í hljómsveitinni Þey.
Jakob byrjaði að plokka bassann
í Tappa tíkarrassi. „Þar áður barði
ég á eldhússtóla og söng. Fimm ára
var ég staðráðinn í að verða Paul
McCartney." Þegar Tappinn hætti
starfaði Jakob hins vegar um stund
með Das Kapital, Grafík og Pax
Vobis. Hann byrjaði meira að segja
í Rikshaw!
„Ég staldraði stutt við í Rikshaw.
Rokkið er mér meira að skapi.“
Halldór * Lámsson barði fyrst
húðir hjá Spilafiflum á stórtónleik-
um í Höllinni. Hann mætti á fyrstu
æfinguna daginn áður. Síðan stofn-
aði hann sveitina Með nöktum
ásamt Birgi Mogensen. Þegar
Halldóri bauðst staða í MX 21
stóðst hann heldur ekki mátið.
„Þorsteinn kom í heimsókn til
mín um daginn og bauð mér að
spila með. Ég sló strax til.“
Hleypt af
MX 21 hefur æft linnulítið frá því
í byijun júní. Á efnisskránni em
lög af hverri einustu plötu sem
Bubbi hefur átt þátt í. Að auki em
tíu ný lög af nýju plötunni hans.
„Æfingarnar hafa gengið mjög
vel. Aðstaðan er góð og menn
leggja hart að sér. Gömlu lögin
hans Bubba eru ekkert gömul fyrir
okkur. Lög breytast alltaf töluvert
með öðrum hljóðfæraleikurum.
Okkur líst jafnframt ákaflega vel á
nýja efnið. Þetta er það langbesta
sem komið hefur frá Bubba hingað
til.“
Það segja þeir. Það verður spenn-
andi að sjá hvort landsmenn verða
á sama máli. Hljómsveitin mun
leika um allt land fram að áramót-
um. Platan sjálf kemur út í byrjun
október. Tvennir tónleikar verða
haldnir í Austurbæjarbíói, 3. og 4.
október, í tilefni af útkomu hennar.
Eldflauginni hefur sem sé verið
skotið af stað. í október kemur í
ljós hvort hún hittir í mark. -ÞJV
„Við erum ekki bara undirleikarar." MX 21 að undanskildum Bubba og Þorsteini.
DV-mynd PK